Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 40

Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 40
Mímí og Máni Kalvin & Hobbes ERTU ENNÞÁ VAKANDI? AUÐVITAÐ ÞAÐ ER KOMIÐ MIÐNÆTTI UM LEIÐ OG HANN LEGGUR HANN FRÁ SÉR, ÞÁ GRÍPUR ÞÚ POKANN OG ÉG LOKA ARNINUM Svínið mitt BLESS FÉLAGAR! © DARGAUD ÁÁIII!! MEXÍKÓARNIR ERU AÐ KOMA ÉG VERÐ AÐ HLAÐA BANG! BANG! BANG! AAA... ÞÚ NÁÐIR MÉR CARAMBA QUE? ELSKAN ÆTLAÐIR ÞÚ EKKI AÐ LEIGJA VESTRA Í KVÖLD? NEIBB! Í KVÖL ER FRÆÐSLUKVÖLD! ÞAÐ ER MYND UM GRASKER SEM VIÐ ÆTLUM AÐ HORFA Á BÖRNIN VERÐA YFIR SIG HRIFIN Dagbók Í dag er sunnudagur 24. júlí, 205. dagur ársins 2005 Víkverji á mjög erfittmeð að hætta að röfla yfir gatnafram- kvæmdum í Reykjavík. Sjálfur er hann bless- unarlega laus við að eiga bíl en hjólið hans er orðið nánast ónýtt eftir ófyrirsjáanlegar torfærur á daglegri leið sinni neðan úr miðbæ og í vinnuna. Hvergi er gert ráð fyrir hjólandi vegfarendum. Víkverji hefur oft og mörgum sinnum lent í því að allt í einu endar gangstíg- urinn og Víkverji telst lukkulegur að hafa ekki enn flogið af hjólinu. Vegavinnufólk á það einnig til að leggja bílum sínum á gangstéttum. Þetta getur verið hræðilega óþægi- legt fyrir hjólandi vegfarendur sem þurfa þá að hjóla út á gras eða götu til að komast leiðar sinnar. Víkverji varð undrandi þegar hann átti leið í Mosfellsbæ um daginn. Svo virðist sem ekki verði gert ráð fyrir hjólreiðafólki á hinum nýja tvöfalda Vesturlandsvegi. Víkverji veltir fyrir sér hvort útivistarstígurinn sem ligg- ur í gegnum Grafarvog eigi að vera nóg fyrir hjólandi vegfarendur. Hann er vissulega ljómandi fínn ef fólk er með útivist í huga en það vill svo til að sumt fólk notar hjól- ið sitt sem farartæki. Móðir Víkverja býr í Mosfellsbæ og ef hún ætlar að hjóla í vinnuna er leiðin í gegnum Grafarvog nokkrum kílómetrum lengri en meðfram Vesturlands- veginum. Ekki nóg með það heldur þarf móðir Víkverja að hjóla mun fleiri brekkur sem geta verið seinfarnar. Víkverji skorar á þá sem með ráðin fara í þessum efnum að bæta úr. x x x Víkverji hefur alltaf átt erfitt meðað skilja hvað sé átt við með orð- inu hugsjónafólk. Svo virðist sem fulltrúar ákveðinna sjónarmiða, t.d. náttúruverndarsinnar, séu hug- sjónafólk en ekki þeir sem eru á önd- verðum meiði. Víkverji veltir fyrir sér hvort hugmyndir sem ganga gegn ríkjandi stjórnvöldum flokkist sjálfkrafa sem hugsjónir. Er t.d. eitt- hvað minni hugsjón að ætla að virkja hverja einustu sprænu í landinu en að vilja vernda náttúruna fyrir ágangi mannsins? Víkverji skrifar... | vikverji@mbl.is          Mannlíf | Hún Patritca Achorowska, 8 ára klifurkappi, var á ferð í Hljóm- skálagarðinum með fjölskyldu sinni í góða veðrinu á föstudag. Patritca stóðst ekki mátið að príla í klifurgrindinni og tókst á endanum að ná hæstu hæðum. En eins og vill verða hjá fullorðna fólkinu reyndist einmanalegt á toppnum svo hún var ekki lengi að vippa sér aftur niður á jörð í faðm fjölskyldunnar. Morgunblaðið/Þorkell Ætlaði sér á toppinn MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍMAR: Skiptiborð: 569 1100. Aug- lýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.600 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er fyrir sjónum allra manna. (Róm. 12,17.)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.