Morgunblaðið - 28.09.2005, Side 22
22 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
Nú geta djassgeggjarar fariðað telja í, því JazzhátíðReykjavíkur hefst í dag.
Tuttugu og tveir viðburðir verða á
hátíðinni, sem lýkur á sunnudags-
kvöld. Þetta er í fimmtánda sinn
sem Djasshátíðin er haldin, en að
skipulagi hennar og framkvæmd
stendur djassdeild FÍH, en hátíðin
er styrkt af borginni og nokkrum
fyrirtækjum.
Formlegir tónleikar verða þrett-
án, en auk þeirra verður djass-
klúbbur starfræktur á Kaffi
Reykjavík og Póstbarnum fimmtu-
dags-, föstudags- og laugardags-
kvöld, og að auki á Hótel Borg á
föstudags- og laugardagskvöld.
Djasshátíðin verður sett form-
lega kl. 17 í Ráðhúsinu í Reykja-
vík, og um leið boðið upp á valin
sýnishorn af hátíðarmúsíkinni.
Á þriðja tug erlendra djass-
tónlistarmanna sækir hátíðina í ár,
og koma víða að; – frá Ameríku,
Danmörku, Noregi, Þýskalandi,
Kanada, Hollandi og Japan. Á
fréttavef hátíðarinnar kemur fram
að undanfarin ár hafi á milli 50 og
60 listamenn komið fram á hátíð-
inni, en ljóst er að það met verður
slegið rækilega í ár, með flutningi
Kórs Langholtskirkju, Stórsveit
Reykjavíkur og Kristjönu Stef-
ánsdóttur undir stjórn Ole Kock
Hansens, á þáttum úr Helgikons-
ertum Dukes Ellingtons.
Helgikonsertar Ellingtons eru
þrír. Hann samdi þá á efri árum;
og sagði einhvers staðar að hvat-
inn að baki smíði þeirra hefði verið
einskær trúarþörf gamals manns.
Konsertarnir voru fluttir og hljóð-
ritaðir á sínum tíma; – sá síðasti
skömmu fyrir andlát Ellingtons, en
einhverra hluta vegna voru þeir
aldrei skráðir á nótur. Það var
danska tónskáldið og kórstjórinn
John Høybye sem settist niður
löngu síðar með upptökurnar og
skráði valda kafla úr konsertunum
þremur, nótu fyrir nótu, og útsetti
svo fyrir kór, einsöngvara og stór-
sveit ásamt stórsveitamanninum
Peder Pedersen. Það er sú útgáfa
verksins sem jafnan er flutt í dag,
– en ekki upprunalega gerð Elling-
tons. Í Høybye-útgáfunni, er hlut-
verk kórsins mun veglegra en í
þeirri upprunalegu. Handverk
Høybyes breytir engu um það að
Konsert Ellingtons er gríðarlega
flott verk. Hafnfirskir tónlist-
armenn fluttu verkið á tónleikum í
Víðistaðakirkju í fyrra með mikl-
um glæsibrag, og flytjendur verks-
ins á Djasshátíð Reykjavíkur fluttu
það fyrr í sumar á Djasshátíðinni á
Egilsstöðum og fengu rífandi góða
dóma hjá Vernharði Linnet. Ég er
viss um að verkið höfðar til miklu
fleiri en strangtrúaðra djassista; –
þessum tónleikum ætti í það
minnsta áhugafólk um kórsöng og
andlega tónlist ekki að missa af, en
þeir verða í Langholtskirkju á
sunnudag kl. 17.
Stórsveit Reykjavíkur verðurlíka í sviðsljósinu á tónleikum
á Nasa á laugardag kl. 16, þar sem
sveitin leikur úr söngbók Elling-
tons undir stjórn Ole Kock Han-
sens.
Annars má segja að dagskrá
Djasshátíðar í ár einkennist af létt-
leika og sveiflu. Annað kvöld kl.
20.30 spilar Be-bop septett Óskars
Guðjónssonar á Kaffi Reykjavík,
en þar er valinn maður í hverju
rúmi og fjör og skemmtilegheit yf-
irvofandi.
Klukkan hálfellefu annað kvöld
verða forvitnilegir tónleikar í
Þjóðleikhússkjallaranum. Þar spila
Róbert Reynisson á gítar, Tobias
Schirrer á saxa, Noko Meinhold og
Eiríkur Orri Ólafsson á trompeta
og Helgi Svavar Helgason tromm-
ur. Það er hljóðfærasamsetning
hópsins sem vekur áhuga undirrit-
aðrar, en ekki síður það að við
settið situr flístrymbillinn Helgi
Svavar; magnaður músíkant, sem
hrein dásemd er að heyra í á tón-
leikum. Helgi Svavar spilar reynd-
ar líka með kvartett Hauks Grön-
dals, sem kemur fram á miðnætti á
föstudagskvöld á Kaffi Reykjavík.
Með þeim Hauki og Helga Svavari
leika þeir Jakko Hakala á trompet
og Lars Thormod Jensen bassa.
Það er kvintettinn Póstberarnir,sem ræðst í það sem ekki virð-
ist áhlaupaverk að flytja tónlist
eftir meistara Megas í eigin djass-
útsetningum á Kaffi Reykjavík á
laugardagskvöld kl. 22.30. Ólafur
Stolzenwald, bassaleikari Póstber-
anna segir að þrátt fyrir að Megas
sé í metum sem einn okkar besti
textahöfundur, hafi Póstberarnir
frekar verið að skoða tónlist hans
og því betur sem þeir hafi grúskað
og hlustað hafi þeir séð hversu
sterkur hann er sem lagahöfundur.
Póstberana skipa auk Ólafs, Andr-
és Þór Gunnlaugsson gítarleikari
og Eyjólfur Þorleifsson ten-
órsaxófónleikari, en gestir þeirra
verða Agnar Már Magnússon á
hljómborð ýmiskonar og Erik
Qvick á slagverk. Þeir félagar ráð-
gera að hljóðrita Megasarútsetn-
ingar sínar til útgáfu.
Guðmundarvaka Ingólfssonar á
vafalítið eftir að verða einn vinsæl-
asti viðburður Djasshátíðar, en
tónleikar í minningu þessa ástkæra
píanósnillings okkar verða haldnir
á Hótel Sögu á föstudagskvöld kl.
20.30. Þar leika bandaríski píanó-
leikarinn Jon Weber og hollenski
píanóleikarinn Hans Kwakkernaat
lög Guðmundar ásamt Birni Thor-
oddsen, Gunnari Hrafnssyni og
Guðmundi Steingrímssyni.
Erlendir gestir Djasshátíð-
arinnar koma víða að sem fyrr
segir. Í kvöld kl. 20.30 leikur nor-
ræna tríóið Hot ’n Spicy á Kaffi
Reykjavík, og eftir tónleika Karm-
elgebach í Þjóðleikhússkjall-
aranum annað kvöld leikur píanó-
víbrófón dúóið Koko, með jap-
anska víbrófónleikaranum Taiko
Saito og þýska píanistanum Niko
Meinhold.
Stórtónleikar hátíðarinnar verða
á Nasa á laugardagskvöld kl.
20.30, en þar leikur Kenny Garrett
kvartettinn, skipaður ameríska
saxófónmeistaranum auk Carlos
McKinney á píanó, Ronalds Bruner
á trommur og KristopherFunn á
bassa.
Hér er aðeins minnst á hluta
þeirrar fínu dagskrár sem í boði er
á Djasshátíð Reykjavíkur í ár. Há-
tíðinni lýkur með tónleikum á
Kaffi Reykjavík á sunnudagskvöld,
þar sem Ragnheiður Gröndal syng-
ur með oktetti sínum, og vonandi
að Ragnheiður gefi þar svolitla
innsýn í þá tónlist sem hún hljóð-
ritaði í sumar fyrir næstu plötu
sína. Nánari upplýsingar um tón-
leika og dagskrá djassklúbbanna
er að finna hér á síðunni og á vef
Djasshátíðar.
Heiðurstríóið Ellington,
Megas og Guðmundur Ingólfs
’Ég er viss um að verk-ið höfðar til miklu fleiri
en strangtrúaðra djass-
ista; þessum tónleikum
ætti í það minnsta
áhugafólk um kórsöng
og andlega tónlist ekki
að missa af.‘
AF LISTUM
Bergþóra Jónsdóttir
Kenny Garrett verður með kvartett sinn á stórtónleikum Nasa á laug-
ardagskvöld. Garrett er einn heitasti altósaxófónleikari djassins í dag.
begga@mbl.is
Heitir og vel sterkir. Norrænu sveiflumeistararnir Hot ’n Spicy leika á
Kaffi Reykjavík í kvöld. Fiðla, gítar og bassi sjá um fjörið.
Póstberarnir ætla að bera Megas út í eigin djassútsetningum á Kaffi Reykjavík á laugardagskvöld.
TENGLAR
.....................................................
http://www.reykjavikjkazz.com
Miðvikudagur 28. september
Ráðhúsið kl. 17
Hátíðin sett og nokkrir listamenn gefa sýn-
ishorn af því sem í vændum er það sem eftir
lifir viku
Kaffi Reykjavík kl. 20.30
Hot ’n Spicy tríóið – Bjarke Falgren leikur á
fiðlu, Svein Erik Martinsen á gítar og Lars
Thormod Jensen á bassa.
Fimmtudagur 29.september
Kaffi Reykjavík kl. 20.30
Be bop septett Óskars Guðjónssonar – Ósk-
ar Guðjónsson, Ólafur Jónsson, Jón Páll
Bjarnason, Ómar Guðjónsson, Jóhann Ás-
mundsson, Pétur Grétarsson og Matthías
Hemstock.
Þjóðleikhússkjallarinn kl. 22.30
Karmelgebach – Róbert Reynisson, Tobias
Schirrer, Niko Meinhold, Eiríkur Orri Ólafs-
son og Helgi Svavar Helgason.
Þjóðleikhússkjallarinn á miðnætti
Koko – japanski víbrafónleikarinn Taiko
Saito og þýski píanóleikarinn Niko Meinhold.
Póstbarinn og Kaffi Reykjavík á miðnætti –
Djassklúbbur.
Föstudagur 30. september
Hótel Saga kl. 20.30
Guðmundarvaka, í tilefni af 30 ára afmæli
Djassvakningar.
Bandaríski píanóleikarinn Jon Weber og
hollenski píanóleikarinn Hans Kwakkernaat
leika lög Guðmundar Ingólfssonar ásamt Birni
Thoroddsen, Gunnari Hrafnssyni á bassa og
Guðmundi Steingrímssyni. Danski píanóleik-
arinn Arne Forchammer leikur í tónleikalok.
Kaffi Reykjavík kl. 22.30
M & M kvartettinn og gestir – Róbert Þór-
hallsson, Kjartan Valdemarsson, Ásgeir J. Ás-
geirsson, Ólafur Hólm, Kjartan Guðnason og
söngvararnir Kristjana Stefánsdóttir og Gísli
Magnason.
Kaffi Reykjavík á miðnætti
Rodent á Jazzhátíð 2005
Haukur Gröndal, Jakko Hakala, Lars Thor-
mod Jensen og Helgi Svavar Helgason.
Póstbarinn, Hótel Borg og Kaffi Reykjavík
á miðnætti – Djassklúbbur.
Laugardagur 1. október
Hótel Borg kl. 12 á hádegi
Djassverður – Inga Eydal, Gunnar Gunn-
arsson, Jón Rafnsson og Benedikt
Brynjólfsson.
Nasa kl. 16
Stórsveit Reykjavíkur, Ole Kock Hansen –
Söngbók Duke Ellingtons.
Nasa kl. 20.30
Kenny Garrett kvartettinn
Kaffi Reykjavík kl. 22.30
Tóneyra Megasar – Póstberarnir: Ólafur
Stolzenwald, Agnar Már Magnússon, Andrés
Þór Gunnlaugsson, Eyjólfur Þorleifsson og
Erik Qvick.
Póstbarinn, Hótel Borg og Kaffi Reykjavík
á miðnætti – Djassklúbbur.
Sunnudagur 2. október
Langholtskirkja kl. 17
Helgisöngvar Ellingtons – Kór Langholts-
kirkju ásamt Stórsveit Reykjavíkur og Krist-
jönu Stefánsdóttir undir stjórn Ole Kock Han-
sens og Jóns Stefánssonar.
Kaffi Reykjavík kl. 20.30
Oktett Ragnheiðar Gröndal – Haukur Grön-
dal, Jóel Pálsson, Sigurður Flosason, Ólafur
Jónsson, Ásgeir J. Ásgeirsson, Graig Earle,
Erik Qvick og Ragnheiður Gröndal.
Dagskrá Djasshátíðar