Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 47

Morgunblaðið - 24.07.2005, Page 47
Sýnd kl. 10.10 B.i 14 Sýnd kl. 3 og 5.30 B.i 10 ÁRA Sýnd kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 16 Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11 Sýnd kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 B.I. 16 H.L. MBL -H.L. MBL- . . Sýnd kl. 8 og 10 T O M C R U I S E Sýnd kl. 12.50, 3, 8 og 10.15 B.i 14 ára Sýnd kl. 1, 3, 5 og 6 íslenskt tal MYND EFTIR Steven spielberg „Innrásin er girnileg sumarskemmtun, poppkornsmynd af bestu gerð!“ -S.V, MBL  I N N R Á S I N E R H A F I N „EKTA STÓR- SLYSAMYND“ -Ó.Ö.H, DV  -KVIKMYNDIR.IS  -Ó.H.T, RÁS 2   -Blaðið Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins. -KVIKMYNDIR.IS  BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! Þorir þú í bíó? Frá framleiðanda Texas Chainsaw Massacre Kemur magnaðasta hrollvekja ársins! Fór beint á toppinn í USA Byggt á sannri sögu Sýnd kl. 8 . .i  -Blaðið       -Þ.Þ. FBL  -Blaðið T.V. kvikmyndir.is  Þ.Þ. FBL BLÓÐUG, BRÚTAL OG BRILLIANT! -S.V. Mbl.  -Steinunn /Blaðið  SÍÐUS TU SÝ NING AR Sýnd kl. 12.50, 3, 5.30, 8 og 10.15 Miðasala opnar kl. 14.30 Sýnd kl. 3.30, 6, 8.30 og 11 SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Nú eru það fangarnir gegn vörðunum! SKEMMTILEGASTA STÓRMYND SUMARSINS. FÓR BEINT Á TOPPINN Í BANDARÍKJUNUM! Nú eru það fangarnir gegn vörðunum! . . 553 2075☎ - BARA LÚXUS * TILBOÐ Á FYRSTU SÝNINGAR DAGSINS - AÐEINS 400KR. ATH! SÝNINGAR SÉRMERKTAR MEÐ RAUÐU TILBOÐ400 KR. 400 KR. Í BÍÓ!* YFI R 30. 000 GE STI R 400 KR. Í BÍÓ!* MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 47 HARMONY ólst upp við Elvis-lög og eitt sinn gaf kóngurinn henni far heim. Hún hefur hins vegar helgað líf sitt sölu á snyrtivörum, og því að fá konur til að láta sér líka betur við sjálfar sig. Ógiftri og barnslausri á miðjum aldri finnst henni eitthvað vanta í líf sitt, en hún veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið þegar allar Elvis- eftirhermur sem hún hittir detta dauðar niður. Og þá er ekki gott að vera stödd í Nevada. Mér finnst hugmyndin á bakvið myndina skemmtileg. Hún er abs- úrd og leikur sér að yfirnátt- úrulegum hlutum og örlögum manna. En því miður er henni klúðr- að með lélegu handriti. Af og til glittir þó í það sem hefði geta orðið og það eru góðar en fáar stundir. Kim Basinger er mjög trúverðug í hlutverki Harmony, taugaveikluð og óviss með sjálfa sig. John Corbett er sjálfum sér líkur og samleikur þeirra er einlægur og raunsær. Aðr- ir í myndinni, einsog alríkislögg- urnar, Elvis-eftirhermurnar, sýndu mun ýktari leik sem er synd. Sagan er það absúrd að það er óþarfi að vera með bjánalæti, raunsær leikur í fáránlegum kringumstæðum kemur mun sterkar út. Höfundarnir eru að skrifa sitt fyrsta hlutverk og ráða því miður ekki við að vinna úr ágæti eigin hugmyndar. Þetta er forvitnilegt umfjöll- unarefni og skemmtilegt hefði verið að sjá meira af þeim miklu áhrifum sem Elvis hafði á líf sums fólks. Leikstjórinn hefði mátt hafa sterkari heildarsýn á verkið, gefa því einhvern viðeigandi stíl í stað þess að gera það að algeru miðju- moði. Nú er nú víst af því. Kóngurinn lifir KVIKMYNDIR Sambíóin Leikstjórn: Joel Zwick. Handrit: Mitchell Ganem og Adam-Michael Garber. Kvik- myndataka: Paul Elliot. Aðalhlutverk: Kim Basinger, John Corbett, Gil McKinn- ey, Wayne Newton, Denise Richards og Tom Hanks. 90 mín. BNA 2004. Elvis Has Left The Building  Kim Basinger er trúverðug í hlut- verki Harmony. Hildur Loftsdóttir ÞÓ JÓLIN séu trúlega ekki ofarlega í hugum fólks í sumarblíðunni þessa dagana eru þó nokkrir sem eru farnir að huga að undirbúningi þeirra. Nú standa yfir upptökur á jóladagatali Stöðvar 2 sem sýnt verður fyrstu 24 dagana í desember. Þetta er í fyrsta sinn sem Stöð 2 sýnir innlent jóladagatal en það eru fyrirtækin ILM- Film og Base Camp sem framleiða dagatalið sem ber heitið Galdrabókin. Galdrabókin er höfundaverk Ingu Lísu Middleton og Margrétar Örnólfsdóttur en sú fyrrnefnda leikstýrir þáttunum einnig. Inga Lísa gerði einnig jóladagatal fyrir Sjónvarpið árið 1997 sem hét Klængur sniðugi. Að sögn Þorfinns Ómarssonar, framkvæmdastjóra Base Camp, hefur undirbúningur gengið vel og sem fyrr sagði standa tökur nú yfir. „Auk þess að sýna þættina fyrir jólin á Stöð 2 er áætl- að að það komi út bók með sömu aðalpersónum og í Galdrabókinni með haustinu. Einnig er áætlað að gefa þættina út á mynddiski,“ segir Þorfinnur og upplýsir að auk þess standi til að reyna að selja Galdrabókina til er- lendra sjónvarpsstöðva en að það ferli fari í gang eftir að fyrstu þættirnir verði tilbúnir. Galdrabókin gerist í Reykjavík nútímans og í galdra- landinu Rimbúktú. Sagan segir frá Alexander sem hverf- ur inn í veröld töfra og galdra um leið og hann opnar galdrabókina ásamt kettinum Pan og uglunni Ólavíu. Til þess að komast heim fyrir jól þurfa Alexander og vinir hans meðal annars að læra á galdrabókina, aflétta álögum vondu nornarinnar, glíma við tvíhöfða slöngur, rappkanínur og að frelsa góðu nornina sem situr í stofufangelsi í turni og er gætt af eldspúandi dreka. Á leiðinni læra þau að ef þau standa saman og sýna hvert öðru um- burðarlyndi og virðingu eru þeim allir vegir færir. Að sögn Þorfinns verða brúður í aðalhlutverkum jóla- dagatalsins en það er brúðustjórnandinn Bernd Ogrod- nik sem hefur yfirumsjón með gerð og hreyfingu fígúr- anna. „Bernd er einn allra færasti brúðustjórnandi heims í dag en hann á meðal annars heiðurinn af brúðunum í sýningu Þjóðleikhússins, Klaufar og kóngsdætur,“ segir Þorfinnur. Það eru þau Hjálmar Hjálmarsson, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Álfrún Örnólfs- dóttir sem ljá aðalpersónum Galdrabókarinnar raddir sínar auk þess sem fjöldi fólks talar fyrir hinar ýmsu fí- gúrur sem verða á vegi fjórmenninganna. Pétur Jóhann Sigfússon, einn Strákanna, talar til dæmis fyrir eina af rappkanínunum. Fyrsti þátturinn af Galdrabókinni verð- ur sýndur, eins og við er að búast, þann 1. desember næstkomandi á Stöð 2. Sjónvarp | Jóladagatal Stöðvar 2 undirbúið Galdrabókin opnuð um jólin Morgunblaðið/Eyþór Hópurinn sem vinnur að gerð Galdrabókarinnar. Aðalsöguhetjur Galdrabókarinnar lenda í ýmsum ævintýrum. Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.