Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 12
12 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Convictus dreifir m.a. fræðslubæklingum á rússnesku.
HIV-veiran hefur breiðst út með sprautunálum í
Eistlandi og víðar. Heróínfíknin getur leitt til út-
breiðslu HIV á fleiri vegu, m.a. þegar vænd-
iskaupendur krefjast þess að nota ekki smokk
og borga m.a.s. aukalega fyrir það. Heróínfíkill
sem selur sig fyrir næsta skammt setur ekki
skilyrði um smokkanotkun, það er fíknin sem
ræður. Flestir kúnnar eistneskra vændiskvenna
eru Finnar, Englendingar og Bandaríkjamenn
og verðið sem sett er upp er um 3.500 íslenskar
krónur á tímann.
Stuðningshópar fyrir HIV-smitaðar konur
eru reknir af tveimur frjálsum félagasamtökum,
Convictus og Aids Prevention Centre eða al-
næmisvarnamiðstöðinni sem áður var ríkis-
stofnun en er nú óháð ríkinu (Non-Governmen-
tal Organization – NGO).
Markhópur Convictus eru konur sem hafa
vermt lægstu þjóðfélagsþrepin og hópurinn hef-
ur starfað í á annað ár. „Konur eru undir í sam-
félaginu, sérstaklega þær rússnesku. HIV-smit-
uð kona í neyslu, nýkomin úr fangelsi, tilheyrir
lægst setta hópinum í þjóðfélaginu og henni þarf
að hjálpa,“ segir Julia Vinckler, forstöðumaður
Convictus í Eistlandi.
Veiran breiðist út á meðal
venjulegra kvenna
Læknirinn Irina Moroz tínir til kaffi, ávexti,
karamellur og sætabrauð og raðar á sófaborðið í
húsnæði Alnæmisvarnamiðstöðvarinnar í út-
hverfi Tallinn. Hún hefur umsjón með stuðn-
ingshópi miðstöðvarinnar fyrir HIV-smitaðar
konur sem hittist einu sinni í viku en hópurinn
hefur verið starfandi í á þriðja ár. Að sögn Irinu
er stærsta vandamálið varðandi HIV í Eistlandi
útbreiðsla veirunnar meðal venjulegra kvenna
sem aldrei hafa stundað fíkniefnaneyslu eða
vændi. „Þær smitast af kærustum eða rekkju-
nautum sem hafa verið, eða eru, sprautufíklar,“
segir hún. Þar er um að ræða bæði eistneskar og
rússneskar konur, að sögn Irinu.
Stuðningshóparnir bæði hjá Convictus og Al-
næmisvarnamiðstöðinni ganga út á að veita alls
kyns aðstoð, bæði við andleg vandamál og lík-
amleg, eða stuðning við að leita að vinnu eða
húsnæði og svara spurningum sem vakna hjá
konunum. Þær eiga HIV-smit sameiginlegt og
stuðningshóparnir eru vettvangur þar sem þær
geta deilt reynslu sinni.
Stuðningshópur Convictus fyrir HIV-smitað-
ar konur hefur starfað í á annað ár. Félagar í
hópnum eiga sér sögu af fíkniefnaneyslu og
fangelsisvist. Að sögn Olgu Stets, stjórnanda
stuðningshópsins, vilja fæstar viðurkenna að
þær hafi stundað vændi til að ná í næsta
skammt, þótt flestar hafi gert það. Convictus
hefur ekki haft neinn eistneskan skjólstæðing.
Auk kvennahópsins leggur Convictus áherslu á
dreifingu sprautunála og smokka og starfar
einnig innan fangelsanna við ráðgjöf og stuðn-
ing.
Hjá Alnæmisvarnamiðstöðinni vinna átta
manns, þar af tveir læknar og svo aðrir sérfræð-
ingar. Í starfinu er lögð áhersla á stuðnings-
hópa, fræðslu til skóla og kennara og baráttu
gegn mansali. „Í Eistlandi eru yfir eitt þúsund
HIV-smitaðar konur. Þeim sem smitast í gegn-
um kynmök fjölgar,“ segir Irina Moroz læknir.
Miðstöðin nær til unglingsstúlkna í gegnum
skólana, t.d. heilbrigðisgreinaskóla þar sem
margar ungar konur stunda nám.
„Okkar hópur, sem byrjaði fyrir tæpum
þremur árum, var fyrsti stuðningshópurinn fyr-
ir HIV-smitaðar konur í Eistlandi. Við áttuðum
okkur þá á að þetta var vaxandi hópur HIV-
smitaðra, sérstaklega yngstu konurnar. Þær
sem við vinnum aðallega með hafa smitast á
annan hátt en karlarnir, þ.e. með kynmökum en
ekki um sprautunálar. Þetta eru venjulegar
stelpur sem stunda nám eða vinnu og sumar
eiga börn.“
Engin kona í stuðningshópunum tveimur þarf
á lyfjum að halda ennþá. „En það kemur að því
einn daginn,“ segir Irina Moroz að lokum.
Ekki hlustað á varnaðarorð
sérfræðinga áður
Aðgerða er þörf til að hefta frekari útbreiðslu
HIV í Eistlandi. Flestir eru sammála um að mis-
tekist hafi að stemma stigu við faraldrinum í
tæka tíð og Nelli Kalikova, fyrrverandi forstjóri
Alnæmisvarnamiðstöðvarinnar, sem þá var rík-
isstofnun, hefur t.d. gagnrýnt stjórnvöld fyrir að
bregðast ekki við fyrr. Hún segir að ef stjórn-
málamenn hefðu hlustað á varnaðarorð sérfræð-
inga á tíunda áratugnum væru HIV-smitaðir í
dag 1.000 í staðinn fyrir 4.000.
HIV-faraldurinn hefur komið stjórnvöldum á
óvart líkt og Marko Pomerants hefur látið hafa
eftir sér. Í raun er það fyrst nú sem samræma á
aðgerðir til að stemma stigu við farldrinum með
því að samþykkja stefnumótun þess efnis á
landsvísu fyrir árin 2006–2015. Aðgerðirnar
hafa ekki verið nógu markvissar, eru stjórnvöld
og talsmenn frjálsra félagasamtaka sammála
um. Frekari samvinnu stjórnvalda og þeirra
sem vinna verkin er þörf og einnig þarf að sam-
ræma aðgerðir enn frekar svo ekki komi til tví-
verknaðar, eins og aðstoðarborgarstjórinn og
félagsmálaráðherrann þáverandi benda á.
Eistland hefur einnig eitt Evrópuríkja fengið
tíu milljóna bandaríkjadala styrk frá Alþjóðlega
sjóðnum sem berst gegn alnæmi, malaríu og
berklum í heiminum og er styrktíminn nú hálfn-
aður. Styrkurinn er skilyrtur þannig að stjórn-
völd leggi áfram sitt af mörkum í baráttunni
gegn útbreiðslu HIV, skv. upplýsingum frá
Heilsuverndarstofnuninni.
Fyrirbyggjandi aðgerðir í forgang
Í stefnumótun stjórnvalda felst m.a. að fyr-
irbyggjandi aðgerðir eru settar í forgang þar
sem reynsla annarra landa hafi sýnt að þær séu
áhrifaríkar og hagkvæmar til að ná stjórn á út-
breiðslu HIV-veirunnar og vernda líf og heilsu
fólks, að því er m.a. kemur fram í grein Kristi
Rüütel hjá Heilsuverndarstofnun Eistlands sem
verður samræmingaraðili skv. stefnumótuninni,
en um nýja stofnun er að ræða. Fyrirbyggjandi
aðgerðir felast m.a. í aukinni heilsu- og kyn-
fræðslu í skólum og víðar í samfélaginu, einnig
dreifingu hreinna sprautunála og smokka meðal
fíkla.
Í greininni kemur fram að markmiðið með
fyrirbyggjandi aðgerðum er að hefta frekari út-
breiðslu HIV-faraldurs fyrir árið 2007. Einnig
m.a. að auka meðvitund ungs fólks um HIV og
alnæmi, draga úr áhættuhegðun ungs fólks, ná
til sprautufíkla með ráðgjöf og í gegnum dreif-
ingu hreinna sprautunála, auka smokkanotkun
og veita ungu fólki í áhættuhópum ráðgjöf.
Frjáls félagasamtök, þ.e. stofnanir óháðar
ríkinu (Non-governmental organization –
NGO), eru talin afar mikilvæg í baráttunni gegn
útbreiðslu HIV. „Þau eru í lykilaðstöðu,“ segir
Marko Pomerants og Diana Ingerainen segir að
nær allt starf í baráttunni sé á þeirra hendi en
peningarnir komi frá hinu opinbera.
Julia Vinckler stýrir einum slíkum samtökum
í Tallinn, hinum sænsku Convictus, en hún seg-
ist ekki finna fyrir því að stjórnvöld álíti starf
þeirra mikilvægt. „Við eigum að vera óháð rík-
inu en verðum háð því. Núorðið er mjög erfitt að
fá fé til starfseminnar, sérstaklega eftir að Eist-
land gekk í ESB. Áður var auðvelt að fá styrki
en nú er sagt við okkur að við séum ESB-ríki og
eigum að geta bjargað okkur sjálf og vera nógu
rík til að koma í veg fyrir félagsleg vandamál.
En það er ekki rétt því stjórnvöld hafa ekki stutt
hjálparstarf nægilega. Staðreyndin er sú að við
erum í einhverju tómarúmi þar sem ekkert fjár-
magn er að fá.“
Þegar rætt var við Juliu í mars var tvísýnt um
framhald á starfi stuðningshóps fyrir HIV-smit-
aðar konur vegna fjárskorts. Norræna ráð-
herranefndin hefur nú styrkt það verkefni en í
gegnum upplýsingaskrifstofur sínar í Eistlandi,
Lettlandi og Litháen hefur það styrkt lítillega
ýmis verkefni sem koma inn á velferð barna og
unglinga og baráttuna gegn fíkniefnum. Fjár-
magnið nemur alls 400 þúsund dönskum krón-
um í hverju landi.
Að mati Juliu Vinckler og samstarfskonu
hennar Olgu Stets þarf að opna fleiri skýli í
borginni þar sem fíkniefnaneytendur fá aðstöðu.
„Það þarf að veita fíklum meiri skilning á þeirra
vandamáli. Fíklar hafa líka mannréttindi. Að-
stoðarborgarstjórinn getur greint frá því að til
standi að opna skýli af þessu tagi í miðborg Tall-
inn og í hverfinu Lasnamäe sem er að mestu
byggt Rússum. „Hópurinn 17–24 ára rúss-
neskumælandi fólk er einn helsti áhættuhópur-
inn. Vandamálið er að við getum ekki talað við
þau, þau eru ekki í skóla eða vinnu. Þau lesa ekki
blöðin og það er erfitt að koma upplýsingum til
þeirra. En okkur er annt um þau, þau verða að
vita það,“ segir Ingerainen.
Aukna útbreiðslu HIV þarf að skoða í fé-
lagslegu ljósi. Hin mikla efnahagslega upp-
sveifla t.d. í Eistlandi í kjölfar sjálfstæðis lands-
ins hefur haft bæði jákvæðar og neikvæðar
afleiðingar, þær neikvæðu m.a. aukin fíkniefna-
neysla, vændi og útbreiðsla HIV. Ljóst er að vel-
ferðarkerfi þarf að þróast enn frekar t.d. til að
takast á við afleiðingar aukinnar útbreiðslu
HIV.
Meginatriðið er að útbreiðsla HIV hvar sem
er í heiminum kemur öllum við. Heilbrigðiskerfi
mismunandi ríkja eru misvel í stakk búin að tak-
ast á við vandamálið. Auk þess að leggja til fjár-
magn getur alþjóðasamfélagið stutt baráttu
gegn HIV og alnæmi með því að leggja til sér-
fræðiþekkingu, upplýsingar og hugmyndir að
samvinnuverkefnum.
Olga Stets, kennari og
stjórnandi stuðningshóps
Convictus: Það var varla fyrr
en HIV-smits varð vart hjá hin-
um almenna borgara, hvort
sem hann var eistnesku- eða
rússneskumælandi að yfirvöld
gripu í taumana.
Julia Vinckler, forsvars-
maður Convictus: Konur eru
undir í samfélaginu, sér-
staklega þær rússnesku. HIV-
smituð kona í neyslu, nýkom-
in úr fangelsi, tilheyrir lægst
setta hópnum í þjóðfélaginu
og henni þarf að hjálpa.
Marko Pomerants, fyrr-
verandi félagsmálaráðherra
Eistlands: Faraldurinn kom
stjórnvöldum í opna skjöldu.
Nú leggja þau hins vegar
áherslu á mikilvægi sam-
ræmdra aðgerða og vel
skipulagðs starfs í baráttunni
við fíkniefni og útbreiðslu HIV.
steingerdur@mbl.is
’Því miður er það svo að þau störf semlúta að því að hugsa um fólk eru ekki met-
in nógu mikils. Og það á við hvort heldur
við erum að tala um faglærða eða ófag-
lærða starfsmenn.‘Sigurlaug Gröndal þjónustufulltrúi hjá Eflingu stétt-
arfélagi um ástæðu fyrir manneklu á hjúkrunarheim-
ilum.
’Við þekkjum hreinlega ekki þessar tölur.‘Anna Auðbergsdóttir vísar á bug þeim launatölum
sem hafðar voru eftir Sigurlaugu Gröndal þjónustu-
fulltrúa hjá Eflingu stéttarfélagi í umfjöllun um
manneklu á hjúkrunarheimilum borgarinnar.
’Hvorki stjórnvöld né samfélagið í heildsinni mun umbera einstaklinga sem gera
sér far um að valda ótta, vantrausti og
sundrungu í því skyni að espa til hryðju-
verkastarfsemi.‘Charles Clarke innanríkisráðherra Bretlands gerði á
miðvikudag grein fyrir hvað telst „ólíðandi hegðun“
samkvæmt skilgreiningu breskra stjórnvalda og þar
með tilefni til brottvísunar úr landi.
’Af hverju kaupum við ekki bara túnið?‘Þórunn Björnsdóttir Kópavogsbúi á fundi íbúa-
samtaka vesturbæjar Kópavogs um skipulagsmál. En
hugmyndir um að reisa háhýsi á Kópavogstúni hafa
hlotið blendnar viðtökur íbúa á svæðinu.
’Við lítum svo á að þetta tilboð sé aðförað blómlegu íþróttafélagi í Kópavogi.‘Þóra Ásgeirsdóttir, formaður hestamannafélagsins
Gusts, um tilboð sem gerð hafa verið í hesthúsin á
Gustsvæðinu.
’Ég hef sjálfur verið svikinn og er æva-reiður yfir þeirri spillingu sem viðgengist
hefur innan flokksins.‘Luiz Inacio Lula da Silva, forseti Brasilíu, bað á mið-
vikudag þjóð sína afsökunar á spillingu sem flokkur
hans hefur orðið uppvís að, en sjálfur komst forsetinn
til valda með heiðarleika og opna stjórnarhætti að
leiðarljósi.
’Vinir okkar eru farnir að kvíða haustinuþví þá birtumst við með fullar körfur af
vínberjum.‘Guðrún Pétursdóttir Árbæingur sem ásamt eig-
inmanni sínum Ólafi Hannibalssyni á stærðarinnar
vínvið sem vex í garði þeirra og gefur af sér ríkulegan
ávöxt.
’Ef hann er þeirrar trúar að við séum aðreyna að koma honum fyrir kattarnef þá
tel ég að við ættum einfaldlega að láta
verða af því.‘Bandaríski fjölmiðlamaðurinn Pat Robertson sagðist
í trúarlegum fréttaskýringaþætti sínum þeirrar skoð-
unar að Bandaríkjastjórn eigi að ráða Huga Chavez
forseta Venesúela af dögunum.
’Mér finnst þetta hræðilega leiðinlegt.Þarna eyddi ég fjölda ára og úthellti
miklu hjartablóði, svita og tárum yfir
þessum skóla.‘Ingibjörg Björnsdóttir, fyrrverandi skólastjóri List-
dansskóla Íslands, um áform um að leggja skólann
niður og fella námið að framhaldsskólunum.
’Ef karlmenn eru óöruggir um eiginkarlmennsku eru þeir frekar neikvæðir
gagnvart samkynhneigð, jákvæðir gagn-
vart stríðinu í Írak og taka stóran fjór-
hjóladrifinn bíl fram yfir aðra.‘Robb Willer við Cornell-háskólann í New York-ríki í
Bandaríkjunum kynnir niðurstöður bandarískrar
rannsóknar sem rennir stoðum undir þá kenningu að
karlmenn á stórum jeppum séu að bæta sér upp skort
á karlmennsku.
Charles Clarke, innanríkisráðherra Bret-
lands, kynnti á miðvikudag hvað teljist
„ólíðandi hegðun“.
Ummæli vikunnar
Reuters