Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 32
32 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ 26. ágúst 1975: „Í svoköll- uðum velmegunarríkjum hins vestræna heims hefur það verið mjög áberandi hve hlutur sá, sem hið opinbera hefur tekið í sinn hlut af þjóð- artekjum, hefur vaxið ört. Sérstaklega hefur þetta ein- kennt mjög alla þróun á Norðurlöndunum og bersýni- lega höfum við Íslendingar á undanförnum árum fylgt mjög stíft í kjölfarið. Að sjálf- sögðu ganga þeir fjármunir, sem hið opinbera tekur í sinn hlut, til þess að standa undir vaxandi framkvæmdum og þjónustu við hinn almenna borgara um leið og hluti aukningarinnar rennur til þess að standa undir sívax- andi rekstrarkostnaði op- inbera báknsins, sem tútnar viðstöðulaust út.“ . . . . . . . . . . 25. ágúst 1985: „Sjónvarpið sýndi ekki alls fyrir löngu skopþætti sem gengu undir samheitinu „Löður“. Þeir kitluðu hláturtaugar þeirra sem höfðu nægjanlegt skop- skyn til að njóta þeirra. Ekki höfðu allir „neytendur“ þátt- anna kímnigáfu í þeim mæli. Sama máli gegnir um skiln- ing á því „bjór-löðri“, sem birtist á stefnuskrá dóms- málaráðherra og löggjafans í áfengismálum. Það viðgengst innan op- inberrar stefnumörkunar í áfengismálum, eða fram- kvæmdar á þeirri stefnu, að Íslendingar, sem fara á milli landa, en utanlandsferðir voru nær 90.000 á sl. ári, fái að koma með ákveðið magn áfengs öls (bjórs) til síns heima. Sama gildir um far- menn og flugliða. Sá hluti þjóðarinnar, sem hér um ræðir, hefur því forréttindi umfram heimasitjandi hvað bjórkaup varðar. Sú meg- inregla, að þegnarnir skuli jafnir gagnvart landslögum, er sniðgengin. Auk framangreinds fást bjórgerðarefni – hafa lengi fengist – í fjölmörgum verzl- unum. Hér við bætist að bjórlíki, þ.e. léttöl styrkt með sterku áfengi, má áfram selja á veit- ingastöðum, ef drykkurinn er blandaður fyrir framan kaupendur.“ . . . . . . . . . . 27. ágúst 1995: „Vandamálið hefur ýmsar hliðar. Úr- vinnsla búvöru sem og iðn- aðar- og verzlunarþjónusta við sveitir landsins eru gildir þættir í afkomu og atvinnu fjölmargra þéttbýlisbúa. Beinir ríkisstyrkir til mjólk- ur- og sauðfárbúskapar nema 4,7 milljörðum króna samkvæmt fjárlögum 1995. Það er því eðlilegt að vandi landbúnaðarins sé íhugunar- efni landsmanna allra.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Þ egar tíu ný ríki gengu í Evr- ópusambandið fyrir rúmu ári voru það merkileg tímamót, vegna þess að þá gerðust átta fyrrverandi kommún- istaríki aðilar að þessu nána samstarfi kapítalískra lýð- ræðisríkja. Hin viðtekna mynd, sem við höfum af aðdraganda þess að ríki á borð við Eystrasaltsríkin, Pólland, Tékkland og Ungverjaland gerðust aðildarríki ESB er sú að Evrópusambandið hafi gert tilteknar kröfur til þeirra um umbætur í efnahagsmálum, stjórnmál- um og mannréttindamálum, sem þau hafi sam- vizkusamlega uppfyllt og þannig orðið gjaldgeng- ir félagar í klúbbnum. Með öðrum orðum hafi þau lagað löggjöf sína að þeirri fyrirmynd, sem var að finna í Vestur-Evrópu. Vita Vesturlönd bezt? Staðreyndin er hins vegar sú að eftir að ríkin, sem fyrir aðeins hálfum öðrum áratug voru enn undir oki miðstýringar, ríkisrekstrar og áætlunarbúskapar, gengu til liðs við ýmis af helztu iðnríkjum heims í Vestur-Evrópu, eru margir Vestur-Evrópumenn farnir að horfa til þeirra sem fyrirmyndar. Þótt lífskjör í þessum löndum jafnist enn ekki á við það, sem gerist í vesturhluta álfunnar, er hagvöxtur mun hraðari og alþjóðleg stórfyrirtæki keppast nú við að fjár- festa í ríkjum Austur-Evrópu. Það er ekki aðeins lægri launakostnaður, sem þar ræður ferðinni, heldur ekki síður frjálslegra lagaumhverfi, sveigjanlegri vinnumarkaður og lægri skattar. Æ fleiri viðurkenna nú að Vestur-Evrópa stendur frammi fyrir samkeppni frá hinum nýju banda- mönnum sínum, sem hafa, eftir reynsluna af sósíalismanum, gengið enn lengra í að tryggja efnahagslegt frjálsræði en gömlu aðildarríkin. The Stockholm Network, samtök yfir 130 rannsóknastofnana og hugveitna, sem leggja áherzlu á frjálst markaðshagkerfi, efndu fyrr á árinu til ráðstefnu í Brussel í samtarfi við Centre for New Europe, þar sem þessi nýi veruleiki var til umræðu. Fyrirlestrar á ráðstefnunni hafa ver- ið gefnir út á bók, sem út kom í Bretlandi fyrir skömmu og kallast Does the West know best? eða Vita Vesturlönd bezt? Svar fyrirlesaranna er í stuttu máli nei; Vestur-Evrópuríkin í Evrópu- sambandinu eru þrátt fyrir ríkidæmi sitt að mörgu leyti á rangri leið. Þau hafa byggt upp of umsvifamikið ríkiskerfi, of örlátt velferðarkerfi, of ósveigjanlegan vinnumarkað og of umfangs- mikið regluveldi. Ríki á borð við Þýzkaland og Frakkland eiga í verulegum efnahagserfiðleik- um, hagvöxtur er lítill, atvinnuleysi mikið og svartsýni meðal almennings. Það er kominn tími til að horfa til Austur-Evrópu og taka sér til fyr- irmyndar þær gríðarlegu efnahagslegu og fé- lagslegu umbætur, sem þar hefur verið hrint í framkvæmd á skömmum tíma og með jákvæðum árangri. Ýmsir bókarhöfunda benda raunar á að aðild Austur-Evrópuríkjanna hafi nú þegar hreyft við Vestur-Evrópuríkjunum. Martin Bruncko, hag- fræðingur og ráðgjafi Ivans Mikloš, fjármálaráð- herra Slóvakíu, segir þannig að það viðskiptaum- hverfi, sem mörg nýju aðildarríkin hafi byggt upp, hafi vakið athygli vestrænna fyrirtækja og ýtt við gömlu aðildarríkjunum að endurskoða eig- in regluverk og skattakerfi. „Önnur aðildarríki standa frammi fyrir nýrri samkeppni og eru nú undir þrýstingi að koma á umbótum,“ segir hann. Bruncko segir að andinn innan Evrópusam- bandsins hafi líka breytzt á undanförnu ári. „Á fundum fjármálaráðherra sambandsins eru nú 25 manns við borðið í stað 15. Af þeim koma margir frá ríkjum, sem hafa hrint í framkvæmd verulega afgerandi og drífandi umbótum. Þetta hefur raunverulega breytt andanum umhverfis fund- arborðið,“ segir hann. Í þriðja lagi, segir Bruncko, horfa gömlu aðild- arríkin til jákvæðrar reynslu nýju ríkjanna af þessum umbótum. „Við högnumst á þeim. Við sjáum að ný störf verða til. Það er hagvöxtur og fólk er bjartsýnt. Ef litið er á ýmsa mælikvarða á almenningsálitið, fer það stöðugt batnandi, að minnsta kosti í Slóvakíu.“ Bruncko bendir á að í Vestur-Evrópu sé til- hneiging til að líta á samkeppni frá Austur-Evr- ópu sem neikvætt fyrirbæri. Hann bendir hins vegar á það, sem oft er horft framhjá í þeirri um- ræðu; að „flutningur starfa til nýrra aðildarríkja mun þýða að vel menntað vinnuafl landa á borð við Frakkland og Þýzkaland getur snúið sér að verkefnum, sem hafa meira efnahagslegt gildi. Mest af fjárfestingum fyrirtækja í nýju aðildar- ríkjunum skapar störf fyrir ófaglært eða lítið menntað vinnuafl. Það eru störf, sem eldri og rík- ari aðildarríki mega við að missa.“ Skatta- samkeppni Það er forvitnilegt að grípa ofan í umfjöllun bókarhöfunda um tvö efni, annars vegar skattamál og hins vegar vinnumarkaðinn, og bera saman við umræður hér á landi. Það má til sanns vegar færa að hér á landi séu hugmyndafræðileg átök í báðum þessum málaflokkum, á milli annars vegar þeirra, sem vilja fara leiðina sem gömlu rík- in í Evrópusambandinu hafa farið og hins vegar þeirra, sem vilja fremur skipa Íslandi í hóp með þeim ríkjum í austurhluta álfunnar, sem hafa gert hvað róttækastar breytingar í þessum efnum. Bandaríski þjóðhagfræðingurinn Dan Mitchell, sem starfar hjá Heritage-stofnuninni, fjallar um skattasamkeppni og umbætur í skattamálum, sem hann segir leið til að bjarga „gömlu Evrópu“ úr þeim efnahagslegu ógöngum, sem hún er kom- in í. Hann segir að um samkeppni í skattamálum eigi ósköp einfaldlega það sama við og um sam- keppni á benzínmarkaði. Í bæ, þar sem sé ein benzínstöð, sé verðið hátt, þjónustan léleg og af- greiðslutíminn óþægilegur. Í bæ, þar sem benz- ínstöðvarnar séu fimm, geti neytendur valið á grundvelli ýmissa þátta, sem þeir láta sig máli skipta; verðs, þjónustu og afgreiðslutíma, og benzínstöðvareigendurnir verði að gjöra svo vel að keppa sín á milli. Það sama þurfi að eiga við um skattlagningarvald ríkisstjórna. „Of lengi hafa ríkisstjórnir hagað sér eins og einokunarfyrir- tæki,“ segir Mitchell. „Þær hafa farið með við- skiptavini sína, skattgreiðendurna, eins og þeir væru stríðaldir kálfar á leið til slátrunar. Nú ættu stjórnmálamenn að fara að óttast að skattgreið- endur séu ekki lengur fangar þeirra og að gæsin, sem verpir gulleggjunum, geti flogið burt.“ Innan Evrópusambandsins hefur lengi verið ákveðin hreyfing, sem hefur barizt gegn skatta- samkeppni og þrýst á um samræmingu skatta innan sambandsins, ekki sízt fyrirtækjaskatta. Rök þeirra, sem hafa haldið skattasamræmingu á lofti, hafa verið í ætt við þau, sem danskur lög- fræðiprófessor setti fram í viðtali við Viðskipta- blað Morgunblaðsins í fyrra: „Smátt og smátt munu menn samræma skatta, a.m.k. á fyrirtæki. Að því er stefnt innan Evrópusambandsins af því að menn eru með það á hreinu að samkeppnin, þar sem skattar stefna á núllið, gengur ekki til lengd- ar. Þá tapa menn möguleikunum á að afla skatt- tekna fyrir sjúkrahús og skóla.“ Er þetta svona einfalt? Höfundar bókarinnar, sem hér er til umfjöllunar, benda á að lækkun skattprósentu fyrirtækjaskatts í Rússlandi hafði í för með sér tvöföldun skatttekna. Írar lækkuðu fyrirtækjaskatta úr um 50% í 12,5%. Hagvöxt- urinn, sem fylgdi í kjölfarið, hefur gert gott betur en að bæta fyrir það tekjutap, sem ríkissjóður varð fyrir í byrjun. Reynslan frá Slóvakíu og Eist- landi er sú sama. Og sömu sögu er raunar að segja á Íslandi. Eftir að tekjuskattar á fyrirtæki voru lækkaðir, fyrst úr tæplega 50% í 33% og síðan í 18%, hafa tekjur ríkisins af þeim vaxið stórlega. Með því að leggja lægri skatta á framtakssemi manna, leysast ný öfl úr læðingi og skapa meiri verðmæti, sem standa undir framtíðartekjum sameiginlegs sjóðs skattgreiðenda. Þeir, sem ekki bregðast við samkeppninni, munu hreinlega missa skattstofninn úr landi. „Setjið ykkur í spor stjórnmálamanns í Frakk- landi eða Þýzkalandi,“ segir Dan Mitchell. „Eftir einhvern tíma, kannski tvö ár, kannski fimm ár – ég veit ekki hversu lengi menn halda út – munu fjárfestingar, verksmiðjur og peningar hverfa út úr þessum löndum og fyrr eða síðar neyðast þau til að gera umbætur.“ Flatir skattar Rúmeninn Andrei Grecu, sem starfar við Adam Smith-stofn- unina í London, fjallaði í erindi sínu á ráðstefn- unni um flata skatta. Þar á hann við kerfi, þar sem eitt og sama tekjuskattshlutfallið gildir, gjarnan bæði fyrir fyrirtæki og einstaklinga, en einstak- lingar geta nýtt sér persónuafslátt, sem er föst upphæð. Undanþágum og frádráttarliðum er hins vegar að mestu leyti útrýmt. Grecu segir að níu lönd Austur-Evrópu (sem ekki eru öll í ESB) hafi nú tekið upp flatskattakerfi af þessu tagi. Eistland var fyrst, árið 1994, en síðan hafa m.a. Rúmenía, Slóvakía, Georgía og Litháen siglt í kjölfarið. Hæst er skatthlutfallið í Litháen, eða 33%, en í Georgíu aðeins 12%. Þau sex ríki, sem hafa tekið upp flatskattakerfi eftir árið 2000, hafa ekki farið yfir 20% markið. Grecu leitar skýringa á því hvers vegna þetta hafi gerzt í Austur-Evrópu og segir að annars vegar hafi menn talið flatan skatt henta aðstæðum eftir hrun kommúnismans; hann hvetji einka- framtakið til dáða, efli erlenda fjárfestingu og dragi úr skattsvikum. Hins vegar hafi verið auð- FRIÐSAMLEGRI MIÐBORG Skýrsla sú um ofbeldisbrot í mið-borg Reykjavíkur, sem lögregl-an kynnti í fyrradag, rennir stoðum undir þá skoðun lögreglu og borgaryfirvalda að lenging afgreiðslu- tíma skemmtistaða hafi dregið úr skálmöld og ofbeldi í miðbænum. Of- beldisbrotum á svæði 101 fækkaði þannig um 40% á árunum 2000 til 2004. Í skýrslunni eru nefndar fleiri útskýr- ingar á þessu en breyttur afgreiðslu- tími, t.d. forvarnargildi eftirlits- myndavéla og fækkun næturferða strætisvagna í miðborgina. Skýrsluhöfundur, Bogi Ragnarsson félagsfræðingur, hefur ákveðnar efa- semdir um að það sé rétt, sem eigend- ur skemmtistaða hafa m.a. bent á hér í Morgunblaðinu, að lengri afgreiðslu- tíma fylgi meiri fíkniefnaneyzla, vegna þess að fólk haldi sér gangandi fram undir morgun á örvandi efnum. Hann telur a.m.k. einkennilegt að samhliða aukinni fíkniefnaneyzlu hafi ofbeldisbrotum í miðborginni fækkað, og ekki aðeins á götum úti heldur einn- ig inni á skemmtistöðunum sjálfum. Þetta er sennilega einn þeirra þátta, sem þarfnast nánari rannsókna. En árangurinn, sem náðst hefur, er mik- ilsverður. Það má þó ekki gleymast að enn er ofbeldið í Reykjavík of mikið og við þurfum áfram að vinna að því að fækka glæpum. GJAFMILDI OG GÓÐGERÐARMÁL Laufey H. Helgadóttir sker sig úrí neysluhyggju samtímans. Fyr- ir helgi gaf hún eina milljón króna í hjálparstarf í Níger í Afríku. „Ég las það í blöðunum að Rauði kross- inn ætlaði að gefa börnum sem eru fimm ára og yngri mat og ég vildi styrkja það,“ segir hún í samtali við Morgunblaðið í gær. Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem Laufey gefur fé til góðra málefna. Í byrjun árs gaf hún eina milljón króna til stuðnings fórnarlamba flóðbylgjunnar í Asíu og í fyrra gaf hún hálfa milljón í söfnunina Göng- um til góðs. Hún segist ekki hafa hugmynd um hvað hún hafi gefið mikið fé og varla muna til hvaða fé- laga. Laufey er 82 ára og segist geta lifað ágætlega af ellilífeyrinum. Hún lætur peninga, sem hún fékk fyrir að selja jörð, renna til góðgerðarmála. Neysluhyggjan fer stöðugt vax- andi á Vesturlöndum og Ísland er þar engin undantekning. Það er því ánægjulegt að lesa um fólk eins og Laufeyju, sem lítur á sig sem hluta af þeim heimi, sem við lifum í og ákveður að leggja sitt af mörkum. Fleiri mættu og gætu tekið sér gjaf- mildi hennar og nægjusemi til eft- irbreytni. ÞRÓUN TUNGUNNAR OG TÖLVUNNAR Nýtt Tölvuorðasafn var gefið út íliðinni viku. Þetta er fjórða út- gáfa Tölvuorðasafns og er hún þriðj- ungi stærri en næsta útgáfa á undan. Smíði nýyrða í Íslensku er mikilvæg, en ekki skiptir síður máli að nýjum orðum sé komið á framfæri þannig að forsendur skapist fyrir því að þau breiðist út og festi sig í málinu. Tölvuorðasafnið er dæmi um mark- visst starf í þessa átt. Á því sviði eru breytingar örar og sennilega óvíða jafnmikil þörf á að uppfæra orðasafn og í tölvugeiranum. Hefur orðanefnd Skýrslutæknifélagsins þar unnið gott starf. Að fjórða útgáfa Tölvuorðasafns skuli nú vera að koma út ber því vitni að útgefendur þess, sem eru Hið ís- lenska bókmenntafélag í samvinnu við Skýrslutæknifélag Íslands, gera sér grein fyrir því að það þarf ekki aðeins að fylgja þessari öru þróun eftir á tæknisviðinu heldur einnig í tungu- málinu.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.