Morgunblaðið - 24.07.2005, Qupperneq 42
42 SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 MORGUNBLAÐIÐ
DAGBÓK
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Næstu vikur verða fullar af alls kyns
skemmtilegri afþreyingu. Rómantík,
ástarævintýri, listræn verkefni, orlof
og leikir með börnum létta þér lund-
ina. Góða skemmtun!
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Athygli þín beinist svo sannarlega að
heimili, fjölskyldu og fasteignum á
næstu vikum. Ræddu við foreldra og
ættingja og fegraðu hreiðrið þitt.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Annríki einkennir næstu vikur hjá
tvíburanum. Stuttar ferðir, erindi,
heimsóknir til systkina og ættingja,
daglegt spjall og verslun og viðskipti
halda honum við efnið.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Krabbinn einbeitir sér að fjármálum
næstu sex vikur. Hann þarf að leysa
tiltekið verkefni. Ekki er ólíklegt að
hann versli meira en ella á næstunni.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Sólin er í ljónsmerkinu næstu vik-
urnar, tralla, lalla, la. Ljónið er
hresst, glatt og fullt jákvæðni og
áhuga. Fólk og tækifæri sogast að
því, ef svo má segja.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjan þarf virkilega að draga sig í
hlé þessa dagana, hún þarf að vinna í
einrúmi og að fá að vera í ró og næði.
Reyndu að veita þér það, ef þú getur.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Vinsældir vogarinnar eru með mesta
móti um þessar mundir. Þiggðu
heimboð eða önnur boð og taktu þátt í
hópastarfi. Spjallaðu við vinina og
njóttu þess að eiga skemmtilegt fé-
lagslíf.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Staða sólarinnar í sólarkorti sporð-
drekans er þannig að athygli annarra
beinist ósjálfrátt að honum. Notaðu
tækifærið og komdu málum þínum
áleiðis í samtölum við þá sem ráða.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Bogmaðurinn er ferðalangur dýra-
hringsins í stjörnuspeki og afstöður
himintunglanna eru þannig að hann
hreinlega verður að fara eitthvað. Ef
það er ekki hægt má reyna að víkka
sjóndeildarhringinn á einhvern hátt.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Notaðu tækifærið sem nú gefst til
þess að leysa ágreining sem tengist
sameiginlegum eignum eða eign-
arhaldi. Það hefur dregist úr hömlu.
Nú er kominn tími til að hnýta lausa
enda.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Um þessar mundir eru þrjár plánetur
beint á móti vatnsberanum svo at-
hygli hans beinist ósjálfrátt að maka
eða nánum vinum. Mikilvægar sam-
ræður þurfa að eiga sér stað. Notaðu
tækifærið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Fiskurinn er í miklu vinnustuði núna.
Hann er með margt á sinni könnu og
ætlar að koma miklu í verk. Haltu þér
við efnið, þú nærð árangri núna.
Stjörnuspá
Frances Drake
Ljón
Afmælisbarn dagsins:
Þú hefur fjölbreytta hæfileika og ekki víst
að aðrir (eða þú) átti sig á því hvað þeir
liggja á mörgum sviðum. Þú átt auðvelt
með að ná árangri í því sem þú tekur þér
fyrir hendur og reynir allt sem þér er unnt
til þess að koma vel fyrir. Þú jafnar þig
fljótt á mistökum og gleymir ekki hlýhug
sem þér er sýndur.
Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár
af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
Tónlist
Akureyrarkirkja | Sigurður Flosason og
Gunnar Gunnarsson flytja íslensk ættjarð-
arlög. Ókeypis aðgangur.
Akureyrarkirkja | Fjórðu tónleikar Sum-
artónleika í Akureyrarkirkju verða haldnir
sunnudaginn 24. júlí, kl. 17. Flytjendur að
þessu sinni verða Sigurður Flosason saxó-
fónleikari og Gunnar Gunnarsson orgelleik-
ari. Aðgangur er ókeypis.
Borgarhólsskóli, Húsavík | Tónleikar verða
haldnir í sal Borgarhólsskóla, þriðjudaginn
26. júlí kl. 20.30. Fram kemur Lára Sóley
Jóhannsdóttir og er undirleikari Aladár
Rácz. Gestasöngvari er Hjalti Jónsson.
Miðaverð kr. 1.000, frítt fyrir 16 ára og yngri.
Hallgrímskirkja | Sumarkvöld við orgelið.
Nigel Potts, organisti við St. Peter’s by-the-
Sea kirkjuna í Bay Shore í New York í
Bandaríkjunum, leikur á Klaisorgelið. Á efn-
isskránni eru verk eftir Mendelssohn-
Bartholdy, Mozart, Sibelius, Spicer, Dubois,
Reger, Sousa, Langlais, Rachmaninoff og
Guilmant.
Hóladómkirkja | Kirkjukór Glerárkirkju held-
ur tónleika í Hóladómkirkju sunnudaginn
24. júlí, kl. 14. Stjórnandi er Hjörtur Stein-
bergsson. Aðgangur ókeypis.
Pravda Bar | Sunna Gunnlaugs á píanó, Ei-
vind Opsvik á bassa og Scott McLemore á
trommur leika nýtt efni í bland við gamalt.
Þau þrjú hafa starfað saman í New York í
nokkur ár og hyggja á nýja upptöku hér á
landi. Ókeypis inn.
Myndlist
101 gallery | Þórdís Aðalsteinsdóttir til 9.
sept.
Ash Gallerí | Hlynur Hallsson – „Vegamynd-
ir – Roadmovies“.
Austurvöllur | Ragnar Axelsson. Andlit
norðursins til 1. sept.
Árbæjarsafn | Unnur Knudsen Til 4. ágúst.
Opið 10–17 alla daga.
BANANANAS | Ragnar Jónasson til 30.
júlí.
Café Karólína | Eiríkur Arnar Magnússon til
26. ágúst.
Deiglan | Kristján Pétur Sigurðsson til 24.
júlí.
Galíleó | Árni Björn Guðjónsson sýnir um 20
olíumyndir af íslensku landslagi. Sýningin
stendur til 29. júlí.
Gallerí Humar eða frægð! | Myndasögur í
sprengjubyrgi. Til 31. ágúst.
Gallerí Terpentine | Gunnar Örn til 13.
ágúst.
Gallerí Tukt | Sigrún Rós Sigurðardóttir til
30. júlí.
Gel Gallerí | Kristrún Eyjólfsdóttir sýnir
málverk sín til 30. júlí.
Gerðuberg | Menningarmiðstöðin Gerðu-
berg er lokuð vegna sumarleyfa.
Götur Reykjavíkur | Margrét H. Blöndal til 1.
ágúst.
Hafnarbakkinn í Reykjavík | Kristinn Bene-
diktsson Fiskisagan flýgur ljósmyndasýning
til 31. ágúst.
Hafnarborg | Wilhelm Sasnal, Bojan Sarce-
vic, Elke Krystufek, On Kawara til 21 ágúst.
Ute Breitenberger og Johann Soehl til 31.
júlí.
Hótel Klöpp | Mark Keffer. Akrýlverk til 29.
júlí.
Hrafnista Hafnarfirði | Trausti Magnússon
sýnir málverk og ljósmyndir í menningarsal
til 23. ágúst.
Hönnunarsafn Íslands | Circus Design í
Bergen. Til 4. sept.
Ketilhúsið Listagili | Í minningu afa. Sýning
á kínverskri myndlist til 24. júlí.
Kirkjuhvoll Listasetur | Akranesi. Myndlist-
arkonan Gunnella og ljósmyndarinn Inger
Helene Bóasson halda samsýningu á nýjum
verkum. Allir velkomnir. Sýningin stendur til
24. júlí.
Kling og Bang gallerí | John Bock til 26. júlí.
Kringlan | World Press Photo til 24 júlí.
Laxárstöð | Sýning Aðalheiðar S. Eysteins-
dóttur Hreindýr og Dvergar í göngum Lax-
árstöðvar.
Listasafn ASÍ | Sumarsýning Listasafns
ASÍ 2005 Sýning á verkum úr eigu safnsins
til 7. ágúst Aðgangur er ókeypis.
Listasafnið á Akureyri | Skrýmsl – Óvættir
og afskræmingar til 21. ágúst.
Listasafn Íslands | Dieter Roth til 21. ágúst.
Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Gabríel
Kuri, Jennifer Allora og Guilliermo Calza-
dilla, Brian Jungen, Hekla Dögg Jónsdóttir,
John Latham, Kristján Guðmundsson til 21.
ágúst.
Listasafn Reykjanesbæjar | Á sumarsýn-
ingu má nú sjá sænskt listgler.
Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Dieter
Roth, Peter Fischli, David Weiss, Haraldur
Jónsson, Urs Fischert il 21. ágúst.
Listasafn Reykjavíkur, Kjarvalsstaðir |
Sumarsýning Listasafns Íslands.
Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sum-
arsýning – Aðföng, gjafir og lykilverk eftir
Sigurjón Ólafsson. Safnið er opið milli klukk-
an 14 og 17.
Ljósmyndasafn Reykjavíkur | 28. maí–28.
ágúst 2005 „Rótleysi“ markar þau tíma-
mót að tíu ár eru liðin frá stofnun lýðræðis í
Suður-Afríku. Sýningin gefur innsýn inn í
einstaka ljósmyndahefð þar sem ljóðrænn
kraftur og gæði heimildaljósmyndunar eru í
sérflokki. Opið 12–19 virka daga, 13–17 um
helgar.
Norræna húsið | Grús – Ásdís Sif Gunn-
arsdóttir, Helgi Þórsson, Magnús Logi Krist-
insson. Terra Borealis – Andy Horner. Til 28.
ágúst.
Nýlistasafnið | Thomas Hirschhorn til 24.
júlí.
Skaftfell | Myndbreytingar – Inga Jóns-
dóttir sýnir til 13. ágúst. Davíð Örn sýnir
„Þriðja hjólið“.
Skriðuklaustur | Guiseppe Venturini stend-
ur til 14. ágúst.
Slunkaríki | Áslaug Thorlacius.
Suðsuðvestur | Olga Bergmann til 31. júlí.
Thorvaldsen Bar | María Kjartansdóttir til
12. ágúst.
Vatnstankarnir við Háteigsveg | Finnbogi
Pétursson sjá www.or.is.
Þjóðminjasafn Íslands | Skuggaföll. Port-
rettmyndir Kristins Ingvarssonar. Story of
your life – ljósmyndir Haraldar Jónssonar.
Sýningin Mynd á þili er afrakstur rannsókna
Þóru Kristjánsdóttur á listgripum Þjóð-
minjasafns Íslands frá 16., 17. og 18. öld.
Ömmukaffi | Aðalsteinn (Diddi Allah) sýnir
olíu- og akrýlmyndir til 26. júlí.
Leiklist
Skemmtihúsið | Ferðir Guðríðar, leikrit í
Skemmtihúsinu á Laufásveg 22, á hverju
fimmtudagskvöldi kl. 20 og alla sunnudaga
kl. 18 til enda ágúst. Leikkona Caroline
Dalton.
Listasýning
Árbæjarsafn | Samsýning á bútasaumi,
Röndótt – Köflótt, í Kornhúsinu. Opið í sum-
ar frá kl. 10–17.
Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Sýning á
efni sem tengist ferðamönnum í Reykjavík,
svo sem póstkortum, útgefnu efni og skjöl-
um. Aðgangur er ókeypis.
Handverk og hönnun | „Sögur af landi“. Til
sýnis er bæði hefðbundinn íslenskur listiðn-
aður og nútíma hönnun úr fjölbreyttu hrá-
efni.
Listasafn Ísafjarðar | Sýningin Heimþrá
eftir Katrínu Elvarsdóttur. Stendur til 1.
október. Mán.–fös. 13–19. Lau. 13–16.
Norska húsið í Stykkishólmi | Sýning til-
einkuð samfelldum veðurathugunum á Ís-
landi í 160 ár (til 1. ágúst).
Saltfisksetur Íslands | Fært úr stað – Ólöf
Helga Guðmundsdóttir og María Jónsdóttir.
Sýningin stendur til 16. ágúst Saltfisksetrið
er opið alla daga frá 11–18.
Undir stiganum. Bæjarbókasafnið Þor-
lákshöfn | „Húsdýrin okkar og aðrir vættir“
leirlistaverk Rósönnu Ingólfsdóttur Welding.
Til 30. júlí. Lokað sun.
Vínbarinn | Rósa Matthíasdóttir sýnir
mósaíkspegla.
Söfn
Árbæjarsafn | Útiminjasafn með fjöl-
breyttum sýningum, leiðsögumönnum í
búningum og dýrum í haga.
Bókasafn Kópavogs | Dagar villtra blóma á
Bókasafni Kópavogs stendur yfir sýning á
ljóðum um þjóðarblómið holtasóley og önn-
ur villt blóm.
Gljúfrasteinn – Hús skáldsins | Gljúfra-
steinn er opinn alla daga í sumar frá kl. 9–17.
Hljóðleiðsögn á íslensku, ensku, sænsku og
þýsku um húsið. Margmiðlunarsýning og
skemmtilegar gönguleiðir í nágrenninu.
Nánar á www.gljufrasteinn.is.
Lindasafn | Núpalind 7, Kópavogi. Safnið er
opið alla daga í sumar. Skáld mánaðarins er
Arnaldur Indriðason. Safnið er opið mánu-
daga frá kl. 11–19, þriðjudaga til fimmtudaga
frá kl. 13–19, föstudaga 13–17.
Minjasafnið á Akureyri | Eyjafjörður frá
öndverðu, saga fjarðarins frá landnámi fram
yfir siðaskipti. Akureyri bærinn við Pollinn,
þættir úr sögu Akureyrar frá upphafi til nú-
tímans. Myndir úr mínu lífi … Ljósmyndir
Gunnlaugs P. Kristinssonar frá Akureyri
1955–1985.
Ráðhús Þorlákshafnar | Á sýningu í Ráð-
húsi Ölfuss gefur að líta margar tegundir
uppstoppaðra fiska.
Víkin Sjóminjasafnið í Reykjavík | Granda-
garði 8. Fyrsta sýning safnsins „Togarar í
hundrað ár“ stendur nú yfir. Sögu tog-
araútgerðar á Íslandi er gerð skil í munum
og myndum. Opnunartími 11–17. Lokað
mánudaga.
Þjóðmenningarhúsið | Sýningar í Þjóð-
menningarhúsinu eru opnar alla daga frá kl.
11 til 17. Helstu sýningar eru: Handritin, Fyr-
irheitna landið og Þjóðminjasafnið – svona
var það.
Norrænt bókband 2005. Á sýningunni er
áttatíu og eitt verk eftir jafnmarga bók-
bindara frá Norðurlöndunum.
Þjóðminjasafn Íslands | Grunnsýning Þjóð-
minjasafnsins, Þjóð verður til – menning og
samfélag í 1200 ár, á að veita innsýn í sögu
íslensku þjóðarinnar frá landnámi til nútíma.
Mannfagnaður
Heilsustofnun NLFI | Heilsustofnun Nátt-
úrulækningafélags Íslands fagnar 50 ára af-
mæli. Fjölbreytt dagskrá, m.a. stofnun Góð-
vinafélags HNLFI, leiktæki og ferðir um
húsnæði Heilsustofnunarinnar.
Sögusetrið á Hvolsvelli | Illugi Jökulsson
hefur Frjálsar hendur í umfjöllun um Njáls-
sögu kl. 15.30 sunnudaginn 24. júlí.
Námskeið
www.ljosmyndari.is | Á vegum www.ljos-
myndari.is verður í haust boðið upp á fjöl-
breytt ljósmyndanámskeið.
Staður og stund
http://www.mbl.is/sos
Staður og stund á mbl.is.
Nánari upplýsingar um viðburði dagsins er að
finna á Staður og stund undir Fólkið á mbl.is
Meira á mbl.is
6
8
11
15
22
1
24
12
3
10
17
21
4
9
13
18
23
14
5
19
7
20
2
16
Krossgáta
Lárétt | 1 háðsk, 8 þving-
ar, 9 atvinnugrein, 10 am-
bátt, 11 hluta, 13 fram-
kvæmir, 15 viðlags, 18
hugaða, 21 sníkjudýr, 22
á, 23 áform, 24 hrokafulla.
Lóðrétt | 2 hryggð, 3
blunda, 4 þjálfun, 5 hús-
freyjur, 6 farkostur, 7 inn-
yfli, 12 viðdvöl, 14 málm-
ur, 15 fiskur, 16 stendur
við, 17 lemjum, 18 vansæll,
19 sakaruppgjöf, 20 hafa
undan.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt | 1 gáski, 4 fíkin, 7 fátæk, 8 lærum, 9 afl, 11 atar, 13
dimm, 14 yrkir, 15 kusk, 17 ólán, 20 err, 22 lítri, 23 ældir,
24 aumra, 25 tauta.
Lóðrétt | 1 gifta, 2 sötra, 3 iðka, 4 féll, 5 kerfi, 6 nemum, 10
fákur, 12 ryk, 13 dró, 15 kelda, 16 sýtum, 18 lyddu, 19
norpa, 20 eira, 21 rækt.
Í dag er síðasti sýningardagur þeirra
Gunnellu málara og ljósmyndarans Inger
Helene Bóasson í listamiðstöðinni Kirkju-
hvoli á Akranesi.
Gunella útskrifaðist frá MHÍ árið 1986
og hefur síðan unnið við myndlist. Í verk-
Noregi. Myndir Inger á sýningunni eru
teknar í fjörunni við Granda í vesturbæ
Reykjavíkur og kallast sýningin „Brot úr
fjörunni“.
Listamiðstöðin Kirkjuhvoll er opin dag-
lega frá kl. 15–18, nema á mánudögum.
um Gunellu má sjá sterkar rætur til ís-
lensku sveitarinnar og bóndakonan er þar
oft í aðalhlutverki.
Inger hefur búið á Íslandi frá árinu
2001 og verið sjálfstætt starfandi ljós-
myndari en áður starfaði hún í Drammen,
Bóndakonan og fjaran
Eitt af verkum Gunnellu.