Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 10

Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 10
10 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ F erðahandbækur ráða frá því að heimsækja Eystrasaltsríkin í mars. Þá er veturinn að hörfa en vorið varla komið og hitastig og slabb á göt- unum eftir því. Ferða- handbækurnar hafa rétt fyrir sér. Það er frekar grátt yfir Tallinn í dymbilvikunni 2005 og umfjöllunar- efnið er álíka grátt: Sprautufíkn og HIV-faraldur í Eistlandi. Í stuttu stoppi mánuði seinna er sólin hærra á lofti og gamli fallegi miðbærinn iðandi af lífi. Vonandi þokast velferðin einnig upp á við. Þessi 400 þúsund manna höfuðborg Eistlands hefur einhvern norrænan miðaldablæ yfir sér en er á sama tíma full af nýmóðins auglýsingaskiltum sem bera m.a. vitni um hversu hratt Eistland hefur vaxið sem sjálfstætt ríki. Það gera einnig gömul hús í nið- urníðslu og greinilega lítil efni í op- inberri stjórnsýslu. Í opinberri sex hæða byggingu vantar lyftu, sófinn í afgreiðslunni er ónýtur að mati Ís- lendings, veggi þyrfti að mála o.s.frv. En í Eistlandi blómstra viðskipti af öllum toga, hagvöxtur hefur verið gíf- urlegur og erlendar fjárfestingar vin- sælar og þó að allt gerist hægar í sveitunum er þetta greinilegt í Tall- inn. Þar gerast hlutirnir innan um virkisturna, þröngar hlaðnar götur, gömul og ný hús, sovéskar blokkir í úthverfum, eitt fallegasta miðbæjar- torg sem fyrirfinnst, þráðlausa net- tengingu á hverju horni og rússneska rétttrúnaðarkirkju sem reist var beint á móti bleika þinghúsinu á nítjándu öld í óþökk Eistanna. Inngróinn aðskilnaður Nálægðin við Finnland er mikil, 17 mínútur með þyrlu, eins og einn orð- aði það, bátsferð tekur aðeins lengri tíma. Frændsemi við Finnana birtist líka í tungumálinu en eistneska og finnska eru álíka skyld og íslenska og færeyska. Lítið minnir á rússnesk tengsl í Tallinn fyrir utan kirkjuna fyrrnefndu, og því kemur á óvart sú staðreynd að 40% íbúa höfuðborgar- innar eru af rússnesku bergi brotin og hafa rússnesku að móðurmáli. Þrátt fyrir að svo stór hluti íbúa Tallinn sé rússneskur eru engin skilti á rússnesku og matseðlar á veitinga- húsum eru í mesta lagi á ensku og finnsku auk eistnesku. Það er ljóst að Rússarnir eru minnihlutahópur í landinu og það á sér sögulegar, menn- ingarlegar og sálfræðilegar rætur. „Við vorum undir stjórn Rússanna í marga áratugi og það var okkur mik- ilvægt að fá sjálfstæði. Aðskilnaður- inn er gróinn inn í menninguna í þessu landi,“ segir Diana Ingerainen, aðstoðarborgarstjóri Tallinn. Algengt er að Rússar í Eistlandi tali aðeins rússnesku en enga eist- nesku. Einmitt í þessum mun liggur orsök atvinnuleysis og félagslegra vandamála sem eru mun algengari hjá rússneskumælandi hluta þjóðar- innar en þeim eistneska, að sögn við- mælenda í Tallinn. Þeir sem ekki tala eistnesku hafa úr færri störfum að velja og atvinnuleysi er mikið í þeim hópi. Félagsleg vandamál geta fylgt í kjölfarið. „Rússar virðast vera að sætta sig við þetta og reyna að læra eistnesku. Við erum orðin háð því að kunna eistnesku,“ segir Olga Stets, kennari og umsjónarmaður stuðn- ingshóps fyrir HIV-smitaðar konur á vegum sænsku hjálparsamtakanna Convictus sem starfa í Tallinn. Olga er rússneskumælandi og að hennar mati er aðskilnaðurinn á milli Rússa og Eistlendinga í Eistlandi fal- Barátta við HIV-faral Í Eistlandi er opinber tala yfir fjölda HIV-smitaðra 4.442 en íbúar eru 1,4 milljónir. Sumir telja óhætt að margfalda tölu smitaðra með þremur eða fjórum. Steingerður Ólafsdóttir var í Tallinn og kynnti sér forvarnastarf og staðreyndir um alnæmisfaraldur og sprautufíkn meðal landsmanna, en hvort tveggja er útbreiddara meðal hins rúss- neska hluta þjóðarinnar en þess eistneska. ’Stærsta vandamálið varðandi HIV í Eistlandi erútbreiðsla veirunnar meðal venjulegra kvenna sem aldrei hafa stundað fíkniefnaneyslu eða vændi.‘ OLGA Reet er 22 ára rússnesk, HIV-smituð kona sem hætti í heróíni fyrir þremur árum, þá í fangelsi. Hún er viljasterk og ákveðin, hætti af sjálfsdáðum þegar hún hafði fengið að vita að hún væri smituð af HIV. „Ég var í slæmu ástandi og með mikil fráhvarfs- einkenni í fangelsinu. Mig langaði að fremja sjálfs- morð þegar ég frétti að ég væri smituð. Sumir fara að nota meiri fíkniefni þegar þeir frétta af HIV-smiti og finnst lífið hvort sem er vera búið. En ég ákvað að snúa við blaðinu og halda áfram að lifa og miðla af reynslu minni í staðinn,“ segir Olga dimmri röddu á rússnesku þar sem hún situr í húsnæði Convictus- samtakanna í Tallinn með rússneskum enskukennara sem túlkar fyrir hana. Olga hefur verið félagi í stuðn- ingshópi fyrir HIV-smitaðar konur á vegum Convict- us og starfar einnig við að miðla af reynslu sinni í skólum á vegum samtakanna. Eins og flestir Rússar í hópi fíkniefnaneytenda byrjaði Olga að sprauta sig frá fyrsta skammti en hafði áður aðeins drukkið. Þetta var árið 2000, þeg- ar hún var 17 ára. „Ég byrjaði af því vinkona mín var í heróíni og ég var forvitin. Ég hafði misst vinnuna á markaðnum og byrjaði eftir það. Ég hélt að ég myndi aldrei fá mér aftur eftir að hafa prófað einu sinni. En ég var orðin háð heróíni eftir einn skammt,“ segir Olga sem lítur út fyrir að vera eldri en 22 ára. Áður en árið var liðið var hún komin í fangelsi í fjóra mánuði. Það fylgir ekki sögunni hvort það var fyrir fíkniefnaneyslu, rán eða jafnvel vændi, það vilja viðmælendur sem minnst um segja. Eftir tæpra tveggja ára líf sem sprautufíkill var Olga Reet aftur komin í fangelsi og fór þá í HIV-próf sem leiddi smit í ljós. Olga er viss um að hún hafi smitast af sprautunál sem hún notaði með öðrum. Vinkona hennar var vön að hjálpa henni að sprauta sig fyrstu mánuðina og algengt var að nota sömu sprautu. Saman stálu þær fyrir næsta skammti og þurftu 500–1.000 eist- neskar krónur á dag á mann, samsvarandi 2.500– 5.000 íslenskum krónum. Vinkona hennar er enn í fíkniefnum og hefur nú fætt barn. „Ég vona að hún finni það hjá sjálfri sér að hætta.“ Olga losnaði úr seinni fangelsisvistinni fyrir tveim- ur árum og fékk vinnu í þvottahúsi, þá laus við eit- urlyfin. Á síðasta ári var henni boðið í stuðningshóp Convictus sem hittist þrisvar í viku. „Það er gott að hitta aðrar í sömu sporum og að hafa fundina í stað- inn fyrir að fara og fá sér fíkniefni. Við gerum ým- islegt saman eins og að læra tungumál og teikna og mála sem hjálpar mér mikið,“ segir Olga og dregur fram myndirnar sínar sem lýsa angist vegna HIV- smitsins og hugsunum hennar um framtíðina. Hún er þakklát fyrir að heilsan er góð og hún þarf ekki meðferð eða lyf enn sem komið er. Morgunblaðið/Steingerður Ólafsdóttir Olga Reet, félagi í stuðningshópi Convictus fyrir HIV-smitaðar konur í Tallinn. Listmeðferðin hjálpar henni mikið. Olga: „Ég byrjaði af því vinkona mín var í heróíni og ég var forvitin“ KATARINA er að koma í fyrsta skipti á fund í Al- næmisvarnamiðstöðinni og þótt hún sé fyrrverandi fíkniefnaneytandi er Irina ánægð með að fá hana í hópinn. „Ég sá strax að það býr mikið í Katarinu. Hún á að baki sögu um eiturlyfjaneyslu og fangels- isvist, en hún fellur þó á sinn hátt í hóp með þessum „venjulegu konum“ sem hittast hér í stuðnings- hópnum,“ segir Irina. Katarina er 22 ára og er nýkomin úr fangelsi þennan dag í lok mars. Hún byrjaði að nota heróín sextán ára og fékk að vita að hún væri orðin HIV- smituð 19 ára. Hún sprautaði sig frá fyrsta degi líkt og Olga og er viss um að hún hafi smitast af sprautunál. Hún hætti á hnefanum í fangelsinu og segist fyrst nú vera farin að hugsa um hvernig lífið með HIV verði. „Ég hugsaði alltaf sem svo að þetta myndi aldrei koma fyrir mig,“ segir þessi unga kona sem virðist ákveðin í að standa sig. „Mig langar að vera venjuleg og lifa venjulegu lífi eins og ég gerði áður.“ Hún er byrjuð að vinna í ísgerð og langar í sálfræðinám í framtíðinni. „En ég þarf að byrja á byrjuninni. Ég vil hjálpa foreldrum mínum og byggja upp sambandið við þau aftur til að þau treysti mér á ný. Eftir sex ára eiturlyfjaneyslu er það erfitt.“ Hún byrjaði í heróíni ásamt vinahópnum. „Nýja verksmiðjuframleidda heróínið var út um allt og allir voru í þessu. Allir prófa eitthvað. Mjög algengt er að margir noti sömu sprautunálar.“ Hún segir að auð- velt sé að nálgast fíkniefni og þau séu ekki dýr. Einn heróínskammtur kostar álíka og einn bíómiði. Hún er af rússneskum uppruna en talar bæði tungumálin. „Vandamálin eru á meðal Rússanna, en þó alls ekki eins mikil og hjá þeim sem eru eist- neskumælandi. Rússarnir eru þeir sem nota eit- urlyfin.“ Katarina: „Ég hugsaði alltaf sem svo að þetta myndi aldrei koma fyrir mig“ NATALÍA er ein þeirra, sem mæta á fundi stuðn- ingshóps Alnæmisvarnamiðstöðvarinnar. Hún er nú 22 ára og smitaðist fyrir tæpum þremur árum af manni sem hún svaf einu sinni hjá. „Ég er ekki vön að gera svoleiðis,“ segir Natalía sem lítur út eins og hver önnur ung kona, vel til höfð og bros- andi. Hún stundar nú nám í innanhússarkitektúr og hefur komist yfir versta áfallið en það var erfitt fyrst. Natalía er við góða heilsu og þarf ekki að nota nein lyf. Hún hefur áhyggjur af framtíðinni en reynir að taka einn dag í einu eins og hún segir. „Líf mitt hefur auðvitað breyst og sérstaklega í sambandi við hitt kynið. Ég er sú sama og fjöl- skylda mín og vinir styðja mig.“ Hún segir ekki nema góðum vinum frá HIV-smitinu því fordómar eru miklir að hennar sögn. Með Natalíu á fund- inum hjá stuðningshópnum á vegum Alnæm- isvarnamiðstöðvarinnar í þetta skiptið er vinkona hennar sem vill fræðast meira um líf með HIV. Natalía segir að ástandið sé að batna hvað varðar þekkingu almennings á HIV en meira þurfi að gera. „Það vantar meiri upplýsingar í fjöl- miðlum og víðar til að fræða fólk. Foreldrar þurfa líka að fræða börn sín betur um kynlíf en það er enn of mikið feimnismál hér á landi. Börn verða að vita hvað HIV er og til hvers smokkar eru.“ Natalía og hinar á fundinum eru sammála um að til að breyta hugarfarinu þurfi að byrja á fjöl- skyldunum og skólunum. Fræðslan þurfi að vera alls staðar og stöðug. „Þegar við vorum í skóla var eina kynfræðslan þegar heilbrigðisstarfsfólk kom og kynnti getnaðarvarnir einu sinni.“ Natalía: „Líf mitt hefur auðvitað breyst og sérstaklega í sambandi við hitt kynið“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.