Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 50

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 50
ÚT er komin hjá Máli og menn- ingu skáldsagan Skotgraf- arvegur eftir hinn finnska Kari Hotakainen. Bókin segir frá friðsemd- armanninum Matta en kon- an hans hefur flutt frá hon- um og tekið með sér fimm ára dóttur þeirra. Síðan dóttirin fæddist hefur Matti ver- ið heimavinnandi og séð um uppeldi stúlkunnar svo eig- inkonan Helena geti unnið og sinnt sínum áhugamálum. Bregður hann á það ráð að reyna að finna draumahús, í von um að húsið hjálpi honum að endurheimta fjölskylduna. Bókin hlaut Bókmenntaverð- laun Norðurlandaráðs 2004 og fjölda annarra verðlauna, m.a. Finlandia verðlaunin. en Kari er væntanlegur á bókmenntahátíð í september. Steinunn Guðmundsdóttir þýddi bókina. Skáldsaga 50 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGBÓK 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 Krossgáta Lárétt | 1 halda í skefj- um, 4 fulltingi, 7 girnd, 8 kvæði, 9 hef gagn af, 11 einkenni, 13 hlífa, 14 gestagangur, 15 lof, 17 dreitill, 20 stefna, 22 mergð, 23 gjafmild, 24 veiða, 25 tígrisdýr. Lóðrétt | 1 vígja, 2 guðs- hús, 3 lengdareining, 4 til sölu, 5 birtu, 6 líkams- hlutann, 10 jöfnum hönd- um, 12 tíni, 13 bókstafur, 15 kona, 16 hamslaus, 18 sterk, 19 hljóðfæri, 20 huldumanna, 21 gangur. Lausn síðustu krossgátu Lárétt | 1 kotroskin, 8 fólks, 9 ylinn, 10 ker, 11 tafla, 13 asnar, 15 summu, 18 úlpan, 21 nær, 22 kýrin, 23 askan, 24 griðastað. Lóðrétt | 2 orlof, 3 röska, 4 seyra, 5 iðinn, 6 eflt, 7 gnýr, 12 lóm, 14 sæl, 15 sókn, 16 mærir, 17 unnið, 18 úrans, 19 pakka, 20 nánd. Sudoku © Puzzles by Pappocom 5 1 7 2 8 6 9 2 7 1 4 8 6 5 7 2 9 7 5 6 1 3 5 9 6 2 5 6 8 4 7 1 9 3 2 1 2 9 8 6 3 5 7 4 4 7 3 9 5 2 6 8 1 3 8 1 7 2 9 4 5 6 2 4 5 3 8 6 7 1 9 6 9 7 5 1 4 8 2 3 9 5 6 1 3 7 2 4 8 7 3 4 2 9 8 1 6 5 8 1 2 6 4 5 3 9 7 Lausn síðustu gátu Þrautin felst í því að fylla út í reit- ina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com  Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Hrúturinn er svo sannarlega skapandi merki. Hann er listamaður dýrahringsins. Í dag fær hann fullt af góðum hug- myndum og nýtur sín í fjörugum leik með smáfólkinu. Naut (20. apríl - 20. maí)  Dagurinn er góður fyrir fasteigna- viðskipti. Hið sama gildir um fjölskyldu- samkundur. Óreiða gerir vart við sig til þess að byrja með, en í dagslok una allir glaðir við sitt. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Tvíburinn er hress, jákvæður og bjart- sýnn á framtíðina. Hann skynjar vinda breytinga og umskipti eru svo sannarlega að hans skapi. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Notaðu daginn í verslun og viðskipti, ekki síst seinnipartinn. Þú kemur auga á möguleika á alls kyns vexti og viðgangi á mörgum sviðum. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Ljónið er stórhuga í dag og til í að deila hugmyndum sínum með öðrum. Samræð- ur við vini einkennast af bjartsýni og hressleika. Þú áttar þig á mætti jákvæðr- ar hugsunar. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Trúnaðarsamtöl eru uppörvandi fyrir meyjuna í dag. Efasemdir sem hafa hrjáð hana að undanförnu heyra sögunni til. Sundurþykki heyrir sögunni til. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Hulunni er svipt af áhugaverðum leynd- armálum. Þú sérð eitthvað í glænýju ljósi. Til allrar hamingju er það sem þú upp- götvar uppörvandi. Rannsóknir skila góð- um árangri. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Misskilningur í sambandi við maka eða vini hefur dregið kjark úr sporðdrek- anum. Í dag kemst hann hins vegar aftur á sporið. Fólk styður við bakið á þér. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Áætlanir tengdar ferðalögum, útgáfu og æðri menntun virðast raunhæfari nú en áður sem virkar hvetjandi á bogmanninn. Samskipti við útlönd ganga vel. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitinni tekst að afla sér liðsinnis annarra í dag. Fólk er til í að leggja sitt af mörkum. Þú kemur auga á leiðir til þess að nýta þér bolmagn annarra. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Misskilningur hefur verið allsráðandi upp á síðkastið. Samræður við maka og nána vini virka hins vegar uppörvandi í dag. Gott er að njóta stuðnings og samþykkis. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Fiskurinn finnur til sívaxandi þarfar fyrir að auka skipulag sitt, bæði heima fyrir og í vinnunni. Þú óttast ekki að hrinda stórum áætlunum í framkvæmd. Stjörnuspá Frances Drake Meyja Afmælisbarn dagsins: Þú ert sannfærandi í samskiptum og kannt að ná til annarra. Þess vegna hefur þú náttúrulega hæfileika í kennslu, ráð- gjöf og leiðsögn. Þú hefur mikla faglega þekkingu og undirbýrð þig jafnan vel. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. Dr. Annette Pritchard, prófessor við há-skólann í Cardiff í Wales, heldur fyr-irlestur kl. 16.15 á þriðjudag, í stofu101 í Odda við Háskóla Íslands. Fyr- irlesturinn ber heitið „Ferðamál, ímyndarsköpun og kynjuð orðræða“ og er fluttur á vegum ferða- málafræði Háskóla Íslands og Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum. Anna Karlsdóttir, lektor við Háskóla Íslands, segir að fengur sé að heimsókn Annette Pritchard hingað til lands. „Það er stutt síðan farið var að skoða ferðamál í tengslum við kynjafræði og Ann- ette Pritchard er einn afkastamesti fræðimað- urinn á þessu sviði. Hún er rétt rúmlega fertug, en er forstöðumaður Welsh Centre for Tourism Research við háskólann í Cardiff, og gestapró- fessor við rannsóknarstofnun Nýja-Sjálands í ferðamálafræðum. Hún hefur bakgrunn úr fé- lagsvísindum, fjölmiðlafræði og félagsfræði, ásamt alþjóðastjórnmálafræði. Hún hefur ritað bækur og birt fjölmargar greinar í alþjóðlegum tímaritum um ímyndir, markaðssetningu í ferða- mennsku og kynjafræði, um kyngervi og um stjórnmál ferðamála.“ Anna segir að Pritchard hafi m.a. rannsakað tengslin á milli ímyndarsköpunar í ferðabæk- lingum og auglýsingum og hvaða áhrif kynja- ímyndir hafi á upplifun ferðamanna á áfangastöð- um. „Hér á landi hefur töluvert verið rætt um auglýsingar sem leggja áherslu á næturlífið í Reykjavík. Ímyndarsmiðir beita oft staðal- ímyndum, sem eru stundum gamlar lummur og lifa sjálfstæðu lífi í auglýsingum. Þá er kynferði oft notað til að vísa til náttúru og landslags. Nátt- úran er stundum kven- eða karlgerð.“ Anna segir að Annette Pritchard hafi beitt sér í jafnréttismálum og gegn kynlífsferðamennsku. „Þá má nefna að hún hefur verið mjög iðin við að skapa samstarfsvettvang fyrir fræðimenn á þeim sviðum sem snerta ferðamál og stjórnmál ferða- mála, þ.e. stefnumótun og áætlanagerð. Hún var meðal annars í forsvari fyrir First International Conference on Critical Tourism Studies sem hald- in var í Dubrovnik í Króatíu í júlí sl. Þá er hún stjórnarmaður í Executive Committee of the Association for Tourism in Higher Education á Bretlandi og í ritstjórn tímaritsins Journal of Tourism and Cultural Change and Leisure Stud- ies, ásamt því að vera reglulega með innlegg um ferðamál í útvarpi og sjónvarpi BBC.“ Auk fyrirlestrarins í Odda mun Annette Pritch- ard vera aðalfyrirlesari á heimsfundi menningar- málaráðherra úr röðum kvenna sem er haldinn í Reykjavík 29. og 30. ágúst á vegum Heimsráðs kvenleiðtoga (Council of Women World Leaders). Fyrirlestur | Dr. Annette Pritchard í Odda á þriðjudag Ferðamennska og kynjafræði  Anna Karlsdóttir er 37 ára, uppalin í Reykjavík. Hún lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Hamrahlíð árið 1988. Að stúdentsprófinu loknu nam hún þjóð- félagsfræði, opinbera stjórnsýslu og landa- fræði við háskólann í Hróarskeldu í Dan- mörku. Hún er nú lektor í mannvistarlanda- fræði og ferðamálafræði við Háskóla Íslands. Anna Karlsdóttir á tvo syni, Jónas Hrafn sem er fjórtán ára og Elías Snæ, sex ára. Staðurogstund http://www.mbl.is/sos Félagsstarf Félag eldri borgara, Reykjavík | Dansleikur sunnudagskvöld kl. 20. Caprí-tríó leikur fyrir dansi. Dags- ferð 3. september: Fjallabak syðra, Emstrur. Ekið að Keldum og um Fjallabak syðra að Álftavatni, síðan um Hvanngil og Emstrur, komið að Markarfljótsgljúfri. Nokkur sæti laus. Uppl. og skráning í síma 588 2111. Hraunsel | Pútt á Vallarvelli kl. 10– 11.30. Hæðargarður 31 | Félagsstarfið öll- um opið. Púttvöllur alla daga. Gönguhópar fjórum sinnum í viku. Betri stofa og Listasmiðja virka daga. Dagblöðin liggja frammi. Morgunkaffi, hádegismatur og síð- degiskaffi virka daga. Veitingar í Listigarðinum á góðviðrisdögum. Hárgrst. 568 3139 og Fótaaðgst. 897 9801. Vesturgata 7 | Námskeið í mynd- mennt, postulínsmálun, gler- bræðslu, ensku, spænsku og búta- saum byrja í september, einnig er í boði leikfimi, sund, boccía, tré- skurður, leshópur, kór og almenn handavinna. Skráning og nánari uppl. í síma 535 2740. Allir eru velkomnir óháð aldri. Vesturgata 7 | Hálfsdagsferð fimmtudaginn 1. september kl. 13. Ekið um stór-Reykjavíkursvæðið. Sögusafnið í Perlunni skoðað (fyrir þá sem vilja). Kaffiveitingar í Perl- unni. Skráning í síma 535 2740. Allir velkomnir. Vitatorg, félagsmiðstöð | Nú stendur yfir skráning í námskeið vetrarins, námskeiðin eru opin öll- um óháð aldri og búsetu. Við erum með námskeið í bútasaumi, perlu- og pennasaumi, bókbandi, gler- skurði, glerbræðslu, bókbandi og leirmótun. Allar uppl. í síma 411 9450. Kirkjustarf Hjálpræðisherinn á Akureyri | Samkoma sunnudaga kl. 20. Allir velkomnir. Hlutavelta | Þær Íma Fönn og Irpa Fönn Hlynsdætur og Birna Ósk Helgadóttir héldu tombólu og söfnuðu kr. 3.526 kr. til styrktar Rauða krossi Íslands. Morgunblaðið/Árni Torfason Útsala Opið virka daga kl. 10-18 laugardaga kl. 10-16 Nýbýlavegi 12, Kópavogi sími 554 4433

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.