Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 33

Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 33 velt að koma slíku kerfi á í tómarúminu eftir fall alræðisstjórnanna. Í þróaðri hagkerfum með flók- in skattalög sé snúnara að breyta skattkerfinu í einni svipan. Grecu segir að flati skatturinn tryggi bæði rétt- læti í skattkerfinu og tekjur ríkissjóðs. Flöt skattprósenta og persónuafsláttur þýði að þeir, sem hafi hærri tekjur, borgi hlutfallslega hærri skatta en þeir tekjulágu, rétt eins og í flóknu skattkerfi með mörgum þrepum. Og dæmið af Eistlandi, þar sem mest reynsla er komin á kerfið, sýni að skatttekjur hafi farið vaxandi vegna þess að dregið hafi úr skattsvikum og jafnframt hafi kerfið ýtt undir hagvöxt. Umræður um flatskattakerfi hafa átt sér stað hér á landi undanfarin ár. Raunar má segja að nú- verandi kerfi skattlagningar á einstaklinga fari nálægt slíku eftir að svokallaður hátekjuskattur (sem er reyndar orðinn skattur á millitekjur) fell- ur úr gildi. Þá verður aðeins ein skattprósenta, en persónuafslátturinn hefur í för með sér að þeir, sem hafa lægri tekjur, greiða hlutfallslega lægri skatt en þeir, sem meira hafa. Tillögur um mun víðtækari samræmingu skatt- hlutfalla hafa hins vegar komið fram, bæði frá Verzlunarráði Íslands og Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja. Þessi tvenn samtök nálgast málið þó úr ólíkum áttum. Verzlunarráðið leggur til að tekjuskattur einstaklinga og fyrirtækja og virð- isaukaskattur verði samræmdir í sömu tölu; 15%. Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri ráðsins, hefur sagt að það sama hljóti þá að eiga við um fjár- magnstekjuskatt. Markmiðið með tillögum VÍ er fyrst og fremst að hafa skattkerfið sem einfaldast. Um leið og skatthlutföll verði samræmd, verði endurgreiðslur, afslættir, styrkir og bætur frá hinu opinbera endurskoðuð og skattstofn virðis- aukaskattsins breikkaður. Rök VÍ fyrir slíkum breytingum eru m.a. að einfalt skattkerfi dragi úr skattsvikum og undanskotum, laði erlenda fjár- festingu að landinu og stuðli að lækkun jaðar- skatta, sem letji fólk til vinnu. BSRB hefur lagt til samræmingu tekjuskatta einstaklinga og fyrirtækja og fjármagnstekju- skatt í 20% skatthlutfalli. Nálgun samtakanna byggist hins vegar fyrst og fremst á réttlætis- og sanngirnisrökum; að það sé ekki sanngjarnt að skattleggja tekjur auðmanna, þ.e. fjármagns- tekjur, með öðrum hætti en tekjur launþega. Aðrir hafa lagt til að tekinn verði upp fjölþrepa- tekjuskattur, þar sem þeir sem hærri tekjur hafa greiði hærra hlutfall þeirra í skatt. Í þessum hópi hafa verið Samfylkingin, Vinstrihreyfingin – grænt framboð og Alþýðusamband Íslands. Það liggur nokkurn veginn í augum uppi að ef Ísland vill standa sig í alþjóðlegri samkeppni um fólk og fyrirtæki, getur samræming skatthlutfalla ekki falið í sér verulega hækkun skatta, sízt af öllu á fyrirtæki. Að því leyti eru hugmyndir Verzl- unarráðsins raunhæfari en tillögur BSRB. Og þeir, sem leggja til að einfaldleika núverandi tekjuskattskerfis verði fórnað fyrir fjölþrepa- óskapnað, ættu að horfa til Austur-Evrópu og velta fyrir sér hvaða áhrif slík breyting hefði á samkeppnisstöðu Íslands gagnvart nýju ESB- ríkjunum – sem við skulum ekki gleyma að eru líka ný EES-ríki og hluti af sama innri markaði og Ísland. Líklegt er að þróunin verði sú, að skatthlutföll haldi áfram að lækka. Fyrirtækjaskattar hafa lækkað mikið undanfarin ár, en á þessu kjörtíma- bili kemur meiri skattalækkun í hlut launþega. Eftir því sem hlutfall þessara tekjuskatta lækkar verður líklegra að hægt sé að samræma skatt- lagningu launatekna og fjármagnstekna. Helztu rökin fyrir því að hafa fjármagnstekjuskatt lægri en skatta á laun eru að fjármagn er hreyfanlegra en fólk. Það er ekki raunhæft að ætla að hækka skatta á fjármagnstekjur í 20% eða meira; þá flytja menn eignir sínar úr landi til ríkja þar sem skattaumhverfið er hagstæðara. En málið horfir öðruvísi við ef tekjuskattur einstaklinga er farinn að nálgast 15%. Sveigjanlegur vinnumarkaður Í mörgum ríkjum Austur-Evrópu ríkir mun meira frjálsræði og sveigjanleiki á vinnumarkaði en í ríkari aðildarríkjum ESB. Mörg Vestur-Evrópuríki, og Evrópusambandið sem heild, hafa leitt í lög ýmiss konar ráðstafanir til að vernda störf launþega, torvelda uppsagnir, takmarka ráðningar í hlutastörf og tímabundnar ráðningar og þar fram eftir götunum. Síðast en ekki sízt kemur verndarhyggja stjórnvalda í mörgum Vestur-Evrópulöndum fram í tregðu til að heimila strax frjálsan aðgang starfsfólks frá nýju ESB-ríkjunum í austri að vinnumarkaðnum. Eftir fáein ár verður þó óheimilt að beita slíkum takmörkunum, einnig hér á Íslandi. Spænski hagfræðiprófessorinn Gabriel Calz- ada segir í bókinni Does the West know best? að stækkun Evrópusambandsins muni til lengri tíma hafa jákvæð áhrif á vinnumarkaðinn í Vestur- Evrópu. Ríkin muni draga úr höftum og hömlum í þágu félagslegs öryggis og gefa markaðnum laus- ari tauminn. Hann setur hins vegar fram þá at- hyglisverðu skoðun að til skamms tíma litið kunni austurstækkunin að kaupa úreltum velferðarkerf- um Vestur-Evrópuríkja gálgafrest; vegna ódýrs vinnuafls frá Austur-Evrópu verði þörfin á um- bótum til að standa undir mikilli fjölgun aldraðra ekki eins brýn. Calzada varar hins vegar eindregið við hug- myndum um að „vernda“ launþega í nýju aðild- arríkjunum með meiri miðstýringu. Hann tekur sem dæmi hugmyndir, sem forseti Evrópuþings- ins, Josep Borrell, hefur sett fram um lágmarks- laun, sem gildi í öllu Evrópusambandinu. „Það er nánast ótrúlegt að Borrell hafi einu sinni verið hagfræðiprófessor,“ segir Calzada. „Ef vinnuveit- endur verða að greiða sömu mánaðarlaun í lönd- um þar sem framleiðni er mismunandi vegna efnahagsástæðna eða ólíks fyrirkomulags, verður eini árangurinn gífurlegt atvinnuleysi í löndum þar sem framleiðni vinnuafls er minni en sem nemur evrópsku lágmarkslaununum. Þetta mun dæma hundruð þúsunda, ef ekki milljónir manna, einkum í Austur-Evrópu, til þess að velja á milli langtímaatvinnuleysis eða þess að flytja úr landi. Og slíkur landflótti myndi púkka undir velferðarkerfi Vestur-Evrópuríkjanna.“ Calzada bendir þannig á að pólskur vinnuveit- andi yrði að reka alla starfsmenn sína, sem fram- leiddu minna en sem næmi lágmarkslaununum, ekki af mannvonzku, heldur vegna þess að neyt- endur yrðu ekki reiðubúnir að greiða það verð fyrir vörur hans, sem nægði til að standa undir laununum. Vinnuveitandinn gæti raunar neyðzt til að loka fyrirtækinu, eða flytja það til Vestur- Evrópulands, þar sem hann gæti fengið hærra verð fyrir vöru sína. Þannig myndu evrópsk lág- markslaun einkum stuðla að stöðnun og atvinnu- leysi í Austur-Evrópu. Þetta er aðeins eitt dæmi um að tillögur um löggjöf, sem eru settar fram af góðum hug til að vernda launþega, leiða til þess á endanum að fólk missir vinnuna. Ein meginorsök langtímaat- vinnuleysis í hinum gömlu aðildarríkjum ESB er ósveigjanlegur vinnumarkaður. Vegna þess hversu dýrt og fyrirhafnarmikið er að segja upp starfsfólki þegar illa gengur tregðast vinnuveit- endur við að ráða til sín fólk þegar betur árar. Íslenzki vinnumarkaðurinn er enn sem komið er líkari þeim austur-evrópska en hinum ríg- bundna vinnumarkaði í ESB-ríkjum á borð við Frakkland, Þýzkaland eða Svíþjóð. En það vant- ar ekki tilskipanir frá ESB, sem leggja vinnuveit- endum sífellt flóknari skyldur á herðar og fallega hugsaðar tillögur frá verkalýðsleiðtogum og stjórnmálamönnum, sem eiga að styrkja stöðu launþega en geta á endanum leitt til þess að fyr- irtæki spari við sig fólk. Við höfum séð til hvers slíkt reglugerðafargan hefur leitt á vesturhluta meginlandsins. Þetta er ástæðan fyrir því að Morgunblaðið hefur t.d. haft fyrirvara á því að Ísland eigi að innleiða tilskipun ESB um bann við mismunun á grundvelli kyn- þáttar eða þjóðernisuppruna. Göfugt markmið slíkrar löggjafar fer ekki á milli mála. En jafn- kaldhæðnislegt og það er, getur löggjöf sem á að vernda hagsmuni innflytjandans frá Austur-Evr- ópu leitt til þess að hann fái ekki vinnu. Ef vinnu- veitandinn telur að það verði of flókið að hafa út- lendinga í vinnu vegna þess að þeir geti borið við mismunun og farið í mál ef þeim er sagt upp af öðrum orsökum, lætur hann það vera að ráða út- lendinga í vinnu. Og þá er verr af stað farið en heima setið. Það er full ástæða til að leitast við að varðveita sveigjanleika og frjálsræði íslenzka vinnumarkaðarins, ekki sízt í landi þar sem sveifl- ur í efnahagslífinu geta verið talsverðar. Ný „saman- burðarlönd“ Til þessa hafa Íslend- ingar iðulega miðað sig við „nágranna- löndin“, „samanburð- arlöndin“ eða „samkeppnislöndin“. Þá er yfirleitt átt við Norðurlöndin, stundum við Norður-Evr- ópuríkin, stundum við Vestur-Evrópu. Það er kominn tími til að við áttum okkur á því að við er- um hluti af sama efnahagssvæði og innri markaði og Austur-Evrópuríkin, sem eru að taka forskot í ýmsum efnum og veita Vestur-Evrópuríkjunum harða samkeppni. Ef við ætlum að spjara okkur í alþjóðlegri samkeppni verðum við að standa þeim á sporði. Æ fleiri viðurkenna nú að Vestur-Evr- ópa stendur frammi fyrir samkeppni frá hinum nýju banda- mönnum sínum, sem hafa, eftir reynsluna af sósíalismanum, gengið enn lengra í að tryggja efna- hagslegt frjálsræði en gömlu aðildar- ríkin. Laugardagur 27. ágúst Hvítserkur í Húnafirði. Morgunblaðið/Árni Torfason

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.