Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 6

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 6
6 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÍS LE N SK A A U G L† SI N G A ST O FA N /S IA .I S L YF 2 91 02 08 /2 00 5 www.lyfja.is - Lifið heil FRESHMINT 105 STK. 2 MG FRESHMINT 105 STK. 4 MG Nicorette Ágústtilboð 10% afsláttur FÆST ÁN LYFSEÐILS Garðatorgi - Grindavík - Keflavík - Kringlunni - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni - Egilsstöðum - Höfn - Fáskrúðsfirði - Seyðisfirði - Neskaupstað - Eskifirði - Reyðarfirði - Ísafirði - Bolungarvík - Patreksfirði - Borgarnesi - Grundarfirði - Stykkishólmi - Búðardal - Húsavík - Kópaskeri - Raufarhöfn - Þórshöfn - Sauðárkróki - Blönduósi - Hvammstanga - Skagaströnd - Selfossi - Laugarási Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseðils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt fylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklings- bundnir eftir því hve mikið er reykt, hvort hætta á reykingum eða draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. Í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúðarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauðsynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingumumlyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öðrum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglöp eða nýlegt heilablóðfall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðilinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann síðar. „TVÖ a…eins og kaffið,“ segir Nanna hlæjandi þegar blaðamaður spyr hana hvernig hún stafsetur nafnið sitt. Nanna hefur hlýlega nærveru og oftar en ekki fylgir svörum hennar dillandi hlátur. Nanna er 87 ára en tók þó að sér fararstjórn í ferð Útivistar í Bása. „Þetta er ferð í tilefni af þrjátíu ára afmæli félagsins,“ segir Nanna. „Það verður stórhátíð í Básum í dag, með gönguferðum og trakter- ingum. Héðan fer hópur og svo er fullt af fólki innfrá í tilefni dagsins. Ég vonast til að það verði heil- mikið að gerast og mikið fjör.“ Nanna hefur verið í Útivist frá upphafi og var ein af 55 stofn- endum félagsins. „Það sem hefur haldið mér svona vel er að vera í gönguferðum og útivist,“ segir hún og blaðamaður spyr hana hvort hún eigi sér uppá- haldsstað. „Ég held ég verði að svara eins og gamli formaðurinn okkar [Jóhanna Boeskov] og segja að uppáhaldsstaðurinn sé auðvitað inni í Básum. Annars er ekki hægt að gera upp á milli staða hérna á Íslandi því það er alls staðar svo fallegt. Það er alls staðar eitthvað að finna, jafnvel þótt það sé ekki nema urð og grjót.“ Nanna segir marga standa í þeirri trú að Básar séu í Þórsmörk en svo sé ekki. „Við erum lukkuleg með að sleppa við að fara yfir ána [Krossá], því hún getur stundum verið svo ansi varasöm,“ segir Nanna. „Ég hef nú ekki komið þarna inn eftir í tvö ár svo ég veit ekki alveg hvernig vegurinn er núna. En við erum á móti því að hafa hann of góðan, það tekur svo af sjarmanum.“ Sögur af draugum og álfum Nanna segist ekki vera góð til gangs lengur, enda hafi hún brotn- að á hné og fengið nýja mjöðm. „Annars tel ég mig ógurlega heppna því ég er við svo góða heilsu,“ segir hún. „Heyrnin er dá- lítið farin að dofna en ég sé af- skaplega vel ennþá og það þykir mér mikill kostur. Ég vil heldur vera heyrnarlaus en sjónlaus,“ bætir hún við hlæjandi. Nanna segist því ekki leiða gönguferðir lengur, enda sé hún orðin of gömul til að hafa við hóp- um sem hlaupi af stað og gangi kannski tíu til fimmtán kílómetra í einu. „Mitt hlutverk er aðallega að segja frá á leiðinni og vera með leiðsögn um staðina sem farið er framhjá,“ segir hún, en hún hefur viðað að sér miklum fróðleik úr ýmsum áttum. „Ég fer mikið í sög- una. Svo vitnar maður í alla skap- aða hluti og segir draugasögur og álfasögur. Við eigum okkur álfa þarna innfrá,“ segir hún svo og blaðamaður veltir fyrir sér hvort hún sjái í gegnum holt og hæðir. Nanna er farin að stunda far- arstjórnina lítið og segist ekkert skilja í að hún sé látin standa fyrir þessu. „Ég var bara beðin um þetta, en ég skil ekkert í að það sé látið mæða svona mikið á mér, gamalli konunni,“ segir hún en útskýrir að þrátt fyrir að hún geti lítið gengið sé allt í lagi að fara í Bása því þar geti maður bara staðið á hlaðinu sér til ánægju. Skondin uppákoma á ferðalagi Margrét Björnsdóttir, vinkona Nönnu og samstarfskona til margra ára, segir blaðamanni að enginn hafi verið hissa á því að Nanna hafi verið beðin um þetta nema hún sjálf. „Hún er svo mikill hafsjór af fróðleik að undrum sætir,“ segir Margrét. „Hún les mikið og veit alla skapaða hluti. Hún var komin yfir fimmtugt þegar hún byrjaði að ganga en hún hefur farið út um allt og gengið á öll fjöll. Nanna er flaggskip okkar og frábær í svona afmælisferðum.“ Þegar Nanna er innt eftir skemmtilegri sögu úr ferðalög- unum kemur hik á hana. „Þetta hefur allt gengið svo af- skaplega vel og við höfum aldrei orðið fyrir neinum áföllum í ferð- um,“ segir hún en samsinnir því þó að stundum sé starfið erfitt. „Það hefur oft verið púl og sérstaklega í vondum veðrum. Við höfum verið að á öllum tímum ársins.“ Nönnu rekur þó minni til eins ferðalags sem hún segir hafa verið dálítið bjánalegt. Þá lá leiðin til Drangeyjar og var hún með hóp á ferð fyrir norðan. „Ég átti að vera fararstjóri en hafði aldrei farið leiðina áður. Mað- ur var iðulega sendur á staði sem maður hafði aldrei komið á áður og þá kostaði það auðvitað ógurlegan undirbúning,“ segir hún. „Ég sat því heima með kortið og þræddi veginn með fingrinum. Ég leit á öll fjöll og alla bæi á kortinu og leitaði að einhverju til að segja frá og það var nú ýmislegt. Svo komum við á staðinn og ég rausa einhver ósköp en eftir nokkra stund lítur bílstjór- inn hlæjandi á mig og segir: „Heyrðu, ég held að þú sért alveg að ruglast. Þú ert að fara gamla veginn, en við erum á nýja veg- inum.““ Les og syndir alla daga Nanna hætti að vinna sjötug en hafði þá unnið í 30 ár á skrifstofu danska sendiráðsins. Aðspurð um önnur áhugamál segist hún fara á hverjum morgni í sundlaugarnar og þangað sé um kílómetra gangur heiman frá henni. „Þar syndi ég og fer í pottana og tilheyrandi. Maður reynir að halda sér gangandi með því,“ segir hún. „Ég les líka lifandis ósköp og hef afskaplega gaman af því. Ég bý ein og er vön því að hafa hljótt í kring- um mig. Mér finnst það allt í lagi. Í versta falli get ég talað við sjálfa mig eða skammað þá í sjónvarpinu, það kemur fyrir.“ Blaðamaður hefði gjarnan viljað heyra fleiri sögur af ferðum Nönnu en rútan bíður full af ferðalöngum sem fá að súpa af sagnabrunni hennar. Sólin skín og dagurinn lof- ar góðu. Nálgast ní- rætt en stund- ar ennþá fararstjórn Nanna Kaaber er engin venjuleg kona og 87 ára gömul stundar hún ennþá fararstjórn fyrir ferðafélagið Útivist. Hrund Þórsdóttir hitti hana á Umferðarmiðstöðinni árla dags í blíð- viðrinu í gær. Morgunblaðið/Kristinn Nanna var ánægð með veðrið við upphaf ferðar í gærmorgun og vonaðist eftir lífi og fjöri í Básum. hrund@mbl.is FULLTRÚAR Félags gæslukvenna í Reykjavík munu funda með Birgi Birni Sigurjónssyni, sviðsstjóra stjórnsýslu- og starfsmannasviðs Reykjavíkurborgar, á mánudag, vegna stöðu þeirra gæslukvenna sem sagt hefur verið upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Karólína Snorradóttir, formaður Félags gæslukvenna, sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins að þær litu enn svo á að þeim hefði ekki verið boðið neitt umfram það sem segði í kjarasamningum. Þeim hefði verið boðið að fá laun út uppsagn- arfrestinn, án þess að skila vinnu á móti. Eðli málsins samkvæmt gætu þær ekki skilað vinnu á móti, því verið væri að leggja niður gæsluvelli borgarinnar. Það væri því ekki verið að bjóða þeim neina starfslokasamn- inga eins og þeim hefði verið lofað, skv. samþykkt menntaráðs. Hún segir að þær séu í raun ekki að fara fram á mikið. „Við förum fram á að gæslukonurnar fái þrjá mánuði á launum umfram áunnin réttindi,“ segir hún. Karólína bendir á að gæslukon- urnar hafi nýlega fengið sendan lista frá Reykjavíkurborg um þau umönnunarstörf sem laus séu hjá borginni, m.a. störf í leikskólum og grunnskólum borgarinnar. Að öðru leyti hefðu þær ekki fengið aðstoð við að fá annað starf. Hún bendir hins vegar á að af þeim 22 gæslu- konum, sem sagt hefur verið upp störfum, sé um helmingur um og yf- ir sextugt. Á listanum séu því störf sem þær treysti sér ekki allar til að sinna. Funda með fulltrúa starfs- mannasviðs eftir helgi STJÓRN Landverndar hefur sent stjórnarskrárnefnd tillögu að stjórn- arskrárákvæði sem taki á rétti Ís- lendinga til að búa við náttúru og um- hverfi sem varðveitt er eða nýtt er með sjálfbærum hætti. Á vef Land- verndar, landvernd.is, kemur fram að tillagan fjalli bæði um rétt og skyldur almennings og stjórnvalda. Á vefnum segir að stjórn Land- verndar telji að sú skoðun sé ríkjandi meðal þjóðarinnar að allir þegnar landsins eigi rétt á að lifa í heilnæmu umhverfi sem sé laust við hættulega mengun sem spillt geti lífsgæðum og heilsu. „Þá ríkir almenn sátt um að- gengi almennings að náttúrunni og gæðum hennar og rétt einstaklinga til að njóta friðsældar og útivistar.“ Stjórn Landverndar vill því að nýtt stjórnarskrárákvæði hljóði á eftirfar- andi hátt: „Heilnæmt vatn og loft, náttúran og fjölbreytni hennar, lands- lag, annað umhverfi og aðgengi að náttúru eru gæði sem allir bera ábyrgð á að nýtt séu með sjálfbærum hætti. Jafnframt skulu borgarar landsins sýna aðgát þannig að nátt- úru landsins og auðlindum sé ekki spillt. Stjórnvöldum ber að leggja sig fram um að tryggja öllum rétt til heil- næms vatns, lofts og annars umhverf- is og aðgengis að náttúru. Allir skulu hafa aðgengi að upplýsingum og ákvörðunum er varða þessa þætti.“ Fólk eigi rétt á að búa í heilnæmu umhverfi TENGLAR ..................................................... www.landvernd.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.