Morgunblaðið - 24.07.2005, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 24.07.2005, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Okkar innilegustu þakkir fyrir samúð, vinarhug og nærveru við andlát og útför bróður okkar, mágs og frænda, EINARS MAGNÚSAR MATTHÍASSONAR frá Hólmavík, Hrauntúni 12, Breiðdalsvík. Sérstakar þakkir fær Unnur Björgvinsdóttir hjá Dagvist aldraðra, Breiðdalsvík, Ásta Herbjörnsdóttir fyrir hennar góðvild og starfsfólk dvalar- og hjúkrunarheimilisins Uppsalir á Fáskrúðsfirði. Guð blessi ykkur öll. Vigdís Matthíasdóttir, Knútur Matthíasson, Þuríður Matthíasdóttir Sigríður Matthíasdóttir, Bjarni Snæbjörnsson, Hulda Lilja Þorgeirsdóttir og systkinabörn. Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts ARNDÍSAR BJARNADÓTTUR hjúkrunarfræðings, Bjarmalandi 24, Reykjavík. Guðmundur Guðmundsson, Dóra Reyndal, Ragnheiður Guðmundsdóttir, Christer Bennewitz, Ólafur Guðmundsson, Rósa Guðsteinsdóttir, Bjarni Guðmundsson, Sigríður Hermannsdóttir, Hólmgeir Guðmundsson, Ástríður Harðardóttir og barnabörn. Þökkum öllum þeim sem sýndu okkur hlut- tekningu vegna andláts og útfarar bróður míns og frænda, INGÓLFS ÞORMÓÐSSONAR. Bestu þakkir til starfsmanna á dvalarheimilinu Hlíð sem veittu honum góða umönnun. Eiríkur Þormóðsson, Ómar Svanlaugsson. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför okkar ástkæra HAFSTEINS ÁRMANNS ÍSAKSEN (Steina), Kirkjuvegi 5, Keflavík. Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja. Guð blessi ykkur öll. Hafstein B. Hafsteinsson, Ragnhildur Margeirsdóttir, Guðríður Hafsteinsdóttir, Kristmann Hjálmarsson, Sigurður P. Hafsteinsson Avril Hafsteinsson, Hans Markús Hafsteinsson, Jónína Sigurðardóttir, Ómar Hafsteinsson, Jónína B. Ólafsdóttir og fjölskyldur. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför elskulegrar eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu, dóttur og systur, HILDAR BJÖRNSDÓTTUR, Tjarnarbóli 2, Seltjarnarnesi, sem lést þriðjudaginn 5. júlí síðastliðinn. Auk þess viljum við senda sérstakar þakkir til starfsfólks á deild 6A, Landspítalanum í Fossvogi og deild 11E á Land- spítalanum við Hringbraut. Fyrir hönd fjölskyldunnar, ættingja og vina, Róbert Guðlaugsson. Það koma margar myndir frá æskuárum upp þegar minnast skal vinar míns Hjart- ar frá Brjánsstöðum. Það var mikill samgangur og vin- skapur milli foreldra okkar og mín fyrstu skólaár gekk ég í skóla á Brjánsstöðum, en þar var skóli fyrir austursveitina. Þegar ég horfi á húsakynnin nú skil ég ekki hvernig þetta var hægt í þeim húsum sem þá voru. En allt blessaðist þetta og á ég góðar minningar frá skólaárunum bæði á Brjánsstöðum og Eyvík. Hjörtur var ári yngri en ég og varð fljótt stór og sterkur og svolítið stríð- HJÖRTUR JÓNSSON ✝ Hjörtur Jónssonfæddist á Brjánsstöðum í Grímsneshreppi 1. mars 1926. Hann lést af slysförum 4. júlí síðastliðinn og fór útför hans fram frá Selfosskirkju 14. júlí. inn. Man ég sérstak- lega eftir að þegar við vorum kúskar í vega- vinnu fannst honum gaman að láta mig víkja svo þegar við mættumst með vagn- ana var ég dauðhrædd um að missa minn út af. Við vorum saman bæði í ungmennafélagi og íþróttum eins og aðrir krakkar í sveit- inni. Stundum fengum við krakkarnir á Minni-Borg að heyra hvað Brjánsstaðakrakkarnir voru búin að afreka með Hjört í farar- broddi en við vissum að við kæmumst aldrei með tærnar þar sem þau höfðu hælana. Ég sé Hjört fyrir mér í fína lögreglubúningnum við dyragæslu á böllunum á Borg. Ég held það hafi verið alveg nóg að sjá hann til þess að engum datt neitt uppistand í hug, svo stór og sterklegur sem hann var. Hjörtur var fæddur bóndi og byrj- aði búskapinn með foreldrum sínum. Það var honum mikil gæfa þegar hann kynntist konu sinni Sonju en við hlið hans hefur hún staðið sem klettur í allri uppbyggingu og veik- indum hans. Þau byggðu sér glæsi- legt hús, létu grafa fyrir heitu vatni sem hitar upp húsin og hróðugur sýndi Hjörtur mér fínan, heitan pott í garðinum. Og alltaf var verið að stækka túnin enda enginn smá bú- skapur á þeim bæ. Eftir að við hjón byggðum okkur bústað í landi Minni- Borgar kom Hjörtur iðulega í heim- sókn, einu sinni tvisvar á sumri, og þótti okkur mjög vænt um þessar heimsóknir hans. Síðast kom hann rétt fyrir hans sviplega fráfall. Ég vill enda þessar línur á að þakka Hirti fyrir alla væntumþykju í okkar garð og ekki síst hvað hann var hugulsamur við mömmu eftir að hún varð ein. Hann kom oft við hjá henni til að vita hvort hann gæti ekki eitt- hvað fyrir hana gert. Hún og við systkinin mátum það mikils. Það er alltaf gott að eiga góða nágranna og það var Brjánsstaðafólk sannarlega. Það er mikill sjónarsviptir að Hirti og Grímsnesið fátækara við fráfall hans. Við Guðmundur sendum Sonju og fjölskyldu innilegar samúðar- kveðjur. Guð blessi minningu Hjart- ar Jónssonar Ingunn E. Stefánsdóttir. 12. júní 1920 fæddist stúlkubarn í litlum bæ við Vatnsmýrina. Á þeim tíma var Reykjavík að hluta til sveit. Kýr voru á beit og börn höfðu víðáttu og opin svæði til leikja. Ásta Kristín ólst upp í Öskjuhlíðinni, þar sem blóm uxu og náttúran skartaði sínu fegursta. Stutt var niður í fjöru þar sem börnin léku sér oft. Foreldrar hennar voru Kristín Jónsdóttur og Erlingur Fil- ippusson búfræðingur. Þegar í æsku varð hún sjálfstæð og fylgdi eldri bræðum sínum í þeirra leikjum, fótbolta, sundi og leikjum í Nauthólsvík. Í Skerjafirði var bryggja sem þeim þótti gaman að hoppa af út í sjóinn, þar lærðu þau að synda. Börnin voru frjáls og nutu sín í þessu umhverfi. ÁSTA KRISTÍN ERLINGSDÓTTIR ✝ Ásta Kristín Er-lingsdóttir grasalæknir var fædd 12. júní 1920 að Haukalandi í Reykjavík. Hún lést á hjartadeild Land- spítala – háskóla- sjúkrahúss 8. júlí síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Háteigskirkju 19. júlí. Þetta hefur verið frjálslegt uppeldi og börnin uxu og döfnuðu. Ásta varð strax dug- mikil og kjörkuð sem barn. Það átti við hana að fara sínar eigin leið- ir. Í Öskjuhlíðinni kynntist hún nátt- úrunni í blómskrýdd- um klettunum og minntist hún þess oft hve henni leið vel þar enda bjó hún næstum alla ævi í Reykjavík. Þar kynntist hún eig- inmanni sínum ung að árum, Einari Jónssyni, ljóshærðum og bláeygðum pilti að austan. Hún eignaðist 6 heil- brigð börn og barnabörn sem hún fylgdist með, sumum úr fjarlægð. Ásta var ein af 12 systkinum, 6 systur og 6 bræður. Þar var gott að heyra hana tala um systkini sín, með virðingu og hlýhug. Sumarið 2002 var ættarmót haldið við Kálfafellskot í Vestur-Skaftafells- sýslu og þangað fór Ásta ásamt niðj- um sínum allflestum. Ásta hafði gam- an af ferðinni, hún hitti þar marga ættingja sína og voru sumir orðnir háaldraðir. Ásta var listræn og hafði næmt auga og fima fingur, allt lék í hönd- unum á henni. Á seinni hluta ævinnar gafst henni tími til að skapa falleg og vel gerð listaverk sem prýða víða veggi. Hún náði fram ótrúlega falleg- um litum í þeim myndum sem hún málaði upp úr jurtum en þær hafði hún tínt og meðhöndlað sérstaklega. Ásta móðir mín var vandvirk og greind kona, snögg og frjálsleg í hreyfingum, fljót að hugsa og lét ekki stjórna sér. Hún var umhyggjusöm við sína nánustu og þá sem leituðu til hennar. Alltaf var hún vel til höfð og hafði fallegt útlit, glaðleg og skemmtileg og sá skondnu hliðarnar á tilverunni, jafnvel þegar hún var al- varlega veik þá náði hún að slá á ótta minn um heilsu sína og fá fram hlát- ur. Nú á seinni árum var meiri sam- gangur á milli okkar. Við höfðum tíma til að fara eitt og annað saman. Móðir mín hafði gaman af að ferðast en gerði minna af því en hugur stóð til. Á síðasta ári talaði hún töluvert um æsku sína og umhverfi sem hún ólst upp í. Arfleifð hennar varð sú að taka við erilsömu en lánsömu starfi föður síns Erlings grasalæknis, eins og fólkið kallaði hann ávallt. Ég man sem barn að mér fannst skrýtið hvað allir sem komu til hans voru honum þakklátir fyrir hans að- stoð. Síðar átti ég þess kost að fylgj- ast með starfi móður minnar og sá þá virðingu sem var borin fyrir starfi því sem hún sinnti með hógværð og vin- semd til þeirra sem til hennar leituðu. Í lífinu fáum við öll að kynnast gleði, hamingju, missi og sorg svona til að finna hjartað slá. Þetta fékk móðir mín líka í ríkum mæli. Hún missti föður sinn 1967. Einar, eigin- mann sinn missti hún árið 1968 og var þá með þrjú börn heima. Heimilið brann í október 1969. Það er stund- um sagt að allt sé þegar þrennt er. Það sannaðist þar, þrjú þungbær áföll á þremur árum. Þá kom sér vel þrautseigja, dugnaður og kjarkur sem hún hafði fengið í vöggugjöf. Það var ekki hennar stíll að gefast upp þó á móti blési. Á afmælisdag föður míns, 31. maí, fórum við síðast saman á kaffihús, eftir að hafa verið hjá hjartalækni hennar. Það var sem hún fyndi á sér að tími væri orðin naumur. Með þess- um orðum þakka ég móður minni fyr- ir allar þær samverustundir sem við áttum saman í gegnum árin. Hennar verður minnst með einstakrar konu fyrir lífsgleði, seiglu, húmor og dugn- að. Út um gluggann á Landspítalan- um sá hún vel æskuslóð sína þar sem hún lék sér sem barn. Í veikindum hennar naut hún umönnunar starfsfólks Hjartadeildar Landspítalans við Hringbraut og vil ég þakka því fyrir einstaka um- hyggju og hlýju í garð Ástu móður minnar. Guð blessi góða konu. Ásthildur Einarsdóttir. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. (Þórunn Sigurðardóttir.) Elsku Einar minn, mig langar að kveðja þig með þessum línum. Mér brá þegar ég frétti að þú hefðir kvatt þennan heim svona fljótt þó að innst EINAR MAGNÚS MATTHÍASSON ✝ Einar MagnúsMatthíasson fæddist í Hamars- bæli við Steingríms- fjörð 3. október 1927. Hann lést að kvöldi 6. júlí síðast- liðins og var útför hans gerð frá Hey- dalakirkju 14. júlí. inni hafi mig grunað að svona gæti farið. Þótt okkar kynni væru ekki mikil eða náin þá þótti mér alltaf vænt um þig. Þótt að fundum okk- ar bæri sjaldan saman var gaman að hitta þig. Þú hafði góða og skemmtilega frásagn- arhæfileika og vissir ýmislegt sem fróðlegt var að heyra. Elsku Einar, nú er tíma veikinda lokið og ég veit að núna líður þér vel. Ég kveð þig með þessu ljóði: Þar sem englarnir syngja sefur þú sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum í trú á að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Hvíl þú í friði. Þín systir, Sigríður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.