Due to maintenance work, there may be disruptions to the Tímarit.is service from 18:00 onwards.

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 57

Morgunblaðið - 28.08.2005, Side 57
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 57 inn. Og Daisy Duke líka. Það er ástæðan fyrir að ég fylgdist með hverjum einasta þætti,“ segir hann en Daisy þessi er skutla þáttanna og myndarinnar, þar sem nýgifta söngkonan Jessica Simpson túlkar hennar löngu stuttbuxnaleggi. Ein- tóm nostalgía varð þó ekki þess valdandi að hann ákvað að taka þátt í myndinni. „Ég falaðist ekki eftir hlutverkinu vegna þess að ég var gamall aðdáandi heldur því ég hélt það gæti verið gaman að gera þessa mynd. Ég hélt það yrði gam- an að leika þessa persónu og mig langaði að keyra bílinn. En svo sagði ég að ég vildi ekki gera myndina nema þeir fengu Johnny Knoxville,“ segir Seann sem varð að ósk sinni. Seann og Johnny leika frændurna Bo og Luke Duke, sannkallaða grallara, sem komast ótal oft í kast í við lögin í mynd- inni. Honum fannst gaman að vinna með kjánaprikinu og segist sjálfur hafa verið enginn engill fyrir myndina. „Svo ég var viss um að við myndum skemmta okkur sam- an. Hann er einn af þeim strákum á mínum aldri sem mér þykja fyndnir. Hann er mjög sjarm- erandi. Ég var mjög spenntur að vinna með honum og hefði ekki tekið þátt í myndinni annars. Það sést á myndinni hvað við skemmt- um okkur vel við gerð hennar,“ segir hann en margt sem Bo og Luke taka uppá minnir á Jackass. „Já, við vildum það. Johnny á svo stóran aðdáendahóp að við vildum láta þetta vera svolítið villt og frekar líkamlegt.“ Áhættuökukennsla í mánuð Eitt er víst að eltingaleikirnir eru margir. „Já! það var skemmti- legt. Ég vann með áhættuöku- manni í mánuð, sem áður starfaði sem atvinnukeppnismaður í ökuí- þróttum. Í myndinni geri ég um 15 áhættuatriði og til viðbótar taka þátt nokkrir af bestu áhættuöku- mönnum heims,“ útskýrir hann stoltur en það er hægt að taka undir það að atriðin eru mögnuð. „Í svo mörgum myndum er bara notast við tölvubrellur en í þessari mynd eru allar ökubrellurnar ekta,“ ítrekar hann. Skyldi hann hafa orðið hræddur? „Eiginlega ekki. Þetta var „adr- enalínrush“. Ég hafði æft mig mjög mikið og var spenntur að fá að gera þessi áhættuatriði. En ef ég hefði klúðrað þessu hefði ég getað keyrt á myndavél eða eitt- hvað af tökuliðinu. Ég gleymdi því ekki en varð ekkert stressaður,“ segir hann svalur enda fékk hann toppeinkunn hjá rallíökukenn- aranum. Ástfanginn af bíl Kappakstursbíllinn General Lee nálgast það að vera persóna í myndinni. Hann er vissulega glæsi- legur og má segja að Bo sé ást- fanginn af honum. Seann grínast með að verða ást- fanginn af bíl á hverjum einasta degi. Hann bakkar þó með yfirlýs- inguna og segir þetta ástarsam- band bíls og manns vera byggt á nokkrum gömlum vinum hans úr heimaríkinu Minnesota. Þar átti hann vini sem huguðu að bílnum sínum hverja helgi, alltaf að betr- umbæta. „Ég tók þessa hugmynd aðeins lengra og lét Bo vera í raun ástfanginn af bílnum. Það er smá vitleysislegt en það er fyndið. Þetta er vitleysisleg mynd, hún á að vera það!“ Minnesota er talsvert öðruvísi en Hazzard County. „Ég ólst upp í frekar dæmigerðu úthverfi. Þetta var frekar nálægt sveit en samt öðruvísi en Hazzard County.“ Jessica Simpson smellpassar í stuttbuxur Daisy Duke. „Mér fannst hún standa sig vel. Það var í raun ekki krafist mikils af okkur, við áttum bara að skemmta okkur og taka hlutunum ekki of alvar- lega. Hún skemmti sér vel og lagði sig mikið fram við að líta eins vel út og hægt var. Henni tókst vel upp.“ Hægt er að segja að The Dukes of Hazzard sé meiri strákamynd og tekur Seann með semingi undir það. „Ég hugsa að hún höfði eitt- hvað meira til stráka. En ég held að bæði strákar og stelpur nenni að fara á grínmynd til að horfa á tvo stráka fíflast.“ Tveir heldri menn skipa stór hlutverk í myndinni, þeir Willie Nelson og Burt Reynolds. „Það var frábært að vinna með þeim. Þessir menn hafa verið goðsögn svo lengi. Þeir hafa enn gaman af því að vera í bransanum.“ Grínistar í dramahlutverkum Seann er þekktastur fyrir gamanhlutverk. „Ég hef núna mjög gaman af því að gera grínmyndir en ég hafði engan áhuga á því þeg- ar ég flutti fyrst til Los Angeles. Ég hélt að það væri ekki mín sterka hlið. En ég er kominn út á þessa braut og mig langar að gera fleiri grínmyndir. En einmitt núna er ég að gera mynd með leikstjóra Donnie Darko, Richard Kelly. Svo er ég í dramatísku hlutverki eftir það og því næst tekur viðgam- anhlutverk. Ég held að það væri best ef ég gæti skipt á milli slíkra hlutverka, þá yrði ég ánægður. Myndin hans Kelly heitir South- land Tales og með The Rock, Sö- ruh Michelle Gellar, Will Ferrel og Mike Myers. „Leikstjórinn ákvað að fá fullt af gamanleikurum og setja þá í mjög svarta mynd,“ segir hann og verður spennandi að sjá útkomuna. Línudansinn er mikill í Holly- wood. „Þegar þú ert orðinn þekkt- ur fyrir gamanhlutverk verður maður að fara varlega í dramað því aðdáendur geta komist í uppnám og halda að þú sért að yfirgefa þá,“ útskýrir Seann. Hann hefur búið í tíu ár í Los Angeles. „Núna bý ég eiginlega úti í sveit, næstum klukkutíma frá borginni. Mér finnst ekkert gaman að vera í borgum, a.m.k. ekki í LA,“ segir hann. Þó er það hentug staðsetning fyrir kvikmyndagerð. „Þar fara all- ir fundir fram en flestar myndir eru reyndar teknar upp utan borg- arinnar eða landsteinanna. Stund- um er tekið upp í myndveri en frekar á stöðum eins og Louisiana, eins og Dukes, Kanada eða enn lengra í burtu.“ Seann hefur áhuga á því að gera aðra mynd með Johnny. „Já, það væri frábært. Þetta var mjög skemmtilegt. Ég held að það sem í raun standi uppúr í myndinni er hvað við erum góðir saman.“ Jessica Simpson smellpassar í stutt- buxur Daisy Duke. ingarun@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.