Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 19

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 19
fengu að fara yfir landamæri þar vegna samkomulags stjórnvalda Níger og Nígeríu. Í mörgum tilfell- um þola skepnurnar hins vegar ekki slík ferðalög og drepast úr hungri á leiðinni. Hluti af ástæðu þess liggur í því að fóður handa dýrunum (sem hirðingjar þurfa að kaupa á venju- bundnu ári) er mjög dýrt og einnig þarf að kaupa mun meira fóður en venjulega. Verð dýra hirðingjanna fellur hins vegar mjög hratt, bæði vegna þess hve dýrt er að fóðra þau og vegna rýrs holdafars. Afleiðingin er sú að hirðingjarnir hafa ekki efni á að kaupa fóður í dýrin. Vinur minn í Níger sagði mér til dæmis nýlega að eitt naut væri í dag mun verð- minna heldur en 50 kílóa sekkur af hirsi sem er meginfæða hirðingj- anna. Á þurrkatímabilinu 1968–74 þurftu hirðingjar því að selja dýr sín við mjög vægu verði til efnameiri einstaklinga, þá oft borgarbúa, en eftir þurrkatímann hækkaði virði þessara dýra verulega. Í rannsókn frá 1986 kemur fram að eign á kúa- hjörðum hefur í auknum mæli færst úr höndum hirðingja yfir til efna- meiri einstaklinga sem borga hirð- ingjum lága upphæð fyrir að sjá um dýr sín. Hirðingjar Sahel-svæðisins hafa þannig verið neyddir inn á svæði þar sem vistfræðilegar sveifl- ur eru miklar og heildarbeitiland þeirra hefur minnkað verulega. Hirðingjarnir sjálfir Hirðingjarnir sitja auðvitað ekki og bíða eftir því að hjálparstofnanir bregðist við heldur hafa margar að- ferðir til að auka félagslegt öryggi sitt og einnig til að bregðast við erf- iðum aðstæðum. WoDaaBe og Túr- Hegar hafa gjafaskiptakerfi bú- stofna sem miða að því að dreifa auði og skapa félagslegt öryggiskerfi sem nýtist öllum (sjá umfjöllun í Kristín Loftsdóttir 2001). Hirðingjarnir hafa einnig verið öflugir í því að reyna fá hjálparstofnanir til að leggja fjármagn í margs konar verk- efni sem stuðla að auknu öryggi fólks á svæðinu, svo sem að grafa brunna á hirðingjasvæðinu, stofna kornbanka og styrkja gjafaskipta- kerfið sem fyrr var minnst á. Þrátt fyrir að slík verkefni séu skipulögð með það í huga að nýtast mörgum fjölskyldum sem búa við mikla fá- tækt hefur verið mjög erfitt að fá fjármagn frá hjálparstofnunum til slíkra verkefna. Hungur og vald Nóbelsverðlaunahafinn og hag- fræðingurinn Amartaya Sen hefur bent á, meðal annars í bók sinni Pov- erty and Famines: An Essay on En- titlement and Deprivation (1981), að hungursneyð stafar ekki nauðsyn- lega af skorti á fæðu heldur er einn- ig nauðsynlegt að líta á ójafna stöðu einstaklinga hvað varðar aðgengi að fæðu. Í samræðum mínum við vin minn í Níger sem minnst var á kom þetta skýrt fram. Meðal hirðingja- hópa WoDaaBe í kringum Tchin- Tabaraden (sem eru norðan megin við Tahoua-svæðið sem hefur verið mikið í fjölmiðlum), hefur megin- vandamálið ekki verið að fæða sé ekki til heldur að þeir hafa hvorki haft efni á að borga fyrir korn né fóður fyrir dýrin nema með því að fórna stórum hluta hjarðar sinnar. Afleiðingin verður oftast sú að dýrin eru langsoltin og þegar ástandið dregst á langinn er orðið of seint að bjarga þeim. Kunningi minn hló nokkuð kaldhæðnislega þegar hann sagði að þeir sem ættu peninga (og korn) gætu svo sannarlega bætt fjárhag sinn núna. Hér má minna á ábendingu fræðimanna að í hung- ursneyð eru alltaf einhverjir sem græða, þannig að slíkt er ekki af- markað við Níger. Þessir þættir draga enn frekar athygli að því hvernig hungur og hungursneyð eru samofnar pólitískum þáttum og ójöfnu valdi einstaklinga. Misjafn aðgangur að fæðu er auð- vitað einnig ekki eingöngu bundinn við stéttir og þjóðernishópa heldur er ákveðnum félagslegum hópum eins og konum hættara við vannær- ingu en körlum, en einnig eru börn og aldraðir í áhættuhóp hvað þetta varðar. Níger og fátækt Þrátt fyrir að í Níger megi finna mikinn fjölda þróunarsamvinnu- stofnana er Níger eitt fátækasta land heimsins. Þetta endurspeglast meðal annars í því að skortur og vannæring barna er ekki eingöngu bundið við hungursneyð. Rannsókn- ir á Sahel-svæðinu hafa sýnt að van- næring eykst mjög þegar líða tekur á þurrkatímann, einnig þegar um venjulegt ár er að ræða. Vatn er oft af skornum skammti yfir ákveðinn hluta dagsins meðal WoDaaBe- fólksins sem endurspeglaðist til dæmis í því að ég heyrði stundum börnin gráta af ánægju þegar asn- arnir báru vatnssekkina inn á heim- ilið. Rannsókn L. Loutan í tengslum við viðamikið verkefni hinnar banda- rísku þróunarsamvinnustofnunar USAID á níunda áratugnum (1982) sýndi fram á að alvarleg vannæring meðal ungra WoDaaBe-barna á hirðingjasvæði í Níger er talin aukast frá 8% á regntímanum yfir í 17% í lok þurrkatímans. Hér er vel að merkja um að ræða vannæringu á venjulegu ári sem ratar ekki inn í al- þjóðlega fjölmiðla. Það er í sjálfu sér nokkuð forvitni- legt að sjá Níger allt í einu vera fréttaefni á Íslandi en tilvísun í land- ið sést mjög sjaldan í íslenskum fjöl- miðlum, sem segir sitt hvað um fréttaval fjölmiðla þegar kemur að Afríku. Síðast var landið í fjölmiðl- um í tengslum við ásakanir um að Saddam Hussein, fyrrverandi for- seti Íraks, hefði á sínum tíma reynt að kaupa úraníum frá Níger. Þrátt fyrir mikla fátækt hefur landið átt tiltölulega friðsama sögu. Forseti landsins, Mamadou Tandja, var lýð- ræðislega kjörinn í annað sinn árið 2004, en hann tók við af herforingja- stjórn sem afsalaði sér völdum 1999. Í leiðara Morgunblaðsins 11. ágúst eru ummæli forsetans að fréttir af hungursneyðinni væru orðum aukn- ar og lygaáróður sem hjálparstofn- anir og stjórnarandstaðan hefði spunnið upp, gagnrýnd harðlega og því haldið fram að meðan „slíkir menn séu við völd verði hungri í heiminum ekki útrýmt“. Benda má á að gagnrýni hans er þó í nokkru samræmi við hugmyndir Alex de Waal um „hörmungar túrisma“ þar sem hann heldur því fram að tölur á hörmungasvæðum séu oft ýktar til þess að auka líkur á að fjármagn berist. Vafalítið hefur forsetinn sín eigin pólitísku markmið með þessum ummælum og aðstoð í Níger vissu- lega löngu orðin tímabær og þörf. Engu að síður er allt of auðvelt að skella skuldinni á „spillta forsetann“ eins og fréttir frá Afríku virðast gjarnan gera. Sú staðreynd stendur þó engu að síður eftir að margir hafa þjáðst vegna hungurs og fátæktar í kjölfar þessara hörmunga í Níger nú. Í samræðum við fyrrnefndan vin minn sagði hann mér frá tveimur mönnum frá öðrum WoDaaBe-ættflokki sem höfðu komið til Tchin-Tabaraden- svæðisins vegna þurrka annars stað- ar í landinu. Þeir voru ekki einir um að koma þangað og þegar grasið var uppurið á Tchin-Tabaraden-svæðinu voru dýrin svo langt leidd að þau þoldu ekki annað ferðalag. Báðir mennirnir misstu öll sín dýr og þar með möguleikann á því að geta að framfleytt fjölskyldum sínum. Þeir fyrirfóru sér sem endurspeglar ef til vill að viðbrögðin við þjáningu og ör- væntingu eru ekki svo ólík á mis- munandi stöðum heimsins. Heimildir Kristín Loftsdóttir (2001). Fæða og fé- lagsleg tengsl meðal WoDaaBe hirðingja í Níger. Í Inga Þórisdóttir & Björn Sigurður Gunnarsson (ritstj.), Manneldi á nýrri öld (bls. 23-31). Reykjavík: Rannsóknarútgáfa í næringarfræði, Háskólaútgáfan. Loutan, L. (1982). Nutrition et Sante chez un Groupe d’Eleveurs WoDaaBe (Bororo) du Niger (Rapport préliminaire - Discussion Paper). Republique du Niger: Ministere du Developpement Rural. Niger Range and Livestock Project. USAID. Höfundur er dósent í mannfræði við Háskóla Íslands og hefur rannsakað lífshætti WoDaaBe-hirðingja í Níger. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 19 AUGLÝSINGADEILD netfang: augl@mbl.is eða sími 569 1111                     !"#$ !"# %  &     % '  ()!"*+ '  ,    '    & -  . -%  %    '  $/  %   -   0    ,!  ' -1   $)  2  3  4    ,5 . -  . - ,  . - .  6  -   %  .  ) 53 -'  , 7'8 ,716'  , 4   , 8  - 4   8    , 8 8   ,9 8    ,  4   - *  8   $ (- - -     % -' , -- -      !"# '- %   5 & -        :    ;%.     - -  '          , .  -   5 $  -     -'                 -     .  . -    -     6  $ 2  <=   6 -         '   '.  1.   % $,(  ,> --<,=+/ '-      ?    A , *%    , = / '$              5 B'  --         ()!"*+  '  -- -    % %  - -   - '       - . $ -    '    ()!"*+ ' -        $*       =C'     --    %                                !  " #        $%&''&& D     ' -& - %   -     -     $D   ,-   -  - 6 6  %' . , - 5   .    '  $                       Námskeið í indverskri grænmetismatargerð Fæða fyrir sál og líkama Afsláttur fyrir 8-10 manna hópa Skemmtilegt eitt kvöld - grunnnámskeið 12. september frá kl. 18.00-22.30 með Shabön, símar 581 1465 og 659 3045. Indversk matargerð í eldhúsinu þínu. Ef þú vilt halda veislu, þá kem ég á staðinn og sé um matinn. Skemmtileg gjafabréf fyrir þá sem ætla að gefa skemmtilega gjöf. Elínborg Guðmundsdóttir, barnaaugnlæknir, mun hefja störf við Augnlæknastöðina Sjónlag frá og með 9. september nk. Elínborg hefur sérhæft sig í öllum helstu augnvandamálum barna, svo sem rangeygð, vandamálum með letiaugu og fleira, auk greining- ar og meðferðar á sjónlagsvandamálum barna, svo sem nærsýni, fjar- sýni og sjónskekkju. Tekið verður við tímapöntunum alla virka daga frá kl. 8:30 til 16:30 í síma 577 1001. Ólafur Már Björnsson, augnlæknir, hefur nú hafið störf við Augnlæknastöðina Sjónlag Ólafur Már hefur sérhæft sig í sjónhimnusjúkdómum, en mun einnig sinna sjónlagsaðgerðum (aðgerðum til að lagfæra nærsýni/fjar- sýni/sjónskekkju) og almennri augnlæknamóttöku. Tekið er við tímapöntunum alla virka daga frá kl. 8.30 – 16.30 í síma 577 1001. Allar nánari upplýsingar er að finna á vefsíðu Sjónlags www.sjonlag.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.