Morgunblaðið - 28.09.2005, Page 29

Morgunblaðið - 28.09.2005, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 29 MINNINGAR alltaf svo góð og sterk. Það var svo æðislegt að koma í sveitina (Borg- arholt) til þeirra ömmu og afa, það var svo gaman þar. Þau bjuggu þar til ársins 1996 en þá fluttu þau á Akranes. Hún amma átti alltaf heimabakað og það var alveg sama á hvaða tíma dags, alltaf dró hún fram kræsingar og ískalda mjólk. Það er hægt að minnast á svo margt sem amma gerði sem var svo gott. Eitt sinn þegar við vorum stödd í sveit- inni fæddist andarungi og hann var mjög veikur og hún brá á það ráð að halda á honum hita í ofninum. En hann dó, greyið, en amma dó aldrei ráðalaus og við fengum að halda smá jarðarför og jarða hann í garðinum, hún elsku amma mátti ekkert aumt sjá. Hún var alltaf svo góð og það var svo gott að koma til þeirra niður á Suðurgötu þangað sem þau fluttu þegar þau seldu Borgarholt. Elsku amma, þú ert komin á betri stað og líður betur þó það sé svo erfitt að sætta sig við það. Þú ert komin til Óla frænda og Þóru ömmu. Elsku afi, guð veri með þér á þessum erfiða tíma. Við elskum þig, amma. Gunnar, Ingibjörg, Ársæll og Kristín. Vá, þetta gerðist allt svo fljótt, ég er varla búin að átta mig á því að elsku amma okkar er dáin. Ég hélt alltaf í vonina um að henni myndi batna, en lífið er ósanngjarnt og við getum ósköp lítið eða ekkert stjórn- að því. En við eigum alla vega góðar minningar frá öllum ferðalögunum sem við fórum í með ömmu og afa, og var þá mikið sungið og skemmtum við okkur öll konunglega. Það var alltaf gaman að koma í heimsókn vit- andi innra með okkur að nú fengjum við sko að borða, því alltaf var nóg á boðstólum. Svo var alltaf gaman að koma í sveitina til ömmu og afa, Borgarholti, þar sem þau bjuggu til ársins 1996. Við fjölskyldan vorum þarna mjög oft yfir sumartímann og oft á veturna. Man ég vel eftir þegar ég og Sævar vorum veðurteppt í sveitinni, okkur til mikillar ánægju og gleði. Þetta eru minningar sem ég mun aldrei gleyma og lifa þær í hjarta mínu að eilífu. Amma, ég elska þig. Þín Hafdís. Elsku amma, mér finnst leiðinlegt að missa þig. Ég fór að gráta þegar ég frétti þetta og mamma huggaði mig. Mér fannst svo gaman að heim- sækja þig út á Akranes, en ég er oft búin að heimsækja afa. Afi er rosa skemmtilegur og þú varst það líka. Mér fannst ísinn og kökurnar vera frábærar. Þú varst svo rosalega skemmtileg og ég myndi óska þess að þú værir hjá okkur ennþá. Skilaðu kveðju til hans pabba míns. Þín Kristín Birta. Góð nágrannakona okkar er horf- in af sjónarsviðinu. Hjálpsemi, velvilji og dugnaður er það fyrsta sem kemur upp í hugann þegar við minnumst Ingibjargar. Ingibjörg fluttist ásamt Gunnari frá Akranesi að Borgarholti 1959 og hófu þau þar sinn búskap. Þá flutti Ingibjörg frá þeim þægindum sem hún hafði alist upp með eins og raf- magni og sjálfrennandi vatni. Þetta hafa verið mikil viðbrigði fyrir hana þar sem börnin komu núna í heiminn hvert á eftir öðru. Lýsing var frá gaslukt og lömpum, vatni dælt í bæ- inn með handafli, kýrnar handmjólk- aðar og allur matur unnin heima. En Ingibjörg var ung og hraust og lét þetta ekki á sig fá. Það er mjög stutt á milli bæjanna og mikill samgangur sem endur- speglaðist í hjálpsemi á báða vegu. Þar er okkur ofarlega í huga að bæði Ingibjörg og Gunnar gættu þessa að láta aldrei á sig halla. Á fyrstu árunum skiptust bæirnir á að fara með mjólkina upp á þjóðveg í veg fyrir mjólkurflutningabílinn. Þegar Stakkhamar átti að fara með mjólkina lét Ingibjörg sig ekki muna um að fara með þeirra mjólk í hjól- börum í veg fyrir Stakkhamarsbíl- inn. Börnin fóru oft á milli bæja og nutu þess á víxl að fara í pössun yfir nótt eða lengri tíma. Var það mikil tilbreyting fyrir börnin og gleði sem fylgdi því. Þá skapaðist vinátta milli þeirra sem hefur haldist síðan. Sem dæmi um gott hjartalag Ingibjargar minnist Sigrún þess að hafa kallað hana mömmu í þau skipti sem hún gisti hjá henni sem smástelpa. Vorið 1996 ákváðu Gunnar og Ingibjörg að bregða búi, börnin upp- komin og farin að heiman. Þetta hef- ur eflaust ekki verið auðveld ákvörð- un að yfirgefa jörðina sem þau höfðu byggt upp og ræktað. Þau fluttu þá suður á Akranes, í húsið sem Ingi- björg ólst upp í. Það hús gerðu þau upp eftir smekkvísi Ingibjargar. Hún hafði ávallt gaman af því að hafa fallega hluti í kringum sig. Meðan hún bjó í Borgarholti sat hún við og saumaði m.a. púða og áklæði á „ró- kókó“ stóla. Þó að þau Gunnar og Ingibjörg hafi flutt frá Borgarholti suður á Akranes, hefur haldist gott samband á milli fjölskyldnanna. Ávallt var notalegt að koma í heimsókn til þeirra á Suðurgötuna og njóta veit- inga sem hún framreiddi af sinni al- úð. Þeim þótti alltaf gaman að skemmta sér og er eftirminnilegt frá boðskemmtunum í sveitinni hvað Ingibjörg dansaði létt við hann Gunnar. Eftir að þau fluttu höfðu þau enn oftar tækifæri til þess að dansa saman og skemmta sér. Gam- an var að gleðjast með þeim í fyrra- haust þegar þau héldu upp á sameig- inlegt sjötugsafmæli sitt. Ingibjörg var nýlega komin úr hnjáaðgerð og þau dönsuðu saman eins og ung væru. Nú er góð nágrannakona horfin á braut. Við sendum fjölskyldunni frá Borgarholti okkar innilegustu sam- úðarkveðjur. Fjölskyldan Stakkhamri. Fljótlega eftir að Gunnar föður- bróðir minn hafði fest ráð sitt kynnt- ist ég Ingu. Mér var strax ljóst sem ungum dreng að þar fór kona með einstaka hlýju og mannkærleik. Síðar á ung- lingsárum mínum þegar bátur sem ég var á var tekinn í slipp á haustin fór ég nokkrum sinnum í Borgarholt til þeirra hjóna. Það voru einstakir tímar að vera með þeim þegar þau voru að byggja fjós og hlöðu og finna hvað samrýnd þau voru og hjóna- band þeirra einstakt. Síðar æxluðuðst mál þannig að Magný Ósk dóttir mín var fjölda sumra hjá þeim hjónum. Fyrir okkur foreldra hennar var þetta einstakt þar sem fátítt var orð- ið að börn væru í sveit og öðluðust þann þroska og lærðu til verka eins og verið hafði um íslensk börn áður. Fyrir misskilning fór dóttir mín að kalla þau afa og ömmu og var því einkar vel tekið af þeim enda varð samband þeirra við hana í allan stað í slíka veru. Fyrir þrem árum var ég ásamt barnabörnum mínum staddur á írskum dögum á Akranesi og var á keyrslu niður við höfn. Allt í einu kallar eitt þeirra: „Stoppa, stoppa, afi og amma eru þarna.“ Ég var varla búinn að stöðva bílinn þegar þau voru hlaupin út og í fangið á þeim hjónum. Þetta atvik sýndi mér enn og aftur hvað þau hjón voru elskuð og elsk að börn- unum. Inga hafði svo einstaklega blíða lund, mikla hjartahlýju og umburð- arlyndi sem svo geislaði af henni hvort sem maður var að ræða við hana um alvarleg málefni eða mein- laus dægurmál. Nú þegar við kveðjum Ingu þá vil ég þakka einstök kynni við einstaka konu og fyrir alla sem þekktu og um- gengust hana veit ég að kynnin hafa haft djúp áhrif og verið mannbæt- andi fyrir þá eins og mig. Kæri Gunnar, Ágúst, Þóra, Guðjón, Jón, Alli, barnabörn og aðstandendur, mínar innilegustu samúðarkveðjur. Arnór Pétursson. Þegar ég frétti að „amma“ væri dáin varð mér illa við. Vissulega vissi ég að hún hafði greinst með þann skaðlega sjúkdóm krabbamein fyrir um ári, en allar fréttir voru á þá vegu að útlitið væri gott. Hins vegar er nú lífið þannig að maður veit aldrei hve- nær hinsta stund rennur upp. Ég var aðeins átta ára þegar ég fór með pabba og mömmu í heim- sókn í Borgarholt. Þegar þau fóru aftur heim var ákveðið að ég yrði eft- ir í viku eða tíu daga hjá þeim Ingu og Gunnari. Þessi stutti tími varð að sjö sumr- um og í flestum fríum eins og páskafríum var ég þar. Fyrir misskilning fór ég fljótlega að kalla þau afa og ömmu og þar varð síðan í þá veru enda voru þau alla tíð eins og þannig væri. Þetta hefur svo færst til yngri kynslóðarinnar því börnin mín kalla þau afa og ömmu. Öll þessi hamingjuríku sumur hjá „afa“ og „ömmu“ í Borgarholti voru mér ómetanlega lærdóms- og ham- ingjurík enda var mér tekið eins og einu af börnunum þeirra. Að eignast þannig aðra fjölskyldu og ævarandi vini eins og systkinin í Borgarholti er aldrei hægt að fullþakka. „Amma“ var einstök manneskja, svo hlý, skilningsrík og góð að það var mann- bætandi að umgangast hana. Þau hjón voru líka svo elsk að hvort öðru að þar fór ekki á milli mála að um einstaklega gott og hamingjuríkt hjónaband var að ræða. Í þessum fáu orðum vil ég þakka að hafa orðið þeirrar gæfu aðnjót- andi að kynnast og vera langtímum samvistum við „ömmu“. Það verður erfitt að vera án hennar en þá er best að minnast allra góðu stundanna til að ýta sorginni í burtu fyrir gleði þeirra minninga, en þannig er ég viss um að „amma“ vill að við minnumst hennar. Elsku afi, Gústi, Þóra, Guðjón, Jón, Alli, barnabörn og aðstandend- ur, okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Magný Ósk Arnórsdóttir og fjölskylda. hvað minningar frá unglingsárum um bílaviðgerðir á hlaðinu í Garðhús- um, jafnvel í ausandi slagveðri, geta verið ljúfar. Stáka var fleira til lista lagt en bakstur og ísgerð. Hann var einnig lærður málari og starfaði við það samhliða bakstrinum. Eftir gosið þegar fjölskyldan flutti á fastalandið tók hann upp penslana að nýju og starfaði við málaraiðn það sem eftir lifði starfsævinnar. En Stáki var ekki einn, eiginkona hans í hartnær sextíu ár Bertha María var með í leik og starfi. Hún starfaði í bakaríinu, húsmóðir í fullu starfi á stóru heimili og svo unnu þau saman í skermagerð hennar á síðari árum. Það þurfti enga sérfræðinga til að skilgreina þau sem ástfangið fólk. Það sást á fasi þeirra öllu, bliki augnanna, hlýju brosa þeirra og rómi raddanna. Hjá þeim var allt til staðar sem þarf til að tryggja gott hjónaband, ást, traust og vinátta. Af þeim er stór hópur komin, af vönd- uðu úrvalsfólki. Við lok æviverksins hlýtur að vera eftirsóknarvert að geta litið um öxl og vera sáttur við verkið og einnig að sjá fram á veginn að afkomendur lifa og starfa í þeim anda sem til hefur verið sáð. Þannig held ég að Stáki hafi séð tilgang tilverunnar, að sjá sína stóru samhentu fjölskyldu skila sér vel fram á veginn. Að leiðarlokum þakkar fjölskylda mín, sem og fjölskyldan frá Hlíðar- húsum ævilanga vináttu og tryggð og fyrir þá hlutdeild sem við eigum í minningum um góðan mann. Við sendum Berthu og fjölskyldu, okkar innilegustu samúðarkveðjur. Eiríkur Bogason. Látinn er, eftir erfið veikindi, Jón Jónsson Waagfjörð, bakari og mál- arameistari. Í blóma lífsins, eins og við munum hann, var hann glaðbeitt- ur maður og vaskur, fríður sýnum og samsvaraði sér vel. Þau hjón Jón og Bertha Waagfjörð voru óvenjuglæsi- legt par. Þrátt fyrir sitt fagra en framandi nafn var Jón jafnan kall- aður „Stáki“ manna á meðal og kenndur við æskuheimili sitt, Garð- hús í Vestmannaeyjum. Garðhús voru byggð 1906 en faðir Stáka, Jón Vigfússon Waagfjörð (dregið af Vogsósum), keypti húsið er hann kom heim frá langri dvöl og málaranámi í Kaupmannahöfn 1920. Hann stofnaði bakarí með öðrum, Félagsbakaríið, en rak það einn um áratugi. Jón Waagfjörð eldri var mikil kempa. „Ég trúi á rúgbrauð, það hefur reynst mér best,“ sagði „Vogsi“ en svo var hann oftast nefndur og bakaríið hans „Vogsa- bakarí“; annað tveggja í Eyjum upp úr miðri síðustu öld, hitt var Magn- úsarbakarí. Garðhús voru, að okkur fannst, stórt hús, og var umkringt mörgum geymslum og dularfullum skúrum. Bakaríið var í kjallara, en á jarðhæð sölubúðin og íbúð sameign- armanns, Ólafs Jónssonar og Önnu Vigfúsdóttur; virðuleg húskveðja eftir andlát hennar 1954, eru meðal elstu minninga sem greyptust í huga forvitins snáða úr næsta nágrenni. Á aðalhæð bjuggu svo hjónin Jón eldri og kona hans, Kristín Jónsdóttir frá Jómsborg. Við snáðarnir úr hverfinu vorum tíðir gestir í eldhúsi hjá Krist- ínu, en við fengum sjaldan að fara í suðurstofu þar sem var meira stáss en maður átti að venjast. Á efri hæð, og í risi, bjuggu Stáki og Bertha með börnum sínum. Milli Garðhúsa og Borgarhóls, fyr- ir framan gömlu rafstöðina, var rúmt leiksvæði og jafnan mikið fjör fram eftir öllum kvöldum. Úr nálægum húsum, Hól, Strönd, Bjarma, Tungu (Magnúsarbakarí), Steinholti, Byggðarholti, Grafarholti, Brynj- úlfsbúð, Gamla-spítala og fleiri hús- um, kom sægur af börnum, þetta 5– 10 úr hverju húsi, og þessi staður mátti kallast kjarni miðbæjarins. Nú er þetta pláss horfið og mörg húsanna líka, en Garðhús standa þó enn. Stáki og Bertha lögðu sinn skerf í þessa krakkasúpu, og ekki þá frið- sömustu! Við Kristinn, sonur þeirra, erum jafnaldra og æskuvinir, Jón bróðir minn og Þorvaldur heitinn í Garðhúsum voru það líka og þannig tengdust öll þessi hús óteljandi böndum þvers og kruss. Það var gott að vera í Garðhúsum, á öllum hæð- um. Hveitislóðina eftir okkur strák- ana mátti rekja frá kjallara og upp á aðra hæð. Allt var með frjálslegum brag hjá Stáka og Berthu og glað- værð mikil. Það var sama upp á hverju við tókum, aldrei byrsti Stáki sig við okkur og alltaf var Bertha mild og skær; það eru ljúfar minn- ingar. Stundum deildum við strákar í miðbænum um hvort vínarbrauðin væru betri hjá „Vogsa“ eða í Magn- úsarbakaríi. Fyrir mér var þetta erf- itt spursmál, og viðkvæmt hags- munamál, því að ég átti að vinum bakarasyni úr báðum stöðum. Ég fann málamiðlun sem dugði: vínar- brauðin væru betri hjá „Vogsa“ en vínarbrauðsendarnir betri í Magnús- arbakaríi, en af þeim fengum við peyjarnir nóg, t.d. þegar við komum úr skólasundi, glorsoltnir. Stærsta hátíð ársins var bolludagurinn. Ilm- ur úr bakaríi hefur jafnan síðan vak- ið góðar kenndir og kallað fram góð- ar minningar. Stáki ólst upp í Garðhúsum en fór ungur til Reykjavíkur og varð meist- ari í málaraiðn. Hann tók, í félagi við aðra, að sér mörg stór verk en sagði að efnisskortur og höft hefðu verið bagaleg á þessum árum. Þegar faðir hans tók að lýjast við baksturinn fluttist hann til Eyja á ný 1950. Það var alltaf kátt í „Vogsa-bak- aríi“ og Stáki oft með spaugsyrði á vörum. Lengst af voru danskir bak- arar í vinnu hjá Stáka; fjörugir karl- ar sem okkur gekk þó ekki alltaf vel að skilja. Allir lögðust á eitt í fjöl- skyldunni að vinna að bakstrinum og við heimagangar vorum líka settir í verkin með strákunum á heimilinu, bárum inn hveiti og rúgmjöl, þrifum tæki, og mörgum stundum stigum við Kristinn saman tvíbökuvélina. Í sundinu milli Garðhúsa og Bóka- verslunar Þorsteins Johnssonar, bróður Kristínar, stóðu í dálitlum halla bílar, m.a. trogbíll, Ford 1942, notaður til aðdrátta og útkeyrslu í sölubúðir vestur í bæ. Eitt sinn vor- um við Kristinn að leika okkur í For- dinum, ég sat á húddinu og vingsaði vinnukonunum en Kristinn var undir stýri og framleiddi vélarhljóðið með vörunum. En svo varð honum á að taka úr gír og bíllinn rann aftur á bak og stöðvaðist með trogið inni í sölu- búðinni þar sem allt brotnaði í smáa mola. Við urðum heldur betur lúðu- lakalegir en hlutum þó væga refs- ingu. Í sundinu var líka drossía, Dodge, sem Stáki átti og ók á sunnu- dögum út um alla eyju með fjöl- skyldu sína; ég fékk oft að sitja í og þótti það óskaplega skemmtilegt. Meðan Stáki var við störf í Reykjavík festi hann ráð sitt og kvæntist Berthu Maríu Grímsdóttur. Það var mikið heillaráð, og hjóna- band þeirra „samfelld kærligheds- historie“ eins og systur mínar orð- uðu það en tvær þeirra, Þóra og Að- albjörg (Lilla), unnu í bakaríinu hjá þeim og fannst Stáki góður hús- bóndi. Stáki var stríðinn; t.d. setti hann upp mikinn undrunarsvip þeg- ar menn komu til hans að falast eftir pressugeri. „Ja, það er meira hvað þetta er mikill heimabakstur hjá þér,“ sagði hann, en vissi vel að nota átti gerið til að brugga vín! Með eldgosinu í janúar 1973 lauk bakstri í Garðhúsum. Stáki vann við að bjarga tækjum og varð þá fyrir gaseitrun og skaðaðist varanlega á heyrn. Þau Bertha fluttustu í Garða- bæ og Stáki tók að mála á ný, en Bertha varð brátt annáluð fyrir skermagerð sína. Við leiðarlok sendum við systkinin frá Borgarhól innilegar samúðar- kveðjur til Berthu og fjölskyldu hennar allrar og þökkum góð grannakynni, vináttu og ræktarsemi um mörg ár. Þær minningar eru oft rifjaðar upp og gott að ylja sér við þær. Guð blessi minningu Jóns J. Waagfjörðs. Helgi Bernódusson. Mig langar með nokkrum orðum að kveðja afa dóttur minnar, Jón Waagfjörd eða Stáka eins og hann var alltaf kallaður. Stáki var hlýr og góður maður og átti yndislegt hjarta. Alltaf var gaman að heimsækja Stáka og Berthu í Garðabæinn og er góð sál í húsinu þeirra. Þau voru höfðingjar heim að sækja enda var mjög gestkvæmt hjá þeim hjónum. Mikill vinskapur hefur ætíð verið hjá foreldrum mínum og þeim hjónum Stáka og Berthu, og nú um jólin var ég að skoða myndaalbúm hjá mömmu og pabba frá Kanaríferðum þeirra til margra ára og tók ég sér- staklega eftir fallega brosinu þínu á öllum myndunum, Stáki minn. Og ekki gleymir maður öllum góðu kök- unum þínum og sérstaklega kransa- kökunum sem þú töfraðir fram fyrir allar veislur, og ég var alltaf svo stolt og sagði: Stáki gerði þessa, því eng- inn gerði eins góða kransaköku og þú. En þú varst ekki bara bakari, þú varst líka málari og þið pabbi unnuð saman að mála í mörg ár og voruð mjög nánir vinir. Ekki gleymi ég hvað var gaman að koma í skerma- gerðina ykkar Berthu og allt lék í höndunum á þér og allt varð að vera vandað og vel gert og þú varst ekki lengi að gata skermana fyrir Berthu þína. Og ekki má gleyma hvað þú varst stríðinn og hafðir gaman af. Oft tal- aði ég um hvað samband ykkar Berthu væri innilegt, þið voruð alltaf svo hamingjusöm og eins og nýtrú- lofuð, og veit ég, Bertha mín, að söknuðurinn er mikill hjá þér. Mig langar að þakka þér, Stáki, fyrir hvað þú reyndist mér alltaf vel og hvað þið hjónin voruð mér alltaf góð. Ég veit að þú hefur verið hvíldinni feginn, því þú varst búinn að vera veikur síðustu ár. Ég veit að nú líður þér vel umvaf- inn ástvinum sem á undan þér voru farnir og ert kominn í fangið á Þor- valdi syni þínum sem þú saknaðir svo sárt alla tíð. Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj Sig.) Innilegar samúðarkveðjur til ykk- ar allra. Kristín Ósk.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.