Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 20

Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 20
20 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Litríkt og vaxandi samfélag Kærleiks- og félagsstarf í kirkjum landsins er sífellt að eflast og nú eru margar þeirra galopnar alla daga. Auk bænahalds, uppfræðslu og sálgæslu bjóða þær í auknum mæli upp á fjölbreytta afþreyingu fyrir unga sem aldna, kalla eftir ólíkum listformum og brydda upp á nýj- ungum í safnaðarstarfi. Í spjalli við nokkra presta kemur fram hvernig kirkjan er óðum að lækka þröskuldinn inn í kirkjuna, eins og tveir þeirra komust að orði. Það er meðvituð stefna hjákirkjunnar mönnum aðreyna með öllum tiltæk-um ráðum að freistaþess að lækka þröskuld- inn inn í kirkjurnar, sem mörgum manninum reynist svolítið erfiður, svo að sem flestir geti notið og glaðst í því samhengi sem við í daglegu tali köllum kirkju,“ segir séra Jón Dalbú Hróbjartsson, prestur í Hallgrímskirkju og pró- fastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, og heldur áfram: „Því miður hefur okkur ekki tekist í þessu fjölmiðlaþjóðfélagi nú á tímum að koma boðskapnum um hið fjölbreytta starf, sem fram fer í kirkjunum, nógu vel til fólks- ins því gylliboðin eru mýmörg og samkeppnin um athygli fólksins fer sífellt harðnandi. Kirkjan hefur í hringiðunni misst áheyrn og kall- ar nú eftir fólki, sem vill leggja hönd á plóg við að vekja upp lif- andi steina.“ Náungakærleikurinn Kærleiksþjónusta hefur ávallt fylgt kristinni kirkju og kristnum boðskap. Strax á fyrstu öldum kristninnar var eftir því tekið hvað kristið fólk lagði sig fram um að sinna náunganum í kærleika og leitast var við að iðka það sem Jes- ús Kristur kenndi með lífi sínu og starfi. Flestar líknar- og hjálpar- stofnanir hins vestræna heims eiga upphaf sitt í þeirri kristnu hugsjón að elska náungann eins og sjálfan sig. Margar líknar- og hjálparstofn- anir hafa orðið til í þessu kristna menningarumhverfi og ætíð unnið frábært starf, að sögn séra Jóns Dalbús. Kirkjan hefur ávallt átt gott samstarf við hjálparfélög og líknarstofnanir á borð við Rauða krossinn, Mæðrastyrksnefnd og sjúkrahúsin auk þess sem kven- félög hafa verið starfandi í áratugi við kirkjurnar og lyft grettistaki í líknar- og mannúðarmálum. Þá stóð Þjóðkirkjan að því að setja á laggirnar Hjálparstarf kirkjunnar, sem sannað hefur gildi sitt með víðtækri þjónustu bæði hér heima og erlendis. Fjölskylduþjónusta kirkjunnar á að sama skapi rætur að rekja til Þjóðkirkjunnar, en hún var stofnuð til að auðvelda fólki í samskiptavanda að leita sér að- stoðar fagmanna. Sérþjónustan Á síðustu tuttugu árum hefur sérþjónusta kirkjunnar á höfuð- borgarsvæðinu vaxið til muna frá því er fyrst var skipaður sjúkra- hússprestur við Landspítalann. Núna eru starfandi sautján sér- þjónustuprestar í sérþjónustu kirkjunnar, þeirra á meðal eru sjö sjúkrahúsprestar, fangelsisprest- ur, prestur fatlaðra, prestur heyrnleysingja, prestur innflytj- enda og miðborgarprestur auk þess sem fjórir prestar eru starf- andi fyrir Íslendinga erlendis. Þá eru starfandi sjö djáknar á stofn- unum og í söfnuðum í Reykjavík. Félagsstarfið Félagsstarf fyrir fólk á öllum aldri í kirkjum og safnaðarheim- ilum er sífellt að taka á sig nýjar myndir. Auk öflugs og aldurs- skipts barna- og unglingastarfs, sem oft er unnið í samstarfi við skóla, íþróttafélög og hverfastofn- anir, bjóða kirkjur á höfuðborg- arsvæðinu margar hverjar upp á vikulega foreldramorgna með fræðslu, sem iðulega er í sam- starfi við heilsugæslustöðvar við- komandi hverfa. „Nýbakaðar mömmur og jafnvel pabbar koma þá með litlu börnin sín í kirkj- urnar, eiga þar samfélag og fræð- ast um eitt og annað er við kemur börnum og uppeldi. Foreldra- morgnarnir hafa verið mjög vin- sælir og dæmi eru um að upp úr þeim hafi orðið til hjónaklúbbar,“ segir Jón. Víðast hvar er svo farið að bjóða eldri borgurum fjölbreytta þjónustu í kirkjum í nánu sam- Fræðsla, upp Séra Jón Dalbú Hróbjarts- son, prestur í Hallgríms- kirkju og prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur m.a. frá þætti listarinnar í kirkjulegu starfi. Helgin öll… Íþróttir á morgun

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.