Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 56

Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 56
56 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ Gamanmyndin The Dukesof Hazzard verður seintsökuð um að vera djúpen Seann William Scott virðist vera nokkuð sama. Hins vegar er nóg af hasar í henni og þá sérstaklega bílaeltingaleikjum, nokkuð sem Seann hefur sérstakt dálæti á. Seann kannast margir við í hlut- verk Steve Stifler í American Pie- myndunum og það er alls ekki í eina skiptið sem hann hefur leikið léttgeggjaða náunga. Ferill hans einkennist af léttgeggjuðum kvik- myndum á borð við Road Trip, Dude, Where’s My Car? og Old School. Hann ætlaði sér aldrei að verða grínmyndaleikari og taldi hæfileika sína liggja á öðrum svið- um leiklistarinnar. Eftir tíu ár í Los Angeles eru gamanmyndirnar á ferilskrá orðnar ófáar, Stiflerinn hafði sitt að segja, og áreiðanlega einnig það að fólk brosir þegar það sér þennan mann. Það jafnvel hlær án þess að hann geri nokkurn skapaðan hlut á skjánum. Seann var staddur í London þeg- ar Morgunblaðið ræddi við hann en þar var nýbúið að frumsýna gamanmyndina sem viðtalið snýst um. Hann er ákaflega viðkunn- anlegur og fagmannlegur fram í fingurgóma. „Við fengum ótrúleg viðbrögð á frumsýningunni. Ég hef ekki séð annað eins. Ég er það heppinn að hafa gert margar myndir en ég hef aldrei farið á frumsýningu þar sem eru svona margir æpandi krakkar, ég hélt þeir væru að grínast í mér,“ segir hann. Óþarft að hafa séð þættina The Dukes of Hazzard er gerð eftir samnefndum sjónvarpsþátt- um, sem nutu geysimikilla vin- sælda í Bandaríkjunum. Að sögn Seanns bárust þættirnir yfir hafið og voru vinsælir í Englandi og nokkrum öðrum Evrópulöndum. Hingað komu þeir ekki en hann telur að það eigi ekkert eftir að spilla fyrir bíóupplifun íslenskra ungmenna. „Í Bandaríkjunum komumst við að því að meirihluti fólksins, sem fór á myndina var of ungur til að hafa séð þættina. Ég held reyndar að maður þurfi ekki að hafa séð þættina til að kunna að meta myndina. Við vildum auðvitað að aðdáendur þáttanna yrðu ánægðir en líka höfða til þeirra sem höfðu aldrei séð þá. Þegar allt kemur til alls er þetta bara hasargrínmynd,“ segir hann og bætir við að myndin skeri sig að þessu leyti úr hópi mynda sem nýlega hafi verið gerð- ar eftir gömlum sjónvarpsþáttum. „Þær hafa oft verið gerðar sér- staklega fyrir aðdáendurna en ekki hina.“ Seann, sem á einhverja daga eft- ir í 29 ára afmælið, fylgdist sjálfur með sjónvarpsþáttunum þegar hann var krakki. „Ég elskaði bíl- Kvikmyndir | Seann William Scott leikur í The Dukes of Hazzard Villt og frekar líkamlegt Grallarinn Seann William Scott ætlaði sér aldr- ei að verða gamanleikari. Hann ræddi við Ingu Rún Sigurðardóttur um kappakstur og hvern- ig hann heimtaði að fá Johnny Knoxville með sér í The Dukes of Hazzard. Bo og ástin, hinn óviðjafnanlegi bíll General Lee. Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.