Morgunblaðið - 28.09.2005, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 17
MINNSTAÐUR
Myndum skal skila› fyrir næsta jólafrí til skólamjólkurfulltrúa,
hjá Marka›snefnd mjólkuri›na›arins Bitruhálsi 1, 110 Reykjavík.
Úrslit ver›a tilkynnt í mars 2006.
– 28. september 2005
6. alfljó›legi
4. bekkinga
Teiknisamkeppni
Öllum nemendum 4. bekkjar er bo›i› a› taka flátt í teiknisamkeppni
Skólamjólkurdagsins. Myndefni› er algjörlega frjálst en æskilegt er
a› myndin tengist hollustu mjólkurinnar fyrir ungt fólk. Myndirnar
ver›a sí›an nota›ar til myndskreytingar á veggspjöld og kynningar-
efni vegna Skólamjólkurdagsins 2006.
Veitt ver›a ver›laun fyrir 10 bestu myndirnar. Ver›launin fyrir hverja
mynd eru 25.000 kr. sem renna í bekkjarsjó›i ver›launahafanna.
Taktu flátt í teiknisamkeppni Skólamjólkurdagsins og láttu hæfileika
flína njóta sín – fla› er til mikils a› vinna!
Hér má sjá vinningsmyndir Skólamjólkurdagsins 2004.
Jón Gautason, Flóaskóla
Anna Magg‡ Grímsdóttir, Snælandsskóla
fiórmundur Hilmarsson, Flú›askóla
Hafflór Ingi Ragnarsson, Flú›askóla
Maríanna Svansdóttir, Flú›askóla
Gu›jón Örn Sigur›sson, Flú›askóla
Kristín Hulda Kristófersdóttir, Snælandsskóla
Bergdís Rán Jónsdóttir, Barnaskóla Vestmannaeyja
Svanborg Sign‡ Jóhannsdóttir, Ljósafossskóla
Sóley Reynisdóttir, Hei›arskóla, Reykjanesbæ
AKUREYRI
STARFSMENN Slippstöðvarinnar
á Akureyri óttast um sinn hag, komi
til þess að fyrirtækið verði lýst gjald-
þrota. Það kom greinilega fram á
fjölmennum fundi starfsmanna síð-
degis í gær. Á fundinum voru for-
svarsmenn sex verkalýðsfélaga; Fé-
lags málmiðnaðarmanna, Einingar-
-Iðju, Félags byggingarmanna,
Verkstjórafélagsins, Félags verslun-
ar- og skrifstofufólks og Rafiðnaðar-
sambands Íslands, en starfsmenn
Slippstöðvarinnar eru innan vé-
banda þessara félaga.
Einnig voru á fundinum lögfræð-
ingar á vegum stéttarfélaganna,
Ólafur Rúnar Ólafsson og Ásgeir
Helgi Jóhannsson frá Lögheimtunni.
Ólafur Rúnar fór yfir ýmsa þá þætti
er varða starfsmenn komi til þess að
félagið komist í þrot. Nú er félagið
með greiðslustöðvun og gildir hún
fram í næstu viku, eða til 4. október.
Ólafur Rúnar fór yfir hver réttur
starfsmanna er fari fyrirtækið í
gjaldþrot og eins ef til þess kæmi að
það yrði endurreist. Forsvarsmenn
Slippstöðvarinnar nota nú það svig-
rúm sem greiðslustöðvun gefur þeim
til að endurskipuleggja fjármál fé-
lagsins. Ólafur Rúnar fór einnig yfir
réttarstöðu starfsmanna fái fyrir-
tækið heimild til nauðarsamninga,
svo sem fordæmi eru fyrir.
Fram kom í máli Ólafs Rúnars að
fari svo að fyrirtækið yrði lýst gjald-
þrota á næstunni, nú í kjölfar fjár-
hagserfiðleika myndu allir þeir sem
um stjórnartauma halda fara út úr
fyrirtækinu og skipaður skiptastjóri
taka við. Það væri hans að taka
ákvarðanir um framhaldið, hvort
reksturinn yrði stöðvaður eða hon-
um haldið áfram. Hann sagði flesta
skiptastjóra reyna að koma fyrir-
tækjum á flot á ný, væri þess nokkur
kostur, en vissulega gæti skapast
óvissuástand um tíma.
Starfsmenn höfðu áhyggjur af
verkfærum sínum, en þeir leggja
sjálfir til verkfæri og fá greitt fyrir.
Hvatti lögmaðurinn menn til að huga
vel að verkfærum sínum nú á meðan
óvissa ríkti um framtíð fyrirtækisins.
Þá var mikið fjallað um hugsan-
legar launakröfur ef til þess kæmi að
félagið færi í þrot og hvernig standa
ber að því að lýsa þeim. Eins var
fjallað um atvinnuleysisskráningu,
rétt nema á samningi hjá fyrirtæk-
inu og orlofsmál.
Starfsmenn Slippstöðvarinnar á fundi með forsvarsmönnum stéttarfélaga og lögfræðingum
Vissulega gæti skapast
óvissuástand um tíma
VERÐKÖNNUN og umfelgun og
jafnvægisstilling hjá fimm dekkja-
verkstæðum á Akureyri nú í vik-
unni leiðir í ljós að verðmunur er
nokkur á milli verkstæða og tölu-
vert meiri en verið hefur í fyrri
könnunum Neytendasamtakanna.
Dekkjaverkstæðin sem Neyt-
endasamtökin könnuðu verð hjá
voru Toyota, Dekkjahöllin, Höld-
ur, Dekkjalagerinn og Gúmmí-
vinnslan.
Í könnun sem gerð var á liðnu
ári, haustið 2004, var verðmunur
mestur 20% en er nú rúmlega
25%. Dekkjalagerinn og Höldur
eru oftast með lægsta verðið en
Dekkjahöllin oftast með hæsta
verð.
Fram kemur að sum verkstæð-
anna veiti staðgreiðsluafslátt og
mörg einnig afslátt til ellilífeyr-
isþega og öryrkja. Fleiri bílaverk-
stæði en þau sem að ofan eru talin
veita umfelgun og jafnvægisstill-
ingu en flest þó aðeins fyrir fólks-
bíla og minni jeppa. Í könnun
Neytendasamtakanna er ekki lagt
mat á gæði eða þjónustu verk-
stæðanna.
Allt að 25%
verðmunur
ÁSTRÍÐUR Grímsdóttir,
sýslumaður í Ólafsfirði, boðaði
bæjarbúa til fundar í Tjarn-
arborg seinni partinn í gær.
Hún sagði að tilgangur með
fundinum hefði verið að upp-
lýsa bæjarbúa um ástæðu
brottfarar sinnar til Seyðis-
fjarðar og hver framtíð emb-
ættisins í Ólafsfirði gæti orðið.
Ástríður hefur verið ráðin til
að leysa sýslumanninn á Seyð-
isfirði af tímabundið, frá og
með 15. október nk. Hún sagði
ekki endanlega ljóst hversu
lengi hún yrði á Seyðisfirði en
alla vega í vetur. Á meðan
mun Björn Jósef Arnviðarson,
sýslumaður á Akureyri, stýra
málefnum Ólafsfirðinga.
Ástríður sagðist hafa heyrt
af því að fólk blandaði hennar
brotthvarfi saman við vænt-
anlega sameiningu sveitarfé-
laga. „Fólk hefur verið að geta
sér til að þetta sé liður í sam-
einingu sveitarfélaga og að
það eigi strax að fara að
fækka hér störfum en það er
alls ekki.“ Hún sagði að kæmi
hins vegar til sameiningar
sveitarfélaga yrði embættið í
Ólafsfirði lagt niður, „ef ekki
verður sýslumaður hér
áfram“. Spurð um hvort til
stæði að fækka í lögreglunni í
Ólafsfirði, sagði Ástríður svo
ekki vera.
Sýslu-
maðurinn
til Seyðis-
fjarðar