Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 8
8 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Lok, lok og læs og allt í stáli.
Samkvæmt fjárlaga-frumvarpi fyrir árið2006 er gert ráð
fyrir 508 milljóna króna
fjárveitingu til Veðurstofu
Íslands. Er það hækkun
um 11,6 milljónir frá fjár-
lögum yfirstandandi árs
en að frátöldum launa- og
verðlagsbótum lækkar
fjárveitingin um 14,5 millj-
ónir króna. Þá er lögð til
4,5 milljóna króna lækkun
á fjárveitingu vegna hag-
ræðingar í rekstri. Í frum-
varpinu er lögð til 10 millj-
óna króna fjárveiting til
kaupa á veðurspárlíkani fyrir ná-
kvæmari veðurspár og til að koma
upp fullkomnum sjálfvirkum veð-
urathugunarstöðvum. Í greinar-
gerð með frumvarpinu segir að
gera megi ráð fyrir að uppbygging
tækjabúnaðarins muni vara í „all-
mörg ár“ þar sem veðurspárlíkan-
ið kosti 17 milljónir króna og hver
sjálfvirk veðurathugunarstöð
kosti 15 milljónir króna.
Í samtali við Magnús Jónsson
veðurstofustjóra kemur fram að
þessar tölur í frumvarpinu eru
ekki alls kostar réttar. Hann segir
hverja veðurathugunarstöð kosta
um 5 milljónir króna. Óskað hafi
verið eftir 17 milljónum króna til
að koma upp og reka veðurspár-
líkan í hárri upplausn og 15 millj-
ónum til kaupa á þremur sjálfvirk-
um stöðvum. Brýn þörf sé á
tækjum sem mæli skyggni, veður,
skýjahulu, skýjahæð og fleira til
viðbótar við það sem sjálfvirkar
stöðvar geri í dag.
Hann segir Veðurstofuna mörg
síðustu ár hafa óskað eftir fjár-
munum til uppsetningar veður-
spárlíkans og sjálfvirkra stöðva,
en ekki fengið fyrr en nú á fjár-
lögum. Hins vegar hafi Veðurstof-
an leitað liðsinnis hjá Vegagerð-
inni, Flugmálastjórn og Siglinga-
stofnun við að koma upp slíku
spálíkani.
Magnús segir ganga hægt að
koma því áleiðis að hægt sé að
veita betri veðurþjónustu en gert
sé í dag. Þótt nú séu í fyrsta skipti
settir í þetta fjármunir á fjárlög-
um megi mun betur ef duga skuli.
„Þá viljum við setja þessar veð-
urupplýsingar fram með þeim
hætti að þær nýtist hverjum sem
er, hvenær sem er og hvar sem er.
Mikið vantar uppá að við höfum
fjárhagslegt bolmagn til þess.
Veðurþjónustan gæti verið með
allt öðrum hætti, ekki síst í fram-
setningu og miðlun,“ segir Magn-
ús og bendir á að víða í Evrópu
hafi veðurstofur komið sér upp
mun fullkomnari veðurspárlíkön-
um og búnaði en Veðurstofa Ís-
lands búi við. Hins vegar megi
ekki gleyma því að Veðurstofan
hafi til margra ára notað útreikn-
inga úr erlendum veðurspálíkön-
um og muni halda því áfram, eink-
um spár til nokkurra daga.
„Við sækjumst nú eftir líkani til
að keyra á fínum skala, þar sem
miklu meira tillit er tekið til land-
fræðilegra aðstæðna á Íslandi en
áður, þannig að við getum fengið
spár sem sýni til dæmis muninn á
veðrinu á Seltjarnarnesi og í Graf-
arvogi, og sýni auk þess þróun
veðurs frá klukkustund til klukku-
stundar fyrsta sólarhringinn.“
Veðurstofustjóri vill að spárnar
geti orðið að stórum hluta sjálf-
virkar og gagnvirkar. Ef einhver
þurfi á að halda spá fyrir lítið af-
markað svæði eða stað á
ákveðnum tíma þá geti viðkom-
andi slegið þá beiðni inn á Netið
og fengið svörun um hæl. Spurður
hvort þetta sé draumur Veður-
stofunnar segir Magnús: „Ef
þetta rætist ekki fyrr en síðar
verður það martröð Veðurstof-
unnar. Ef Veðurstofan, sem ætlað
er að þjóna almenningi, fær ekki
þau tæki og tól, svo og fjármuni
sem til þarf þá mun einhver annar
koma til, hvort sem það yrði inn-
lendur eða erlendur aðili. Ég er
ekki að segja að hér standi ein-
hverjir í biðröðum eftir að þjóna
okkur og sú þjónusta yrði almenn-
ingi ekki ókeypis.“
Mannaðar stöðvar
á undanhaldi
Með aukinni tækni kemur
mannshöndin sífellt minna nálægt
veðurathugunum, enda hefur
mönnuðum stöðvum fækkað á síð-
ustu árum og hinum sjálfvirku
fjölgað. Mannaðar stöðvar eru
víðast hvar á undanhaldi í Evrópu.
Þannig var síðustu mönnuðu stöð-
inni í Danmörku lokað á þessu ári.
Í Finnlandi stendur til að loka síð-
ustu mönnuðu stöðvum á næstu
tveimur árum og hið sama er að
gerast í Svíþjóð. Að sögn Magn-
úsar tekur það 3-5 ár að borga sig
upp fjárhagslega að loka mann-
aðri stöð og setja upp sjálfvirka
stöð í staðinn. Sjálfvirkar veður-
stöðvar Veðurstofunnar eru nú
orðnar hátt í 100 um allt land og
annar eins fjöldi er kominn upp á
vegum annarra stofnana, einkum
Vegagerðarinnar.
Magnús býst ekki við að fjár-
lagafrumvarpið taki miklum
breytingum í meðförum Alþingis.
Þó er reiknað með aukaframlagi
vegna starfseminnar á Keflavík-
urflugvelli, þar sem bandaríski
herinn hefur nýlega ákveðið að
hætta framlagi til háloftastöðvar-
innar á Vellinum.
Nú eru ársverk á Veðurstofunni
um 125, þar af utan Reykjavíkur
liðlega 50, þannig að um 40% árs-
verka eru utan stofnunina sjálfa.
Fréttaskýring | Framlög til Veðurstofunnar
Meira fé í
betri spár
32 milljóna óskað í veðurspárlíkan og
sjálfvirkar stöðvar en 10 millj. fengust
Gera á veðurspárnar nákvæmari.
36 mannaðar veðurathug-
unarstöðvar eru starfandi
Starfandi eru í dag 36 mann-
aðar veðurathugunarstöðvar á
vegum Veðurstofu Íslands en
flestar voru þær 45, að sögn veð-
urstofustjóra. Um síðustu ára-
mót lögðust niður sex stöðvar en
ákvarðanir hafa ekki verið tekn-
ar um fleiri lokanir. Fyrir liggur
að þeim mun fækka um leið og
sjálfvirkum stöðvum fjölgar.
Mannaðar veðurfarsstöðvar eru
14 talsins og mannaðar úrkomu-
stöðvar alls 53.
Eftir Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
LOKSINS, eftir ellefu ára ræktunarvinnu, hefur fengist
fyrsta uppskeran af birkifræi sem í framtíðinni verður
uppistaðan í endurheimt hinna fornu Brimnesskóga í
Skagafirði. Uppskeran er kannski ekki gríðarstór, eða
tveir til þrír hnefar af fræi, en því verður sáð á næsta ári
og ætti að verða að gróðursetningarhæfum plöntum árið
2007. Hér er um að ræða árangur af kynbóta- og
ágræðslustarfi með birki sem á ættir sínar að rekja til
bestu trjánna í Geirmundarhólaskógi hinum skagfirska
og þannig verður skagfirskum trjágæðum áfram haldið í
héraðinu þegar birkinu verður plantað út í Brimnes-
skóga. Nú þegar er hafin útplöntun á trjám á svæðinu,
en þar er um að ræða plöntur þar sem aðeins er vitað um
annað foreldrið sem er skagfirskt.
Steinn Kárason, framkvæmdastjóri Brimnesskóga,
segir fræuppskeruna mjög mikilvæg tímamót í trjárækt-
arverkefninu en hann hefur nýtt aðstöðu í gróðrarstöð-
inni Mörk á undanförnum árum með miklum velvilja eig-
enda stöðvarinnar.
„Nú höfum við fengið fræ sem gefur vonandi allt að
nokkur þúsund plöntur en þó vitum við ekki hve mikið af
fræinu mun spíra,“ segir Steinn. „Nú þarf að þurrka fræ-
ið og geyma það í kæli í vetur uns því verður sáð næsta
vor. En það er alveg ljóst að gæðin á fræinu eru það mik-
il að við munum fá nokkur hundruð plöntur.“
Fyrsta fræuppskeran
fyrir Brimnesskóga
Steinn Kárason við skagfirska birkið sem gefur fræið.
NÝLEGA fannst heitt vatn í miklum
mæli í Hrollleifsdal í austanverðum
Skagafirði, svo mikið að vænta má
þess að bið íbúa á Hofsósi og ná-
grenni eftir hitaveitu sé brátt á enda.
Boranir á vegum Skagafjarðar-
veitna í austanverðum Skagafirði
hafa staðið yfir frá því í byrjun sept-
ember, fyrst í Deildardal en síðar í
Hrollleifsdal, nánar tiltekið í landi
jarðarinnar Bræðraár, um 18 km frá
Hofsósi.
Íslenskar orkurannsóknir, ÍSOR,
höfðu annast rannsóknir vegna leit-
arinnar, undir stjórn Kristjáns Sæ-
mundssonar jarðfræðings. Ræktun-
arsamband Flóa og Skeiða boraði
holuna.
Í tilkynningu frá sveitarfélaginu
er haft eftir Sigrúnu Öldu Sighvats,
stjórnarformanni Skagafjarðar-
veitna, að fundist hafi um 20-30 sek-
úndulítrar af allt að 90° heitu vatni.
Er það meira en vonir stóðu til.
Borholan er 900 metra djúp og í
henni tvær heitar æðar.
Nánari mælingar á nýju borhol-
unni fóru fram um helgina á vegum
ÍSOR og fyrr er ekki hægt að slá
neinu föstu um málið.
10% landsmanna með rafhitun
Á vef ÍSOR segir að með hitaveitu
á Hofsósi fækki þeim byggðarlögum
á landinu sem enn hafi ekki fengið
heitt vatn. Nú njóti nærri 90% lands-
manna þeirra gæða. Árlega ver ríkið
um 1 milljarði króna til að niður-
greiða rafmagn til húshitunar hjá
þeim 10% landsmanna sem búa við
rafhitun.
„Því eru það augljóslega miklir
hagsmunir ríkissjóðs og viðkomandi
byggðarlaga að haldið sé áfram
markvissum jarðhitarannsóknum á
þeim stöðum sem enn hafa ekki
fengið hitaveitu og fjármagn til
þeirra verði tryggt,“ segir á vef Ís-
lenskra orkurannsókna.
Heitt vatn
finnst við
Hofsós
Íbúar Hofsóss mega nú búast við að fá heitt vatn til sín á næstu árum.