Morgunblaðið - 28.09.2005, Side 24
24 MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Geir H. Haarde tók viðembætti utanríkisráð-herra af Davíð Oddssyniá ríkisráðsfundi á Bessa-
stöðum í gær. Davíð lét af ráðherra-
dómi eftir rúmlega fjórtán ára sam-
fellda setu í ríkisstjórn. Árni M.
Mathiesen tók við embætti fjár-
málaráðherra af Geir og Einar K.
Guðfinnsson tók við embætti sjáv-
arútvegsráðherra. Einar hefur ekki
áður setið í ríkisstjórn og undirritaði
því eiðstaf á fundinum.
Tveir ríkisráðsfundir voru haldn-
ir í gær. Á fyrri fundinum lét Davíð
Oddsson af ráðherradómi. Eftir það
yfirgaf hann fundinn og inn á næsta
ríkisráðsfund kom Einar K. Guð-
finnsson. Á þeim fundi féllst forseti
Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, á
tillögu Halldórs Ásgrímssonar for-
sætisráðherra um skipan annars
ráðuneytis hans. Halldór og Geir
hafa gert samkomulag um að þeir
leysi hvor annan af, líkt og þeir Hall-
dór og Davíð gerðu.
Á fundunum í gær var ákveðið að
Halldór Ásgrímsson yrði jafnframt
hagstofuráðherra í stað Davíðs og
að Sigríður A. Þórðardóttir um-
hverfisráðherra yrði samstarfsráð-
herra Norðurlandanna í stað Val-
gerðar Sverrisdóttur iðnaðar- og
viðskiptaráðherra. Þá var gengið
frá því að þjóðskráin, sem hefur ver-
ið hluti af Hagstofunni, fari til dóms-
og kirkjumálaráðuneytisins.
Davíð sagði við fréttamenn er
hann gekk út af fundi að hann væri
þakklátur fyrir að hafa fengið jafn-
lengi og með jafnafgerandi hætti að
hafa áhrif á þróun lands og þjóð-
mála. Hann sagði aðspurður að
mjög margt væri eftirminnilegt af
ferli sínum. Ferillinn væri fjöl-
breyttur; ekki bara í landsmálum
heldur einnig í borgarmálum. „Ég
hef haft fleiri ráðherra en flestir
aðrir í samstarfi með mér í ríkis-
stjórn,“ sagði hann. „Þó þetta séu
ráðherrar úr þremur flokkum held
ég að ég eigi góða vináttu þeirra
allra sem þar hafa setið. Það er mik-
ið ánægjuefni og ég held reyndar að
skýringin sé sú að vel hafi tekist til í
ýmsum efnum – sem ég leyfi mér á
þessari stundu að halda fram að hafi
verið – þó að sjálfsagt hafi menn
eins og gengur misjafna skoðun á
því hvort ég hafi komið góðu til leið-
ar eða ekki.“
Davíð kvaðst aðspurður treysta
vel sínum eftirmönnum. „Þetta er
vel lærður mannskapur, hann hefur
fengið góða þjálfun. Allt þetta fólk
vill vel.“ Hann bætti því við að hann
vildi nota tækifærið og þakka
stjórnarandstöðunni. Hann sagðist
hafa átt ágæt samskipti við stjórn-
arandstæðinga þótt tekist hefði ver-
ið á. „Þar er líka margt gott fólk þótt
ég sé ekki að biðja um að það fari
endilega í stjórn.“
Verst að eyðileggja
hárkolluna
Þegar Davíð var spurður hvort
hann óttaðist að vera settur í
geymslu fyrir gamla seðlabanka-
stjóra eins og kom fram í Spaugstof-
unni, sagði hann. „Það er nú alltaf
gaman að Spaugstofunni og verst að
vera búinn að eyðileggja hárkolluna
fyrir Erni. Ég held reyndar að það
sé ekkert að því þó að seðlabanka-
stjórar hafi látið lítið fyrir sér fara
og séu ekki mikið á þönum. Þess
vegna held ég að ég fái frí frá
Spaugstofunni nokkurn veginn.
Nema ég verði eins og Örn sagði
einhvers staðar: yfirgengilegur, þá
væntanlega tekur hann mig fyrir
aftur.“
Davíð sagðist hlakka til þeirra
verkefna sem biðu hans í Seðla-
bankanum og kvaðst vona að hann
myndi standa sig. Hann óskaði einn-
ig Halldóri alls hins besta. „Ég veit
að hann vill vel og að hann muni
valda sínu hlutverki vel.“ Þá þakk-
aði Davíð fjölmiðlamönnum mikil-
væg samskipti.
Sakna Davíðs
Þegar síðari ríkisráðsfundinum
lauk sagði Halldór aðspurður við
fréttamenn að Davíð hefði verið
góður samstarfsmaður og dug
Hans yrði því saknað úr ríkis
inni. „Honum fylgja mjög
óskir frá okkur öllum sem
starfað með honum,“ sagði Ha
Inntur eftir því hvort e
stefnubreyting yrði við þess
herraskipti sagði Halldór:
engin sérstök stefnubreytin
störfum á grundvelli sama
arsáttmála. Við munum að
sögðu starfa áfram á þeim
grunni. Það er góð staða í þjó
inu, efnahagsástandið er got
má kannski segja að það sé, e
sumir segja of gott, því þa
miklar framkvæmdir og n
þensla, en við lítum björtum a
til framtíðarinnar.“
„Falleg orð í minn gar
Fyrr um daginn hafði Daví
sinn síðasta ríkisstjórnarf
Stjórnarráðinu. Á fundinum
allir ráðherrar mættir að
Ágústssyni frátöldum sem v
lendis. Davíð lagði tvö mál f
fundinum, annars vegar um m
Hagstofu Íslands og hins veg
indi tengt samningi Íslands og
Ráðherraskipti í ríkisstjórninni í gær og annað r
Engin sérstö
ing við ráð
Halldór og Geir leysa hvor annan af
líkt og þeir Halldór og Davíð gerðu
Ný ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar á Bessastöðum. Frá vinstri Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og
Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, Árni Magnússon félagsmálaráðherra, Halldór Ásgrímsson fo
málaráðherra, Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra, Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og trygginga
Eftir Örnu Schram og
Örlyg Stein Sigurjónsson
Davíð Oddsson gengur úr u
komin var upp á vegg af nýj
RÁÐHERRASKIPTI
Mesta breytingin, sem varð áríkisstjórn Íslands í gærer sú, að Davíð Oddsson
lætur af ráðherraembættum og
hættir innan tíðar afskiptum af
stjórnmálum. Ekki er þó ólíklegt að
eftir honum verði tekið, þegar hann
hefur hafið störf sem formaður
bankastjórnar Seðlabanka Íslands.
Forystumenn bankastjórna seðla-
banka eru víða áhrifamiklir.
Augljóst er að embætti utanrík-
isráðherra er vel skipað með Geir
H. Haarde. Hinn nýi utanríkisráð-
herra hefur yfirburða þekkingu á
alþjóðamálum og talar mörg tungu-
mál. Hann mun vekja athygli í nýju
hlutverki sem fulltrúi Íslands í sam-
skiptum við aðrar þjóðir. Ganga má
út frá því sem vísu, að Geir H.
Haarde muni fylgja hefðbundinni
utanríkisstefnu Sjálfstæðisflokks-
ins. Líkurnar á því að hann muni
breyta um stefnu gagnvart hugsan-
legri aðild Íslands að Evrópusam-
bandinu eru ekki miklar. Augljóst
er að skiptar skoðanir hafa alltaf
verið innan Sjálfstæðisflokksins um
það mál. Geir H. Haarde mun ekki
taka áhættuna af því, að sams konar
ástand skapist innan Sjálfstæðis-
flokksins vegna Evrópumála eins
og gerzt hefur í brezka Íhalds-
flokknum. Lokafrágangur á samn-
ingum við Bandaríkjamenn vegna
framtíðar Keflavíkurflugvallar er í
öruggum höndum þar sem Geir H.
Haarde er.
Morgunblaðið er ekki sammála
hinum nýja utanríkisráðherra í af-
stöðu hans til framboðs Íslands til
Öryggisráðsins en að öðru leyti má
gera ráð fyrir að leiðir Morgun-
blaðsins og Geirs H. Haarde muni
liggja saman í utanríkismálum.
Árni M. Mathiesen tekur nú við
stjórn fjármálaráðuneytisins, tæp-
lega 30 árum eftir að faðir hans
Matthías Á. Mathiesen yfirgaf það
sumarið 1978. Árni M. Mathiesen
hefur reynzt farsæll sjávarútvegs-
ráðherra. Hann hefur ekki verið há-
vaðasamur ráðherra en traustur.
Meira mun mæða á honum sem fjár-
málaráðherra og veður að mörgu
leyti válynd á þeim vígstöðvum. En
með þá reynslu, sem hann er kom-
inn með af ráðherrastarfi má búast
við að honum farnist vel.
Einar K. Guðfinnsson tekur nú
við ráðherraembætti í fyrsta sinn.
Hann hefur unnið vel á Alþingi og
leyst hvert verkefnið á fætur öðru
vel af hendi. Hann stendur djúpum
rótum í íslenzkum sjávarútvegi.
Saga afa hans og alnafna og raunar
fjölskyldu hans allrar í Bolungarvík
er ein af ævintýrasögunum í upp-
byggingu atvinnulífs á Íslandi á 20.
öldinni. Einar Guðfinnsson hóf út-
gerð og fiskvinnslu með tvær hend-
ur tómar og vann hörðum höndum
alla tíð. Sonarsonur hans kemur til
starfa sem sjávarútvegsráðherra
með meiri þekkingu á íslenzkum
sjávarútvegi en flestir þeirra, sem
hafa komið við sögu þess ráðuneytis
á seinni árum.
Það verða því gerðar til hans
miklar kröfur.
Ráðherraskiptin í gær hafa í för
með sér mikla breytingu fyrir Hall-
dór Ásgrímsson. Samstarf þeirra
Davíðs Oddssonar hefur gengið vel í
rúman áratug. Jafnframt hefur
Davíð verið kjölfestan í ríkisstjórn-
inni. Nú verður horft til þess, að
Halldór Ásgrímsson verði sú kjöl-
festa. Þá reynir á. Forsætisráð-
herra hefur nú meira svigrúm til að
sýna hvað í honum býr en jafnframt
verður ætlast til meira af honum.
Velgengni Framsóknarflokksins á
næstu tveimur árum fram að kosn-
ingum fer eftir því hvernig Halldóri
Ásgrímssyni tekst til.
HEILBRIGÐ SAMKEPPNI
Davíð Oddsson greindi frá því ígær þegar hann hvarf úr stóli
utanríkisráðherra að hann hefði
áhyggjur af heilbrigðri samkeppni
í landinu með því að ákveðnir að-
ilar sölsuðu allt undir sig og allt of
mikið færðist yfir á of fáar hendur.
Það er athyglisvert að heyra þessi
ummæli frá Davíð sem í forsætis-
ráðherratíð sinni kom á því frelsi,
sem nú ríkir í íslensku athafnalífi,
og leiðir þann flokk, sem helst hef-
ur staðið gegn höftum í viðskipta-
lífinu.
Minna þessi ummæli á það þegar
Dwight D. Eisenhower varaði við
ítökum hersins og hergagnafram-
leiðenda í lok forsetatíðar sinnar
með eftirminnilegum hætti fyrir
tæplega hálfri öld.
Þetta er ekki í fyrsta skipti, sem
Davíð vekur máls á áhyggjum sín-
um. Hann hefur áður talað um
áhyggjur sínar af samþjöppun og
talað um að allt benti til að „sam-
runi fyrirtækja og einokunartil-
burðir í kjölfarið [væru] að verða
meinsemd í íslensku viðskiptalífi“.
Áður hefur verið ítrekað í leið-
urum Morgunblaðsins að nauðsyn-
legt sé að setja lög við hringa-
myndun á Íslandi. Heilbrigð
samkeppni er forsenda þess að at-
hafnalífið dafni. Það er ekki hægt
að bjóða heilli þjóð að örfáir menn
sölsi allt undir sig. Það getur
vissulega verið erfitt að setja lög,
sem ætlað er að vinda ofan af
ástandi, sem þegar er orðið, og það
þarf að gefa þeim, sem þyrftu að
laga sig að slíkum reglum, gott
svigrúm og sanngjarnan aðlögun-
artíma. Hinn kosturinn er aftur á
móti að gera ekki neitt og hann er
óboðlegur. Aðrar þjóðir hafa getað
tekið á hringamyndun og jafnvel
brotið upp starfandi fyrirtæki
vegna þess að umsvif þeirra voru
farin að standa viðskiptalífinu í
viðkomandi landi fyrir þrifum.
Fordæmin eru næg og ekkert í
vegi fyrir því að setja lög um
hringamyndun á Íslandi. Varnað-
arorð Davíðs Oddssonar eru ekki
að ástæðulausu og á þau ber að
hlýða.