Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 14
14 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Búum til Við leggjum upp í fundaferðog bjóðum öllum íbúum Reykjavíkur að taka þátt í spennandi umræðum um framtíð borgarinnar. Búum saman til betri borg. www.betriborg.is Mánudaginn 29. ágúst kl. 20.00: Laugarnes og Langholt - Laugum, Sundlaugavegi 30. Þriðjudaginn 30. ágúst kl. 20.00: Grafarvogur - Rimaskóla, Rósarima. Miðvikudaginn 31. ágúst kl. 20.00: Miðborg, Vesturbær, Austurbær - Hótel Borg, Pósthússtræti 11. Fimmtudaginn 1. september kl. 20.00: Árbær, Selás, Ártúnsholt - Fylkishöllinni, Fylkisvegi 6. Mánudaginn 5. september kl. 20.00: Breiðholt - Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Gerðubergi 3-5. Miðvikudaginn 7. september kl. 20.00: Háaleiti, Fossvogur, Hlíðar - Kringlukránni, Kringlunni. Fimmtudaginn 8. september kl. 20.00: Kjalarnes - Fólkvangi. Fimmtudaginn 8. september kl. 20.00: Grafarholt - Holtakránni, Kirkjustétt 2-6. Guðrún Ebba Kjartan Bolli Vilhjálmur Kristján Lítill drengur tekur á móti aðkomumann-inum. Hann er óhræddur og sýnir eng-in merki feimni. Stafræn myndavélgestsins vekur strax forvitni. Hann vill skoða myndinar, sem hafa verið teknar og láta taka myndir af sér. Eftir smá tilsögn byrjar hann síðan sjálfur að taka myndir. Drengurinn heitir Tian Long Long og er fjögurra ára. Hann fæddist með sjúkdóm, sem nefnist spina bifida og lýsir sér þannig að einn hryggjarliður eða fleiri ná ekki að þroskast og verja því ekki mænuna og hefur leitt til þess að hann stjórnar hvorki hægðum né þvagláti. Hann er einnig með klumpufætur. Hann er einn af ellefu börn- um, sem dvelja á heimilinu Blue Sky í norð- austurhluta Peking. Hann hefur nú þegar farið í aðgerðum bæði vegna mænugallans og fót- anna. Glaðvært yfirbragð hans ber hins vegar ekki sjúkdómum hans og fötlun vitni. Eftir smá tíma kemur annar drengur að. Hann heitir Jian Gong og er sjö ára. Hann hef- ur farið í aðgerðir vegna snúinna fóta og er einnig fatlaður á höndum. Hann dvaldi á heim- ili fyrir þroskaheft börn, en starfsfólkið á Blue Sky telur að hann sé greindur. Hann hafi hins vegar enga menntun hlotið og ekki einu sinni séð sjónvarp. Hann var fluttur til Peking til að athuga hvort hægt væri að laga á honum fætur og hendur og mennta hann í örvandi umhverfi. Jian Gong er alveg jafn forvitinn um mynda- vélina, vill skoða hana og prófa. Hann hræðist ekki ókunnuga frekar en Tian Long Long. Stofnað til að hjálpa munaðarlausum börnum Drengirnir tveir eru meðal 11 barna, sem nú dvelja á Blue Sky. Heimilið var stofnað til að hjálpa munaðarlausum börnum, sem eiga við sjúkdóma og fötlun að stríða og koma þeim undir læknishendur. Stofnendur Blue Sky heita Molly Albers og Tania Suhandinata. Albers er sjúkraþjálfari frá Bandaríkjunum. Hún hefur verið í Kína frá 2001 og heimsótt munaðarleysingjahæli um allt land. Suhandinata er frá Singapore og gerðist fyr- ir tveimur árum sjálfboðaliði hjá Alþjóða- nefndinni fyrir kínverska munaðarleysingja í Peking (BICCO), samtaka um 100 erlendra kvenna, sem fara á milli heimila fyrir mun- aðarleysingja. Þær höfðu báðar fundið til með fötluðum og sjúkum börnum, sem þurftu á hjálp að halda. Þegar Suhandinata var einu sinni sem oftar að ræða við mann sinn um áþján munaðarleysingjanna í Kína lagði hann til að þau stofnuðu einfaldlega heimili til að hjálpa þeim og í staðinn fyrir að skiptast á dýr- um brúðkaupsgjöfum legðu þau peningana sína í verkefnið. Niðurstaðan var Blue Sky. Þangað fá þær börn af munaðarleysingjahælum, sjá annast þau og koma undir læknishendur. Börnin geta verið það fötluð að flóknar aðgerðir þarf til að lækna þau. Heimilið var opnað í júní 2004 og hefur hjálpað rúmlega 30 börnum. Þegar börn- Börnum bjargað Anna Sveinsdóttir heldur á Luo Fei á Blue Sky-heimilinu. Hann fæddist tvíkynja og hefur verið í hormónameðferð og bíður uppskurðar. Tian Long Long borðar hádegismat. Hinum megin við borðið situr Jian Gong. Drengirnir hafa báðir þurft að gangast undir erfiðar aðgerðir. Það þarf svo lítið til að gefa barni möguleika, sem átti enga áður, segir Anna Sveinsdóttir leikskólakennari, sem unnið hefur sem sjálfboðaliði með munaðarlausum börnum í Pek- ing. Karl Blöndal heimsótti Blue Sky þar sem fötluðum og veikum kín- verskum börnum er hjálpað og ræddi við Önnu um sjálfboðaliðsstarfið.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.