Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 37

Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 37 AUÐLESIÐ EFNI Spennandi sérferðir í haust Skógarhlíð 18 • 105 Reykjavík • sími 591 9000 Akureyri sími 461 1099 • www.terranova.is - SPENNANDI VALKOSTUR Tyrkland, fyrr og nú - örfá sæti laus Fornar borgir, fjölskrúðugar og spennandi. Istanbúl, Antíokkía og Tarsus fæðingarstaður Páls Postula ásamt dvöl í Antalya á tyrknesku rivierunni. 23. september - 6. október, 13 dagar. Verð kr. 156.960 á mann í tvíbýli með hálfu fæði. Aukagjald f. einbýli 11.520. Fararstjórar: Jóna Hansen og sr. Frank M. Halldórsson. Tékkland - Þýskaland - Austurríki - nokkur sæti laus Einstök haustferð þar sem við kynnumst mörgum af fallegustu svæðum Mið-Evrópu á uppskerutíma. 3.-13. október, 10 dagar. Verð kr. 89.910 á mann í tvíbýli með hálfu fæði. Aukagjald f. einbýli 19.530. Fararstjóri: Harpa Hallgrímsdóttir. Norður-Spánn - 6 sæti laus Spennandi ferð um Norður-Spán þar sem við kynnumst einni fjölförnustu pílagrímsleið Evrópu til Santiago de Compóstela. 2.-14. september, 12 dagar. Verð kr. 129.910 á mann í tvíbýli með hálfu fæði. Aukagjald f. einbýli 25.170. Fararstjóri: Jón Friðrik Arason. Síðustu sætin SIR Edward Heath, fyrr- verandi forsætis-ráðherra Bretlands, lést í gær, 89 ára að aldri. Samningar náðust í land-helgis-deilu Breta við Ís- lendinga vegna út- færslunnar í 50 sjómílur í ráð-herra-tíð Heaths haustið 1973. Heath sem var sonur tré- smiðs og vinnu-konu var um- deildur leið-togi Íhalds- flokksins. Árið 1975 velti Margaret Thatcher honum úr sessi. Mun Heath aldrei hafa sætt sig við að tapa leiðtoga- sætinu. Heath kom til Íslands árið 1967. Heath látinn GEORGE W. Bush, for-seti Bandaríkjanna, til-nefndi á þriðjudags-kvöld John Roberts til að taka við sæti Söndru Day O’Connor sem dómari við hæsta-rétt Banda-ríkjanna. Roberts er fimmtugur og á glæsi-legan feril að baki sem lög-fræðingur og dómari. Skipanin kemur nokkuð á óvart þar sem Roberts er lítið þekktur og fáir vita hverjar skoðnir hans eru. Um-ræðan um skipan Roberts í dómara-sæti mun snúast um rétt kvenna til fóstur-eyðinga. Frjáls-lyndir í landinu óttast að Roberts, sem íhalds-maður, sé á móti fóstur-eyðingum og þá muni hæsti-réttur tak-marka rétt á þeim. Fjöl-miðlar í Banda-ríkjunum halda þó fæstir að hann sé of íhalds-samur. Bush valdi Roberts Á FIMMTUDAGINN tók söng- konan Emilíana Torrini við gull-plötu í útgáfu-fyrirtæk- inu 12 tónum. Til-efnið var að plata hennar, Fisherm- an’s Woman, eða Sjó- manns-konan, hefur selst í um 6.700 ein-tökum frá því hún kom út í byrjun árs. Emilíana býr í Englandi, en er nú á Íslandi. Þennan sama dag hóf hún tónleika- ferð um landið.Emilíana ætlaði að halda ferna tón- leika víðs-vegar um landið, en vegna mikillar að-sóknar var ákveðið að halda auka- tónleika í Reykjavík. Mið- arnir á þá tónleika seldust síðan upp á 2 klukku- tímum. Enn er hægt að fá miða á tónleikana í Bol- ungavík, Borgarfirði eystra og á Akureyri. Gull-plata og tónleika-ferð Morgunblaðið/Jim Smart Emilíana tekur við gull-plötunni ásamt kærasta sínum og umboðs-manni Jamie Cruisey. ÍSLANDS-MEISTARARNIR í FH töpuði 1:2 fyrir knatt-spyrnu-liðinu Neftchi frá Aserbaídsjan, á Kaplakrika-velli í seinni leik liðanna í fyrstu um- ferð for-keppni Meistara-deildar Evrópu í knatt- spyrnu. Þar með heldur Neftchi áfram í keppn- inni, en FH er úr leik. Sigur gestanna frá Aserbaídsjan var sann- gjarn. Leik-menn FH segja þá einfald-lega hafa verið betri, og hér hafi munurinn á atvinnu- manna-liði og áhuga-manna-liði komið ber-lega í ljós. „Þrátt fyrir að við hefðum lagt okkur alla fram í þetta verk-efni þá var það einfaldlega ekki nóg,“ sagði Auðunn Helgason, leik-maður FH. Íslands-meistarar úr leik Morgunblaðið/Jim Smart Guðmundur Sævarsson og sóknar-maður Nefchi. Pálmi á tónlistar-afmæli Nú um helgina var haldin meiri-háttar tónlistar-hátíð á Vopna-firði, þar sem ferill Pálma Gunnarssonar var í brenni-depli. Pálmi á 40 ára tónlistar-afmæli um þessar mundir, en hann fór 13-14 ára gutti á Vopna-firði að gutla á hljóð-færi. Breytingar hjá 365 miðlum Breytingar hafa orðið á 365 miðlum í kjöl-far þess að Páll Magnússon sagði upp sem frétta-stjóri Stöðvar 2. Sigmundur Ernir Rúnarsson tók við stöðu Páls, en hann var áður frétta-ritstjóri Frétta- blaðsins. Arndís Þorgeirs- dóttir hefur nú verið ráðin frétta-stjóri hjá Frétta- blaðinu. Í vikunni tilkynntu 365 miðlar að ný sjónvarps- stöð tæki til starfa í haust og verður dag-skráin einkum frétta-tengd. Róbert Marshall verður framkvæmda-legur for- stöðu-maður hennar, en Sig- mundur Ernir Rúnarsson verður frétta-ritstjóri stöðv- arinnar. Íþrótta-kappar semja Brynjar Björn Gunnarsson knattspyrnu-maður hefur skrifað undir samning við enska 1. deildar liðið Read- ing. Hann fer þangað frá Wat- ford. JÓN Arnór Stefánsson, landsliðs-maður í körfu- knattleik, hefur gert samning við ítalska liðið Pompea Na- poli. Jón Arnór lék síðast með rússneska liðinu Dynamo St. Petersburg. Stutt MINKA-GRENI fannst um 20 metra frá heimili Hrafns Gunnlaugssonar, kvikmynda-gerðarmanns, í Laugarnesi í Reykjavík á dögunum. Grenið var undir steini í fjörunni neðan við íbúðar-húsið. Þar gaut minka-læða í vor og varð Hrafn minkanna var þegar hvolparnir fóru að fara á stjá í kringum íbúðar-húsið. Meindýra-eyðir hefur náð læðunni og 4 hvolpum, og eru enn gildrur við húsið ef dýrin skyldu vera fleiri. Það er óvenju-legt að minkar veiðist í þétt-býli -Reykjavíkur, og hvað þá svo nálægt íbúðar-húsi. Minkar í Reykjavík ÞRJÁR sprengingar urðu í neðan-jarðar-lestum í London á fimmtudaginn og sú fjórða í strætis-vagni. Þær voru ekki öflugar en yfir-maður lög-reglunnar í London sagði að þær „til-raunir til alvarlegra sprenginga“. Sumar sprengnanna sprungu ekki einsog þær áttu að gera. Aðeins einn maður særðist smá-vegis. Bara 2 vikur voru liðnar frá hryðju-verkunum í London 7. júlí. Þau dóu 56 manns og yfir 700 særðust. Ekki er vitað hvort sprengingarnar tengjast árásunum 7. júlí. Margt er þó líkt með þeim, og jafnvel er um svo-kallaðar hermi-krákur að ræða sem hafa viljað fremja eins hryðju-verk og sjálfs-morðs-árása-rmennirnir fyrir hálfum mánuði. Fleiri sprengjur í London NÚ stendur yfir Lands-mót skáta á Úlfljóts-vatni. Þema mótsins er „Orka jarðar“ eða orkan sem er allt í kringum okkur, bæði innra með okkur og í ytra um-hverfi. Lands-mót skáta er haldið á 3 ára fresti. Það er ein stærsta úti-samkoma ungs fólks á Íslandi og er vímu-laus hátíð. Mótið er ætlað skátum 11-18 ára en 9-10 ára ylfingar koma einnig, eldri skátar og fjöl-skyldur. Um 4-5000 manns gista á svæðinu og eru erlendir gestir um 800. Þeir eru frá Evrópu, Asíu og Norður-Ameríku. Mikil stemning er á svæðinu og fjöl-breytt dag-skrá er í boði fyrir móts-gesti, og þar af er vatns-slagurinn vin-sælastur. Orku-miklir skátar Skátar í stuði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.