Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 11
inn og ekki tekist á við hann. Hún og
fleiri lýsa því hvernig sprautufíkn og
HIV-veiran sem veldur alnæmi eru
mun útbreiddari á meðal hins rúss-
neska hluta þjóðarinnar og hún geng-
ur svo langt að fullyrða að ef það væri
eistneski hlutinn sem glímdi aðallega
við þessi vandamál hefðu stjórnvöld
gripið mun fyrr í taumana.
Ráðamenn sem rætt var við virðast
vera í vörn gagnvart rússneska
minnihlutanum. Engir rússneskir
stjórnmálaflokkar starfa í Eistlandi,
valdið er alfarið í höndum Eistlend-
inga og eistneska er ríkismálið.
Litið til Norðurlanda
Það virðist nokkurt sannleikskorn í
fullyrðingu Olgu Stets að því leyti að
það var varla fyrr en HIV-smits varð
vart hjá hinum almenna borgara,
hvort sem hann er eistnesku- eða
rússneskumælandi, að yfirvöld gripu
til aðgerða. Áður hafði HIV-smit
fyrst og fremst breiðst út á meðal
sprautufíkla.
Marko Pomerants var félagsmála-
ráðherra í mars sl. þegar blaðamaður
var á ferð í Tallinn. Nú er ný ríkis-
stjórn sest að völdum, sú tólfta frá því
að Eistland fékk sjálfstæði árið 1991.
Marko Pomerants segir að farald-
urinn hafi komið yfirvöldum í opna
skjöldu. Nú leggi stjórnvöld hins veg-
ar áherslu á mikilvægi samræmdra
aðgerða og vel skipulagðs starfs í bar-
áttunni við fíkniefni og útbreiðslu
HIV.
Pomerants segir að stjórnvöld hafi
vissulega lagt sitt af mörkum til að út-
rýma aðskilnaðinum á milli þjóðanna
tveggja sem byggja Eistland. M.a.
liggi fyrir ný lög um vinnumarkað
þess efnis að fólki sem fái ekki vinnu
vegna þess að það kann ekki eist-
nesku verði hjálpað að finna vinnu
þar sem tungumálið skiptir ekki máli
og fái einnig eistneskukennslu.
„Rússar eru í auknum mæli farnir að
senda börnin sín í eistneska leikskóla
og skóla til að þau læri málið og eigi
meiri möguleika í framtíðinni. Þetta
tekur langan tíma, margar kynslóð-
ir.“
Margir Eistar líta jákvæðum aug-
um á Norðurlönd og norræna sam-
vinnu og upplifa sig sem Norður-
landabúa. Það gera Rússarnir síður.
„Ég skil Eistana. Landið var undir
sovétvaldi í áratugi. Í Tallinn er hlut-
fall Eista og Rússa sagt 60–40 en ég
held að það gæti verið 50–50. Þrátt
fyrir það eru engin skilti á rússnesku
og þjónar tala til dæmis aldrei rúss-
nesku,“ segir Julia Vinckler, for-
stöðumaður sænsku samtakanna
Convictus í Eistlandi.
Hún er rússnesk en talar eist-
nesku. „Ég er á sama aldri og dæmi-
gerður fíkniefnaneytandi. Ég var
heppin að foreldrar mínir létu mig
læra eistnesku líka. En þetta veltur
meðal annars á því hvaðan maður er.
Í Narva, við landamæri Rússlands,
eru 80–90% íbúa rússneskumælandi
og engin ástæða til að læra eistnesku.
En þar sem blöndunin er meiri velja
rússnesku fjölskyldurnar heldur að
láta börnin læra eistnesku líka. Það
er ástæða til að leggja áherslu á að
gott getur verið að kunna bæði málin,
rússneskumælandi fólk er stór mark-
aður þótt það sé ekki viðurkennt hér í
Eistlandi þar sem gjá er á milli hóp-
anna.“
HIV-faraldur í Eistlandi
Bæði Rússar og Eistar geta átt við
fíkniefnavanda að etja. Hins vegar er
munurinn skýr eftir því sem viðmæl-
endur greina frá: Rússar sprauta sig
en Eistar nota „partídóp“ eins og E-
töflur. Sprautufíknin hefur m.a. leitt
til útbreiðslu HIV-veirunnar í Eist-
landi með hraða sem vekur áhyggjur.
Eistland sker sig úr öðrum löndum
í Evrópu með hröðustu útbreiðslu
HIV-veirunnar undanfarin ár og fell-
ur í flokk með Úkraínu og Rússlandi.
Í heiminum er talið að um 40 milljónir
séu smitaðar af HIV-veirunni og hef-
ur Vesturlandabúum kannski hætt
við að halda að vandamálið sé ein-
angrað í Afríku. Sérfræðingar byrj-
uðu að hafa uppi varnaðarorð varð-
andi Austur-Evrópu um árþúsunda-
mótin og í Eistlandi var lýst yfir
faraldri árið 2001. Opinber tala yfir
fjölda HIV-smitaðra er 4.442 en íbúar
Eistlands eru 1,4 milljónir. Sumir
telja óhætt að margfalda tölu smit-
aðra með þremur eða fjórum.
Fyrst breiddist HIV-smitið aðal-
lega út á meðal sprautufíkla en nú
fjölgar smituðum úr hópi „venjulegs“
fólks og eru ungar konur þar í
áhættuhópi. Þær smitast af kærust-
um eða rekkjunautum sem þær vita
ekki að eru, eða hafa verið, sprautu-
fíklar og smitaðir af HIV.
Í grein sem birtist í The Lancet ár-
ið 2003 eftir Françoise F. Hamers og
Angelu M. Downs kemur fram að
flest lönd fyrrum Sovétríkjanna hafa
orðið harkalega fyrir barðinu á HIV-
faraldri sem breiðist út meðal
sprautufíkla. Búast megi við að það
aukist mjög að HIV breiðist út með
kynmökum og útbreiðslan muni velta
á stærð svokallaðs tengihóps (bridge
population) sem tengir áhættuhópa
við almenna borgara.
Það eru einmitt sprautufíklar sem
eru í slíkum tengihópi, en talið er að
þeir séu um 15 þúsund í Eistlandi.
Einnig hefur komið fram að vænd-
iskonur geti verið hluti tengihópsins,
en talið er að þær séu á bilinu 3.000–
5.000 í Tallinn. Gögn frá V-Evrópu
sýna að í löndum þar sem HIV er út-
breitt á meðal sprautufíkla, eins og í
Portúgal og Spáni, er HIV einnig
hvað útbreiddast á meðal gagnkyn-
hneigðra, að því er fram kemur í
greininni.
Þörf fyrir heilbrigðisþjónustu
eykst um 500% á ári
Með sama áframhaldi mun Austur-
Evrópa brátt standa frammi fyrir al-
næmisfaraldri að mati greinarhöf-
unda og þúsundir munu þurfa heil-
brigðisþjónustu í löndum þar sem
heilbrigðisþjónustan getur ekki ann-
að slíku álagi. Einnig er líklegt að
HIV muni hafa mjög neikvæð áhrif á
hindrun á útbreiðslu berkla.
Julia Vinckler hjá Convictus í Eist-
landi er áhyggjufull: „Eftir um það bil
tvö ár á mikið eftir að gerast þar sem
nú eru svo margir HIV-smitaðir.
Sumir þeirra eiga eftir að fá alnæmi
og fólk á eftir að deyja. Við erum ekki
búin undir það.“ Sjötíu manns eru nú
skráðir með alnæmi í Eistlandi.
Mið-Evrópa getur verið næst í röð-
inni að mati greinarhöfunda og þar
þarf að sýna aðgæslu en ekki
áhyggjuleysi þótt ástandið sé ekki
jafnslæmt og í Austur-Evrópu. Og
greinarhöfundar benda á að flutning-
ar fólks frá löndum Mið- og Austur-
Evrópu til vesturs í leit að atvinnu og
betri kjörum séu staðreynd og geti
valdið áhyggjum í ljósi útbreiðslu
HIV. Mansal og klámvæðing leggja
einnig sitt til útbreiðslunnar á HIV og
í ljós hefur komið að stór hluti man-
sals um Evrópu fer um landamæri
Eystrasaltsríkjanna. Fyrirbyggjandi
aðgerðir gegn útbreiðslu HIV og
sjálfboðastarf við fræðslu og ráðgjöf
ættu að vera forgangsmál, að mati
greinarhöfunda.
Þörfin fyrir meðferð og heilbrigð-
isþjónustu vegna HIV mun aukast
um ein 10% á ári til ársins 2010 í Vest-
ur-Evrópu en um 500% í Austur-Evr-
ópu, að því er fram kemur í greininni.
Í Úkraínu hefur orðið gífurleg fjölgun
á HIV-smituðum og eru þeir nú 67
þúsund og flestir ungir karlkyns
sprautufíklar. Hjálparstarfsfólk þar í
landi hefur sagt að ef ekkert verði að
gert muni 43 þúsund Úkraínubúar
deyja úr alnæmi fyrir árið 2011.
Flest ný tilfelli í Eistlandi
Fyrsta HIV-smitaða manneskjan í
Eistlandi var skráð árið 1988. Á árinu
2001 varð gríðarleg aukning á nýjum
HIV-tilfellum en nýskráðum smitum
hefur fækkað aftur frá árinu 2002.
Sprengingin árið 2001 lýsti sér m.a. í
því að 1.474 ný tilfelli voru skráð og á
mælikvarðanum ný tilfelli á hverja
milljón íbúa var Eistland langefst
Evrópulanda og á undan Rússlandi
og Úkraínu.
Samkvæmt upplýsingum frá
Heilsuverndarstofnun Eistlands
greindust 96 HIV-smitaðir á árunum
1988–1999. Árið 2000 greindust 390,
árið 2001 flestir hingað til eða 1.474,
árið 2002 899 manns, árið 2003 840
manns og á síðasta ári greindust 743
með HIV-smit í Eistlandi. Samanbor-
ið við önnur Evrópulönd er Eistland
enn langhæst á listanum yfir fjölda
smitaðra á hverja milljón íbúa árið
2003 þrátt fyrir að þeim hafi fækkað,
en samanburður liggur ekki fyrir fyr-
ir síðasta ár.
Árið 2001 var talan yfir fjölda smit-
aðra á hverja milljón íbúa í Eistlandi
1.080,5, en lækkaði niður í 661,7 árið
eftir, þá 620,6 árið 2003 og 533,6 á síð-
asta ári. Skv. tölum frá Heilsuvernd-
arstofnuninni kom Rússland næst á
eftir Eistlandi árið 2003 með 275,5
HIV-smitaða á hverja milljón íbúa, þá
Úkraína með 206,3 og því næst Lett-
land með 174,7.
Á árunum 1988–1999 smitaðist
HIV aðallega með kynmökum. Frá
2000 var aðalsmitleiðin um sprautu-
nálar og voru þeir 90% smitaðra árið
2001. Hlutfall þeirra meðal smitaðra í
Eistlandi hefur síðan farið fækkandi
og var 72% árið 2002, 66% árið 2003
en hlutfall þeirra komst niður í 52,5%
á síðasta ári. Á sama tíma fór þeim
fjölgandi sem höfðu smitast með kyn-
mökum. Þetta eru vísbendingar um
að faraldurinn hafi færst frá sprautu-
fíklum yfir í almennt samfélag.
Ungt fólk í áhættuhópi
Þeir sem smitast af HIV í heim-
inum eru aðallega ungt fólk. Af þess-
um 40 milljónum í heiminum er talið
að um ellefu milljónir á aldrinum 15–
24 ára séu smitaðar, skv. vefnum
stayingalive.org. Hlutfall nýskráðra
HIV-tilfella meðal fólks yngra en 25
ára í Eistlandi var 68% árið 2000, 78%
árið 2002, 66% árið 2003 og 61% á síð-
asta ári. Fleiri karlar en konur eru
smitaðir en hlutfall kvenna hefur auk-
ist á síðustu árum, þ.e. úr 20% smit-
aðra árið 2000 í 32,4% smitaðra á síð-
asta ári. Nú er svo komið að fleiri
stúlkur greindust með HIV-smit á
síðasta ári en piltar í aldurshópnum
15–19 ára, þ.e. 79 stúlkur en 62 piltar
á síðasta ári. Flest nýsmit greinast
hins vegar í aldurshópnum 20–24 ára
og þar eru karlar tvisvar sinnum fleiri
en konur, þ.e. 208 nýsmitaðir karlar
en 90 nýsmitaðar konur á síðasta ári.
Smituðum þunguðum konum hefur
fjölgað úr 52 smituðum árið 2001 í 126
smitaðar á síðasta ári og fjölmenn-
astar hafa þær verið í yngsta aldurs-
hópnum 15–19 ára.
Sprengingin sem byrjaði árið 2000
átti sér aðallega stað í Norðaustur-
Eistlandi, nálægt landamærunum að
Rússlandi í sýslunni Ida-Virumaa. Í
henni er borgin Narva þar sem hlut-
fall Rússa er um 80–90% og atvinnu-
leysi og félagsleg vandamál mikil.
92% allra þeirra sem smituðust árið
2000 bjuggu í þessari sýslu. Það hlut-
fall var komið niður í 58% árið 2002 og
smituðum í höfuðborginni Tallinn og
nágrenni fjölgaði mikið á móti. 6%
smitaðra árið 2000 voru frá Tallinn en
42% árið 2002. Hlutföllin á milli NA-
Eistlands og höfuðborgarsvæðisins
hafa haldist nokkuð óbreytt síðan,
þ.e. um 42%–58%.
Unglingsstúlkur þarf að fræða
Ungum konum sem smitast af HIV
hefur fjölgað í Eistlandi undanfarið.
HIV-smitaðar konur eru þó færri en
HIV-smitaðir karlar, nema í aldurs-
hópnum 15–19 ára. Það er til þessa
hóps sem fræðsla meðal skólabarna á
einna helst að ná, en hún hefur verið
gloppótt hingað til. Tveir háskóla-
kennarar, Daina Stukuls Eglitis og
Jolanta Cihanovica, skrifa grein á
vefnum tol.cz, vef um fyrrverandi
kommúnistaríki, þar sem þær fjalla
um Lettland og aukna útbreiðslu
HIV-veirunnar þar í landi. Flest sem
fram kemur í þeirri grein á jafnt við
um Eistland, m.a. sú staðreynd að
unglingsstúlkur eru helsti áhættu-
hópurinn.
Þær benda á að það er ekki bara
hefðbundin kynfræðsla og sérhæfð
fræðsla um HIV og alnæmi í grunn-
skólum sem er nauðsynleg til að
stemma stigu við útbreiðslu HIV-
veirunnar, heldur líka fræðsla um
kynin, staðalímyndir og jafnrétti. Or-
sakanna fyrir því að notkun smokks-
ins er ekki meiri en raun ber vitni er
kannski að leita í kynjamisrétti og
kúgun kvenna. Birtingarmynd
kvenna í tímaritum, auglýsingum og
sjónvarpi er oft hin undirgefna kona
eða konan sem viðfang.
Þetta er gagnrýnt á Vesturlöndum
en þess ber að gæta að klámbylgjan
hefur verið kraftmeiri í þessum ný-
frjálsu ríkjum þar sem markaðurinn
er enn í mótun. Og stelpurnar eru
sammála um að: „Við getum ekki val-
ið hvernig kynlífi við lifum. Karlarnir
velja. Við samþykkjum annaðhvort
eða missum manninn,“ segja þær í
greininni og benda á að strákarnir
velji bara aðra stelpu ef ein setur skil-
yrði um að nota smokk.
Kennararnir tveir benda því á að
almenn áhersla á jafnrétti kynjanna
og skýr stefnumörkun þar að lútandi
geti verið mikilvægt skref í að komast
fyrir þá óheillavænlegu þróun sem út-
breiðsla alnæmis í heiminum er.
dur og sprautufíkn
Ráðhústorgið í gamla bænum í Tallinn.
’Ef stjórnmálamenn hefðu hlust-að á varnaðarorð sérfræðinga á
tíunda áratugnum væru HIV-
smitaðir í dag 1.000 í staðinn
fyrir 4.000.‘
Irina Moroz, læknir og talsmaður Alnæmisvarnamiðstöðvarinnar, sem rekur
stuðningshóp fyrir HIV-smitaðar konur í Tallinn, ásamt félögum í hópnum
sem ekki vildu láta nafns síns getið eða koma fram á mynd.
Tallinn: Úr hverfinu Lasnamäe sem er eitt af þeim hverfum sem margir Rússar
búa í, hverfið var vel skipulagt en aldrei fullklárað og er því tómlegt á margan hátt.
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 11