Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 34

Morgunblaðið - 24.07.2005, Side 34
34 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR Flatahrauni 5A, sími 565 5892 Kistur - Krossar Prestur - Kirkja Kistulagning Blóm - Fáni Val á sálmum Tónlistarfólk Sálmaskrá Tilk. í fjölmiðla Erfisdrykkja Gestabók Legstaður Flutningur kistu á milli landa og landshluta Landsbyggðar- þjónusta ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Komum heim til aðstandenda ef óskað er Sverrir Einarsson Bryndís Valbjarnardóttir Oddur Bragason Guðmundur Þór Gíslason Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar móður okkar, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, ÁGÚSTU STEINUNNAR ÁGÚSTSDÓTTUR WARD, Stóragerði 20, Reykjavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Landspítala Landakoti, Hringbraut og Fossvogi fyrir einstaka umhyggju og alúð. Rannveig S. Guðjónsdóttir, Viðar S. Guðjónsson, María Valborg Guðmundsdóttir, Gústaf Guðmundsson, Guðmundur Viðarsson, Páll Tómas Viðarsson, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og tengdadóttir, KOLBRÚN KRISTINSDÓTTIR, Sunnuvegi 4, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði mánudaginn 25. júlí kl. 13.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Heima- hlynningu Krabbameinsfélagsins. Engilbert Ó. H. Snorrason, Jóhann Engilbertsson, María Kristjánsdóttir, Helgi Karl Engilbertsson, Þóra Helgadóttir, Snorri Engilbertsson, Perla Kolbrún Jóhannsdóttir, Baldur Kári Helgason, Snorri Jónsson, Olga Hafberg og aðrir aðstandendur. Innilegar þakkir til allra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns míns, tengdasonar, föður okkar, tengdaföður, bróður, fósturföður og afa, ANTONS Ó. ANTONSSONAR útskurðarmeistara, (Tony trélist), Munkaþverárstræti 11, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar FSA, blóðlækningadeildar Landspítalans og Hvítasunnusafnaðarins. Drottinn blessi ykkur öll. Hanna Rúna Jóhannsdóttir, Jóhann Pálsson trúboði, Gerður Antonsdóttir Ringsted, Jón Gestur Helgason, Ragnheiður Antonsdóttir, Sigurbjörn Óli Ágústsson, Ólafur Þór Antonsson, Anton Elvar Antonsson, Guðrún Björg Ragnarsdóttir, Bjarki Þór Skjaldarson, Ólöf Minny Guðmundsdóttir, Ármann Hólm Skjaldarson, Kolbrún Elfarsdóttir, Helgi Garðar Skjaldarson, Þórhildur Þórhallsdóttir, Stefán Rúnar Árnason, Sólvegi Hulda Árnadóttir og afabörn. ✝ Þuríður JónasíaSigurjónsdóttir, fyrrum húsfreyja og bóndi á Háreks- stöðum í Norðurár- dal, fæddist í Skriðukoti í Hauka- dal í Dalasýslu 17. september 1913. Hún lést á hjúkrun- ardeild Hrafnistu í Hafnarfirði að morgni 8. júlí síð- astliðins. Foreldrar hennar voru hjónin Sigurjón Jónasson, f. 1.7. 1884, d. 24.3. 1962 og Jó- hanna Kristín Andrésdóttir, f. 30.7. 1889, d. 4.8.1973, bændur í Skriðukoti í Haukadal 1913– 1920, síðan að Stóra Vatnshorni í Haukadal frá 1920 –1954. Jó- hanna var ljósmóðir í Dalasýslu frá 1912 –1946. Systkini Þuríðar voru Guðmundur Kristinn Breið- fjörð, f. 10.2. 1909, d. 3.12. 1930, Jóhanna Bjarnveig, f. 15.5. 1918 og Gestur Zophanías, f. 18.11. 1923, d. 14.6. 1983. Þuríður giftist árið 1938 manni sínum Sigurði Hallgríms- syni, f. 11.6. 1909, og bjuggu þau að Háreksstöðum í Norðurárdal 1938 – 81, en þá fluttust þau að Miðvangi 14 í Hafnarfirði. Þau eignuðust tvö börn: 1) Ninna Breiðfjörð íþróttakennari, f. 29. júní 1938, mað- ur hennar er Stein- ar Ólafsson, bú- fræðingur frá Valdastöðum í Kjós. Dætur þeirra eru Ágústa Kristín, f. 4.10. 1959, og Þuríður Elin, f. 27.6. 1961. 2) Elsa hjúkrunarfræðingur, f. 17. nóvember 1939, maður hennar er Paul B. Hansen tæknifræð- ingur. Börn þeirra eru Jóhanna Björg, f. 12.11. 1966, og Sigurð- ur Böðvar, f. 8.10. 1969. Þuríður fór snemma að vinna við bústörf hjá foreldrum sínum . Hún stundaði nám í húsmæðra- skóla að Staðarfelli í Dölum. Með kvenfélögum í Mýra- og Borg- arfjarðarsýslum sinnti hún ýms- um trúnaðarstörfum. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Kæra amma, nú verða bréfin eða heimsóknirnar til þín ekki fleiri að sinni. Þó að aldurinn og veikindi hafi sagt til sín síðustu árin er myndin sem geymist af þér, af sterkri og myndarlegri konu, konu sem lét sér ekkert fyrir brjósti brenna. Gestrisni var í hávegum höfð hjá þér og þegar litið er yfir farinn veg er minnisstætt hversu gott var æv- inlega að koma til þín í sveitina. Þar fengu allir sem knúðu dyra gott at- læti og góðar veitingar. Öll börnin sem dvöldust hjá þér á sumrin gengu í gegnum góðan skóla og fengu skerf af þeirri arfleifð sem þín kynslóð var svo rík af. Þú kenndir okkur dugnað og heiðarleika og hrósaðir alltaf fyrir vel unnin verk. Dýrmætast var hins vegar það að þú gafst þér ávallt tíma til þess að hlusta á okkur börnin, spjallaðir við okkur og sagðir okkur sögur frá liðnum tímum. Það voru forréttindi sem við lærum æ betur að meta í hröðu samfélagi nútímans, þar sem vart gefst tími til þess að staldra við. Við erum sannarlega rík að hafa átt þig að, amma. Jóhanna Hansen. Það er Guðsgjöf að geta safnað fallegum minningum. Fallegar minningar bernskunnar eru dýrmætar og fylgja okkur í gegnum lífið. Við ,,Bæjargilsfjölskyldan“ erum svo lánsöm að eiga góðar minningar um hana Þuríði ömmu og lang- ömmu. Minningar sem við getum kallað fram í hugann hvenær sem við viljum. Sérstaklega þegar sökn- uðurinn og tárin brjótast fram. Það var okkur auðvelt að finna í sameiningu orð sem lýsa ömmu og langömmu: glæsileiki, röggsemi, glettni, fliss, lífsgleði, félagslyndi, silkimjúkar hendur, blíða, alúð, um- hyggja, hlýja, virðing, stolt, hjálp- semi, gjafmildi, heiðarleiki, tryggð, þrautseigja, vandvirkni, snyrti- mennska, vinnusemi, atorka, ákveðni, kraftur, verksvit, bókvit, kunnátta í því að lesa í náttúruna og fólkið í kringum sig, óþrjótandi sög- ur úr Dölunum, Breiðafjarðareyjun- um og Norðurárdalnum, skapandi hendur. Blessuð sé minning þín, elsku amma og langamma. Ágústa Kristín, Þórarinn, Jón Steinar, Ninna og Jóna. Mig langar til að minnast Þuríðar mágkonu minnar með nokkrum orð- um. Þuríður var fríðleiks- og mynd- arstúlka. Hún vann að búi foreldra sinna á Stóra-Vatnshorni sem er kirkjustaður. Þar var nóg að gera, ekki síst þegar Jóhanna móðir henn- ar var að sinna ljósmóðurstörfum í sveitinni. Um tvítugt fór Þuríður í húsmæðraskólann á Staðarfelli. Eft- ir það fór hún að vinna í Reykjavík á veturna og þar kynntist hún eigin- manni sínum Sigurði Hallgrímssyni frá Háreksstöðum í Norðurárdal í Borgarfirði. Þau bjuggu fyrst í Reykjavík en fluttu síðan að Há- reksstöðum og hófu búskap þar með foreldrum Sigurðar. Þuríður og Sig- urður eignuðust tvær dætur, Ninnu Breiðfjörð íþróttakennara og Elsu Norðdal hjúkrunarfræðing. Þuríður var mjög dugleg kona, hún var mikil handavinnukona og einnig hafði hún oft börn í sveit á heimilinu. Hjá þeim Sigurði nutu börnin frjálsræðis og lærðu einnig eitthvað að vinna. Ég kynntist Þuríði fyrst árið 1956 en þá vorum við Gestur bróðir henn- ar trúlofuð og heimsóttum þau að Háreksstöðum. Ég var hálffeimin við þau hjónin fyrst, en þau tóku mér svo vel og sýndu mér hlýju og vináttu alla tíð eftir það. Það var alltaf gaman að koma að Háreks- stöðum til Þuríðar og Sigurðar, þau hjónin voru bæði glöð og skemmti- leg og eins voru dæturnar, Ninna og Elsa. Um 1980 fluttu þau hjónin í Miðvang 14 í Hafnarfirði. Þar bjuggu þau vel um sig í fallegri íbúð. Þuríður var mikil hagleikskona, hún prjónaði mikið og flosaði margar myndir, m.a. stóra mynd af æsku- heimili sínu á Stóra-Vatnshorni í Haukadal. Allra síðustu árin bjuggu þau hjónin á Hrafnistu í Hafnarfirði. Sigurður lést árið 2004. Þuríður var á 92. aldursári þegar hún lést 8. þessa mánaðar. Ég kveð elskulega mágkonu mína með þakklæti fyrir liðin ár og sendi fjölskyldu hennar innilegar samúð- arkveðjur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (Vald. Briem.) Jóhanna Anna Einarsdóttir. Mig langar að kveðja Þuríði frænku mína með þessu ljóði. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Það var alltaf gaman að hitta þig, þú varst glöð og skemmtileg og þið Sigurður tókuð svo vel á móti mér og strákunum mínum þegar við komum í heimsókn til ykkar. Hvíl í friði frænka mín, bestu þakkir fyrir allt gott. Erna Jóna Gestsdóttir. ÞURÍÐUR SIGURJÓNSDÓTTIR Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Skilafrestur Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðju- degi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd Minningargreinar séu ekki lengri en 2.000 slög (stafir með bilum - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Hægt er að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5-15 línur, og votta þeim sem kvaddur er virð- ingu sína án þess að það sé gert með langri grein. Ekki er unnt að tengja viðhengi við síðuna. Formáli Minningargreinum fylgir formáli, sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá, sem fjallað er um, fæddist, hvar og hvenær hann lést, um for- eldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin fer fram og klukkan hvað athöfnin hefst. Ætl- ast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feit- letraður, en ekki í minningargrein- unum. Undirskrift Minningargreinahöf- undar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.