Morgunblaðið - 28.09.2005, Síða 1
STOFNAÐ 1913 262. TBL. 93. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is
Hártíska
að hausti
Klippingin undirstrikar andlits-
fallið og hárið er á hreyfingu | 42
Úr Verinu og Íþróttir í dag
Úr verinu | Stoltur af árangri smábátaeigenda Humarveiði með
besta móti á vestursvæðinu Kvótakerfi leiðir til ábyrgra fiskveiða
Íþróttir | Sigrar hjá stórliðunum Góð byrjun Stjörnukvenna
metrar og skyggnið lélegt. Neyðarkall
barst frá skútunni um gervihnött kl. 2.17 í
fyrrinótt og er ljóst var að nærstatt norskt
skip treysti sér ekki til aðstoðar var TF-
LÍF sem og TF-SYN Fokker-flugvél Land-
helgisgæslunnar, send af stað um kl. 5.40
frá Reykjavík.
Auðunn F. Kristinsson, stýrimaður á
flugvélinni, segir að þeir hafi fundið skút-
una um fimm mínútum eftir að þeir komu
„ÞAÐ skall alda á bátnum og lagði hann á
hliðina og við það brotnaði mastrið,“ sagði
skipbrotsmaðurinn Adam Lalich, er hann
kom til Reykjavíkur í gær eftir að hafa
verið bjargað af skútu á Grænlandssundi í
gærmorgun. Adam er Bandaríkjamaður
en skoskur félagi hans fórst.
Veður var mjög slæmt á slysstað, 20–25
m/s, hvasst og mikill éljagangur. Afar
slæmt var í sjóinn, ölduhæð um 10–15
á staðinn um kl. 8 í gærmorgun og hafi
leiðbeint þyrlunni síðasta spölinn. Það
hafði mikið að segja því þyrlan hafði að-
eins flugþol til að vera í um 30 mínútur á
svæðinu. Hver mínúta hafi því skipt máli.
TF-SYN hélt leit áfram í um klukku-
stund eftir að manninum var bjargað af
skútunni, en án árangurs. Félagi hans er
talinn af enda hvorugur mannanna í flot-
galla og sjávarhiti ekki hár. | 4
Ólgusjór var á Grænlandssundi þar sem skútan fékk á sig brotsjó. TF-LÍF sveimar yfir slysstað í gærmorgun.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Adam Lalich var bjargað um borð í TF-LÍF sem
lenti með hann í Reykjavík um hádegi í gær.
Hver mínúta skipti máli
Ljósmynd/Landhelgisgæslan
TONY Blair, forsætisráðherra Bretlands,
segir að Verkamannaflokkurinn verði að
halda áfram samfélagsumbótum ef hann vilji
tryggja sér varanlega arfleifð. Hann sagði
ennfremur í 45 mínútna ræðu sinni á lands-
fundi flokksins í Brighton í gær að eina leiðin
til að halda verndar-
hendi yfir saklausu
fólki í Írak væri að
hvika hvergi. Ekki
mætti „ofurselja þetta
fólk ofsatrúarmönnum
eða síðustu áhangend-
um Saddams“ og kalla
breska herliðið heim.
Ráðherrann sagðist þekkja margt ágæt-
isfólk sem hefði verið andvígt Íraksstríðinu
en átta og hálf milljón Íraka hefðu sýnt
„hvaða framtíð þeir vildu þegar þeir mættu á
kjörstað í janúar“. Kannanir í Bretlandi sýna
nú vaxandi andúð á veru bresks herliðs í Írak
og vill liðlega helmingur þjóðarinnar að
stjórnin birti áætlun um brottflutning liðsins.
Blair hefur sagt að hann muni hverfa úr
embætti fyrir lok kjörtímabilsins sem rennur
út í maí 2010 en ekki þykir mönnum neitt í
ræðu hans benda til að það verði á næstunni.
Hann varði náið samstarf sitt við Banda-
ríkjamenn. „Bretum ber að vera dyggasti
bandamaður Bandaríkjamanna,“ sagði Blair.
„Ég veit að sumir myndu vilja að ég gerði
eins og Hugh Grant í [kvikmyndinni] „Love
Actually“ og segði Bandaríkjamönnum til
syndanna. En munurinn á góðri mynd og
veruleikanum er sá, að í veruleikanum kem-
ur dagur eftir þennan dag, ár eftir þetta ár –
heil eilífð til að íhuga hræðilegar afleiðingar
þess að ávinna sér hylli á auðveldan hátt.“
Blair segist
ekki hvika í
Íraksmálum
Eftir Kristján Jónsson
kjon@mbl.is
Tony Blair
DAVÍÐ Oddsson lét af ráðherradómi á ríkis-
ráðsfundi á Bessastöðum í gær. Í kjölfarið tók
við nýtt ráðuneyti Halldórs Ásgrímssonar. Geir
H. Haarde tók við embætti utanríkisráðherra í
stað Davíðs, Árni M. Mathiesen tók við embætti
fjármálaráðherra af Geir og Einar K. Guðfinns-
son tók við embætti sjávarútvegsráðherra af
Árna. Samkomulag hefur verið gert um að Hall-
dór og Geir leysi hvor annan af, líkt og þeir
Halldór og Davíð gerðu.
Davíð sagði við fréttamenn eftir ráðherra-
skiptin á Bessastöðum í gær að hann væri þakk-
látur fyrir að hafa fengið jafnlengi og með jafn-
afgerandi hætti að hafa áhrif á þróun lands og
þjóðmála. Hann sat rúmlega fjórtán ár í rík-
isstjórn, þar af í rúm 13 ár sem forsætisráð-
herra. Hann tekur við starfi formanns banka-
stjórnar Seðlabanka Íslands í næsta mánuði.
Halldór sagði að engin sérstök stefnubreyt-
ing yrði hjá ríkisstjórninni eftir breytingarnar,
enda starfaði ný ríkisstjórn eftir sama stjórn-
arsáttmála og áður. Hann sagði jafnframt að
efnahagsástandið væri gott, þótt það væri nokk-
ur þensla. Hann sagði stefnt að því að leggja
fram nýtt fjölmiðlafrumvarp á Alþingi í haust.
Geir H. Haarde sagði við fréttamenn þegar
hann hafði tekið við lyklavöldunum í utanrík-
isráðuneytinu að hann myndi ekki breyta
ákvörðun um framboð Íslands til Öryggisráðs
Sameinuðu þjóðanna. „Ákvörðunin um þetta
var tekin fyrir nokkrum árum, henni hefur ekki
verið breytt og ég mun ekki beita mér fyrir því
að afturkalla hana. Ég tel að við eigum að axla
ábyrgð í samfélagi þjóðanna þegar eftir því er
leitað og ef við náum þarna kjöri. Við eigum hins
vegar ekki að eyða miklum peningum í sjálfa
kosningabaráttuna. Ég mun leita leiða til þess
að draga verulega úr fyrirhuguðum kostnaði
hvað þetta varðar. En það stendur að við verð-
um þarna í framboði og munum taka kjöri ef við
hljótum kosningu.“ Hann sagði að um 200 millj-
ónum hefði nú þegar verið varið til framboðsins.
Stendur við framboðið
til Öryggisráðs SÞ
Morgunblaðið/Sverrir
Geir H. Haarde tók við lyklum í utanríkisráðuneytinu af Davíð Oddssyni í gær. Davíð lætur af ráð-
herradómi eftir rúmlega fjórtán ára setu í ríkisstjórn, þar af í rúm þrettán ár sem forsætisráðherra.
Halldór Ásgrímsson
og Geir H. Haarde munu
leysa hvor annan af
Eftir Örnu Schram
arna@mbl.is
Lætur af ráðherradómi
Breytingar á ríkisstjórn | 6 og 24–25