Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 13
FRÉTTIR
Reykjavíkurborg auglýsir eftir umsóknum um styrki vegna
starfsemi á árinu 2006. Meðal markmiða styrkveitinga er að
styrkja og efna til samstarfs við félagasamtök, fyrirtæki og
einstaklinga um uppbyggilega starfsemi og þjónustu í
samræmi við stefnumörkun, áherslur og forgangsröðun
borgaryfirvalda. Styrkir eru m.a. veittir til verkefna á sviði
eftirtalinna málaflokka:
• félags- og velferðarmála
• menntamála
• íþrótta- og æskulýðsmála
• jafnréttismála
• menningarmála
• umferðaröryggismála
Vakin er athygli á því að reglur um styrkveitingar er að finna
á vef Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/styrkir. Þar er
einnig að finna nánari upplýsingar um áherslur borgarinnar
í einstökum málaflokkum.
Umsóknum skal skilað á sérstökum eyðublöðum sem nálgast
má á vef Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/styrkir.
Eyðublöðum þessum skal skilað rafrænt ásamt fylgigögn-
um, eða, ef þess er ekki kostur, í Ráðhús Reykjavíkur,
merktum Reykjavíkurborg – styrkumsókn.
Umsóknir skulu hafa borist fyrir 1. október nk. og eru
einungis teknar til greina umsóknir sem berast innan
tilskilins frests og uppfylla þær kröfur sem reglur
Reykjavíkurborgar kveða á um.
Viðburðir eða verkefni eru ekki styrkt eftir á. Þá eru styrkir
alla jafna ekki veittir til kaupa á húsnæði, og ekki eru
veittir styrkir til greiðslu fasteignagjalda. Umsóknir verða
metnar með hliðsjón af eftirfarandi:
• markmiðum sem lýst er og hvort líklegt sé að
þeim verði náð
• hvort verk- og tímaáætlun sé raunhæf
• hvort unnt sé að meta framvindu verksins
• hvort skilagreinar og fyrri verkefni sem styrk hafa
hlotið uppfylli lágmarkskröfur
• væntanlegum árangri og ávinningi fyrir
umrædda starfsemi
• fjárhagsáætlun og greinargerð um aðra fjármögnun
sem einnig skal fylgja umsókn
Styrkumsókn felur í sér að umsækjendur undirgangast
ákvæði reglna Reykjavíkurborgar um styrki. Gert er ráð
fyrir að úthlutun nefnda og ráða verði lokið í árslok 2005.
Styrkir
Reykjavíkurborgar
Fyrirspurnir og óskir um nánari upplýsingar
má senda á netfangið styrkir@reykjavik.is
www.reykjavik.is/styrkir
EcoGreen Multi
FRÁ
H
á
g
æ
ð
a
fra
m
le
ið
sla
A
ll
ta
f
ó
d
ýr
ir
Nr. 1 í Ameríku
APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR
Góð heilsa - Gulli betri
Orkubomba og hreinsun
Vítamín, steinefni
og jurtir
AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is, sími 569 1111
„ÞAÐ er mikið af berjum hér í ár,“
sagði Ólöf Hallgrímsdóttir þegar
ljósmyndari hitti á hana í Sultum í
Kelduhverfi, þar sem hún var að
koma úr berjamó. Berin, sem eru
aðallega bláber og aðalbláber, eru
þó enn nokkuð misþroska að sögn
Ólafar.
Það lítur því allt út fyrir að mjög
gott berjaár verði í Kelduhverfi og
reyndar þarf ekki nema nokkra
góða sólardaga til að svo verði
raunin. Hins vegar hefur verið
veðrið verið óhagstætt síðustu daga
og kuldinn efalítið dregið úr berja-
sprettunni.
Mikið af
berjum í
Kelduhverfi
Ljósmynd/Hafþór Hreiðarsson
BJARNI Harðarson, ritstjóri Sunn-
lenska fréttablaðsins, hefur sent
áskorun til yfirmanna Ríkisútvarps-
ins þess efnis að
þeir endurskoði
ákvörðun sína
um að hrófla við
starfi Sigmundar
Sigurgeirssonar,
forstöðumanns
Svæðisútvarps
Suðurlands,
vegna skrifa þess
síðarnefnda um
Baugsfeðga og
bankastjóra KB banka á bloggsíðu
sinni. Bjarni segir að nokkrir aðrir
blaðamenn á Suðurlandi hafi sent
samhljóða áskorun til yfirmanna
RÚV. Þá hefur Bjarni sent áskor-
unina víða í tölvupósti og hvatt fólk
til þess að senda hana til sömu yf-
irmanna, þ.e. til Markúsar Arnar
Antonssonar útvarpsstjóra, Boga
Ágústssonar, forstöðumanns frétta-
sviðs Ríkisútvarpsins og Óðins
Jónssonar, fréttastjóra Ríkisút-
varpsins.
Stór orð í fréttastjóramáli
Bjarni segir í samtali við Morg-
unblaðið að honum og öðrum blaða-
mönnum á Suðurlandi hafi blöskrað
þau vinnubrögð yfirmanna RÚV að
hrófla við starfi Sigmundar eftir
skrif hans á bloggsíðuna. „Þá er
undarlegt að sömu menn er létu
stór orð falla í fréttastjóramálinu
ákveði nú að það sé engin miskunn.“
Í upphafi greinargerðar áskorun-
ar sinnar tekur Bjarni fram að hann
sé ekki að taka afstöðu til dóm-
greindarlausra skrifa Sigmundar á
svokallaðri bloggsíðu. Bjarni skrifar
síðan að höfundurinn hafi þegar
tekið skrifin af síðunni og beðist vel-
virðingar á þeim. „Það er aftur á
móti mikill vafi á að umrædd blogg-
síða teljist opinber vettvangur.
Hvergi er vísað á síðu þessu, hvorki
á sunnlenskum vefsíðum né annars
staðar. Mjög fáir hafa því þekkt
þessa síðu og höfundur hennar hef-
ur hvergi reynt að vekja athygli á
skrifum sínum á henni. Þvert á móti
hefur veffang síðunnar aðeins verið
á vitorði örfárra náinna vina,“ segir
m.a. í greinargerðinni. „Það sem
gerist í þessu máli er að fréttamenn
DV hafa uppi á þessum skrifum og
ákveða að birta þau. Nær fullvíst
má telja að ekkert annað blað á Ís-
landi hefði birt skrif sem þessi af
persónulegri dagbókarsíðu í algerri
óþökk höfundar.“
Sambærileg ummæli hafi fallið
Bjarni segir ennfremur í grein-
argerðinni að þrátt fyrir að ummæli
Sigmundar um Baugsmenn og KB
banka séu í fyllsta máta óviðeigandi
séu slík ummæli ekki einsdæmi á
Íslandi. „Margoft hafa birst fréttir
af stjórnmálamönnum sem hafa lát-
ið sambærileg ummæli falla um
tölvuskjái sína. Í svonefndu frétta-
stjóramáli á RÚV fyrir skemmstu
féllu mörg einkennileg og dóm-
greindarlaus ummæli af vörum
starfandi fréttamanna um ráða-
menn, útvarpsstjóra, stjórnmála-
menn og fleiri.
Nú getur einhver sagt í ljósi alls
þessa að tímabært sé þá að menn
beri ábyrgð á gífuryrðum sínum.
Undirrituðum þykir engu að síður
undarlega við bregða að lágt settur
blaðamaður hér austanfjalls skuli
þar fyrstur til stokks leiddur,“ segir
m.a. Í lok greinargerðarinnar segir
að ekki hafi komið fram að umrædd
ákvörðun fréttastofu eigi sér að-
draganda í áminningum eða ávirð-
ingum Sigmundar í starfi. „Í ljósi
þess er það krafa mín að fréttastof-
an endurskoði ákvörðun sína.“
Skorar á yfirmenn
RÚV að endur-
skoða ákvörðun
Bjarni Harðarson
INNFLUTNINGUR á neysluvöru
á fyrra helmingi ársins jókst um
27% í magni og um tæp 26% að
verðmæti miðað við sama tímabil í
fyrra en það er meiri vöxtur en áð-
ur hefur orðið á því tímabili sem
sambærileg gögn ná til. Hallinn á
vöruskiptum við útlönd var óhag-
stæður um 34 milljarða fyrstu sex
mánuði ársins og í júní var hallinn
óhagstæður um 10,2 milljarða en
það er mesti halli sem mælst hefur
en hallinn í maí var átta milljarðar.
Þetta kemur fram í nýútkomnum
Hagvísum Seðlabanka Íslands en
þar segir að flest bendi til áfram-
haldandi kröftugs vaxtar eftir-
spurnar, einkum einkaneyslu eins
og sjá megi af veltutölum, skatt-
tekjum, útlánaaukningu og inn-
flutningi. Bent er á að vöxtur vöru-
innflutnings hafi haldið áfram af
fullum krafti í maí og júní; innflutn-
ingur neysluvöru, einkum fólksbíla
og annarrar varanlegrar neysluvöru
og eldsneytis, hafi aukist mest en
innflutningur allra helstu vöru-
flokka hafi aukist á fyrra helmingi
ársins.
Útflutningur jókst um 6,6% á
föstu gengi fyrstu sex mánuði árs-
ins þrátt fyrir samdrátt í í janúar
og mars og segir í Hagvísum að það
megi rekja til aukins verðmætis út-
fluttra sjávarafurða, áls og kísil-
járns.
Metvöxtur í innflutn-
ingi á neysluvörum