Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 40
40 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sverrir Kristinsson, löggiltur fasteignasali
SELÁS - HEIÐARÁS
Glæsilegt tvílyft 288,5 fm einbýlishús (með aukaíbúð á jarðhæð) og glæsilegu útsýni yfir
Borgina. Á jarðhæð er forstofa, stórt forst.herb., 54 fm bílskúr og tveggja herb. íbúð. Á
efri hæð er hol, stórar stofur, eldhús, þvh., baðh., hjónah. og 3 barnaherbergi en tvö
þeirra hafa verið sameinuð í eitt. V. 50 m. 5228
HRÍSMÓAR - MEÐ 45 FM ÞAKSVÖLUM
4ra-5 herb. glæsileg um 113 fm íbúð á 5. hæð í lyftuhúsi ásamt stæði í bílageymslu og
með 45 fm þaksvölum, en þaðan er glæsilegt útsýni. Íbúðin skiptist í stóra stofu,
eldhús, baðh., 3 herb. þar af er eitt í risi og sér þvottahús í íbúð. Sérgeymsla fylgir í
kjallara og sameiginleg hjólageymsla. Húsið er einangrað að utan og klætt m. varanlegri
klæðningu. Bílskýlið er snyrtilegt, upphitað með þvottaaðstöðu. V. 25,6 m. 4794
OPIÐ HÚS - ÁLFTAMÝRI 6 - LAUS STRAX
Vorum að fá í sölu mjög fallega og mikið standsetta 5 herb. um 100 fm íbúð á 2. hæð í
fjölbýli. 8 íbúðir eru í stigagangi. Íbúðin skiptist m.a. í tvær rúmgóðar og bjartar stofur
og þrjú herbergi. Tvennar svalir. Þvottahús í íbúð. 18 fm bílskúr með hurðaopnara.
Opið hús milli kl. 13.00 og 15.00 þann 28.08. 2005 (sunnudag). Rannver og Sólveig á
bjöllu. V. 21,0 m. 5068
OPIÐ HÚS - BREIÐAVÍK 35 - 2. H. H.
Glæsileg 3ja herbergja 88 fm íbúð á 2. hæð í litlu fjölbýli með sérinngangi af svölum.
Íbúðin skiptist í forstofu, hol, hjónaherbergi, barnaherbergi, eldhús, baðherbergi, stofu
og sérþvottahús/geymslu í íbúð. Stórar suðursvalir og fallegt útsýni. Opið hús milli
13.00 og 15.00 þann 28.08. 2005 (sunnudag). Sigurður og Ragnheiður á bjöllu. V.
20,4 m. 5135
YSTASEL - EFRI HÆÐ Í TVÍBÝLI - ALLT SÉR
Falleg og vel skipulögð sex herbergja efri 156,1 fm sérhæð í tvíbýlishúsi á eftirsóttum
stað í Seljahverfinu, ásamt tvöföldum 52 fm bílskúr. Birt stærð heildareignarinnar er
208,1 fm. Eignin skiptist í forstofu, hol, eldhús, tvær stofur, borðstofu, þrjú
svefnherbergi og tvö baðherbergi. Sérþvottahús er innaf eldhúsi. 60 fm svalir eru út af
stofu og 30 fm afgirt timburverönd til suðurs. V. 34 m. 4407
Stórglæsilegt 280 fm einbýlishús auk 33 fm stakstæðs bílskúrs í hjarta miðborgar-
innar, teiknað af Gunnlaugi Halldórssyni. Eignin hefur verið mikið endurnýjuð á
síðustu árum á vandaðan og smekklegan hátt og fengu endurbæturnar sérstaka
viðurkenningu borgarstjórans í Reykjavík. Eignin skiptist m.a. í stórt hol með arni,
samliggjandi, rúmgóðar stofur, eldhús með innréttingum úr peruviði, sjónvarpshol,
þrjú herbergi auk fataherbergis, stórt vinnu- og fjölskylduherbergi með arni og tvö
baðherbergi. Mjög góðar geymslur. Þrennar svalir. Ræktuð lóð, hiti í innkeyrslu og
stéttum að hluta. EIGN Í SÉRFLOKKI. Verð 75,0 millj.
FASTEIGNA
MARKAÐURINN
ÓÐINSGÖTU 4, SÍMI 570 4500, FAX 570 4505. OPIÐ VIRKA DAGA KL. 9–17.
Netfang: fastmark@fastmark.is - Heimasíða: http://www.fastmark.is/
Jón Guðmundsson, sölustjóri og lögg. fasteigna- og skipasali.
Smáragata
Glæsilegt einbýlishús í Þingholtunum
Ármúla 1, sími 588 2030 – fax 588 2033
Ægir Breiðfjörð, löggiltur fasteignasali
SKIPTU VIÐ FAGMENN - ÞAÐ BORGAR SIG
Einstaklega falleg 108 fm
íbúð á 2. hæð í lyftuhúsi við
Klapparstíg. Íbúðin skiptist
m.a. í mjög stóra stofu, ca
60 fm, með tvennum svöl-
um til suðurs og vesturs,
tvö herbergi, eldhús, bað-
herbergi og forstofu. Sam-
eiginlegt þvottahús á hæð-
inni. Sérgeymsla í kjallara.
Íbúðinni fylgir stæði í bíla-
geymslu. Snyrtileg sam-
eign, m.a. verðlaunalóð.
Húsvörður. V. 28,8 m.
6628
KLAPPARSTÍGUR - 101 REYKJAVÍK
AKRALIND - KÓPAVOGI
Nýlegt 156 fm atvinnuhúsnæði auk
ca 25 fm millilofts. Húsnæði skiptist
m.a. í vinnslusal, móttöku, kaffistofu,
snyrtingu, geymslu ofl. Tilvalin eign
fyrir léttan iðnað eða heildsölu ofl.
Verð 17 millj. Laust strax. 110225
DALSHRAUN - HAFNARFIRÐI
Okkur hefur verið falið að selja ca. 120 fm. neðri hæð í iðnaðarhúsi við
Dalshraun í Hafnarfirði, mjög snyrtilegt húsnæði en þar er rekið í dag lít-
ið trésmíðaverkstæði með almennum tækjakosti. Tilvalið sem smíðaað-
staða fyrir verktakafyrirtæki. Söluverð húsnæðis án tækja kr. 8.850.000,-
með tækjum kr. 10.550.000,- Upplýsingar veitir Helgi Jón hjá Hraun-
hamri fasteignasölu í síma 520 7500.
FLATAHRAUN - KIA HÚSIÐ - HF.
Nýkomið í sölu glæsilegt atvinnu-,
verslunar- og skrifstofuhúsnæði á
besta stað í Hafnarfirði. Eignin er
samtals 877,9 fm og stendur á sér-
lóð. Húsið hýsir m.a. KIA bifreið-
aumboðið o.fl.
FÉLAGSFUNDUR Sambands ís-
lenskra auglýsingastofa lýsir mikl-
um efasemdum um þá hugmynd að
RÚV hverfi af auglýsingamarkaði.
Í tilkynningu frá SÍA er bent á að
RÚV er öflugur fjölmiðill sem höfði
til stórs hóps neytenda með dag-
skrá sinni í útvarpi og sjónvarpi. „Á
meðan svo er málum komið, er það
andstætt hagsmunum neytenda og
auglýsenda að ekki sé möguleiki á
að auglýsa í Ríkisútvarpinu. Í nú-
tímaupplýsingaþjóðfélagi ætti það
að vera réttur og skylda hvers fjöl-
miðils að eiga kost á að birta aug-
lýsingar, óháð því hver eignasam-
setning miðilsins er. Slíkt er
sjálfsögð þjónusta við neytendur,
að þeir eigi kost á sem breiðustu
upplýsingamagni í þeim miðli sem
þeir nota.“
Félagsfundur SÍA tekur ekki af-
stöðu til þess hvort rétt eða rangt
sé að hið opinbera standi í rekstri
fjölmiðla sem reknir eru að hluta til
með auglýsingafé.
Minni samkeppni getur leitt til
hækkunar á auglýsingaverði
Vakin er athygli á þeim aðstæð-
um sem koma upp ef RÚV hverfur
af auglýsingamarkaði: „Aðgangur
auglýsenda að stórum hópi lands-
manna takmarkast mjög og að-
gangur almennings að nauðsynleg-
um upplýsingum verður þar af
leiðandi mun takmarkaðri. Þá er
ekki ólíklegt að minni samkeppni á
auglýsingamarkaði geti leitt til
hækkunar á auglýsingaverði sem
aftur geti leitt til hækkunar vöru-
verðs.
Hlutverk auglýsinga er fyrst og
fremst að vera upplýsingaveita; að
veita upplýsingum til neytenda,
hvort sem um er að ræða upplýs-
ingar um verð og gæði vöru og
þjónustu eða almennar upplýsingar
sem snerta beint bættan hag al-
mennings og almannaheill. Þær eru
því mikilvægur hluti nútímasam-
félags.
Brotthvarf RÚV af auglýsinga-
markaði myndi því almennt séð
skerða þessa sjálfsögðu þjónustu,
bæði við almenning og auglýsend-
ur. Því er það skoðun félagsfundar
SÍA að hagsmunum auglýsenda og
almennings sé betur fyrir komið
með óheftu leyfi miðla til auglýs-
inga sem aftur myndi þýða að RÚV
yrði áfram á auglýsingamarkaði.“
Efasemdir um
að RÚV hverfi
af auglýsinga-
markaði
UMHVERFISRÁÐ Akureyr-
ar hefur samþykkt að leggja
til við bæjarstjórn að hún sam-
þykki breytta tillögu að deili-
skipulagi flugvallarsvæðis á
Akureyri.
Breytingar á tillögunni eru
einkum þær, að nú er gert ráð
fyrir að flugsafn flytjist af nú-
verandi stað og verði í nýrri
byggingu sunnan núverandi
flugskýla næst flugvelli. Nú-
verandi bygging flugsafns
verði gerð að flugskýli.
Fjórar athugasemdir bárust
við upphaflegu tillöguna og
sneru m.a. að færslu flug-
safnsins, vegartengingu flug-
vallarsvæðisins, svæði fyrir
einkaflug og öryggisgirðingu.
Umhverfisráð bendir á að með
færslu flugsafnsins hafi verið
fundin framtíðarlausn fyrir
safnið sem bæði falli að sjón-
armiðum sem sett eru fram í
athugasemdum og sé jafn-
framt í góði sátt við forráða-
menn safnsins. Færsla safns-
ins leiði einnig til þess að
rýmri aðstaða verði fyrir
einkaflug.
Flugsafnið
á Akureyri
verður flutt