Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 54

Morgunblaðið - 28.08.2005, Síða 54
What Remains of us verður sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni. KANADÍSKA heimildarmyndin What Remains of Us verður sýnd hér á landi á dagskrá Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík sem fram fer dagana 29. september til 9. október næstkomandi. Sýning myndarinnar er mikill viðburður en aðeins örfá eintök eru til í heiminum sem fást ein- göngu til sýninga gegn ströngum öryggiskröfum. Myndin er fengin hingað til lands í gegnum National Film Board of Canada og Toronto Film Circuit. What Remains of Us er afrakst- ur ferðar tíbetsku flóttakonunnar Kalsang Dolma til Tíbet á árunum 1996 til 2004, þar sem hún flutti þorpsbúum í Himalayafjöllum skilaboð frá andlegum leiðtoga þeirra Dalai Lama. Kalsang Dolma er búsett í Quebeck í Kan- ada og var myndin gerð án vit- undar kínverskra stjórnvalda með hjálp leynilegra tökuvéla. Tíbetski munkurinn Dalai Lama var neyddur í útlegð árið 1959 er kínversk stjórnvöld hertóku landið og var hann skilgreindur sem ógn við þjóðaröryggi. Hann hefur að- setur í Indlandi en Himalayafjöllin aðgreina leiðtogann frá heimalandi sínu og fólkinu sem hann hefur ekki talað við í tæp 50 ár. Árið 1996 tókst Kalsang Dolma fyrst að koma myndbandsupptökum með skilaboðum frá Dalai Lama til íbúa Tíbet. Heimildarmyndin fjallar um ferðina og viðbrögð íbúa Tíbet við skilaboðunum en veitir jafnframt innsýn í tilveru Tíbetbúa eftir 50 ára yfirráð Kínverja yfir þeim. What Remains of Us verður sýnd í flokknum Fyrir opnu hafi sem er blandaður flokkur þar sem sýnt verður úrval mynda sem vak- ið hafa athygli á hinu alþjóðlega kvikmyndasviði undanfarið ár. Fleiri verðlaunamyndir hafa verið staðfestar í flokknum. Þar má nefna japönsku verðlaunamyndina Nobody Knows og heimildarmynd- ina Darwin’s Nightmare sem valin var besta heimildarmyndin á evr- ópsku kvikmyndahátíðinni 2004. Þá verður Howl’s Moving Castle sýnd en hún er nýjasta kvikmynd japanska teiknimyndameistarans Hayao Miyazaki sem gerði verð- launamyndirnar Princess Mon- anoke og Spirited Away; og breska gamanmyndin The League of Gentlemen sem byggð er á gamanþáttum BBC2 um íbúa smá- bæjarins Royston Vasey er urðu að „költ“-fyrirbæri í bresku sjón- varpi. Í dagskrárnefnd sitja meðal annarra Baltasar Kormákur kvik- myndaleikstjóri, Sigurjón Sig- hvatsson kvikmyndaleikstjóri og Dagur Kári Pétursson kvikmynda- leikstjóri. Heiðursformaður dag- skrárnefndar er Helga Steph- enson, fyrrum stjórnandi Alþjóðlegu kvikmyndahátíðarinnar í Toronto. Kvikmyndir | Stórmerkilegt ferðalag tíbetskrar kvenhetju Arfleifð okkar Tíbet hefur verið á valdi Kínverja í tæp 50 ár. www.filmfest.is 54 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ TÓNLISTARMAÐURINN Hera hefur fengið það hlutverk að hita upp fyrir Joe Cocker í Laugardalshöll á fimmtudags- kvöldið. Húsið verður opnað klukkan 19 og stígur Hera á svið kl. 20. Uppselt er í stúku en miðar eru ennþá til í stæði næst sviðinu. Miðasala fer fram í verslunum Skífunnar, BT á Akureyri og Selfossi og Pennanum Akranesi sem og á www.concert.is. Hera er að senda frá sér sína fimmtu breiðskífu núna í september en eins og margir vita er Hera búsett á Nýja- Sjálandi. Hera Hjartardóttir er þekkt fyrir lagasmíðar og söng. Hera hitar upp fyrir Joe Cocker

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.