Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Page 42

Morgunblaðið - 28.08.2005, Page 42
42 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Hún vakti óhug, aðekki sé fastar aðorði kveðið, fréttinum æðarungadráptveggja skotveiði- manna í Vopnafirði á dögunum. Í Morgunblaðinu 23. ágúst gaf m.a. að líta þetta um málið: Um var að ræða heimaalda fugla sem áttu að byrja aðlögun sína undir beru lofti um helgina og var sleppt út að morgni til. Guð- mundur [Wium Stefánsson bóndi á Fremri- Nípum] segir fuglana hafa verið svo gæfa að þeir hafi nálgast mann eins og mannelsk folöld. Um hádegisbil var hins vegar búið að ráðast á þá og lágu átta þeirra í valnum. Voru mennirnir að snúa þá síðustu úr háls- liðnum þegar heimilisfólkið kom að þeim. Ekki bætti útskýring veiði- garpanna úr skák, að þeir hafi talið ungana vera fullvaxnar end- ur. Það eina sem hefði getað verið til málsvarnar, er, ef þetta hefði gerst undir rökkur. Og samt ekki, því í 17. grein laga nr. 64, frá 19. maí 1994, „um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum“ kemur fram, að veið- ar á blesgæs, dílaskarfi, duggönd, fýl, hávellu, helsingja, hettumáf, hvítmáf, kjóa, rauðhöfðaönd, ritu, skúfönd, skúm, stokkönd, súlu, toppskarfi, toppönd og urtönd eru einungis leyfðar frá 1. sept- ember til 31. mars ár hvert. Svo varð atburðurinn aukinheldur á friðlýstu svæði. Afsökun þessara manna er sumsé engin. Fyrsta hugsun og spurning margs landans, eftir að hafa með- tekið þetta, var eflaust sú, hvern- ig þessir náungar hafi farið að því að ná sér í byssuleyfi, miðað við þessa framvindu. Ekki kann ég að svara því, en hitt er nokkuð ljóst, að einhvers staðar er pottur brotinn í því ferli, sem leiðir til út- gáfu slíks plaggs. Eða er þetta nefnda dæmi bara undantekningin fræga, sem í öll- um kerfum á að vera að finna? Í öllu falli er staðreynd, að fyrir um 10 árum breyttist ýmislegt í þessum efnum til batnaðar, hið opinbera fór að gera auknar kröf- ur til eigenda skotvopna. Í lögum nr. 131, frá 31. desember 1999, um breytingu á lögum nr. 64/1994 (V. kafli 11. grein), segir t.d.: „Þeir sem stunda veiðar á villtum dýrum skulu hafa tekið próf um villt dýr og umhverfi þeirra og í hæfni til veiða.“ Í fyrra komst þetta svo í enn betri farveg en verið hafði, eftir að veiðistjórn- unarsvið Umhverfisstofnunar fékk í hendur yfirumsjón með skotvopna- og veiðikorta- námskeiðunum, og heldur nú úti samræmdu hæfnisprófi um land allt, þar sem m.a. er „könnuð þekking manna á undir- stöðuatriðum í stofnvistfræði, náttúruvernd, dýravernd, grein- ingu fugla og spendýra, hlunn- indanýtingu, veiðisiðfræði, þekk- ingu manna á meðferð veiðitækja, sem og í lögum og reglum um ofangreind atriði,“ eins og segir í lýsingu. Af þessu má ráða, að við yf- irvöld er ekki að sakast. Ekki má heldur stimpla alla þá 11.000 ein- staklinga, sem endurnýja veiði- kort sín á hverju ári, sem bjána og veiðisóða, því langflestir þeirra eru til mikillar fyrirmyndar og taka þessa iðju alvarlega og af ábyrgð. Og rétt að undirstrika það. Hitt er svo annað mál, að sjálf- ur er ég andstæðingur slíkra veiða og hef verið það um árabil, en stundaði þær reyndar ungur maður og óþroskaður. Nú finnst mér þýðingarmeira og mikilvæg- ara að leyfa fuglunum að vera óáreittir og auðga þannig náttúru lands okkar, innlendum og er- lendum ferðamönnum og öllum íbúum til yndisauka, enda engin ástæða til að vera að murka úr þeim lífið, á tímum allsnægtanna; nauðsynin er ekki lengur til stað- ar, heldur er þetta fremur spurn- ingin núorðið um að reyna að hemja í sér frumeðlið, drápshvöt- ina. Í því sambandi mætti benda á hina furðulegu áráttu sumra að gera reisur til útlanda og skjóta þar úr launsátri með kröftugum rifflum birni, gíraffa, hjartardýr, sauðnaut og þar fram eftir göt- unum, og oftar en ekki upplýsa það í löngu máli í fjölmiðlum, og hengja upp um alla veggi í bú- stöðum sínum. Mér er ómögulegt að ná því í hverju stoltið er fólgið. Og reyndar þarf ekki að fara út í heim til þess arna, því hrein- dýraveiðarnar eru af sama meiði. En þar sem ójafnvægi er komið í lífríkið, eins og t.a.m. vegna uppigangs minks, tófu eða varg- fugla, er að sjálfsögðu nauðsyn- legt að grípa í taumana, og eðli- legt að það sé gert, til að hlífa öðru sem að er þjarmað og getur ekki björg sér veitt. Þá erum við að tala um allt aðra hluti. Að endingu skal þess getið, að myndin sem þessum pistli fylgir er hugsuð til glöggvunar veiði- mönnum á borð við þá sem í upp- hafi var minnst á, og sem kynnu að vera á ferðinni næstu sumur, með byssu við öxl og lausbeisl- aðan fingur á gikk. Eru þeir hér með vinsamlegast beðnir um að hlífa þess lags fuglum. Þetta er nefnilega hvorki önd, gæs né skarfur, heldur rjúpuungi, nýlega kominn úr eggi. Og ekki er frítt við, ef grannt er skoðað, að úr ásjónu hans megi lesa: „Er það virkilega satt, að engin jól geti orðið án mín?“ Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Veiðisóðar sigurdur.aegisson@kirkjan.is Í umferðinni eru margir vitleysingar á ferð, eins og flestum ætti að vera kunnugt um. Eins er þessu farið víða annars staðar, líklega í öllum geirum mannlegs samfélags. Sigurður Ægisson hefur þá hluti til umfjöll- unar í þessum pistli. HUGVEKJA ✝ Björg Sigur-jónsdóttir fædd- ist í Reykjavík 17. júní 1912. Hún lést á Elliheimilinu Grund 18. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Sigurjón Markús- son sýslumaður, f. 27. 8. 1879, d. 8. 11. 1959, og kona hans Sigríður Þorbjörg Björnsdóttur, f. 30.5. 1889, d. 14.12. 1967. Systkini Bjargar eru Markús Finnbogi, f. 1910, d. 1968, Jóhanna, f. 1914, Kristján Páll, f. 1916, d. 1917, Rögnvaldur, f. 1918, d. 2004, Bjarni, f. 1920, d. 1920, og Hörð- ur, f. 1921 d. 2003. Samfeðra er Hlíf, f. 1920. Sonur Bjargar og Sverris Kristjánssonar sagnfræðings, f. 1908, d. 1976, er Sigurjón, f. 1939, kvæntur Hrafnhildi Júl- íusdóttur, f. 1940. Börn þeirra eru: a) Ingunn Björg, f. 1966, gift Sigurjóni Hjaltasyni, f. 1965, börn þeirra eru Thelma Sif, f. 1988, Viktor, f. 1990, og Katla Björg, f. 2002. b) Markús Finnbogi, f. 1967, kvæntur Helgu Rakel Þor- gilsdóttur, f. 1970, börn þeirra eru Axel Arnar, f. 1995, og Anita Karen, f. 2002. c) Sigríður Þorbjörg, f. 1971, sambýlis- maður Víðir Krist- jánsson, f. 1971, sonur þeirra er Mikael Nói, f. 2003. Björg nam matreiðslu við Le Gordon Bleu skólann í París og lauk prófi 1952, einnig var hún lærð smurbrauðsdama frá Dan- mörku. Að loknu námi starfaði Björg sem yfirmatráðskona á Bessastöðum hjá Ásgeiri Ásgeirs- syni, forseta Íslands. Hún rak eigin veisluþjónustu í nokkur ár, starfaði hjá Storkklúbbnum og á Hótel Sögu. Björg starfaði síðan við talsamband við útlönd hjá Landssíma Íslands, þar til hún fór á eftirlaun. Útför Bjargar fór fram í kyrr- þey, að ósk hinnar látnu. Elsku amma, loksins ert þú búin að fá hina langþráðu hvíld. Eins sárt og okkur þykir að fá ekki að njóta samveru þinnar lengur, vitum við að þú ert komin á góðan stað þar sem þér líður vel. Við vorum svo lánsöm að fá að alast mjög náið upp með þér, þar sem pabbi var þinn einkasonur og þú dvaldir langdvölum á heimili okk- ar. Við systkinin höfum alla tíð verið stolt af því að eiga þig fyrir ömmu. Þær eru óteljandi minningarnar sem við eigum um stórskemmtilegar stundir með þér. Sögurnar sem þú sagðir okkur voru gæddar lífi með þinni einstöku frásagnargáfu og húmor, maður gat því séð persón- urnar ljóslifandi fyrir sér. Þær voru ekki fáar sögurnar úr Bankastræti 2, þar sem ávallt var margt um manninn, mikið líf og fjör og sterk skoðanaskipti. Ekki var laust við að leiði brytist út yfir því að hafa ekki fengið að upplifa þessar skemmti- legu stundir með ættingjum sem voru löngu farnir yfir móðuna miklu en okkur fannst eins og við þekktum nánast eftir að hafa hlýtt á frásagn- irnar af þeim. Það er fáheyrt að fólk á þínum aldri tali fleiri en sitt eigið tungumál en þú talaðir frönsku reiprennandi, svo vel að þú varst fengin til að vinna sem leiðsögumaður fyrir franska ferðamenn á Íslandi, sem furðuðu sig mikið á því hvað þessi franski ferðalangur í rútunni vissi mikið um Ísland. Einnig talaðir þú ensku, dönsku og hin Norðurlanda- málin, þýsku og örlítið í spænsku, enda hafðir þú ferðast víða og dvald- ir m.a. í Englandi og stundaðir nám í Danmörku og París. Í París bjóst þú í nokkur ár, sú borg heillaði þig mest af öllum þessum stöðum. Það- an fengum við að heyra margar skemmtisögur og við hlustuðum heilluð á þig tala frönsku þrátt fyrir að skilja ekki eitt einasta orð. Við áttum því hauk í horni þegar okkur vantaði aðstoð fyrir tungumálapróf. Píanóleikur þinn jafnaðist kannski ekki á við píanósnilli Rögga bróður þíns, sem var gæddur náðargáfu á sviði tónlistar, en engu að síður hafðir þú fingrafimi líkt og Hörður bróðir þinn, við flygilinn og spilaðir heilu konsertana, okkur fannst þú mjög flink, „gast spilað með hend- urnar í kross“. Í tómstundum prjón- aðir þú mjög falleg ullarsjöl, sem vöktu lukku hjá viðskiptavinum Rammagerðarinnar. Við nutum góðs af öllum þessum hæfileikum þínum. Þú áttir alltaf lausa stund fyrir okkur og dekraðir við okkur öll systkinin, það var notalegt að koma heim úr skólanum og fá þá frábær- lega smurt brauð, enda varst þú lærð „smörrebröd“ dama frá Kaup- mannahöfn. Þú vandaðir þig ekki síður við að framreiða brauð fyrir barnabörnin heldur en fyrir fyrrver- andi forseta Íslands, Ásgeir Ás- geirsson, sem þú matreiddir fyrir á Bessastöðum. Þú hafðir mjög gam- BJÖRG SIGURJÓNSDÓTTIR ✝ Sigurður Sívert-sen fæddist í Reykjavík 10. ágúst 1931. Hann lést á St. Jósefsspítala í Hafnarfirði 1. ágúst síðastliðinn. For- eldrar hans voru Þorleifur Sívertsen, f. 25. desember 1893, d. 29. febrúar 1952, og Ingibjörg Sigurðardóttir, f. 6. ágúst 1902, d. 13. júlí 1964. Sigurður kvænt- ist Maríu Möller Víglundsdóttur, f. 2. ágúst 1935. Þau skildu. For- eldrar Maríu voru Víglundur Möller, f. 6. mars 1910, d. 8. maí 1987 og Margét Sveinsdóttir, f. 18. ágúst 1909, d. 7. júlí 1941. Seinni kona Sigurðar var Anna Herskind, f. 22. júní 1944. Þau skildu. Börn Sigurðar og Maríu eru: 1) Guðjón, f. 7. janúar 1955, kvæntur Sigríði Bergmann, f. 21. apríl 1958, börn þeirra eru Krist- björg Þöll, f. 25. janúar 1991 og Hjörleifur, f. 25. desember 1993. 2) Þorleifur, f. 27. febrúar 1956, kvæntur Kristínu Helgu Kristins- dóttur, f. 17. ágúst 1955, börn þeirra eru Friðrik Freyr, f. 24. des. 1979 og Katla Sif, f. 1. júní 1982. 3) Margrét Stella, f. 8. maí 1958, gift Claudio Adam, f. 18. apríl 1953, dóttir þeirra er María Alparosa, f. 19. ágúst 1992. 4) Víg- lundur Möller, f. 17. apríl 1961, kvæntur Halldóru Karlsdótt- ur, f. 5. febrúar 1963, börn þeirra eru Ásta, f. 3. nóv- ember 1985, Karen, f. 18. mars 1988 og Sigurður, f. 20. ágúst 1990. 5) Sig- urður, f. 23. júlí 1964, í sambúð með Marí Sandell, f. 19. júlí 1970. Dætur hans og fyrri eiginkonu eru Eva Rut, f. 3. mars 1992, Linda Rós, f. 30. júlí 1994 og Lisa- bet, f. 6. júlí 1996. Barnabarna- barn Sigurðar er Óli Gunnar, f. 4. júní 2004. Sigurður hóf úrsmíðanám hjá föður sínum og hlaut meistara- réttindi 1962 og í framhaldi af því rak hann verslun og verkstæði um nokkurra ára skeið. Hann var bóndi í Holtsmúla í Landmanna- hreppi, ásamt syni sínum Þorleifi, á árunum 1973 til 1982 en sneri þá til annarra starfa hjá Hagvirki og síðan Hópbílum og Hagvögn- um eða allt þar til hann lést. Sig- urður var jarðsunginn frá Hafn- arfjarðarkirkju 8. ágúst, í kyrrþey að ósk hins látna. Elsku pabbi minn. Það er margt sem flýgur í gegnum huga minn á þessari stundu en efst er minningin um góða skapið. Einnig umburðar- lyndi þitt, hjálpsemi og gæska, ég vona að ég geti tileinkað mér þó ekki væri nema brot af því öllu. Minningabrotin flykkjast að. Þegar ég var barn og fór í langferð alla leið af Hverfisgötunni og vestur á Vest- urgötu þar sem þú varst með verk- stæði og verslun og vannst nánast all- an sólarhringinn til þess að búa okkur heimili, þá hafðir þú þó alltaf tíma fyr- ir mig og ég truflaði ekkert. Þú hafðir alltaf tíma fyrir okkur og varst boðinn og búinn til þess að aðstoða og leið- beina bæði í blíðu og stríðu. Hversu oft hef ég ekki hringt og leitað að- stoðar með allt milli himins og jarðar og alltaf fengið skjóta og örugga lausn? Gæfa mín var að eiga þig fyrir pabba. Á æskuárum þínum spilaðir þú í hljómsveitinni Marsbræður og varst ávallt mjög músíkalskur. Ófá eru þau skipti sem þú komst í heimsókn til okkar og fyrstu merki um komu þína var lagstúfur sem þú blístraðir og hljómaði inn um eldhúsgluggann. Nú kemur Siddi afi. Þessa eiginleika hafa barnabörn þín fengið frá þér og verða hvött til þess að nýta sér eins og þú hefðir gert hefðir þú lifað lengur. Hjörleifur þinn situr tímunum saman við hljómborðið sem þú gafst honum þegar þú lást banaleguna og spilar og semur lög sem hann tileinkar þér. Í mörg ár var það draumur þinn að innrétta húsbíl, draumur sem því mið- ur náðist ekki að uppfylla, en verkið var hafið og nú er það okkar barnanna að klára eins og við lofuðum þér og munum efna. Pabbi minn, banalega þín var sem betur fer ekki mjög löng, rétt rúmur mánuður frá því að þú greindist með krabbameinið. En þessi tími var mér mjög dýrmætur, hann þjappaði okkur systkinunum betur saman, við gátum brosað mér þér og metið góða skapið og lært betur að meta þann frábæra húmor sem þú hélst alveg fram undir það síðasta. Dýrmætasta augnablik mitt var það að fá að vera viðstaddur þegar að þú kvaddir, takk fyrir það elsku pabbi, ég er viss um þú kallaðir mig til baka. Hugsunin um að geta aldrei séð þig og talað við þig aftur er óendanlega erfið, en eins og við töluðum um þá ætlar þú að líta eftir okkur afkomend- unum um leið og þú ert búinn að hitta Lykla-Pétur sem var ofanlega í huga þér síðustu vikurnar. Vertu bless, elsku pabbi, við eigum eftir að hittast síðar og veit ég að notalegar móttökur eiga þá eftir að bíða mín og minna. Starfsfólki St. Jósefsspítala vil ég að lokum þakka fyrir frábæra umönn- um og hlýju sem það sýndi þér og okkur aðstandendum, það var ómet- anlegt. Ég sakna þín mikið og megi Guð vera með þér. Þinn Guðjón. Eitt er það sem aldrei gleymist, það er glaðværð þín, brosið þitt og hin óendanlega góðvild. SIGURÐUR SÍVERTSEN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.