Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 28.09.2005, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ MINNSTAÐUR EF EKKI verður komið á öflugri stjórn fyrir vatnsverndarsvæði höf- uðborgarsvæðisins og nauðsynlegar rannsóknar gerðar á því getur reynst nauðsynlegt að undirbúa það að geta tekið upp hreinsun á drykkjarvatni með skömmum fyr- irvara sem viðbrögð við mengun, ellegar að treysta á framtíðarvatns- öflun við Langjökul. Þetta er mat Páls Stefánssonar heilbrigðisfull- trúa sem gaf síðla sumars út ritið „Framkvæmd vatnsverndar á höf- uðborgarsvæðinu,“ í samstarfi við Orkuveitu Reykjavíkur. Ritið var meistararitgerð Páls í umhverf- isfræðum frá Háskóla Íslands. Páll gerði grein fyrir rannsókn sinni og niðurstöðum hennar á sam- ráðsfundi framkvæmdastjórnar vatnsverndarsvæðis höfuðborg- arsvæðisins með fulltrúum vatns- veitna þ. 30. júní sl. en á þeim fundi var samþykkt að fela fram- kvæmdastjórum heilbrigðiseftirlits á svæðinu að beina því til borg- arstjóra og bæjarstjóranna að skipulag stjórnsýslu á vernd- arsvæðinu yrði tekið til endurskoð- unar til að tryggja betur öryggi vatnsverndarinnar. Vatn og loft grundvallarlífsgæði Vatnsverndarsvæði höfuðborg- arsvæðisins eru 300 ferkílómetrar að stærð, þar af eru 150 ferkíló- metrar með mjög strangri verndun, svokölluð brunn- og grannsvæði, en 150 eru skilgreindir sem fjarsvæði, sem eru með mismikilli vernd. Í skýrslu sinni fer Páll ítarlega í skipan vatnsverndarmála og eðli þessarra svæða, bæði hvað varðar flæði grunnvatns, m.a. frá Bláfjöll- um til brunnsvæðanna og einnig hvað varðar helstu hættur og hvernig bregðast þarf við þeim. Páll segir ljóst að tryggur að- gangur að fersku og heilnæmu neysluvatni teljist til grundvall- arlífsgæða, sem enginn Íslendingur vill vera án. „Á sama hátt og það er sjálfsagt mál að fólk hafi rétt á að anda að sér góðu og heilnæmu lofti,“ segir Páll. „Ég tel nauðsyn- legt að verja með ákvæðum í stjórnarskrá rétt einstaklinga til að hafa aðgang að þessum lífsgæðum hliðstætt og gert er við ýmis önnur lífsgildi eins og t.d. eignarétt og frelsi til athafna. Vatn og loft eru grundvallarforsendur lífsins.“ Páll segir Íslendinga svo vana óheftu aðgengi að fersku og góðu vatni að þeir leiði sjaldnast hugann að mikilvægi þess að varðveita það. Afar mikilvægt sé að forgangsraða í pólitískum ákvörðunum um land- notkun og nauðsynlegt að stýra vel nýtingu vatnsauðlindarinnar. Grunnvatn virði ekki landamörk og ákvarðanir eins bæjarfélags geti þannig haft áhrif á vatnsvernd og vatnstöku annars. Ýmsar ógnir steðja að vatninu „Ef litið er á stöðu vatnsverndar á höfuðborgarsvæðinu í dag er ljóst að ýmis starfsemi á verndarsvæð- unum veldur þar staðbundinni ógn,“ segir Páll. „Hið almenna skeytingar- og áhugaleysi sem ríkir um þessa auðlind okkar er þó mun alvarlegri ógn við svæðin. Stjórnir bæjarfélaganna sem hafa stjórn- sýslu á svæðinu gera sér ekki nægjanlega grein fyrir nauðsyn þess að líta á grunnvatnsflæðið sem sameiginlega auðlind sem sveit- arfélögin þurfa saman að vernda og stýra í sátt.“ Páll segir óbeislaðan fram- kvæmdavilja vera ógn af sama tagi. „Fyrir mörgum er vatnsvernd- arsvæðið „ónotað“ land og því er mikil ásókn í að fá að nýta það „betur,“ segir Páll og bendir á að nýting þess sem vatnsvernd- arsvæðis sér einmitt afar mikilvæg og verðmæt. Þannig séu gríðarleg verðmætin falin undir jörðinni og ekki megi mikið út af bera til að þessi verðmæti skaðist og rýrni. „Vilji er til að leggja nýja vegi, byggja upp eldri vegi og auka þannig umferð um viðkvæmustu svæðin, koma upp aðstöðu fyrir akstursíþróttir eða skotvelli, bæta inn flugbrautum, auka efnistöku, byggja upp aðstöðu fyrir ferða- og útivistariðnaðinn og leggja reiðleið- ir nánast ofan í vatnsból svo eitt- hvað sé nefnt.“ Páll segir að varð- andi síðasta efnið séu hestarnir sjálfir ekki svo slæmir, en ökumenn freistist til að fara ofan í reiðvegina sem séu orðnir fáránlega breiðir miðað við það sem áður var. Páll segir áform um vegafram- kvæmdir hæglega geta valdið óbæt- anlegu tjóni. Nú séu uppi áform um að malbika hluta núverandi vega- kerfis í Heiðmörk, sem sé að hluta til nánast ofan á vatnsbólum sem þar eru. „Sú hætta sem fylgir mal- bikunarframkvæmdunum í Heið- mörk felst kannski minnst í sjálfri framkvæmdinni,“ segir Páll. „Miklu frekar tengist hún aukinni umferð, gegnumakstri þungavinnutækja og flutningabíla ásamt auknum um- ferðarhraða. Nú er búið að malbika stutta spotta í Heiðmörk og þar er umferðarhraðinn miklu meiri en á malarvegunum þar sem umferðin silast áfram. Þessi aðgerð mun einnig þýða aukna slysatíðni og mengunarslys sem ekki verður hægt að bregðast við. Það verður að koma í veg fyrir að flutningabíl- stjórar noti vegi gegnum vatns- verndarsvæðin sér til styttingar milli Suðurlandsvegar og Hafn- arfjarðar.“ Páll segir mikilvægt verkefni að minnka það álag sem verður á Heiðmerkurvegum ef slys verður á Suðurlandsveginum. „Suðurlands- veg verður að tvöfalda og hanna á þann hátt að hægt sé að grípa til varnaraðgerða ef mengunarslys verður,“ segir Páll og bendir auk þess á að koma verði í veg fyrir gegnumakstur um Heiðmörkina og vatnsverndarsvæðin. „Mín tillaga er sú að vegum sem liggja gegnum Heiðmörk verði lokað á vissum stöðum, til að koma í veg fyrir gegnumaksturinn. Þetta kemur ekki í veg fyrir góða útivist í Heið- mörk, það er jafnvel hægt að gera betri vegi og bílastæði fyrir fólkið. Þá hefur skipulagið hagsmuni beggja aðila í huga, almennings sem er að koma þarna til að njóta útivistar og einnig vatnsbólanna. Þetta eykur einnig öryggi fólks sem er þarna gangandi og hjólandi, því þá hætta menn að nota þetta svæði til að stytta sér leið og aka um á miklum hraða um svæðin.“ Öflug stjórn eða vatn frá Langjökli Íbúar höfuðborgarsvæðisins standa nú frammi fyrir þremur kostum, að mati Páls. Fyrsti og besti kosturinn, að mati Páls, er sá að bæjarfélögin á höfuðborg- arsvæðinu komi sér sem fyrst sam- an um öfluga stjórn fyrir vatns- verndarsvæðið sem stýri nýtingunni, hafi áhrif varðandi aðra landnýtingu og framkvæmdir og láti gera þær rannsóknir sem nauð- synlegar eru. „Ef ekkert gerist í þeim efnum tel ég að vatnsveit- urnar verði að fara að undirbúa möguleika á hreinsun drykkjar- vatns með skömmum fyrirvara. Möguleikar þeirra á að bregðast við mengun með því að virkja ný vatns- ból eru að þrengjast. Það verður þó að hafa í huga að það er alltaf háð eðli mengunar hverju sinni hvort hreinsun verður framkvæmanleg eða ekki,“ segir Páll. „Þriðji kost- urinn er svo alltaf fyrir hendi að aðhafast ekkert en treysta á fram- tíðarvatnsöflun við Langjökul. Verði það veruleikinn er vonandi að bæjarfélögin og vatnsveiturnar hafi, þegar þar að kemur, gæfu til að sameinast um þá aðgerð.“ Umhverfisfræðingur varar við kæruleysi í málefnum vatnsverndarsvæða Grunnvatnið er sameiginleg auðlind Morgunblaðið/Árni Torfason Eftir Svavar Knút Kristinsson svavar@mbl.is AKUREYRI HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Vesturbær | Íbúum Vesturbæjar mistókst að slá Íslandsmet Graf- arvogsbúa í sippi um helgina, en Vesturbæingar gerðu engu að síður harða atlögu að metinu á hausthátíð Vesturbæjar þegar um 350 manns sippuðu samtímis, en um 660 Grafarvogsbúar eiga enn Íslandsmetið. Heimsmetið er enn í höndum Hong Kong-búa, en þar sippuðu 2.474 samtímis fyrr á þessu ári. Kjörnir fulltrúar létu sig ekki vanta og þóttu standa sig með prýði með sippubandið og notaði Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri tækifærið og opnaði nýja þjónustumiðstöð Vest- urbæjar. Vesturbæingar áttu þó ánægjulega hverfahátíð, for- eldrar leik- og grunnskólabarna ræddu uppeldisstefnu á for- eldraþingi, og fólk raðaði í sig pylsum og kökum eins og hefð er fyrir. Óskar Dýrmundur Ólafsson, framkvæmdastjóri hinnar nýju hverfamiðstöðvar, bar sig vel þrátt fyrir að ekki hafi tekist að slá met Grafarvogsbúa, og sagði sippuhefðina greinilega ríkari í þeim hluta Reykjavíkur, á með- an Vesturbæingar hefðu e.t.v. frekar taugar til knattspyrnu. Hann sagði þó að stefnt sé á að reyna við metið aftur að ári og útilokaði ekki að nýtt met yrði sett. Tókst ekki að slá metið í sippi Morgunblaðið/Kristinn Sippað Árni Þór Sigurðsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Stefán Jón Hafstein sippuðu. „ÞAÐ hefur verið mikið umleikis hér í höfninni hjá okkur að undanförnu og það mega koma fleiri svona tímabil,“ sagði Hörður Blöndal hafnarstjóri á Ak- ureyri. „Þetta sýnir líka að svona þjónustufyrirtæki eins og höfn er nauðsynlegt hverju byggðarlagi.“ Um og eftir helgina hefur ver- ið unnið við löndum úr fimm skipum sem tengjast Samherja. Fjölveiðiskipin Vilhelm Þorsteinsson EA og Baldvin Þorsteinsson EA komu til heimahafnar á föstudag með fullfermi af frystum síldarafurðum úr Barentshafi. Polonus, áður fjölveiðiskip Hraðfrysti- húss Þórshafnar við Slipp- kantinn á Akureyri, Júpít- er ÞH og Þorsteinn ÞH, þar sem unnið er við við- gerðir og viðhald á þeim. Flutningaskipið Silver Copenhagen hélt áleiðis til Dalvíkur í gær en hætt var við að sigla inn í höfnina þar. Skipið snéri aftur til Ak- ureyrar og lá við festar á Pollinum. Þá hafa fjöl- veiðiskip Samherja ekki enn haldið til veiða ný vegna veðurs. Akraberg og Norma Mary, áður Akureyrin, komu einnig til Akureyrar, Polonus með síldarfarm og Norma Mary með karfa. Togararnir Víðir EA og Frosti ÞH komu til lönd- unar í vikunni og þá liggur mjölskip í Krossanesi. Einnig hafa tvö flutn- ingaskip, Belbek og Silver Copenhagen legið við bryggjur á Akureyri og hefur afurðum úr skip- unum og úr frysti- geymslum verið skipað um borð þau. Þá liggja tvö Líflegt við bryggjur bæjarins Morgunblaðið/Kristján Löndun Unnið við löndun úr Normu Mary í Fiskihöfninni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.