Morgunblaðið - 28.09.2005, Side 27

Morgunblaðið - 28.09.2005, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 27 UMRÆÐAN Sími 437 2323, fax 437 2321. Netfang fv@fv.is 2006 Að þessu sinni bjóðum við tvær 11 daga golfferðir til Túnis, þar sem ekkert er til sparað til að gera ánægjulega og eftirminnilega ferð. Búið er við kjöraðstæður á fyrsta flokks strandhótelum og golfið leikið á góðum og fallegum golfvöllum. Brottfarir eru 24. febrúar og 7. apríl (páskaferð) Verð í brottför 24. febrúar er kr. 149.500 á mann í tvíbýli. Verð í brottför 7. apríl er kr. 163.700 á mann í tvíbýli. Aukagjald fyrir eins manns herbergi er kr. 19.000. Fararstjóri er Sigurður Pétursson, golfkennari. Innifalið í verði er flug, flugvallarskattar, fararstjórn, akstur, gisting á fyrsta flokks hótelum í 10 nætur með morgunverði og kvöldverði, 9 vallargjöld. Golfferðir Ferðaskrifstofu Vesturlands til Túnis hafa áunnið sér fastan sess í vitund íslenskra golfara, því auk góðra golfvalla og þægilegs loftslags við Miðjarðarhafsströndina, býður Túnis upp á margbrotna sögu og menningu Bókanir og nánari upplýsingar hjá Ferðaskrifstofu Vesturlands í síma 437 2323 eða með netpósti til fv@fv.is 5.000 kr. afsláttur ef bókað og staðfest er fyrir 1. október. SEGJA má að kostnaður og ágóði af umhverfisstarfi byggist á þremur grunnþáttum; siðfræði, hagfræði og vistfræði. Þróuð hafa verið og innleidd í fyrirtæki og stofnanir, stöðluð gæða- og um- hverfisstjórn- unarkerfi sem byggj- ast á einum eða fleiri þessara þátta. Staðl- arnir eru einskonar uppskrift að góðum og ábyrgum stjórn- unarháttum. Meðal þessara staðla má nefna ISO-9000 gæðastjórnunarkerfi, ISO-14000 umhverf- isstjórnunarkerfi og ISO-14031 staðalinn þar sem fyrirtæki geta markvisst skjal- fest aðgerðir sínar til umhverf- isbóta. Fyrirtæki innleiða staðlana af fúsum og frjálsum vilja, vitandi um kostnað og fyrirheit um ágóða. Fyrirtækjum í ákveðnum atvinnu- greinum sem náð hafa tiltekinni stærð, er skylt samkvæmt íslensk- um lögum að færa grænt bókhald. Auk þess innihalda ársskýrslur fyrirtækja í vaxandi mæli upplýs- ingar um umhverfis-, jafnréttis- og samfélagsmál. Samverkandi þættir Siðfræðiþátturinn byggist m.a. á vestrænni hugmyndafræði, sem með öðru á rætur í kristinni sið- fræði, svo sem þeim rétti manna að nýta auðlindir jarðar sér til hagsbóta en einnig þeirri hug- myndafræði að menn hafi jörðina einungis að láni frá börnum sín- um. Innan siðfræðinnar blómstrar pólitíkin og það hlutverk stjórn- málamanna að móta lög og leik- reglur sem hafa samfélagsleg áhrif, jafnt á ríkidæmi og fátækt sem og á þróun sjúkdóma á borð við HIV, svo eitthvað sé nefnt. Hagfræðiþátturinn lýtur m.a. að þeim rétti einstaklinga, og reynd- ar lagalegri skyldu margra fyr- irtækja og samfélaga, að ávaxta sitt pund á sem hagkvæmastan hátt í þágu umbjóðenda sinna. Krafa um arðsemi í rekstri fyr- irtækja situr að sjálfsögðu í fyr- irrúmi, en aðrir rekstrarþættir vega minna. Vistfræðiþátturinn setur svo málefni náttúrunnar í öndvegi með það að markmiði að nýta náttúrulegar auðlindir á sjálfbæran hátt, með heildarhags- muni og langtímasjón- armið í huga. Af hverju umhverfisstarf? Ástæður fyrir um- hverfisstarfi í fyr- irtækjum, stofnunum og sveitarfélögum eru margar, s.s. alþjóðlegir samningar, ný og breytt lög og reglur, þrýstingur frá íbúum og hluthöfum og þrýst- ingur frá viðskiptavinum og neyt- endum. Auk þess hafa fyrirtæki séð sér leik á borði að bæta orð- spor sitt og ímynd með umbóta- starfi á sviði umhverfismála. Und- irliggjandi drifkraftur fyrir innleiðingu gæða- og umhverf- isstjórnunarkerfis í fyrirtæki er sá að bæta fjárhagsafkomu fyrirtæk- isins. Aukaafurðin, ef litið er á málið frá þessum sjónarhóli, verð- ur betri nýting auðlinda og hrá- efnis, betra umhverfi, ánægðari starfsmenn, betri ímynd fyr- irtækis og hækkað gengi hluta- bréfa. Fjárhagslegur ávinningur: Lægri vextir? Hærri tekjur en gjöld? En er um að ræða fjárhags- legan ávinning af umhverfisstarfi í fyrirtækjum, stofnunum og sveit- arfélögum? Fá fyrirtæki betri vaxtakjör hjá bönkum vegna minni útlánaáhættu? Eru iðgjöld til tryggingafélaga hjá umhverf- isvænum fyrirtækjum lægri en annarra? Almennt sagt er svarið við þess- um þrem spurningum já. Það er fjárhagslegur ávinningur af um- hverfisstarfi í fyrirtækjum, stofn- unum og sveitarfélögum. Það er í vaxandi mæli tilhneiging til þess að umhverfisvæn fyrirtæki njóti betri lánakjara hjá bönkum en önnur fyrirtæki. En þó sjást þess enn þá lítt eða ekki merki að fyr- irtæki sem innleitt hafa gæða- eða umhverfisstjórnunarkerfi njóti þess arna með lægri iðgjöldum tryggingafélaga. Í alþjóðlegri könnun sem gerð var ekki alls fyrir löngu, meðal 5.000 fyrirtækja sem innleitt höfðu ISO umhverfisstjórnunarkerfi, kom fram að yfir 80% fyrirtækj- anna töldu að innleiðing umhverf- isstjórnunarkerfisins hefði haft umtalsverðan sparnað í för með sér. Talsmenn yfir 60% fyrirtækj- anna staðhæfðu að kostnaðurinn við innleiðingu umhverfisstjórn- unarkerfisins hefði skilað sér aftur innan árs. Þessi niðurstaða vekur spurningar. Af hverju hafa ein- ungis fimm íslensk fyrirtæki inn- leitt vottað umhverfisstjórn- unarkerfi? Er ágóðinn vanmetinn? Eru íslenskir bankar jafnumhverf- isvænir og bankar í nágrannalönd- unum? Ættu lífeyrissjóðir að inn- leiða umhverfismál og siðfræði í fjárfestingastefnu sína? Eru „um- hverfis- og siðfræðihlutabréfa- sjóðir fjárfestingakostir framtíð- arinnar? Þessum spurningum og fleirum mun höfundur leitast við að svara á ráðstefnunni á Grand Hótel. Kostnaður og gróði af umhverfisstarfi Steinn Kárason skrifar um umhverfismál Steinn Kárason ’Ráðstefna verður hald-in á Grand Hótel í dag, sem ber yfirskriftina „Hreinn ávinningur af umhverfisstarfi fyr- irtækja“.‘ Höfundur er háskólakennari og ráðgjafi og er fulltrúi mennta- málaráðuneytisins í umhverf- isfræðsluráði. BRÉF TIL BLAÐSINS Morgunblaðið Kringlunni 1 103 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is ÉG HEF aldrei skilið vandræðagang pólitíkusa varðandi Reykjavík- urflugvöll. Ég sé ekki að hann sé fyr- ir byggð, heldur finnst mér að byggð sé fyrir honum. Ef flugþjónustan fer og byggð verður þétt verulega í Vatnsmýrinni og gamla bæjarhlut- anum verður þetta svæði ófýsileg- asta svæði borgarinnar til búsetu vegna mengunar, því kyrrstöðuloft myndast auðveldlega á þessu svæði. Byggð á eftir að þenjast mikið í átt að Mosfellssveit og á Kjalarnesi er kjör- ið svæði fyrir þétta byggð vegna loft- streymis sem samspil Hvalfjarðar, Esju og Kollafjarðar myndar á því svæði. Það liggur líka nokkuð ljóst fyrir að byggð mun þéttast verulega sitthvorumegin við Hvalfjörð á næstu 10–15 árum og þá verður einn- ig komin krafa um fjögurra akreina brú yfir Hvalfjörð með hjólreiða-, hesta- og göngustígum, eða lesta- göng sem gætu flutt bæði fólk, bíla og hesta yfir fjörðinn. Gamli bærinn, inn að Rauðarárstíg, á að vera eins og hann er. Fari flugþjónustan á Keflavík- urflugvöll munu skapast mörg vandamál í Reykjavík. Það mun fljót- lega koma í ljós að fyrirtæki og stofn- anir sem landsbyggðin skiptir mest við munu flytjast suður og Reykjavík með árunum koðna niður í það að verða annaðhvort úthverfi Akraness eða millahverfi verðbréfabraskara sem fæstum öðrum þætti fýsilegt að vera í nábýli við. Á Keflavíkurflugvelli vantar svo alveg aðstöðu fyrir innanlandsflugið því flugstöðin þar er þegar yfirfull og stjórnsýsla bílastæða við Leifsstöð ekki fýsileg fyrir fólk að flækjast í. Þeir pólitíkusar sem ekki geta þol- að Reykjavíkurflugvöll ættu bara að flytja til Keflavíkur, það myndi bæta verulega loftslagið í Reykjavík. GUÐVARÐUR JÓNSSON, Hamrabergi 5, Reykjavík. Flugvöllurinn hér eða þar Frá Guðvarði Jónssyni:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.