Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR SAMKVÆMT minni spá fer lax- veiðin í ár yfir 55.000 laxa,“ segir Orri Vigfússon, formaður Vernd- arsjóðs villtra laxastofna, en hann hefur í mörg ár fylgst reglulega með veiðitölum yfir sumarið og gert spá um heildarveiðina. Besta laxveiði- sumarið til þessa var árið 1978 þegar 52.679 laxar veiddust. Veiði er þegar lokið í flestum laxveiðiám og lýkur í þeim síðustu nú í vikunni. „Ég fylgist reglulega með tölum í 36 veiðiám, sem gefa mér viðmiðun, svo er veiðin í öðrum ám í svipuðu hlutfalli frá ári til árs. Ég geri ráð fyrir að það sé eins nú í ár. Það mun- ar aldrei nema 3 til 400 löxum; þetta gæti farið niður undir 54.500 eða upp í 55.500 laxa.“ Eystri Rangá í 4.080 löxum „Veiðin er núna í 4.080 löxum,“ sagði Einar Lúðvíksson við Eystri Rangá í gærmorgun. „Hér hefur verið óvenju kalt. Þegar mikið frost hefur verið á næturnar, allt að fimm gráður, þá hefur veiðin verið dauf daginn eftir. Menn hafa samt verið ótrúlega iðnir við veiðarnar. Þeir skynsömustu hafa veitt með pung- sökku og letingja, með maðk eða túpur.“ Veiðin hresstist í fyrradag, þá var frostlaus nótt og 15 laxar komu á land. Spurningin sem margir velta nú fyrir sér, þegar fjórir veiðidagar eru eftir, er hvort Eystri Rangá nái nýja aflametinu af Þverá-Kjarrá. „Nú er spáð ágætlega fyrir næstu daga þannig að veiðin gæti alveg far- ið í 4.150 laxa, ef vel gengur,“ sagði Einar og bætti við að menn hafi ver- ið að sjá nýgengna laxa síðustu daga. Nýgenginn og lúsugur lax veidd- ist í Bergsnös í Stóru Laxá um síð- ustu helgi. Veiðin hefur verið treg í kuldunum síðustu vikur, eins og annars staðar þar sem enn er verið að veiða. Veiðin í ánni stóð þá í 430 löxum. 231 hafði veiðst á svæðum eitt og tvö, 80 á þriðja svæði og 119 á því fjórða. Vegna kuldanna hafa veiðimenn ekki verið að lenda í þess- um rómuðu haustskotum, heldur hefur veiðin verið nokkuð jöfn. Að sögn Sigurðar Sigmundssonar frá Syðra-Langholti, sem var við ána um helgina, er talsvert af laxi í ánni en bændur hefðu kosið að veiðimenn hefðu sett meira af hrygnum í klakk- istur en raun er á. Sagði hann suma veiðimen hafa verið of ákafa við að drepa hrygnur, en bændur vilja sleppa svæðum ofan við laxgenga fossa. Lýst eftir veiðimanni sem veiddi 22 pundara í Geirlandsá Samkvæmt veiðibókinni við Geir- landsá veiddist á dögunum nýgeng- inn 11 kílóa, eða 22 punda, lax á Snældu í Fernishyl. Veiðimaðurinn nefnist Árni en stjórnarmenn í Stangveiðifélagi Keflavíkur vildu gjarnan ná tali af veiðimanninum og mynd af fiskinum, enda mun þetta líklega vera stærsti lax sem veiðst hefur í ánni og eitt af tröllum sum- arsins. Samkvæmt vefmiðlinum votnogveidi.is veiddist 341 lax og ná- kvæmlega jafnmargir sjóbirtingar í Álftá á Mýrum í sumar. Er það næstbesta laxveiði sem sögur fara af í ánni, en árið 1988 veiddust 443. Þá endaði Miðá í Dölum með 260 laxa, sem er 15 löxum meira en gamla metið. 744 laxar komu upp úr Leir- vogsá, sem er frábær útkoma í tveggja stanga á og Grímsá endaði í 1.486. Í Gljúfurá veiddust 255, sem er besta veiðin í tíu ár en í fyrra veiddust aðeins 166 og 88 árið 2003. Spáir að veiðin nái 55.000 löxum $%&'(% ))* +,'-! ))). ))/           ! "# $ %&  '  ( ) %&*  ! + , -).  ( ) /0!.  ( )  #    1 ,&    ( 2 3   4)    5 & + ,,&   4   + !6    #   (  7!.    +)  '   ' !.,&    !   + , * '#  +8 ,&   5&*6 '  5&*  +06 ' .  3   +  #    79:      /0 *) 01*) 2 ) 03 1 0 /) /0 0 2 0*11 03** 0/24 022) 0 3/ 04 ) 0*1) 0)4 01/) 0 3* 0 3/ 42* 1// 1) 3/2 1)4 *) 4/* 3 1 4 * 2 /4) 4) 4) /* /0 1* 011 **0)/4 % %&& ' (%) *)) ' '%' + %,' + %*% + -*) + %)& + ,-. + ),& + &%% (*' + %,- ' '', (.* + *.& + +%% (-. .&& ,+' .-' -.& -++ '&* .*& &(+ ')- %(, -%+ ... +(* '&- ,. %& %', ( -,, .& )+- + -+& + -%) ')' ' '() + .&% + ()& + &-) + -&) + .,+ + +&* + %(. + +'* &). &** -'. &,, + )+) -), -.) &&, %)( .*' ..( %*) %*( %'. '%* '*- +-. +-- +&+ .( +)& '- )'. * ,.+ %% ,-& (&' *'' %%& + -)& ' '+* + ... + -&% + -%( + (++ + ++- ,,) + +)' ,%% *., + +,( ,,* (.% ,.) .+& &') &-) .*, .(. ',( %.' %)( %+' '-) +-, %++ '+' +&' ,. '& ('' * ,.& %% *-* ' ,&) ' &&) '%% + .)* + %%* + '+) + +), (+- ()% + ))& ,** (., + ),- .%% + ).' &,+ &%' &,. &** .%. &-' .+. .+, %+* +(+ '&* %)% ',% +'- +.- +', ++. ** '% (.( - +)& %) )&. ' &,& + +&- +*+ + )+. + -.+ + ',- + %-) + +') ,)% + )&) -)* ('* *+% -%' (.' -.) --* %'% %.( .,* *-) &(' .)& '.( +(, +&- %+& +*) +.+ +(* +.% .( &( '+ ()* & %&) '* '&* veidar@mbl.is STANGVEIÐI Latibær fær kaupstaðar- réttindi á morgun VIÐSKIPTABLAÐ MORGUNBLAÐSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.