Morgunblaðið - 10.10.2005, Page 2
2 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
TUGÞÚSUNDIR FÓRUST
Stjórnvöld í Pakistan sögðu í gær
að staðfest væri að minnst 20.000
manns hefðu látið lífið í jarðskjálft-
anum mikla á laugardag. Væri jafn-
vel óttast að talan gæti farið í 30.000.
Yfir 600 manns fórust auk þess í ind-
verska hluta Kasmír en langflest
voru fórnarlömbin í pakistanska
hluta héraðsins umdeilda. Pakist-
anar báðu í gær þjóðir heims um að-
stoð vegna hamfaranna og voru
björgunarsveitir þegar lagðar af
stað í gær. Einnig var heitið hjálp-
argögnum og fé. Mest mun þörfin
vera á stórum þyrlum vegna þess að
samgöngukerfið er víða lamað.
Fimmtán tillögur felldar
Fimmtán af sextán sameiningar-
tillögum voru felldar í kosningum
um sameiningu sveitarfélaga á laug-
ardag. Kjörsókn þótti dræm en að-
eins um þriðjungur af þeim sem
voru á kjörskrá gengu til kosninga.
Hundruð deyja í Guatemala
Óttast er að nær tvö þúsund
manns hafi látið lífið í skriðuföllum í
Guatemala síðustu daga. Aurskriður
féllu yfir tvö þorp á miðvikudag og
er þar um 1.400 manns saknað. Stað-
fest er að yfir 500 eru látnir í landinu
en hitabeltislægðin Stan hefur vald-
ið gríðarlegu úrfelli og mann-
skæðum skriðum í Mið-Ameríku.
Spilafíklum fjölgar
Samtök áhugafólks um spilafíkn
hafa óskað eftir því að fá gömlu mið-
bæjarstöð lögreglunnar við
Tryggvagötu undir starfsemi sína og
segja vandann hafa aukist mikið á
undanförnum árum.
Kjósa þarf aftur
Enginn fékk hreinan meirihluta í
pólsku forsetakosningunum á
sunnudag og verður kosið aftur eftir
tvær vikur milli tveggja efstu.
Starfsemi hefst að nýju
Vinna í Slippstöðinni á Akureyri
hefst að öllum líkindum aftur á
morgun, en hún varð gjaldþrota fyr-
ir rúmlega viku. Óvíst er þó hvort
allir starfsmenn verða endurráðnir
en um 100 manns höfðu þar starf
fyrir gjaldþrot.
Söfnunarfé afhent
Björn Hafsteinsson vagnstjóri,
sem missti báðar fætur í alvarlegu
bílslysi í ágúst sl. fékk afhenta ávís-
un upp á 1,3 milljónir króna um
helgina, sem er afrakstur söfnunar-
átaks. Einnig fékk hann blómvönd
frá framkvæmdastjóra Strætó bs.
Y f i r l i t
Í dag
Sigmund 8 Myndasögur 36
Fréttaskýring 8 Dagbók 36/39
Vesturland 12 Víkverji 36
Viðskipti 13 Staður og stund 39
Erlent 14/15 Velvakandi 37
Daglegt líf 16/18 Leikhús 40
Umræðan 20/28 Bíó 42/45
Forystugrein 24 Ljósvakamiðlar 62
Bréf 28 Staksteinar 63
Minningar 29/34 Veður 63
* * *
Morgunblaðið Kringlunni 1, 103 Reykjavík. Sími 5691100 Innlendar fréttir frett@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Erlendar fréttir Ásgeir Sverrisson, fréttastjóri,
asv@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Agnes Bragadóttir, fréttastjóri, agnes@mbl.is Úr verinu Hjörtur Gíslason, fréttastjóri, hjgi@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Orri Páll Ormarsson, ritstjórnarfulltrúi,
orri@mbl.is Inga Rún Sigurðardóttir, ingarun@mbl.is Umræðan|Bréf til blaðsins Magnús Finnsson, fulltrúi ritstjóra, magnus@mbl.is Guðlaug Sigurðardóttir, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók|Kirkju-
starf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp|Sjónvarp Auður Jónsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is
SAMFYLKINGIN telur að lækka
eigi virðisaukaskatt á matvæli úr
14% í 7% og hækka persónuafslátt í
skattkerfinu í stað tekjuskatts- og
hátekjuskattslækkunar ríkisstjórn-
arinnar um áramót, þar sem þessar
aðgerðir komi öllum til góða, en mest
þeim sem hafi lágar eða meðaltekjur,
auk þess sem slíkar aðgerðir vinni
gegn verðbólgu.
Þetta kom meðal annars fram í
ávarpi Ingibjargar Sólrúnar Gísla-
dóttur, formanns Samfylkingarinn-
ar, á fundi í Samfylkingarfélaginu í
Reykjavík á laugardag. Hún sagði
einnig að auka ætti aðhald í ríkisfjár-
málum og stefna að því að reka rík-
issjóð með afgangi sem næmi 2% af
vergri landsframleiðslu og taka til
athugunar hækkun á fjármagns-
tekjuskattinum.
Ingibjörg sagði að tillögur Sam-
fylkingarinnar hefðu það að mark-
miði að draga úr
spennu í hagkerfinu,
ynnu gegn verðbólgu
og bættu kjör þeirra
sem lægst hefðu launin
og það væri þeirra inn-
legg í þær kjaraviðræð-
ur sem framundan
væru.
Fram kom að lækk-
un virðisaukaskatts á
matvæli kostar um
fjóra milljarða króna
og lækkar vísitölu
neysluverðs um tæpt
1% og hefur þannig
áhrif á verðbólguna til
lækkunar. Lagt er til
að um tveimur milljörð-
um til viðbótar verði varið til hækk-
unar persónuafsláttarins, en kostn-
aður vegna skattalækkana ríkis-
stjórnarinnar er talinn nema um sex
milljörðum króna.
Ingibjörg sagði að ójöfnuðurinn
hefði aukist hröðum skrefum í tíð
ríkisstjórnarinnar og
nefndi sem dæmi að líf-
eyrisgreiðslur hefðu
verið aftengdar lægstu
launum 1995. Hefði það
ekki verið gert væru
þær 14 þúsund kr.
hærri á mánuði í dag.
Þá hefðu skattleysis-
mörkin ekki verið látin
fylgja verðlagi og benti
á að samkvæmt GINI-
stuðlinum svonefnda
hefðu ráðstöfunar-
tekjur ríkasta fimmt-
ungs þjóðarinnar auk-
ist tvöfalt meira en
ráðstöfunartekjur fá-
tækasta fimmtungsins.
Verðbólga gífurlega íþyngjandi
Ingibjörg gerði einnig skuldir
þjóðarinnar að umtalsefni og benti á
að þær hefðu aukist gífurlega á und-
anförnum árum. Hreinar skuldir
þjóðarbúsins væru þannig verulega
meiri heldur en í nokkru öðru ríki
innan Efnahags- og framfarastofn-
unarinnar OECD. Þannig hefðu
skuldir heimilanna hækkað úr 4
milljónum að meðaltali í 9 milljónir.
Þessar skuldir væru vísitölutryggð-
ar og því væru áhrif verðbólgu gíf-
urlega íþyngjandi. Á tímum eins og
nú ætti ríkisstjórnin ekkert að gera
sem gæti stuðlað að aukinni verð-
bólgu og hækkandi gengi. Allar að-
gerðir ríkisstjórnarinnar ættu að
miða að því að draga úr þenslu og
halda aftur af einkaneyslu.
Ingibjörg sagði einnig að miklar
sveiflur væru í íslensku hagkerfi og
margt benti til þess að sjálfstæður
gjaldmiðill á litlu gjaldmiðilssvæði
væri orsakavaldurinn. Það væri
tímabært að þeir sem vildu halda í
sjálfstæðan gjaldmiðil færðu rök fyr-
ir því að það væri gott fyrir Íslend-
inga að halda í íslensku krónuna í
stað þess að þeir sem vildu taka upp
evruna sætu uppi með sönnunar-
byrðina.
Vilja lækka matarskattinn í
7% og hækka persónuafslátt
Ójöfnuður hefur aukist hröðum skrefum, segir formaður Samfylkingarinnar
Eftir Hjálmar Jónsson
hjalmar@mbl.is
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
NORRÆNA lýðheilsuráðstefnan, sú áttunda í röðinni,
var sett á Nordica hóteli í Reykjavík í gærkvöldi. Er
þetta í fyrsta sinn sem ráðstefnan er haldin hér á landi.
Hún hófst með ávörpum Önnu Elísabetar Ólafsdóttur,
forstjóra Lýðheilsustöðvar, og Jóns Kristjánssonar
heilbrigðisráðherra. Ráðstefnunni lýkur á morgun en
hún ber yfirskriftina Lýðheilsa – sameiginleg ábyrgð.
Rætt verður m.a. um hvernig sveitarfélög á Norður-
löndum hafa ásamt ýmsum aðilum tekið höndum saman
í lýðheilsuverkefnum.
Meðal fyrirlesara eru doktorarnir Geir Gunn-
laugsson, Guðjón Magnússon og Ólafur Páll Jónsson.
Auk þeirra flytja erindi dr. Penny Howe frá Kanada og
Svíarnir Bosse Petterson og Johan Jonsson.
Morgunblaðið/Sverrir
Við setningu ráðstefnunnar á Nordica hóteli í gærkvöldi voru léttir drykkir á boðstólum og þáðu þau Guðjón
Magnússon, Anna Elísabet Ólafsdóttir og Jón Kristjánsson ferskan epladrykk, svona í tilefni dagsins.
Norræn lýðheilsuráðstefna sett FASTEIGNABLAÐI Morgun-
blaðsins er í fyrsta sinn í dag
dreift til allra heimila á höfuð-
borgarsvæðinu og er því heild-
arupplag blaðsins rúmlega 90
þúsund eintök. Fasteigna-
blaðinu er að sjálfsögðu áfram
dreift til allra kaupenda Morg-
unblaðsins út um allt land.
„Með þessari auknu dreifingu
gefst nú fasteignasölum tæki-
færi til að ná til fleiri sem eru í
fasteignahugleiðingum og efla
þannig starfsemi sína enn frek-
ar. Við höfum í gegnum tíðina
átt gott samstarf við alla helstu
fasteignasala landsins og von-
umst auðvitað eftir áframhald-
andi góðu samstarfi þegar þess-
ar breytingar eru gerðar. Nú
erum við með samspil tveggja
mjög öflugra miðla, annars veg-
ar vinsælasta fasteignavef
landsins á mbl.is og hins vegar
stórt fasteignablað sem fer inn
um allar þessar lúgur,“ segir
Margrét Kr. Sigurðardóttir,
forstöðumaður sölu- og mark-
aðssviðs Morgunblaðsins.
Sú nýbreytni er einnig í dag
að Fasteignablaðið er heft til að
auðvelda lesendum að með-
höndla og geyma blaðið.
mánudagur 10. október 2005 mbl.is
Fasteignablaðið
// Vallahverfi
Mikil uppbygging á sér stað í Vallahverfi í
Hafnarfirði. Nú eru til kynningar tillögur að
deiliskipulagi fyrir 4. og 5. áfanga Valla.
Lóðir verða byggingarhæfar í vor. 34
// Bessastaðir
Margir þættir þjóðarsögunnar renna saman á
Bessastöðum. Bessastaðastofa og kirkjan
voru reistar á síðari hluta 18. aldar og eru
með elstu steinbyggingum landsins. 46
// Utanhússviðgerð
Fyrirtækið Hólmsteinn Pjetursson ehf. hefur
nýverið hafið framkvæmdir við stórt fjöl-
býlishús, sem er stærsta viðgerðarverkefni
sem fyrirtækið hefur ráðist í. 60
// Lagnir
Það er þörf á nýjum lagnaleiðum og nýrri út-
færslu í fjölbýlishúsum. Frá inntaksklefa
mætti leggja stofnlagnir um blokkina með
einu inntaki inn í hverja íbúð. 62
Stjórnstöðvar
fyrir hitakerfi
Engin skilyrði um önnur bankaviðskipti
Lánin eru verðtryggð og bera fasta 4,15% vexti sem eru endurskoðaðir
á fimm ára fresti. Hægt er að greiða upp án uppgreiðslugjalds þegar vextir
koma til endurskoðunar. Engin hámarksupphæð og er lánstími allt að 40 árum.
Krafa er gerð um fyrsta veðrétt íbúðarinnar. Lánshlutfall er allt að 80%
við endurfjármögnun fasteigna (engin hámarksupphæð) og 100% við
kaup fasteignar (hámarksupphæð 25 milljónir króna).
Hægt er að nota lánin til íbúðarkaupa, til að stokka upp fjármálin
eða í eitthvað allt annað.
www.frjalsi. is
H
im
in
n
o
g
h
a
f-
9
0
4
0
5
9
1
Nína Arnbjörnsdóttir
lánafulltrúi á viðskiptasviði
Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn
í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is
Lánstími 5 ár 25 ár 40 ár
4,15% vextir 18.485 5.361 4.273
*Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta
Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.*
Frjáls íbúðalán vextir
100
%
veð
set
nin
gar
hlu
tfa
ll
!
"
#
$
!
!
% % % %
&
&
&
!
!
!
' ( ) * '+ , "" "
' ( " )) * + " , "
!
"
#$
%
-.
/
*
0123
45
0
6
7
1
1 6
8
23
9
:556
;
<=
&' )$
;
<=
&' * + ,
;
<=
&'
!
-
-!
8 /6 >
! -"
!
"!
-
%
!
Gamla frystihúsið í Innri-Njarðvík í
Reykjanesbæ hefur fengið nýtt hlut-
verk eftir að hafa staðið ónotað í
mörg ár. Kjartan Ragnarsson húsa-
framleiðandi flutti húsaverksmiðju
sína, Nýtt hús ehf., af Dalvegi í
Kópavogi suður í Reykjanesbæ í
sumar og er hægt og rólega að koma
allri starfseminni í gang í frystihús-
inu og öðrum húsum þar sem áður
var saltfisk- og skreiðarverkun.
Fyrri hluta síðustu aldar keypti
annar athafnamaður, Eggert Jóns-
son frá Nautabúi í Skagafirði, helm-
ing jarða bæjarins Innri-Njarðvík
ásamt fleiri jörðum á svæðinu og hóf
umfangsmikinn rekstur á staðnum,
m.a. íshús og saltfiskverkun. Árið
1940 byggði hann frystihúsið sem
enn stendur og þótti það mjög veg-
legt á þeim tíma, en þá var upp-
gangstími í frystingu á stríðsárunum
og nokkur ár á eftir.
Jón Karlsson frá Norðfirði keypti
frystihúsið 1971 og stofnaði Brynjólf
hf. en fyrirtækið byggði mest rekst-
ur sinn á saltfiskverkun, einkum á
vetrarvertíðum, til ársins 1990 en
síðan þá hefur verið stopull rekstur
þar til nú að þessi gömlu hús fá nýtt
hlutverk.
Nýtt hús ehf. var stofnað 2002 er
Kjartan Ragnarsson fékk Kristin
Ragnarsson arkitekt og Emil Þór
Guðmundsson byggingartæknifræð-
ing til samstarfs um útfærslu hug-
mynda sem hann hafði um smíði ein-
ingahúsa úr timbri.
Frá byrjun hafa verið seld 78 hús,
þar af 25 einbýlishús sem reist voru
við Smárarima í Reykjavík fyrir
tveimur árum. Nú eru í smíðum á
vegum fyrirtækisins og fyrir einka-
aðila hús í Grindavík, Reykjanesbæ,
Sandgerði og Garðinum, og fleiri
verkefni í bígerð. Sökkul- og sperru-
verksmiðjan eru komnar í gang á
nýja staðnum en verið er að koma
fyrir einingasmíðinni og fleiri þátt-
um framleiðslunnar og verður því
lokið á næstu vikum ef allt gengur
eftir.
Gamalt frystihús fær nýtt hlutverk
Morgunblaðið/Kristinn Benediktsson
Fasteigna-
blaðið í
rúmlega
90 þúsund
eintökum
SKRIFAÐ hefur verið undir nýjan
kjarasamning á Akranesi og hefur
verkfalli Starfsmannafélags Akra-
ness, sem hefjast átti á miðnætti í
nótt, verið frestað til miðnættis
fimmtudaginn 13. október næstkom-
andi.
Samningurinn verður kynntur fé-
lagsmönnum í dag og atkvæði verða
greidd um hann á þriðjudag og mið-
vikudag, en atkvæðisrétt eiga um
240 bæjarstarfsmenn.
Valdimar Þorvaldsson, formaður
Starfsmannafélagsins, varðist allra
frétta af efnisatriðum þar til samn-
ingurinn hefði verið kynntur fé-
lagsmönnum.
Verkfalli
frestað
FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar
Grímsson, sendi í gær forseta Pak-
istans, Pervez Musharraf, forseta
Indlands, Abdul Kalam, og forseta
Afganistans, Hamid Karzai, einlæg-
ar samúðarkveðjur sínar og íslensku
þjóðarinnar vegna jarðskjálftanna
og áréttaði nauðsyn þess að alþjóða-
samfélagið kæmi til hjálpar á slíkum
neyðartímum.
Í samúðarkveðjunum víkur forseti
Íslands að reynslu Íslendinga af
náttúruhamförum á sviði jarð-
skjálfta og eldgosa. Sú reynsla hafi
skapað sterka samkennd í hugum Ís-
lendinga og stuðlað að þróun hjálp-
arstarfs, bæði nýrrar tækni og þjálf-
unar björgunarfólks.
Í kveðjunni til forseta Indlands
rifjar forseti Íslands upp að í opin-
berri heimsókn forseta Indlands til
Íslands sl. sumar hafi Indverjar leit-
að eftir því að Íslendingar myndu
miðla þekkingu og tækni sem hér
hefur orðið til varðandi viðvaranir og
rannsóknir á aðdraganda meirihátt-
ar jarðskjálfta. Nýlega hafi verið
lögð drög að því að sú samvinna hæf-
ist á skipulagðan hátt. Vonandi geti
hún í framtíðinni dregið úr hörm-
ungum íbúanna og hættum á mann-
falli.
Forseti Íslands send-
ir samúðarkveðjur