Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 9
FRÉTTIR
Full búð af
öðruvísi vörum
Lomonosov postulín, rússneska
keisarasettið, í matar- og
kaffistellum. Handmálað og með 22
karata gyllingu. Frábærar gjafavörur.
Opið virka kl. 11-18, lau. 11-15. Sigurstjarnan, bláu
húsin Fákafeni, sími 588 4545, netfang: postulín.is
Alltaf besta verðið
Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16
• Engjateigi 5
• Sími 581 2141
Nýir stakir ullarjakkar
Fermingarmyndartökur
Fjölskyldumyndatökur
Tilboðsmyndatökur
Pantið tímanlega
Mynd, Hafnarfirði
sími 565 4207
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími 554 3020
sími www.ljósmynd.is
EF HUGMYND bandarísku lista-
konunnar Roni Horn gengur eftir
verður núverandi bókasafnsbygg-
ingu Stykkishólmsbæjar breytt í
Vatnssafn og rithöfundaíbúð. Sam-
kvæmt heimildum blaðsins hefur
Roni Horn, í samvinnu við breska
listaumboðsfyrirtækið Artangel,
bæjaryfirvöld Stykkishólmsbæjar,
menntamálaráðuneytið og sam-
göngumálaráðuneytið sl. rúmt ár
verið að skoða möguleikann á upp-
setningu slíks Vatnssafns, en hug-
mynd listakonunnar var kynnt á opn-
um fundi með bæjarbúum
Stykkishólms nú í sumar og mæltist
þar afar vel fyrir að sögn Erlu Frið-
riksdóttur bæjarstjóra.
Vona að hugmyndin
verði að veruleika
„Okkur líst afar vel á þessa hug-
mynd og vonum að þetta geti orðið að
veruleika,“ segir Erla og bendir á að
enn eigi eftir að ganga frá formlegu
samkomulagi samningsaðila, jafn-
framt því sem eftir sé að ákveða
hvernig rekstur safnsins verði fjár-
magnaður. „Bæjarfélagið er mjög
áhugasamt um þetta verkefni og það
hefur fengið mjög góðan hljómgrunn
bæði meðal stjórnenda og bæjarbúa.
Uppsetning Vatnssafnsins myndi
styrkja landsvæðið hér og kemur til
með að vekja athygli á því á heims-
vísu,“ segir Erla og tekur fram að bú-
ast megi við listáhugafólki hvaðan-
æva að úr heiminum.
„Þetta er frábært verkefni og
gaman að geta komið að því,“ segir
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra, í samtali við
Morgunblaðið. „Aðkoma Roni Horn
er náttúrlega einstök, en ekki síður
Artangel-manna sem eru tilbúnir að
leggja heilmikið á sig til þess að verk-
efnið geti orðið að veruleika, ekki að-
eins fjárhagslega, heldur, sem skiptir
ekki síður máli í þessum alþjóða-
heimi listanna, eru þeir tilbúnir að
koma hingað með sína miklu þekk-
ingu og tengsl inn í listaheiminn sem
er algjörlega ómetanlegt fyrir okk-
ur,“ segir Þorgerður og bendir á að
Artangel muni, verði verkefnið að
veruleika, skuldbinda sig til að kynna
verkefnið í Stykkishólmi á alþjóða-
vettvangi sem eitt af meginverkefn-
um sínum. Samkvæmt heimildum
blaðsins felur hugmyndin um Vatns-
safn í sér að Horn muni afhenda ríki
og Stykkishólmsbæ innsetninguna
Vatnssafn til eignar til a.m.k. næstu
tuttugu og fimm ára með möguleika
á framlengingu, með því skilyrði að
almenningi sé heimill aðgangur að
verkinu, en staðsetning innsetning-
arinnar yrði í húsnæði núverandi
bókasafns Stykkishólmsbæjar uppi á
Þinghúshöfða. Til þess að hugmynd-
in geti orðið að veruleika þarf fyrst
að flytja bókasafn bæjarins í annað
húsnæði og að sögn Þorgerðar Katr-
ínar hefur hún sem ráðherra verið
reiðubúin að beita sér fyrir því sem
hægt er að gera af hálfu ríkisvaldsins
til að greiða fyrir verkefninu. Vísar
hún þar til þess að ríkið hyggst
leggja til fjármagn með því að kaupa
hluta núverandi bókasafnsbyggingar
af bænum, en þá fjármuni geti bær-
inn síðan notað til að fjármagna
flutning bókasafnsins í nýtt húsnæði.
Samkvæmt upplýsingum frá Erlu
hefur lengi verið í umræðunni að
finna bókasafni bæjarins nýjan stað í
hentugra húsnæði meðal annars
m.t.t. stærðar, staðsetningar og að-
gengis. Eftir því sem blaðamaður
kemst næst hefur verið rætt um að
stefnt sé að því að Vatnssafnið verði
opnað árið 2006. Aðspurð segir Erla
það vel geta tekist, en fyrst þurfi að
ganga frá samningum allra þeirra að-
ila sem að málinu koma.
Roni Horn mun, samkvæmt heim-
ildum blaðsins, gefa alla vinnu sína
við verkið og verkið sjálft, en áætlað
verðmæti framlagsins er metið á 200
þúsund bandaríkjadala eða sem svar-
ar tæpum 12,5 milljónum íslenskra
króna. Fyrirtækið Artangel tekur að
sér allan kostnað í tengslum við
hönnun, uppsetningu og viðhald á
verki Horn, þar með talið kostnað við
ferðir og uppihald starfsmanna sem
hingað þurfa að koma vegna verks-
ins, en allar breytingar sem Roni
Horn kann að vilja gera á innsetn-
ingu sinni á samningstímanum verða
á ábyrgð og kostnað Artangel.
Framlag Artangel
metið á 19 milljónir
Samtals er framlag Artangel met-
ið á 300 þúsund bandaríkjadala eða
hátt í 19 milljónir íslenskra króna.
Jafnframt gengur hugmyndin út á að
Artangel taki að sér að skipuleggja
að bæði íslenskum og erlendum rit-
höfundum verði boðið að dvelja á
neðri hæð bókasafnsbyggingarinnar
í sérstakri rithöfundaíbúð sem þar
verði útbúin. Gert er ráð fyrir að
Artangel muni halda utan um þann
þátt, en hugmyndin er að bjóða ár-
lega einum rithöfundi að dvelja í
íbúðinni í sex til níu mánuði í senn.
Í samtali við Þorgerði Katrínu
sagði hún ljóst að Artangel væri stórt
nafn í listaheiminum og benti á að
verði verkefnið í gamla bókasafninu
að veruleika megi segja að Stykkis-
hólmur sé að mörgu leyti dottinn í
lukkupottinn hvað menningartengsl
varðar. „Því miðað við reynslu
Artangel-manna og frægðarsól Roni
Horn þá er það nokkuð ljóst að það
verður auðvelt að koma Stykkishólmi
á heimskortið á menningarsviðinu,“
segir Þorgerður Katrín og tekur
fram að hún vonist til þess að samn-
ingar séu á lokaspretti og þeir takist
von bráðar.
Roni Horn með stórtækar hugmyndir um breytt hlutverk bókasafnsbyggingarinnar í Stykkishólmi
Kæmi Stykkishólmi á heims-
kortið á menningarsviðinu
Morgunblaðið/Sverrir
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Erla
Friðriksdóttir
Eftir Silju Björk Huldudóttur
silja@mbl.is
Bandarísku listakonuna Roni Horn dreymir um að gera núverandi bóka-
safnsbyggingu Stykkishólmsbæjar að Vatnssafni. Með því vill hún, að sögn
James Lingwood, annars forstjóra Artangel, gefa landi og þjóð eitthvað
þýðingarmikið að launum fyrir þann mikla innblástur sem íslensk náttúra
hefur verið henni í gegnum tíðina.
„Í RAUN snýst þetta um að gefa
íbúum Stykkishólmsbæjar kost á
tveimur bókasöfnum, þ.e. annars
vegar nýju safni í öðru húsnæði og
hins vegar Vatnssafni í núverandi
húsnæði,“ segir James Lingwood,
annar forstjóri breska listaumboðs-
fyrirtækisins Artangel í samtali við
blaðamann Morgunblaðsins, en
Artangel hefur síðastliðin ár unnið
að undirbúningi listaverks Roni
Horn hérlendis.
„Allir þeir sem þekkja til lista-
konunnar Roni Horn vita hversu
mikil áhrif Ísland og íslensk nátt-
úra hefur haft á list hennar. Með
verki sínu Vatnssafn langar hana
að gefa landi og þjóð eitthvað þýð-
ingarmikið til baka að launum,“
segir Lingwood og segist lítið geta
sagt um sjálfa innsetninguna þar
sem hún snúist ekki hvað síst um
staðinn sjálfan. Segir hann hug-
myndina vissulega fela í sér að inn-
viðum hússins verði breytt og sér-
stöku gólfi þar komið fyrir. En
fyrst og fremst snúist hugmyndin
um það að staðurinn sjálfur verði
lifandi vettvangur sem verði í senn
listaverk sem veiti fólki kost á að
hugleiða um veðrið, náttúruna og
vatn samtímis því sem þetta verði
húsnæði sem nýst geti samfélaginu,
því listakonan sjái fyrir sér að hægt
verði að halda vinnustofur í hús-
næðinu, standa fyrir skákmóti eða
jafnvel bara koma þangað til að
lesa.
Partur af útrás Artangels
Eftir því sem blaðamaður kemst
næst er breska umboðsfyrirtækið
Artangel brautryðjandi í fjár-
mögnun listaverka á Bretlands-
eyjum. En á sl. áratug hefur fyr-
irtækið tekið þátt í uppsetningu
listaverka sem vakið hafa mikla at-
hygli jafnt almennings sem og inn-
an listaheimsins, en verkin hafa oft
verið staðsett á afar óvenjulegum
stöðum, jafnvel úr alfaraleið, sem
hefur síður en svo haft áhrif á að-
sóknina. Artangel vinnur jafnt með
myndlistarmönnum, rithöfundum,
tónlistarfólki, kvikmyndagerð-
armönnum og danshöfundum svo
fátt eitt sé nefnt, en meðal þeirra
listamanna sem Artangel hefur
unnið með eru Matthew Barney,
Brian Eno, William Forsythe, Steve
McQueen, Rachel Whiteread og Ro-
bert Wilson. „Við höfum það að
stefnumarki að gera listamönnum
það kleift að skapa verk sem aðrir
listtengdir staðir, hvort heldur það
eru söfn eða leikhús, geta ekki boð-
ið upp á,“ segir Lingwood.
Aðspurður hvernig forsvars-
menn Artangel velji verkefni sín
segir James Lingwood það frekar
vera svo að verkefnin velji þá. „Fyr-
ir tveimur til þremur árum
ákváðum við að við vildum útfæra
starfsemi okkar og vinna verk ann-
ars staðar en á Bretlandseyjum.
Um svipað leyti leituðum við til
Roni Horn með samstarf í huga og
hún stakk samstundis upp á því að
vinna verk á Íslandi,“ segir
Lingwood og tekur fram að verði
Vatnssafn að veruleika sé það
fyrsta verkefnið sem fyrirtækið
standi að utan Bretlandseyja sem sé
afar þýðingarmikið í huga forsvars-
manna Artangel og partur af mik-
ilvægri útrás fyrirtækisins.
Vatnssafnið verði lifandi vettvangur
Morgunblaðið/Gunnlaugur Árnason
James Lingwood og Roni Horn hafa áhuga á að koma á fót menningar-
miðstöð í húsnæði Amtbókasafns Stykkishólms.