Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 8
8 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Green tea extract FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Nr. 1 í Ameríku APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR Góð heilsa - Gulli betri Orka og vellíðan Handboltinn á Ís-landi á undir höggað sækja. Fé- lögum hefur fækkað und- anfarin ár og forráðamenn íþróttarinnar hafa gripið til aðgerða til að reyna að bregðast við. Keppnisfyr- irkomulaginu hefur verið breytt á síðustu árum og menn verið misánægðir með það. Nú sér fyrir end- ann á þeim breytingum því á næsta ári verður lið- um væntanlega fækkað í efstu deild og 2. deildin verður endurvakin. Hún lagðist af fyrir nokkrum árum enda ennþá efiðara að halda úti liði þar en í efstu deild – og þykir mörgum samt nóg um að halda liði í efstu deild gangandi. Það brá mörgum í brún á dög- unum þegar tilkynnt var að Vík- ingur, hið gamla stórveldi í ís- lenskum handknattleik, hefði tekið höndum saman við nýliða Fjölnis í Grafarvoginum um að senda sameiginlegt lið til keppni í karlahandknattleik. Á sama tíma hætta Grótta og KR samstarfi og hvorugt félagið verður með á Ís- landsmótinu í ár. Akureyrarfélögin Þór og KA senda sameiginlegt lið í kvenna- handboltanum og oft hafa heyrst raddir um að slíkt muni líka ger- ast hjá körlunum. Hvort það verð- ur á næsta ári eða síðar skal ósagt látið en miðað við hljóðið í norðan- mönnum virðist það óhjákvæmi- legt – um það virðast flestir sam- mála, en þó ekki allir. Samkeppnin um athygli er við erlenda knattspyrnu Handboltinn, og raunar aðrar greinar sem stundaðar eru hér á landi yfir vetrartímann, eiga í harðri samkeppni. Sú samkeppni er að litlu leyti innbyrðis. Hún er fyrst og fremst við erlenda knatt- spyrnu í íslensku sjónvarpi, en framboð hennar hefur aukist gríð- arlega hér á landi síðustu árin. „Hér áður fyrr þurftu menn varla að hugsa um hvenær handbolta- leikir væru settir á, en núna er í raun erfitt að finna leikdag þar sem ekki er einhver „spennandi“ fótboltaleikur í sjónvarpinu og það tekur gríðarlega mikið frá okkur,“ sagði formaður einnar handknattleiksdeildar. Og annað sjónvarpsefni tekur líka frá. Á honum var að heyra að samt sem áður væri aðgangseyrir ekki það stór hluti af rekstri deildar- innar að það skipti í raun ein- hverju máli. „Áhorfendur borga dómarakostnaðinn og stundum varla það,“ sagði hann. Hvað er það sem fær fólk til að taka að sér forystu í hinum ýmsu deildum íþróttafélaga? Þegar for- ráðamenn handknattleiksdeilda eru spurðir verður fátt um svör en flestir virðast þó hallast að því að annaðhvort sé slíkt ættgengt – menn „detti“ inn í þessi störf vegna starfa foreldra sinna eða vegna þess að börnin séu í hand- boltanum eða þá að menn taki slíkt að sér af einskærri ást á fé- lagi sínu og íþróttagreininni. Eitt er víst að þeir sem eru í forsvari fyrir handknattleiksdeildir félag- anna eru það hvorki vegna pen- inga né vegs og virðingar. „Þetta er hugsjónastarf og ekkert annað. Kanski leynist líka einhver von um að þetta veiti manni einhvern tíma stundaránægju ef liðinu tæk- ist að vinna einhvern titil,“ sagði ónefndur stjórnarmaður hand- knattleiksdeildar. Ósérhlífið og vanþakklátt sjálfboðastarf Það gengur misvel að fá fólk til starfa fyrir deildir félaga en al- menna reglan er að því betur sem gengur því auðveldara er að fá fólk til starfa. Stjórnarmenn eru ekki á launum á sama tíma og margir leikmenn fá þokkalega greitt fyrir – þó svo virðist sem launakröfur leikmanna hafi lækk- að eða altént ekki haldið í við verð- lagsþróun síðustu ára. Stjórnar- menn eru í sjálfboðavinnu sem felst að miklu leyti í því að safna fé til að hægt sé að halda deildinni gangandi. Menn moka skít úr gripahúsum, bóna bíla, mála hús og í raun taka íþróttafélögin að sér hin margvíslegustu verk. Á tímum þar sem flestir gefa sér lítinn eða engan tíma til eins né neins virðist þetta fólk samt finna tíma til að sinna íþrótta- félaginu sínu. Sjálfboðastarf sem lítils er metið. „Því miður kemur ekki neitt fé frá alþjóðasamtökunum þegar lið fara í Evrópukeppnina, nema ef þau komast í riðlakeppni Meist- aradeildarinnar. En það er svo lít- ið að það tekur því varla að tala um það, dugar til dæmis engan veginn fyrir ferðakostnaði,“ segir Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ og bendur síð- an á áhugavert atriði. „Meðalald- ur leikmanna hefur lækkað mikið síðustu ár og ég held það sé þjóð- félagslegt. Meðalgóðir handknatt- leiksmenn sem eru orðnir 25 ára eru búnir að mennta sig, eru í vinnu sem þeir hafa metnað fyrir og gerir kröfur til þeirra. Þessir menn forgangsraða og þá velja þeir vinnuna og fjölskylduna og skjótast síðan í líkamsrækt í klukkutíma nokkrum sinnum í viku í stað þess að æfa handbolta í tvo tíma fimm sinnum í viku og fyrir litla sem enga greiðslu.“ Fréttaskýring | Handknattleiksíþróttin á í vök að verjast um þessar mundir Góðir dagar vandfundnir Samkeppnin við erlenda knattspyrnu í íslensku sjónvarpi er hörð Glaðst á góðum degi í handboltanum. Því betri árangur í hand- bolta því meiri peningar  Handboltinn er í raun í dálítið furðulegri stöðu og talsvert ann- arri en til dæmis knattspyrnan. Ef lið ætlar að ná árangri þarf góða leikmenn. Það kostar peninga sem eru af skornum skammti. Ef árangur næst er freistandi að senda liðið í alþjóðlega keppni. En í slíkri keppni eru heldur engir peningar þannig að safna þarf enn meiri peningum. Árangur kostar sem sagt meira en ástund- un. Líka peninga. Eftir Skúla Unnar Sveinsson skuli@mbl.is HÉR á landi er staddur skógfræðingurinn dr. Alexand- er Robertson en hann er gestafyrirlesari við aðal- stöðvar Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri. Hann tók sér hlé frá annasömum störfum á föstudag, tók sekkjapípu í hönd og lék fyrir nokkur börn sem voru stödd í skrúðgarðinum á Hvanneyri. Dr. Alexander er skoskur að uppruna, þótt hann búi og starfi á Nýfundnalandi og er hann Íslendingum af góðu kunnur. Hann kom fyrst hingað til lands árið 1963 og hefur verið ráðgjafi í mörgum skógræktarverk- efnum hér á landi, m.a. asparverkefni í Gunnarsholti, og Skjólskógum á Vestfjörðum. Hann hefur unnið bæði fyrir ríkisskógræktina í Kanada og sem sjálfstætt starfandi ráðgjafi, en áhugasvið hans og jafnframt efni doktorsritgerðar er áhrif vinds, skjólmyndun við þétt- býlið, skjólbelti og landslag. Mikill áhugi á náminu hjá Alexander Áfanginn sem Alexander kennir við Landbúnaðarhá- skólann heitir Skjól, skógar og skipulag og hefur fjöldi nemenda skráð sig þar til náms, eins og ætíð þegar hann býður upp fram starfskrafta sína hér á landi. Ljósmynd/Guðrún Jónsdóttir Skógfræði með skoskum áhrifum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.