Morgunblaðið - 24.07.2005, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ 2005 49
BATMAN EINS OG ÞÚ HEFUR ALDREI SÉÐ HANN ÁÐUR !Létt og skemmtileg rómantísk gamanmynd með Óskarsverðlaunaleikkonunni, Kim Basinger
og hinum kynþokkafulla John Corbett úr “Sex and the City þáttunum.”
tt til r tí r r l l i i, i i r
i f ll r tt r t it tt .
Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“
Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd með ensku tali.
B.i. 14 ára.
KEFLAVÍKAKUREYRI
með ensku tali
DARK WATER kl. 3.45 - 5.50 - 8 - 10.20 B.i. 16 ára.
DARK WATER VIP kl. 8 - 10.20 B.i. 16 ára.
THE PERFECT MAN kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10
THE WAR OF THE WORLDS kl. 8 - 10.30 B.i.14
MADAGASCAR m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6 - 8 - 10
MADAGASCAR m/ísl. tali kl. 2 - 4 - 6
BATMAN BEGINS kl. 2 - 5 - 8 - 10.40 B.i. 12
BATMAN BEGINS VIP kl. 2 - 5 B.i. 12
SVAMPUR SVEINSSON m/ísl.tali. kl. 2
ÁLFABAKKI
b.i. 12
b.i. 12
DARK WATER kl. 8 - 10.20
MADAGASCAR m/íslensku tali kl. 2 - 4 - 6
MADAGASCAR m/ensku tali kl. 2 - 4 - 6
WAR OF THE WORLDS kl. 8 - 10.20
DARK WATER kl. 8 - 10
THE PERFECT MAN kl. 2 - 6 - 8
MADAGASCAR m/ensku tali kl. 4 - 10
MADAGASCAR m/íslensku tali kl. 2 - 4 - 6
Sýnd bæði
með íslensku
og ensku tali.
Nýjasti teiknimyndasmellurinn frá höfundum og framleiðendum „Shrek“ og „Sharktale“
Ekki missa af einni skemmtilegustu mynd sumarsins.Sýnd bæði með íslensku og ensku tali.
T O M C R U I S E
-Ó.H.T, RÁS 2
MYND EFTIR Steven spielberg
I N N R Á S I N E R H A F I N !
Hillary Duff Heather Locklear Chris Noth
Honum stendur ekki á sama.
MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR FRÁ
MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES)
MAGNAÐUR OG SÁLFRÆÐILEGUR DRAUGATRYLLIR
FRÁ MEISTARALEIKSTJÓRANUM WALTER SALLES (MOTORCYCLE DIARIES)
Þrælskemmtileg rómantísk gamanmynd um dóttur
sem reynir að finna draumaprinsinn
fyrir mömmuna.
Með hinni sætu og frísklegu Hillary Duff, hinn flottu Heather
Locklear og Chris Noth úr “Sex and the City” þáttunum.
SUMAR
RÁÐGÁTUR
BORGAR
SIG EKKI
AÐ UPPLÝSA
HÁDEGISBÍÓ ALLAR MYNDIR KL. 12 LAUGARDAG OG SUNNUDAG Í KRINGLUNNI
MEÐ ÓSKARSVERÐLAUNHAFANUM
JENNIFER CONNELLY
I I
H.B. / SIRKUS
Andri Capone / X-FM 91,9
D.Ö.J. / Kvikmyndir.com
Þórarinn Þ / FBL
B.B. Blaðið
Kvikmyndir.is
Ó.Ö.H / DV
M.M.M / Xfm 91,9
H.L. / Mbl.
KVIKMYNDIR
Smárabíó, Regnboginn, Laug-
arásbíó, Borgarbíó Akureyri
Lokaspretturinn (The Longest Yard)
Leikstjóri: Peter Segal. Aðalleikarar:
Adam Sandler, Chris Rock, Burt Reyn-
olds, Nelly, James Cromwell, William
Fichtner. 109 mín. Bandaríkin. 2005
Á AÐEINS þremur árum höfum við
fengið tvær endurgerðir af The
Longest Yard, (’74), harðsoðinni,
hálfklassískri og kaldhæðinni mynd
eftur meistara Robert Aldrich. Vin-
nie Jones slumpaðist í gegnum aðal-
hlutverk Payus Crewe í 2002 útgáf-
unni með lélegum árangri, nú er
komið að Adam Sandler.
Crewe er fyrrverandi ruðnings-
hetja brottækur úr íþróttinni fyrir að
hagræða úrslitum og liggur í mynd-
arbyrjun ærulaus uppi á framapot-
aranum Lenu (Courtney Cox). Það
kemur í ljós að hún er hrifnari af
Bentleynum sínum þegar Crewe tek-
ur hann traustataki og eyðileggur. Þá
er mælirinn fullur, og Crewe er full-
ur, til viðbótar kjaftfor við lögguna og
á skilorði. Fangelsið gín við honum.
Innan múranna ræður ríkjum yf-
irfangavörðurinn Hazen (Cromwell),
sem einnig er áhugamaður um ruðn-
ingsíþróttina og fylkisstjórastöðuna í
Texas. Hann sér Crewe sem e.k.
stökkbretti að árangri fangavarða-
liðsins þegar hann setur Crewe yfir
lið fanganna – og skipar honum að
tapa fyrir liði varðanna. Leikurinn
verður sýndur í sjónvarpi og hyggst
Hazen notfæra sér sigurinn til fram-
dráttar í stjórnmálabaráttunni.
Crewe hefur aðrar hugmyndir, þó
það kosti hann hugsanlega frels-
issviptingu til langframa, sömuleiðis
gamal þjálfarabrýnið Scarborough
(Reynolds), sem hjálpar Crewe að
púsla saman illvígt lið úr hópi ógæfu-
mannanna gegn ámóta harðsoðnu liði
fangavarðanna.
2005 árgerðin skemmtir þeim best
sem hafa ekki séð frummyndina. Ald-
rich var snillingur í gerð spennu-
mynda, keppni í einhverri mynd er
rauði þráðurinn í gegnum velflest
hans verk, árangurinn nokkrar hrika-
legustu átakamyndir sjötta til átt-
unda áratugarins. Þær tóku áhorf-
andann með sér á adrenalínsflug og
æstu upp í honum villimanninn. Það
er gott í hófi og Aldrich var skipstjóri
á þeirri skútu, ásamt Sam Peckinpah.
Segal er enginn Aldrich og hugsar
fyrst og fremst um grínið, sem á ekki
alltaf vel heima í félagsskapa óbóta-
manna og fangavarða sem haldnir
eru kvalalosta. The Longest Yard á
að gefa Sandler kost á að herða
ímynd sína, hann er samt sem áður
ekkert annað og meira en gamli aula-
brandarakarlinn og verður aldrei trú-
verðugur í bjargarlausum samruna
rusta- og gamanmyndar. Hann skort-
ir gjörsamlega fyrirhafnarlausan
svalann sem gerði Reynolds óviðjafn-
anlegan í hlutverkum sem þessum á
hans gullaldarárum.
Tímarnir breytast og myndirnar
með, sú nýja reynir að gera áhorfand-
anum allt til hæfis og aulagrín of-
anverðrar 20. aldarinnar er frekar
ráðandi en grimmd efnisins. Mynd
Aldrich var adrenalínbólginn grimm-
fyndinn fellibylur þar sem fangarnir
börðust við kúgara sína til að sýna
samstöðu og mótþróa, þeir voru harð-
jaxlar með sjálfsvirðingu. Segal tónar
átökin niður í Sandlerbrandarabanka
með Rockyívafi svo útkoman er án
efa skemmtun þeim sem dýrka Sand-
ler og sjálfsagt geta margir haft af
henni gaman. Í augum aðdáenda Ald-
rich er hún hinsvegar mislukkuð eft-
irlíking þar sem naglarnir eru orðnir
að ólánlegri klisjusúpu.
Sæbjörn Valdimarsson
Grínaktug endurgerð
„The Longest Yard á að gefa Sandler kost á að herða ímynd sína.
STÚLKNASVEITIN
Nylon og Fanta hafa tekið
höndum saman til styrkt-
ar krabbameinssjúkum
börnum. Í ágúst hefst sala
á vinaböndum með áletr-
uninni NYLON í völdum
verslunum Shell og Select.
Böndin kosta 500 krónur
og rennur allur ágóði söl-
unnar óskiptur til Styrkt-
arfélags krabbameinssjúkra barna. Böndin
eru appelsínugul á lit sem táknar hamingju,
sólskin, ákveðni, árangur og hvatningu auk
þess að vera litur uppskeru.
Vinabönd Nylon eru útgáfa af þessu tísku-
fyrirbrigði sem samskonar armbönd eru orð-
in víða um heim. Hjólreiðakappinn Lance
Armstrong hóf fyrstur framleiðslu á bönd-
unum í gulum lit til að vekja athygli á barátt-
unni við krabbamein. Síðan þá hafa ýmsar út-
gáfur af armböndunum litið dagsins ljós til
styrktar hinum ýmsu málefnum.
„Okkur stelpurnar langar að
láta gott af okkur leiða. Börn og
unglingar hafa verið ofsalega
dugleg að koma og hlusta á
okkur og það má segja að við
séum með þessu að hlusta og
koma til móts við raddir þeirra
sem heyrist minna í. Við vonum
að vinaböndunum verði vel tek-
ið því saman getum við stutt
rækilega við bakið á þessu
verðuga málefni á einfaldan hátt,“ sagði
Steinunn Camilla úr Nylon og bætti við; „Svo
eru vinaböndin bara svo rosalega flott enda
allar stórstjörnurnar með svona um úlnliðinn
í sumar.“
Í tilefni af útgáfu vinabandanna býður Sel-
ect viðskiptavinum sínum í sumarveislu á
stöðvum sínum um allt land. Fyrsta veisla
sumarsins verður haldin á Select við Vest-
urlandsveg föstudaginn 29. júlí næstkomandi
og Nylon og Fanta verða að sjálfsögðu á
staðnum.
Fólk | Nylon og Fanta styðja krabbameinssjúk börn
Appelsínugul vinabönd
Stelpurnar í Nylon leggja
krabbameinssjúkum börnum lið.
ÞAÐ VAR góð mæting
á útgáfutónleika hljóm-
sveitarinnar Lights on
the Highway á fimmtu-
daginn í tilefni af út-
komu samnefndrar
breiðskífu sveitarinnar
sem mun einnig vera sú
fyrsta. Tónlistarmað-
urinn Pétur Ben hitaði
gesti Gauks á stöng upp
áður en sveitin sjálf
steig á svið. Fyrir ligg-
ur að Lights on the
Highway spili út þenn-
an mánuð en taki sér
svo frí í ágúst. Í sept-
ember flýgur sveitin
svo til Bretlandseyja
þar sem hún mun
leggja upp í tveggja
vikna tónleikaferð.
Tónlist | Útgáfutónleikar Lights on the Highway
Ljósadýrð
Hljómsveitin Lights on the
Highway fagnaði útkomu fyrstu
breiðskífu sinnar.
Kristófer Jensson, söngvari Lights
on the Highway, í góðri sveiflu.
Morgunblaðið/Þorkell
Pétur Ben hitaði gesti Gauks-
ins upp á fimmtudagskvöldið.