Morgunblaðið - 28.09.2005, Side 33

Morgunblaðið - 28.09.2005, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. SEPTEMBER 2005 33 MINNINGAR kvæði eftir hann í tilefni dagsins. Árið 1998 sendi pabbi frá sér bókina Horfin handtök, í minningu foreldra sinna. Sú bók inniheldur frásagnir af vinnu við saltfisk og kol á sjó og landi á kreppuárunum. Þar minnist hann móður sinnar fyrir óbilandi þrek og staðfestu. Horfin handtök hlaut lofsamleg ummæli sagnfræðingsins Þorleifs Friðriks- sonar í tímaritinu Ný saga. Þar er bók pabba meðal annars lögð að jöfnu við Íslenska þjóðhætti Jón- asar Jónssonar frá Hrafnagili, fyrir nákvæmni höfundar og látlaust orðalag. Ritstörf pabba veita honum sess meðal þeirra Íslendinga sem um aldaraðir hafa sýnt í verkum sínum að mennt er meira en skóla- gangan ein. Pabbi átti kassettutæki og hljóð- ritaði við ýmis tækifæri meðal ann- ars samtöl við okkur ung, og jafnvel raddir okkar ómálga. Árið 1964 keypti hann 8 mm kvikmyndavél og tók mikið af fjölskyldumyndum. Einnig myndir frá útihátíðum í Hafnarfirði og af starfsfólki BÚH að störfum og í skemmtiferðum og hefur það efni töluvert heimilda- gildi. Þetta var ekki altítt á þeim ár- um og þessi frjói og leitandi þáttur í eðli pabba var af sömu rót runninn og áhugi hans á skákiðkun, tónlist, skáldskap og ritstörfum. Síðustu árin hélt pabbi upptekn- um hætti við vísnagerð, sérstaklega gátuvísur, og sá sig aldrei úr færi að reyna á getspeki fólks og leikfimi hugans. Hann mætti reglulega á miðvikudögum í safnaðarheimili Hafnarfjarðarkirkju til að tefla við félaga sína og fundaði með öðrum spekingum í öldungaráði Hafnfirð- inga á bekknum í Firði. Nú er þar skarð fyrir skildi. Æviágrip: Ungur á fiskreit verkin vann, vandist sjómanns hættum. Stjórna hundrað konum kann að körlum þar við bættum. Eldvörn síðast sinna vann, nú sögur í kolli tifa. Saltfisk um og kolin kann karlinn bók að skrifa. (P.G.K.) Pabbi gaf okkur án afláts af alls- nægtum hugulsemi sinnar, þolin- mæði, ástríkis og örlætis. Varð hon- um engin hindrun á vegi sem hann gat ekki yfirstigið þegar hann bar okkur á höndum sér á hamingjuár- um bernsku okkar. Enginn starfs- dagur var svo langur og lýjandi að hann ætti ekki stund aflögu fyrir okkur. Hann vakti yfir velferð okk- ar, mömmu og afabarnanna fram á hinstu stund. Pabbi skilur eftir autt sæti sem við fyllum af fögrum minningum. Við vottum mömmu okkar dýpstu samúð og styðjum hana á sorgarstund. Oft er gestkvæmt á Brunnstíg 5, fjölmennt og glaðvært og það er ósk pabba að svo verði áfram. Tími sorgar mun líða í daganna safn, það er gangur lífsins og huggun harmi gegn. Blessuð sé minning hans. Lilja, Oddrún, Krist- bergur, Sigurður og Guðlaug. Elsku afi minn. Ég trúi ekki að þú sért farinn. Fyrir rúmlega tveimur vikum sat ég heima hjá ykkur ömmu að borða kleinur og jólaköku. Ég var að tala við þig um bílprófið mitt og allt var eins og það átti að vera. En svo nú tveimur vik- um seinna ertu horfinn á braut og þetta gerðist allt svo rosalega snöggt að ég er ekki enn búin að átta mig á þessu. Þegar ég var lítil varstu alltaf að syngja fyrir mig, þú komst á hverjum einasta degi til mín þegar þú áttir hlé í vinnunni og söngst fyrir mig var mér sagt. Mest hélt ég upp á lagið Fyrr var oft í koti kátt og minnir þetta lag mig svo mikið á þig. Þú varst svo góður, og alltaf þegar við barnabörnin komum í heimsókn gafstu okkur pening fyrir ís. Ég var alltaf svo ánægð að sjá þig þegar þú komst og hlustaðir á mig þegar ég var að syngja, þegar ég fór á reiðnám- skeið, eða var að spila á hornið mitt. Alltaf komstu. Það var svo gaman að koma á Brunnstíginn en nú verður það heldur tómlegt. Að sjá engan sitja í stólnum sínum með fjarstýringuna í hendinni og útvarpið á öxlinni. Afi mér þótti svo vænt um þig. Ég sakna þín svo mikið. Kveð ég þig með þessum tveimur erindum sem þú ortir handa mér: Herborg með sitt góða geð ég gef á þessum degi, að gæfan henni gangi með og gæti á lífsins vegi. Víða á leiðum liggur sorinn, ljúfa, þú skalt gæta þín. Ætíð gangi gæfusporin góða afastelpan mín. Herborg Sørensen. Þegar mér barst fregnin um and- lát fermingarbróður míns, Péturs G. Kristbergssonar, hafði ég nýlega lesið öðru sinni hina merku bók hans „Horfin handtök“, þar sem Pétur á einkar lifandi og vandaðan hátt segir frá vinnubrögðum í kola- vinnu og saltfiskverkun á kreppuár- unum í Hafnarfirði, en þeim kynnt- ist Pétur af eigin raun. Var það aðdáunarvert framtak hjá Pétri, sem ekki naut frekari skólagöngu en barnaskólanáms, að hafa samið þetta fróðlega heimildarrit. Og vissulega eykur það á gildi ritsins, að auk gamalla ljósmynda er bókin prýdd táknrænum grafíkmyndum eftir listmálarann Kristberg, son Péturs. Ekki bjóst ég við, þegar Pétur óvænt kom í heimsókn til mín fyrir um mánuði síðan, að það yrði okkar síðasti samfundur. Tilefnið komu hans var að færa mér að gjöf hefti með 120 gátum í bundnu máli, sem Pétur hafði samið, en heftið nefndi hann „Ekki má vanrækja heilann“. Sagði Pétur þessa iðju sína að semja gátur og tækifærisvísur vera góð ráð til að halda heilanum í æf- ingu. Og svo sannarlega lagði Pétur ríka rækt við að þjálfa sitt hugar- flug og einkum á efri árum. Var með ólíkindum, hversu frjór hann var í þessum efnum, einbeittur og með stálminni um atvik liðins tíma. Á sviði ljóðagerðar Péturs er meðal annars frumlega ljóðið „Tveir vinir“, sem fjallar um sambúð Ham- ars og Lækjar, perlur okkar Hafn- firðinga. En það var á fleiri sviðum, sem listrænir hæfileikar Péturs komu í ljós. Þannig var hann snjall skák- maður og næmur unnandi tónlistar. Lék á fiðlu og önnur hljóðfæri, samdi lög við ljóðin sín og aflaði sér þekkingar í tónfræði. Munu fáir hafa vitað um þessar tónlistargáfur Péturs, enda tranaði hann sér ekki fram. Kynni okkar Péturs ná allt til unglingsára, er við vorum saman í kola- og fiskvinnu hjá Bæjarútgerð Hafnarfjarðar. Þá vorum við lengi áhugasamir um iðkun frjálsra íþrótta á Hörðuvöllum undir leið- sögn Hallsteins og Gísla Sigurðs- sonar og kepptum fyrir FH. Þar rísa hæst minningar um mótin í bæjarkeppnum Hafnfirðinga og Vestmannaeyinga. Pétur var mjög slyngur sleggjukastari og átti lengi Hafnarfjarðarmet í sleggjukasti og nokkrum sinnum drengjameistari á Íslandsmótum. Á síðasta samfundi okkar rifjuð- um við upp atvik frá liðnum árum m.a. tímann, sem við sátum í íþróttanefnd Hafnarfjarðar árin 1958–62. Þá var hafin bygging íþróttahússins við Strandgötu eftir tillögu nefndarinnar um staðarvalið, en áður höfðu lengi verið skiptar skoðanir um stað fyrir nýtt íþrótta- hús. Var mjög gott að starfa með Pétri að framgangi málefna. Hann var raunsær og tillögugóður. Pétur verður þeim, sem hann þekktu, minnisstæður um margt. Hann var mjög hógvær og hrein- skiptinn, heiðarlegur og dagfars- prúður. Við hann var gott að spjalla og njóta hans hlýju nærveru og fróðleiks. Pétur hafði ákveðnar skoðanir í þjóðmálum og trúr sinni sannfær- ingu á þeim vettvangi. Var einlægur verkalýðssinni og mörg ár í stjórn Vmf. Hlífar. Að bæta hag lítilmagn- ans var hans hjartans mál. Dugnaður og skyldurækni fylgdi störfum Péturs. Þann tíma, sem hann var verkstjóri í fiskiðjuveri BÚH, naut hann vinsælda starfs- fólks og verðskuldaðs trausts sinna yfirboðara. Og sem eftirlitsmaður brunavarna kom hann fram af hátt- vísi og var farsæll í því starfi. Með Pétri G. Kristbergssyni er horfinn af sjónarsviðinu traustur og eftirminnilegur þegn Hafnarfjarðar, sem skilur eftir sig verk, sem lengi munu varpa ljóma á minningu hans. Megi bjart og litríkt lífshlaup Pét- urs vera öðrum til eftirbreytni og verkin hans til fróðleiks um alla framtíð. Minn kæri fermingarbróðir er kvaddur með þakklæti fyrir ágæt kynni, dáð og drengskap. Sendi eft- irlifandi eiginkonu, börnum Péturs og öðrum aðstandendum hugheilar samúðarkveðjur með ósk um vel- farnað. Árni Gunnlaugsson. Kæri afi, það er ekkert smáskrýt- ið að þú sért farinn, og þótt þú sért farinn finnst mér þú ennþá vera hjá okkur, sem þú ert örugglega þrátt fyrir allt. En mér finnst frábært hvað við eigum margar góðar og ánægjulegar minningar saman. Ég man mörg jóla- og páskaboðin sem við komum til ykkar ömmu. Hvað þér fannst jólakakan hennar mömmu góð, og mér finnst það líka. Ég man líka að þú gafst okkur Her- borgu margar vísur og kvæði. Þú varst voða klár í þeim. Ég man sterkt eina minningu þegar ég var sex ára. Þú fórst með mér og keypt- ir handa mér fyrstu skólatöskuna. Ég var mjög ánægð með töskuna. Mér þykir mjög vænt um hana og ætla að eiga hana að eilífu. Elsku afi minn, það verður svo sárt og sorglegt að fara á Brunn- stíginn og sjá stólinn þinn auðan, en ég verð að sætta mig við það að þú sért með okkur í anda. Ég vona líka að þú sért ánægður núna, að þú horfir niður til okkar og brosir. Það fær mig líka til að brosa og horfa björtum augum á framtíð- ina. Ég sakna þín, afi minn, og mun alltaf gera. Brynhildur mín og brosið þitt bræðir afans hjarta. Leikur glöð og ljúf við sitt ljúf á framtíð bjarta. Brynhildur Sörensen. Sigurður Daði Sigfússon hafa átt betri mót. Í hnotskurn má segja að búast mátti við fyrirfram að bæði liðin yrðu aðeins ofar en ánægjulegt var að sjá til góðs árangurs einstakra skák- manna. Taflmennskan var oft á tíðum prýðileg og sérstaklega virtist sem Stefán Kristjánsson hafi komið vel undirbúinn til leiks frá sjónarhóli byrjunarfræðinnar. Hann vann góðar skákir með hvítu mönnunum og ein þeirra var gegn hinum öfluga írska al- þjóðlega meistara, Brian Kelly (2505). Hvítt: Stefán Kristjánsson (2459) Svart: Brian Kelly (2505) 1. e4 e6 2. d4 d5 3. e5 c5 4. c3 Db6 5. Rf3 Bd7 6. Bd3 Bb5 7. dxc5 Bxc5 8. b4!? Svartur má ekki taka peðið á f2 þar eð þá yrði biskupinn þar innlyksa. 8...Bxd3 9. Dxd3 Be7 Þessi staða hefur komið upp nokkr- um sinnum áður og hefur hvítur þá yfirleitt leikið 10. 0-0. Stefán breytir útaf og hyggst með næsta leik sínum fá meira olnbogarými á drottningar- væng. Stöðumynd 1 10. a4!? Da6 11. b5 Da5 12. O-O Rd7 13. c4! Helsti veikleiki svörtu stöðunnar er að hann á erfitt með að þróa stöðu sína á kóngsvæng. Hvítur nýtir sér það til fulls með því að þrýsta á mið- borðið og opna c- og d-línurnar. 13...Rb6 14. Rbd2 Hc8 15. cxd5 Rxd5 16. Re4 Rb4 17. De2 Dc7 18. Be3 Dc4 19. Dxc4 Hxc4 Sú strategía svarts að eyða miklum ÍSLENSKU liðin í Evrópukeppni taflfélaga fengu bæði sex stig af 14 mögulegum og lentu í 27.–37. sæti af 48 þátttökuliðum. Við nánari sundur- liðun á árangrinum kemur í ljós að sveit Taflfélags Reykjavíkur fékk 21½ vinning af 42 mögulegum og lenti í 29. sæti en lið Taflfélagsins Hellis fékk 19 vinninga og lenti í 32. sæti. TR sveitin tefldi við sterkari and- stæðinga en lið Hellis og varð frammistaða sveitar TR þessi: Eins og sjá má af þessari töflu stóðu alþjóðlegu meistararnir Jón Viktor Gunnarsson og Stefán Krist- jánsson sig vel á mótinu og hækka báðir um tíu stig. Taflmennska Þrast- ar á fyrsta borði var traust en hann tefldi eingöngu við stórmeistara á mótinu og meðalstig þeirra voru 2564 stig. Arnar Gunnarsson stóð einnig fyrir sínu á meðan hvorki Bragi né Björgvin náðu sér á strik. Frammistaða Hellismanna varð þessi: Björn Þorfinnsson hækkaði sig mest allra íslensku keppendanna á stigum en það stafar m.a. af því að hann hefur hærri stuðul en þeir skák- menn sem hafa a.m.k. einu sinni kom- ist yfir 2400 stig. Eigi að síður stóð Björn sig mjög vel en frammistaða Ingvars, Gunnars og Hannesar var einnig traust. Sigurbjörn tefldi við erfiða andstæðinga á öðru borði og náði sér ekki á strik. Andri Áss og tíma í að skipta upp á drottningum var ekki heillavænleg þar sem svart- ur er svo langt á eftir í liðsskipan. 20. Rfd2! Hc8 21. Hac1 Hxc1 22. Hxc1 Kd7 23. Bxa7 Stöðumynd 2 Taflið er nú gjörunnið á hvítan og um síðir viðurkenndi svartur ósigur sinn. 23... Rh6 24. Rc4 Rd5 25. Rb6+ Rxb6 26. Bxb6 Hc8 27. Hd1+ Ke8 28. h3 Hc4 29. Rd6+ Bxd6 30. Hxd6 Hc8 31. a5 Rf5 32. Hd1 Re7 33. a6 bxa6 34. bxa6 Rd5 35. Bd4 Ha8 36. a7 Kd7 37. Hb1 Kc8 38. Bc5 f6 39. exf6 gxf6 40. Hb3 e5 41. Kh2 Rf4 42. g4 Re6 43. Bb6 Rd4 44. Hb2 Rc6 45. Kg3 Kb7 46. Kf3 He8 47. Ke4 Rxa7 48. Be3+ og svartur gafst upp. Rússneska liðið Tomsk-400 vann keppnina með því að fá 12 stig og 29½ vinning en liðin Polonia Plus GSM og NAO fengu einnig 12 stig en færri vinninga. Nánari upplýsingar um keppnina er að finna á vefsíðunni www.skak.is sem og á heimasíðu mótsins, www.scachvivda.com. Heimsmeistarakeppnin í skák að hefjast Dagana 27. september til 16. októ- ber næstkomandi munu átta skák- menn heyja keppni um hver þeirra verði heimsmeistari FIDE í skák. Mótið fer fram í Potrero de los Funes í San Luis í Argentínu og taka eft- irfarandi skákmenn þátt: Viswanath- an Anand (2788), Veselin Topalov (2788), Peter Leko (2763), Peter Svid- ler (2738), Judit Polgar (2735), Mich- ael Adams (2719), Alexander Moroze- vich (2707) og Rustam Kasimdzhanov (2670). Hægt verður að fylgjast með gangi mála í Argentínu á heimasíðu keppninnar, http://www.wccsanlu- is.net/. Frábær árangur Róberts Róbert Harðarson (2361) varð hlutskarpastur á alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Kecskemét í Ungverjarlandi og náði áfanga að al- þjóðlegum titli. Um þennan góða ár- angur Róberts er fjallað um á heima- síðu Hróksins, www.hrokurinn.is., en því miður þarf umfjöllun skákþáttar- ins að bíða um sinn þar til að upplýs- ingar liggja fyrir um lokastöðu móts- ins í heild sinni. Einnig er skemmtilegra að þegar þetta er orðið ljóst að birt sé ein af sigurskákum Ró- berts á mótinu. EM lokið og HM að byrja SKÁK St. Vincent á Ítalíu EM TAFLFÉLAGA 18.–24. september 2005 HELGI ÁSS GRÉTARSSON daggi@internet.is Jón Viktor fékk flesta vinninga Íslendinga á EM. Róbert Harðarson náði AM áfanga. Borð Keppandi Fjöldi Fjöldi Stiga vinn. skáka breyt. 1. b. Þröstur Þórhallsson (2.454) 2½ 7 0,5 2. b. Stefán Kristjánsson (2.459) 4½ 7 8,6 3. b. Bragi Þorfinnsson (2.448) 3 7 -9,2 4. b. Arnar Gunnarsson (2.438) 3½ 6 -0,4 5. b. Björgvin Jónsson (2.415) 2 7 -23 6. b. Jón Viktor Gunnarsson (2.388) 5½ 7 10,2 1. v. Bergsteinn Einarsson ½ 1 1,65 Stöðumynd 1 Stöðumynd 2 Borð Keppandi Fjöldi Fjöldi Stiga vinn. skáka breyt. 1. b. Hannes Hlífar (2.579) 4½ 7 -0,5 2. b. Sigurbjörn Björnsson (2.346) 1½ 7 -19,5 3. b. Björn Þorfinnsson (2.328) 4 7 15,9 4. b. Sigurður Daði (2.344) 3 7 -5,4 5. b. Ingvar Jóhannesson (2.291) 3½ 7 6,3 6. b. Andri Grétarsson (2.318) 1½ 7 -12,75 1. v. Gunnar Björnsson (2.131) 1 2 2,4

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.