Morgunblaðið - 28.09.2005, Síða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Bagdad. AFP, AP. | Íraskir og banda-
rískir hermenn felldu einn af helstu
foringjum al-Qaeda í Írak, hreyfing-
ar uppreisnarmanna í landinu, í árás
á fjölbýlishús í Bagdad um helgina,
að sögn íraskra yfirvalda og banda-
ríska hersins í gær.
Hryðjuverkaforinginn Abu Azz-
am, sem er talinn vera Palestínu-
maður, var skotinn til bana eftir
ábendingu frá Bagdad-búa um að
hann dveldi í fjölbýlishúsinu. Talið er
að Abu Azzam hafi stjórnað fjármál-
um hreyfingarinnar og starfsemi
hennar í Bagdad.
Þjóðaröryggisráðgjafi írösku
stjórnarinnar, Muwaffaq Rubaie,
sagði þetta mikilvægan áfanga í bar-
áttunni gegn uppreisnarhreyfing-
unni. „Okkur tókst að vega næst-
æðsta mann al-Qaeda í Írak. Við
teljum að hann hafi látið drepa 1.200
Bagdad-búa.“
Al-Qaeda í Írak kvaðst ekki geta
staðfest að Abu Azzam hefði fallið og
neitaði því að hann væri næstæðsti
foringi hreyfingarinnar.
Abu Azzam var á lista Bandaríkja-
hers yfir 29 menn sem hann leggur
mesta áherslu á að handsama eða
fella í Írak. Herinn hafði lagt 50.000
dollara, sem samsvarar rúmum 30
milljónum króna, til höfuðs honum.
Abu Azzam hafði lýst á hendur sér
drápum á mörgum stjórnmálamönn-
um, þeirra á meðal Izzadine Saleem,
forseta framkvæmdaráðs sem
bandarísk yfirvöld skipuðu, í
sprengjutilræði í maí í fyrra.
Al-Qaeda í Írak hefur staðið fyrir
mörgum sprengjutilræðum sem hafa
kostað hundruð manna lífið. Leiðtogi
hreyfingarinnar, Jórdaninn Abu
Musab al-Zarqawi, hefur lýst yfir
„allsherjarstríði“ á hendur sjítum í
Írak.
NATO opnar þjálfunarstöð
Að minnsta kosti tíu manns biðu
bana í sjálfsmorðsárás á hóp nýráð-
inna lögreglumanna í bænum Baq-
uba, norðan við Bagdad, í gær þegar
þeir mættu til vinnu í fyrsta skipti.
Um 26 til viðbótar særðust.
Þá fundust lík 22 manna nálægt
landamærunum að Íran. Mennirnir
voru með hendur bundnar fyrir aft-
an bak og bundið var fyrir augun áð-
ur en þeir voru skotnir til bana fyrir
um það bil viku.
Jaap de Hoop Scheffer, fram-
kvæmdastjóri Atlantshafsbanda-
lagsins, var í Bagdad og opnaði
formlega þjálfunarmiðstöð þar sem
stefnt er að því að þjálfa um 1.000
liðsmenn öryggissveita á ári. Gert er
ráð fyrir því að 500 til viðbótar verði
þjálfaðir utan Íraks.
Stefnt er að því að fyrir lok ársins
verði írösku öryggissveitirnar skip-
aðar um 200.000 mönnum og að um
30% þeirra hafi fengið fulla þjálfun.
Segjast hafa fellt al-
Qaeda-foringja í Írak
Talinn hafa stjórnað fjármálunum og starfsemi samtakanna í Bagdad
STARFSMENN veitingahúss í Hangzhou í Zhejiang-
héraði í Kína sýna listina við að bera fram te eins og
hún hefur verið iðkuð um aldaraðir á þessum slóðum.
Haldin var tedrykkjuhátíð í Hangzhou í gær á veg-
um Alþjóðlegu tevísinda- og menningarstofnunar-
innar til að kynna tedrykkjumenningu Kínverja og
stuðla að því að hún varðveitist, að sögn kínverskra
fjölmiðla.
Reuters
Aldagömul list að bera fram te
FLENSUVEIRA hefur borist í
hunda frá hestum í Bandaríkjunum
og greinst í veðhlaupahundum í að
minnsta kosti ellefu sambandsríkj-
um. Ennfremur hefur verið staðfest
að hún hafi borist í heimilishunda í
þremur ríkjum, Flórída, New York
og Massachusetts, að sögn The
Washington Post.
Áður hafði veiran aðeins fundist í
hestum og ekkert hefur bent til þess
að hún geti borist í menn.
Skýrt er frá veirunni í vísinda-
tímaritinu Science. Fyrstu rann-
sóknir benda til þess að 5–8%
hundanna sem smitast drepist af
völdum veirunnar. Langflestir
hundanna, eða um 80%, fá aðeins
mildu einkenni og ná fullum bata.
Veiran er af A-stofni og nefnist
H3N8. Rannsóknir á veirunni gætu
aukið skilning vísindamanna á fugla-
flensuveirunni, sem hefur valdið 65
dauðsföllum í Asíu og óttast er að
geti valdið heimsfaraldri.
Flensuveira hefur borist
úr hrossum í hunda
;"(':""(-#':$:%+,+99%
:%(:%#<#9 %0%-*
2=(%-:
$(-0>-:"8+(-#:":(-%099:"9+%
"%'#(8,%',-':?--,%!%0
4) . &
# # < &*
,! ,!# !
. =,! .
> ) 3)! , !
5!# , 3J
, 2 =,!
# ) =!. ) 8.
'066>
)
.)*C!
# ! 6 ,
> . !
-! # 0! J
,9 &86*. .
)6 =! =* J
=*
6 !
*= @!
=* , : 2
# !! ,!.
6 . , . 6
! >*!
. 8 . ,
0! # C6
=!
!"#
" $$
$
%&
'
! (
$
" # )
( *
+
,- %$
.
J
)6
FÓLK, sem þjáist af sóríasis
eða blettaskán, getur nú
kannski farið að gera sér vonir
um betri líðan. Svo er fyrir að
þakka náttúrulegu eiturefni í
baðmullarrunnanum.
Vísindamenn við Sunder-
land-háskóla í Bretlandi hafa
uppgötvað, að efnið gossypol
hefur góð áhrif á sóríasis að því
er fram kemur á fréttavef
BBC, breska ríkisútvarpsins.
Vonast þeir til, að uppgötvunin
geti leitt til betri meðferðar en í
Bretlandi er að minnsta kosti
ein milljón manna haldin þess-
um arfgenga kvilla.
Gossypol er líklega eitt af
varnarefnum baðmullarrunn-
ans gegn skordýrum og hefur
verið kannað nokkuð sem hugs-
anleg getnaðarvörn fyrir karl-
menn. Lítið hefur þó út úr því
komið. Það hefur hins vegar
þau áhrif á sóríasis, að það
heldur aftur af útbreiðslunni og
dregur úr bólgum.
Einkenni sóríasis eru þau, að
húðfrumum fjölgar úr hófi fram
og við það þykknar hörundið,
sem verður rautt og þrútið.
Von fyrir
sóríasis-
sjúklinga
Peking. AFP. | Kínverskir og banda-
rískir dýrafræðingar ætla að beita
hátæknilegum aðferðum til að reyna
að afhjúpa leyndardóma kynlífs
risapanda.
Risapöndur eru óvenju varar um
sig og dýrafræðingarnir hafa því
þurft að nota GPS-staðsetning-
artæki til að reyna að komast að því
hvað gerist á bak við bambusreyrinn
þegar pöndurnar halda að enginn
sjái til þeirra, að sögn kínversku
fréttastofunnar Xinhua.
„Það er ekki hægt að komast að
risapöndunum á löngum tímabil-
um,“ sagði Wei Fuwen, dýrafræð-
ingur við Kínversku vísindaakadem-
íuna. „Með því að beita háþróaðri
eftirlitstækni og fylgjast með kynlífi
þeirra getum við ef til vill fundið
leiðir til að afstýra því að risapönd-
urnar deyi út.“
Kínverskir vísindamenn ætla að
„standa á gægjum“ í þrjú ár í sam-
starfi við dýrafræðinga í San Diego í
Bandaríkjunum.
Hugsanlegt er þó að þeir komist
að því að pöndurnar geri ekkert
þegar þær halda að enginn sjái til
þeirra. Risapöndurnar hafa sýnt lít-
inn áhuga á kynlífi og er það ein af
helstu ástæðum þess að þær eru í út-
rýmingarhættu. Vísindamennirnir
hafa reynt ýmislegt, svo sem sérstök
viagra-lyf, til að ráða bót á þessu en
án árangurs.
Talið er að nær 1.600 risapöndur
lifi í náttúrunni í kínversku hér-
uðunum Sichuan, Shaanxi og Gansu.
Njósnað um
risapöndur
Belfast. AFP. | Ian Paisley, leiðtogi
stærsta stjórnmálaflokks mótmæl-
enda á Norður-Írlandi, neitaði í gær
að setjast í stjórn
með Sinn Fein,
stjórnmálaarmi
IRA, Írska lýð-
veldishersins,
þótt alþjóðlegir
eftirlitsmenn
hefðu staðfest, að
hann hefði eytt
öllum sínum vop-
nabirgðum.
„Það er vit-
leysa, að öllum vopnunum hafi verið
eytt,“ sagði Paisley eftir fund með
John de Chastelain, kanadískum
hershöfðingja á eftirlaunum og for-
manni eftirlitsnefndar með eyðingu
vopnanna. „Við munum ekki fara í
stjórn með Sinn Fein,“ bætti Paisley
við
Vonast var til, að vopnaeyðingin,
sem mótmælendur á N-Írlandi hafa
lengi krafist, myndi greiða fyrir sátt-
um og myndun samsteypuríkis-
stjórnar en viðbrögð harðlínumanns-
ins Paisleys vekja litlar vonir um
það.
Paisley
hafnar
samstjórn
Ian Paisley
♦♦♦
Varsjá. AFP. | Dagblöð í Póllandi spá
því að stjórnarmyndunarviðræður
tveggja hægriflokka, sem sigruðu í
þingkosningum á
sunnudag, verði
erfiðar.
„Félagslegi
kosturinn varð of-
an á,“ sagði blaðið
Rzeczpospolita,
og skírskotaði til
þess að íhalds-
flokkurinn Lög
og réttur, PiS,
boðaði ríkisað-
stoð við þá sem
minnst mega sín
og ríkisafskipti af efnahagnum. Hinn
hægriflokkurinn, PO, lagði meiri
áherslu á markaðshyggju og boðaði
flatan 15% tekjuskatt.
Úrslit kosninganna voru birt í gær
og var fylgi PiS tæp 27% og PO 24%.
Flokkur sem er andvígur Evrópu-
sambandinu, kom næstur með 11,4%
og stjórnarflokkurinn Vinstrabanda-
lagið (SLD) varð fjórði með 11,3%.
Líkur á
erfiðum
viðræðum
Jaroslaw Kacz-
ynski, leiðtogi og
forsætisráð-
herraefni PiS.