Morgunblaðið - 28.08.2005, Qupperneq 58
58 SUNNUDAGUR 28. ÁGÚST 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Fátt hljómar frumstæðara enbandarískur kassagítarblús,gamlar upptökur meðCharley Patton, Robert
Johnson, Son House, Tommy John-
son, Ishman Bracey og Skip James
hljóma eins og raddir lengst aftan
úr forneskju, brak og brestir, suð
og smellir eins og undirstrika að
þetta eru ekki bara raddir aftan úr
forneskju heldur eru þær frá ann-
arri plánetu. Þó eru ekki svo mörg
ár síðan Son House tók upp fyrstu
prufuna af Walking Blues, rúm sjö-
tíu ár að vísu, en ekki sjö hundruð
eins og manni gæti dottið í hug við
að heyra upptökuna þegar hún kom
loks út fyrir nokkrum árum.
Sveitablúsinn, kassagítarblúsinn,
Mississippi-blúsinn, Deltablúsinn,
hvaðsemmaðurvillkallaþaðblúsinn
er eitt hreinasta tjáningarform sem
maður rekst á í tónlist, einn maður
með kassagítar svo gagntekinn til-
finningu að hann emjar og vælir,
stynur og rymur – annað eins heyr-
ir maður eiginlega ekki nema
kannski í rebetikotónlist grískri
(amanedes-söngvum). Flestir frum-
herjarnir sem fengust við slíka
músík og mótuðu hana eru allir
löngu fallnir frá, en nokkrir lifa enn
og sumir eru meira að segja enn
að, til að mynda David „Honeyboy“
Edwards, sem er meðal síðustu
Delta-blúsmannanna sem enn lifa.
Honeyboy Edwards hélt að
heiman fjórtán ára gamall til að
spila blús árið 1929, rétt þegar
Delta-blúsinn var að ná listrænum
hápunkti sínum. Hann kynntist
mörgum af helstu blúsmönnum
sögunnar, Tommy McClennan, Big
Joe Williams, Robert Johnson, Big
Walter Horton og Yank Rachell,
svo dæmi séu tekin, stundaði sama
flækingslíf og þeir þar sem haldið
var á milli svæða í Suðurríkjunum
eftir því hvernig miðaði með upp-
skeru og menn áttu fé til að eyða í
skemmtanir.
Edwards er frá bænum Shaw í
Mississippi og lærði gítarspil af
föður sínum og af því að hlusta á
þá kunningja sína Tommy
McClennan og Robert Petway sem
báðir eru frá sama svæði. Fram-
haldsnám stundaði hann svo sem
eins konar lærlingur hjá Big Joe
Williams og tók svo til að spila einn
síns liðs að mestu, en einnig var
alltítt að menn legðu saman í púkk,
ferðuðust saman og spiluðu. Hann
er núorðið einn fárra til frásagnar
af þeim fræga Robert Johnson sem
hann spilaði talsvert með, en Ed-
wards var einmitt á staðnum þegar
eitrað var fyrir Johnson.
Fyrstu upptökurnar
Undir lok fjórða áratugarins
fluttist Edwards til Memphis og
spilaði meðal annars með The
Memphis Jug Band, Memphis Slim,
Roosevelt Sykes, Big Walter
Horton og Little Walter Jacobs.
Fyrstu upptökurnar gerði hann
1942 á Stowall plantekrunni þegar
Alan Lomax var þar á ferð að safna
tónlist. Til gamans má geta þess að
við sama tækfæri hljóðritaði Lomax
ungan tónlistarmann, McKinley
Morganfield, sem síðar varð þekk-
ur undir nafninu Muddy Waters.
Edwards tók upp nokkur lög í
þessari lotu og einnig tók hann upp
nokkur lög á næstu árum fyrir ým-
is fyrirtæki. Í upphafi sjötta ára-
tugarins settist Edwards að í
Chicago, tók þátt í þeim gríðarlegu
fólksflutningum sem áttu sér stað á
þeim tíma er blökkumenn fluttust
úr sveitum Mississippi og víðar
norður í velmegunina. Þar vann
hann sér orð sem góður slidegít-
arleikari og lék meðal annars inn á
band með Willie Dixon, Muddy
Waters, Otis Spann, Sunnyland
Slim og Howlin’ Wolf.
Enn í fjöri
Nýir lífshættir kölluðu á nýja
gerð tónlistar og blúsinn lét undan
síga. Edwards hafði hægt um sig
um hríð en tók svo upp þráðinn á
sjöunda áratugnum og á næstu ár-
um og áratugum fór hann um
heiminn, lék á tónleikum víða í
Evrópu og Japan. Undir lok níunda
áratugarins og í upphafi þess tí-
unda tók hann upp þráðinn aftur í
upptökum með ágætum árangri.
Síðan hafa komið nokkrar skífur
sem eru almennt góðar, þó hann
verði eðlilega mistækari með aldr-
inum, en einnig skrifaði hann stór-
merkilega ævisögu, The World
Don’t Owe Me Nothin’, sem kom út
1998, en árið áður kom út sam-
nefnd plata.
„Honeyboy“ Edwards er á mála
hjá Earwig Music og á vefsetri út-
gáfunnar er hægt að nálgast tónlist
hans, bókina og heimildarmynd,
sjá: www.earwigmusic.com.
Tónlist á sunnudegi
Árni Matthíasson
Lifandi goðsögn
Þeir eru ekki margir til í dag sem státað geta af því
að hafa spilað með Robert Johnson, hvað þá að
hafa verið á staðnum þegar hann var myrtur. Dav-
id „Honeyboy“ Edwards spilaði með mörgum af
helstu upphafsmönnum blúsins og er enn að.
David „Honeyboy“ Edwards
Sýnd kl. 8
Sýnd kl. 10.30 B.i 16 áraSýnd kl. 2, 4 og 6 Í þrívídd
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
VINCE VAUGHN OWEN WILSON
Sýnd kl. 2.40, 5.20, 8 og 10.30
Sýnd kl. 10.10
Sýnd kl. 8 B.i 10 ára
OFURHETJURNAR ERU MÆTTAR Í
EINNI STÆRSTU MYND ÁRSINS
J Í
I I I
WWW. XY. IS
WWW. XY. IS
Sýnd kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.20 B.i 10 ára
Sími 564 0000
KVIKMYNDIR.COM
S.K. DV
BESTA GRÍNMYND
SUMARSINS
„FGG“ FBL.
BESTA GRÍNMYND
SUMARSINS
„FGG“ FBL.
H.J. / Mbl.. . l.
H.J. / Mbl.. . l.
“Hann var kvennabósi mikill… en nú kemur fortíðin í bakið á honum.”
Fékk Grand Prix
verðlaunin í Cannes.
Hefur fengið einróma lof
gagnrýnenda um heim allan.
Sýnd kl. 5.40, 8 og 10.20
Sýnd kl. 2, 4 og 6 ísl tal
KVIKMYNDIR.COM
RÁS 2 Ó.H.T
S.K. DV
KVIKMYNDIR.IS
RÁS 2 Ó.H.T
KVIKMYNDIR.IS
kl.2.40, 5.20, 8 og 10.30
Miðasala opnar kl. 15.00
Frábærtævintýri fyrir alla
fjölskylduna!
Frábærtævintýri fyrir alla
fjölskylduna!
Frábærtævintýri fyrir alla
fjölskylduna!
Frábærtævintýri fyrir
alla fjölskylduna!
“Hann var kvennabósi mikill… en nú
kemur fortíðin í bakið á honum.”
Fékk Grand Prix
verðlaunin í Cannes.
Hefur fengið
einróma lof
gagnrýnenda um
heim allan.
Sýnd kl. 6 og 8
Sýnd kl. 2 og 4 ísl tal