Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 15
betri borg - saman
Borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna
Þorbjörg Helga
Guðlaugur Þór
Benedikt
Hanna Birna
Marta
Gísli Marteinn
Jórunn Björn
in hafa náð sér eftir aðgerðirnar fara þau aftur
inn í hið hefðbundna kínverska kerfi fyrir mun-
aðarleysingja.
Sjálfboðaliðar á munaðarleysingjaheimilum
Anna Sveinsdóttir hefur starfað sem sjálf-
boðaliði á vegum BICCO og dóttir hennar og
Magnúsar Bjarnasonar, fyrrverandi sendifull-
trúa í Peking, Erla Karen Magnúsdóttir, sem
stundar nám við Peking-háskóla, er sjálfboða-
liði hjá Blue Sky. Anna sagði í samtali við
Morgunblaðið fyrr í sumar að á hverjum mán-
uði væru mörg börn skilin eftir á víðavangi og
enduðu á munaðarleysingjahælum. Þessi börn
þyrftu örvun og hreyfingu, sem BICCO var
stofnað til að veita. Markmið samtakanna er að
bæta líf kínverskra munaðarleysingja. Sjálf-
boðaliðar samtakanna annast börnin með því
að fara reglulega í munaðarleysingjahæli og
halda á þeim, gefa þeim að borða og tala og
leika við þau. Að auki gefa samtökin munaðar-
leysingjahælum barnaföt, leikföng, námsgögn
og húsmuni eftir þörfum. Þá afla þau fjár til að
borga fyrir læknishjálp fyrir börnin og greiða
skólagjöld í sérskólum og greiða og þjálfa fag-
fólk til umönnunar.Anna er leikskólakennari
og þekking hennar kom henni að góðum notum
í Peking. Hún sagði að konurnar í samtökunum
skiptu með sér verkum.
„Yfirleitt er sjálfboðaliðsstarfið einfaldlega
fólgið í að halda á börnunum og snerta þau,“
sagði hún. „Börnin leika sér, teikna og mála,
fara út þegar gott er veður - rétt eins og leik-
skólabörn á Íslandi.“
Hún sagði að það væri misjafnt hvernig
sjálfboðaliðunum væri tekið og því þyrfti að
fara varlega. Oft mættu konurnar í BICCO
hlýju, en einnig kæmi fyrir að litið væri svo á
að þær væru að trufla það starf, sem fer fram
inni á munaðarleysingjahælunum.
Hún lýsti í samtalinu ástandi á gömlu elli-
heimili þar sem börn höfðu verið skilin eftir
fyrir utan. Aðbúnaðurinn var slæmur, brotnir
gluggar og málningin flögnuð af. Samtökin
hefðu lagt að erlendum fyrirtækjum að koma
til hjálpar. Álrisinn Alcoa hefði komið til skjal-
anna og gefið peninga til að reisa nýtt húsnæði,
barnaheimilið í Shuny , sem að hluta er rekið af
ríkinu. Mikil þörf er á fjármagni til að hjálpa
munaðarlausum börnum í Kína og Anna skorar
á þá, sem geta, að leggja málstaðnum lið.
Ekki var hægt að bjóða blaðamanni að skoða
munaðarleysingjahæli á vegum kínverskra
stjórnvalda. Blue Sky-heimilið er hins vegar
ekki opinber stofnun, þótt það starfi í sam-
vinnu við opinberu heimilin og börnin, sem
komi inn á Blue Sky, fari aftur inn í opinbera
kerfið og því fór samtalið við Önnu fram þar.
Hér eru börnin hamingjusöm
„Hér eru börnin svo hamingjusöm og hrein,“
sagði hún. „Hér er hugsað vel um þau.“
Anna sagði að oft væri sorglegt að sjá hvernig
færi fyrir börnum á munaðarleysingjahælum í
Kína vegna þess að nauðsynleg umönnun væri
ekki til staðar eða væri ekki veitt fyrr en of
seint. Þetta ætti til dæmis við um spastísk börn,
sem aldrei munu geta gengið, en hefðu getað
það ef þau hefðu fengið rétta meðferð í tæka tíð.
„Það þarf svo lítil fötlun að vera til staðar til
að börnin eigi enga möguleika,“ segir Anna.
„Bara það að laga klofna vör getur gefið barni
möguleika sem átti enga áður.“
Morgunblaðið/kbl
Mæðgurnar Erla Karen Magnúsdóttir og Anna Sveinsdóttir ásamt börnum og starfsfólki í barnaheimilinu Blue Sky í Peking.
kbl@mbl.is