Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 30
30 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Akranes Ófeigur Gestsson 431 4383 892 4383
Akureyri Skrifstofa Morgunblaðsins 461 1600
Bakkafjörður Stefnir Elíasson 473 1672
Bifröst Bára Rúnarsdóttir 435 0054 897 4236
Bíldudalur Gísli Snær Smárason 456 2207 456 2158
Blönduós Björn Svanur Þórisson 452 4019 864 4820
Bolungarvík Nikólína Þorvaldsdóttir 456 7441 867 2965
Borgarnes Þorsteinn Viggósson 437 1474 898 1474
Breiðdalsvík Marenia Kristín Hrafnkelsd. 475 6662 8606849
Búðardalur Aron Snær Melsteð 434 1449
Dalvík Halldór Reimarsson 466 1039 862 1039
Djúpivogur Helgi Týr Tumason 478 8161 864 9207
Egilsstaðir Þurý Bára Birgisdóttir 471 2128 8620543
Eskifjörður Björg Sigurðardóttir 476 1366 868 0123
Eyrarbakki R. Brynja Sverrisdóttir 483 1513 699 1315
Fáskrúðsfjörður Jóhanna S. Eiríksdóttir 475 1260 475 1370
Flateyri Hjördís Guðjónsdóttir 456 7885
Garður Erla Ösp Ísaksdóttir 848 5361
Grenivík Hörður Hermannsson 463 3222 848 3397
Grindavík Kolbrún Einarsdóttir 426 8204 426 8608
Grímsey Ragnhildur Hjaltadóttir 467 3148
Grundarfjörður Bjarni Jónasson 4386858/8549758/894 9758
Hella Brynja Garðarsdóttir 487 5022 892 1522
Hellissandur Hafdís Gísladóttir 436 6925 894 9284
Hofsós Bylgja Finnsdóttir 453 7418 893 5478
Hólmavík Ingimundur Pálsson 451 3333 893 1140
Hrísey Siguróli Teitsson 466 1823
Húsavík Elísabet Sigurðardóttir 894 0387 464 1987
Hvammstangi Harpa Vilbertsdóttir 451 2455 892 0644
Hveragerði Úlfar Andrésson 483 4694 893 4694
Hvolsvöllur Helgi Ingvarsson 4878172/8931711/853 1711
Höfn Ranveig Á. Gunnlaugsdóttir 478 2416 862 2416
Ísafjörður Auður Yngvadóttir 456 5477 893 5478
Keflavík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 896 3463
Kirkjubæjarkl. Birgir Jónsson 487 4624 854 8024
Kjalarnes Haukur Antonsson 566 8372 895 7818
Kópasker Hrönn Guðmundsdóttir 465 2112
Laugarás Hjörtur Freyr Snæland 486 8874
Laugarvatn Berglind Pálmadóttir 486 1129 865 3679
Neskaupstaður Sólveig Einarsdóttir 477 1962 477 1124
Ólafsfjörður Árni Björnsson 466 2650 866 7958
Ólafsvík Laufey Kristmundsdóttir 436 1305 899 6904
Patreksfjörður Sigríður Valdís Karlsdóttir 456 1119 846 8346
Raufarhöfn Örvar Sigþórsson 456 1287
Reyðarfjörður Guðmundur Fr. Þorsteinsson 474 1488 892 0488
Reykholt Bisk. Oddur Bjarni Bjarnason 486 8900
Reykhólar. Ingvar Samúelsson 434 7783
Reykjahlíð v/Mýv. Þórunn Snæbjörnsdóttir 464 4464
Sandgerði Jóhanna Ósk Gunnarsdóttir 423 7330 821 7330
Sauðárkrókur Ólöf Jósepsdóttir 453 5888 854 7488
Selfoss Sigdór Vilhjálmsson 846 4338
Seyðisfjörður GB Bjartsýn ehf, Birna 472 1700 897 0909
Siglufjörður Sigurbjörg Gunnólfsdóttir 467 1286 467 2067
Skagaströnd Kristín Björk Leifsdóttir 452 2703 849 5620
Stokkseyri Kristrún Kalmansdóttir 867 4089
Stykkishólmur Erla Lárusdóttir 438 1410 430 1414
Stöðvarfjörður Sunna Karen Jónsdóttir 475 8864
Suðureyri Tinna Sigurðardóttir 456 6244
Súðavík Anna Elísa Karsldóttir 456 4945
Tálknafjörður María Berg Hannesdóttir 456 2655
Vestmannaeyjar Harpa Björgvinsdóttir 586 8036 695 2599
Vík í Mýrdal Björn Ægir Hjörleifsson 487 1474 896 1790
Vogar Vilborg S. Helgadóttir 424 6653 616 2075
Vopnafjörður Svanborg Víglundsdóttir 473 1289 820 6788
Ytri-Njarðvík Elínborg Þorsteinsdóttir 421 3463 820 3463
Þingeyri Hildur Sólmundsdóttir 456 8439 867 9438
Þorlákshöfn Íris Valgeirsdóttir 483 3214 8486214
Þórshöfn Ragnheiður Valtýsdóttir 468 1249 468 1515
DREIFING MORGUNBLAÐSINS
Hér eru upplýsingar um þá sem dreifa blaðinu á landsbyggðinni
Staður Nafn Símanúmer Staður Nafn Símanúmer
LOKATÓNAR Kirkjulistahátíðar
hljóma í kvöld með flutningi Matt-
eusarpassíu hins norska Tronds
Kverno. Verkið hefur verið kallað
eitt af höfuðverkum norskrar tutt-
ugustu aldar kirkjutónlistar og
verður frumflutt á tónleikunum í
kvöld undir stjórn Terje Kvam.
Trond Kverno er staddur á land-
inu og verður með umræður um
verk sitt kl. 15.30 í dag, en hann
sagði blaðamanni örlítið frá pass-
íunni sem segja má að hafi kviknað á
undarlegum stað: „Þetta hófst með
því að ég og vinir mínir sátum eitt
heitt sumarkvöld með vínglös í
hendi og ræddum álit okkar á pass-
íum barrokktímabilsins: Bachs,
Telemanns og Händels. Við kom-
umst að þeirri niðurstöðu að tónlist-
in væri stórfengleg en textarnir
væru síðri. Segja má að gæði text-
anna hafi ekki passað við gæði tón-
listarinnar. Við veltum því síðan fyr-
ir okkur hvernig gera mætti passíu
án þess að þurfa að notast við texta
skálda í öðrum eða þriðja gæða-
flokki.“
Á latínu, vinsamlegast
„Seinna gerðist það að einn af fé-
lögum mínum, sem var viðstaddur
þessa vín- og biblíuuppákomu heita
sumarkvöldið,“ segir Trond kíminn,
„sendi mér líbrettó sem hann sagði
mér að ég gæti vel notað ef ég semdi
Matteusarpassíu. Inn í textann
bætti hann síðan, í stað persónu-
legra hugleiðinga eins og er í barokk
passíunum, bútum úr Biblíunni. Út-
koman varð því sú að í stað þess að
hafa texta þar sem guðhrætt skáld
tjáir sig um gospelið má segja að
Biblían tjái sig um sjálfa sig.
Ég svaraði honum að bragði með
þökkum, en bað pent um að fá text-
ann vinsamlegast á latínu.“
Þar ræðir Trond um prestinn og
skáldið Wille Abildsnes. Það stóð
ekki á Wille og nokkrum vikum síð-
ar barst textinn á latínu, en á því
máli vildi Trond hafa verkið sungið
svo það gæti átt greiðari leið til
áheyrenda utan norska málsvæðis-
ins.
Þá bar það til að dómkirkjuorgan-
isti Óslóar bað Trond um að semja
verk fyrir guðsþjónustu föstudags-
ins langa. „Ég samdi verkið árið
1986 en það reyndist síðan vera of
langt og erfitt og liðu því nokkur ár
áður en það hafðist að flytja verkið.“
Verkið syngja 10 einsöngvarar
sem hafa mismunandi hlutverk í frá-
sögninni og með syngur Dómkór
Óslóar. Í einsöngvarahópnum ber
sérstaklega að geta Ian Partridge
sem er einn af þekktari óratóríu-
tenórum Englands en einsöngv-
arahópurinn er skipaður afbragðs-
listamönnum bæði frá Englandi og
Noregi.
Krefjandi verk
Engin hljóðfæri eru notuð í pass-
íunni og vill Trond þannig fylgja
fornu litúrgíuhefðinni að nota engin
hljóðfæri á föstudaginn langa. Gerir
það verkið vitaskuld að enn meiri
áskorun fyrir söngvarana.
Verkið er langt enda öll saga guð-
spjalls Matteusar sögð í passíunni
og flutningstími því um ein og hálf
stund.
Trond Kverno fæddist 1945 og
lærði kirkjutónlist og tónfræði við
Tónlistarsháskólann í Ósló. Hann
starfar sem prófessor í kirkjutónlist
við Tónlistarakademíu ríkisins í
Ósló. Hann hefur skrifað fjölda
kirkjutónlistarverka sem flest eru
fyrir kóra.
Terje Kvam, sem stýrir flutn-
ingnum í kvöld, er yfirtónlistarstjóri
Lútersku dómkirkjunnar í Ósló.
Hann er fæddur 1944 og menntaður
bæði í Ósló og Þýskalandi. Hann
hefur stjórnað kórnum við fjölda
upptaka, m.a. árið 1996 þegar
Matteusarpassía Tronds Kverno var
hljóðrituð.
Flutningur Matteusarpassíunnar
hefst kl. 17 í Hallgrímskirkju og er
miðaverð 2.500 kr.
Tónlist | Matteusarpassía Trond
Kverno flutt á Kirkjulistahátíð
Norskt stór-
virki flutt á
lokatónleikum
Eftir Ásgeir Ingvarsson
asgeiri@mbl.is
Terje Kvam stjórnar flutningi verksins í Hallgrímskirkju í dag.
Tónskáldið Trond Kverno.
HINN fallegi salur sem
Ásmundur Sveinsson
hannaði á sínum tíma, í
Listasafni ASÍ, er um
þessar mundir prýddur
ólíkum útgáfum af hvítum
myndverkum. Upp um
alla veggi hafa verið
hengd verk, öll ferhyrnd
og öll hvít, en í ólíkum
stærðum. Eða hvít? Eru
þau hvít?
Það var einmitt hvíti lit-
urinn, eða ekki-liturinn,
sem var í huga Huldu
Stefánsdóttur myndlist-
armanns þegar hún vann
að sýningunni, sem ber
heitið Yfirlýstir staðir.
„Ég var með sýningu í
Gerðarsafni árið 2003, og
þá eins og nú voru mál-
verkin næstum eintóna,
en litsterk. Núna vildi ég
vinna með litleysi,“ segir
Hulda.
Hún útskrifaðist árið
1997 úr málaradeild
Myndlista- og handíða-
skólans, og lauk síðan
mastersgráðu frá The
School of Visual Arts í
New York árið 2000. Bak-
grunnur Huldu liggur því
í málaralistinni, og hún
segir að ein mesta ögrunin
sem málari geti mætt sé
að taka litinn burt.
„Vegna þess hve ríkur
þáttur litur er í málverki
felst spennandi áskorun í
því að taka hann burt.
Þetta er eitthvað sem listamenn
hafa lengi gert og hefur verið mér
krefjandi áskorun,“ segir hún.
Turner áhrifavaldur
Hulda segir að í sýningunni felist
líka ótal skírskotanir í listasöguna.
Hún hafi til dæmis orðið fyrir mikl-
um áhrifum af enska listmálaran-
um Turner, þegar hún skoðaði
ókláruð verk hans á sýningu í Tate
Britain-safninu í London. „Þessi
meistari rómantíkurinnar var
nefnilega allt annað en rómantísk-
ur og í ókláruðum verkum hans býr
mikill og hamslaus kraftur. Manni
finnst nánast að hann hafi bara
bætt við skipum eða fólki eftir á
vegna þess að þannig „átti“ að
mála,“ segir Hulda sem segist sjá
beintengingu við
abstraksjónina í þessum
grunnum Turners.
Að mati Huldu er hvíti
liturinn sérstaklega erfið-
ur viðfangs, vegna þess
hve hugmyndir um hann
eru að miklu leyti mótaðar
fyrirfram. Þannig tengist
hann nánast órjúfanlegum
böndum við hið hreina,
heilaga og háleita. „En á
leið minni að þessari hvítu
sýningu hef ég lært að
nálgast hið hvíta meira
gegnum skítinn, gegnum
jörðina,“ segir Hulda og
bendir á eina af nokkrum
ljósmyndum – mikið yfir-
lýstum í orðsins fyllstu
merkingu – sem sýnir
snævi fallna jörð. „Ég er
að velta fyrir mér hvernig
hvítt getur ýmist verið
undir skítnum, eða hulið
hann.“
Ekkert er lengi hvítt
„Hvítt er litur augna-
bliksins og varir aðeins
skamma stund,“ heldur
hún áfram. „En það er
líka kannski það sem
dregur okkur að þessu
hvíta. Það er nánast
útópískt, við vitum að um
leið og við nálgumst það
þá er það ekki lengur.“
En hvers væntir Hulda
af áhorfandanum á þessari
sýningu? „Einskis annars
en að hann gangi hingað
inn og njóti þess að vera
vafinn í þetta hvíta, en fari
um leið ekki varhluta af
öllum litunum sem leynast í verk-
unum. Þessi salur er hliðhollur
ljósum verkum. Ég syrgi það eig-
inlega helst að hann skuli ekki
opna fyrr en klukkan eitt, því birt-
an hérna er svo stórkostleg á
morgnana.“
Sýning Huldu stendur til 11.
september. Hún er opin alla daga
nema mánudaga kl. 13–17.
Spennandi áskorun
að taka litinn burt
Morgunblaðið/ÞÖK
„Hvítt er litur augnabliksins og varir aðeins skamma
stund. En það er líka kannski það sem dregur okkur að
þessu hvíta. Það er nánast útópískt, við vitum að um
leið og við nálgumst það þá er það ekki lengur,“ segir
Hulda Stefánsdóttir sem sýnir í Listasafni ASÍ.
Eftir Ingu Maríu Leifsdóttur
ingamaria@mbl.is
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn