Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 16

Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 16
16 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ DAGLEGT LÍF | HEILSA Umbo›s- og sölua›ili sími: 551 9239 Vali› fæ›ubótarefni ársins 2002 í Finnlandi Minnistöflur Árangur fer eftir gæðum Hvaða Spirulina ert þú að taka? www.celsus.is 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega · GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Súrefnistæmdar umbúðir vernda næringarefnin. Lifestream þörungarnir eru ómengaðir og hreinir, ræktaðir í ferskvatni eftir ströngum gæðastaðli. ISO9001 · ISO14001 V o ttað 100% lífræ nt Fæst í öllum apótekum. Greinilegur árangur eftir nokkra daga inntöku Aukið úthald, þrek og betri líðan Yggdrasill Það kemur stundum fyrir aðfólk er með stækkaðanskjaldkirtil eða fær hnúta íkirtilinn, sem ekki tengist endilega truflun í hormónafram- leiðslu hans,“ segir Arna Guðmunds- dóttir læknir á Landspítala. „Stærð kirtilsins og starfsemi fara ekki alltaf saman.“ Hægur skjaldkirtill Ef hormónaframleiðsla skjaldkirt- ilsins minnkar, hægir á efnaskiptum líkamans og þá er talað um vanvirk- an skjaldkirtil. Helstu einkenni eru þreyta, gleymska, þurr húð, þurrt hár, hárlos, hægur hjartsláttur, kul- sækni, hægðatregða og þyngd- araukning. „Það geta verið margar mismun- andi ástæður fyrir vanvirkum kirtli en aðalástæðan er langvinn bólga eða krónísk bólga,“ segir Arna. „Hann getur líka orðið latur eða vanvirkur vegna aukaverkana af lyfjum eða vegna ofneyslu á joði, en sum lyf og heilsubótarefni eru mjög joðrík. Það getur haft áhrif ef um undirliggjandi sjúkdóm er að ræða.“ Arna bendir á að einnig geti komið fram tímabundin einkenni á hægum skjaldkirtli, til dæmis í tengslum við meðgöngu. Hægur skjaldkirtill er mun al- gengari hjá konum en körlum og er hlutfallið átta konur á móti einum karli og greinist hann oftast á aldr- inum 30 til 40 ára. Undirliggjandi or- sök er óþekkt þannig að ekki er hægt að koma í veg fyrir sjúkdóminn. Hraður skjaldkirtill Helstu einkenni ofvirks kirtils eru eirðarleysi, hitatilfinning, ör hjart- sláttur, svitaköst, þreyta og þyngd- artap þrátt fyrir aukna matarlyst. „Sjúklingurinn borðar oft mjög mik- ið en grennist samt hratt vegna þess að efnaskiptin eru hröð,“ segir Arna. „Algengasta orsök þessa er svo kall- aður Graves-sjúkdómur.“ Hann greinist oftast hjá fólki á aldrinum 20 til 40 ára en getur komið upp hvenær sem er og er fimm til tíu sinnum al- gengari hjá konum en körlum. Um 15% sjúklinganna eiga náinn ætt- ingja sem er með sjúkdóminn. „Truflun á starfsemi skjaldkirtils liggur mikið í ættum og á það bæði við um hægan og hraðan skjaldkirt- il,“ segir Arna. „Umhverfisþættir eins og ákveðin lyf geta einnig valdið sjúkdómnum og sígarettureykingar gera einkennin verri.“ Um það bil einn af hverjum þrem- ur sjúklingum fær augnaeinkenni. Í versta falli verða augun útstæð og sjónin skerðist. Kirtilæxli „Aðrar ástæður fyrir ofstarfsemi í skjaldkirtli geta verið kirtilæxli, það er hnútur í kirtlinum sem verður of- virkur,“ segir Arna. „Þetta á aðallega við um eldra fólk. Yngra fólk er oft- ast með Graves sjúkdóm.“ Þriðja orsökin fyrir hröðum kirtli er skjaldkirtilsbólga, sem oft er tíma- bundin röskun á starfseminni og get- ur komið fram í kjölfar veirusýkinga. „Þá verður skjaldkirtillinn fyrst of- virkur, síðan vanvirkur en svo lagast hann og verður eðlilegur á nokkrum mánuðum,“ segir Arna. „Þetta er frekar sjaldgæft miðað við hina sjúk- dómana eins og til dæmis Graves þar sem ástandið versnar stöðugt ef ekki er gripið inn í. Þá er hættulegt að bíða með að leita til læknis.“ Meðferð Þrátt fyrir truflun á starfsemi skjaldkirtils er hægt að lifa eðlilegu lífi ef meðferð og eftirliti er fylgt eftir sem skyldi. „Thyroxin í töfluformi er gefið við hægum kirtli en það er sama hormón og kirtillinn á að fram- leiða sjálfur. Það er einstaklings- bundið hversu stórir skammtar eru gefnir en þessu er fylgt eftir með reglulegum blóðprufum. Lyfið hefur litlar sem engar aukaverkanir sé það gefið í réttum skömmtum,“ segir Arna. Um þrennt að velja Meðferð á ofvirkum kirtli er flókin. Ýmist eru gefnar töflur eða geislajoð eða jafnvel gripið til skurðaðgerðar, sem gerist reyndar sjaldan núorðið. „Stundum kemur fyrir að kirtillinn skemmist alveg eftir geislajoð- meðferð,“ segir Arna. „Það er mjög góð meðferð og má reyndar líkja við að gerð sé skurðaðgerð án þess að nota þurfi hníf. Viðkomandi ein- staklingur þarf síðan ævilanga upp- bótarmeðferð með thyroxini í kjöl- farið.“ Mun auðveldara er að greina sjúkdómana en áður fyrr. „Ég held að við séum að greina sjúklingana mun fyrr en áður og sjúkdóminn á vægari stigum,“ segir Arna. Ættarsaga fylgir oft truflun á skjaldkirtli  SKJALDKIRTILL Truflun á starfsemi skjaldkirtils er ýmist lýst sem hægum eða hröðum skjaldkirtli. Kristín Gunnarsdóttir leitaði til Örnu Guð- mundsdóttur, sér- fræðings í hormóna- og efnaskiptasjúk- dómum, sem sagði frá í hverju munurinn væri fólginn, einkenn- um og meðferð. krgu@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Arna Guðmundsdóttir, sérfræðingur í hormóna- og efnaskiptasjúkdómum. #   ! #  ! / A      0   &    >"  - ' !  + $     @   +    @ @  0   $ 6 -% $ "  - $   <  ,  -/'  @"1 $      !%  ' !      $- B"-( MJÖG margir kannast við brjóstsviða eða önnur óþæg- indi sem menn tengja maganum. Einkennin eru marg- vísleg og óljóst hvort þau eru frá vélinda, barka eða lung- um. Stundum eru einkennin væg en á stundum þarf að grípa til lyfja eða aðgerða. Meltingarónot taka til óþæginda eða verkja sem fólk finnur til fyrir bringspölum eða maga, ósjaldan eftir mál- tíðir. Einkennin geta verið mismunandi eins og að vera bumbult, þurfa að ropa eða almenn vanlíðan. Ef um sýrubakflæði er að ræða finnur fólk fyrir sviðatilfinningu (brjóstsviða) sem stafar af því að magasýrurnar erta vél- indað. Hvað er til ráða? Fyrsta skrefið er að huga að því hvort ástæða sé til að breyta lífsháttum, eins og að borða hollan mat, léttast, hætta að reykja eða drekka áfengi og athuga hvort ein- hverjar fæðutegundir valda meltingarónotunum. Til eru lausasölulyf sem draga úr óþægindum eins og sýrubind- andi lyf en æskilegt er að fá ráðgjöf hjá lyfjafræðingi, lækni eða hjúkrunarfræðingi. Flestum gengur vel að ráða við einkennin með því að fylgja ofangreindum ráð- leggingum, en ef þær duga ekki og einkennin eru viðvar- andi þarf að leita læknis, hafi það ekki verið gert áður. Það sem þarf að hafa í huga í því samtali er hvaða or- sakaþættir gætu verið með í spilinu, eins og önnur lyf eða sjúkdómar, svo sem hjarta- og æðasjúkdómar, gall- eða lifrarvandamál. Sem dæmi um lyf eru kalsíumganga- lokar, nítröt, teófýllín, bífosfonöt, sterar og gigtar- og verkjalyf. Tvær lyfjameðferðir eru helst notaðar. Stundum er notuð meðferð með lyfi sem kallast prótonpumpuhemill (PPH) í einn mánuð. Sú meðferð beinist að því að stöðva sýrumyndun í maganum. Hlutverk magasýrunnar er að brjóta niður fæðu til að auðvelda meltingu en hún getur stundum valdið meltingarónotum. Í öðrum tilvikum er um að ræða sýkingu af völdum bakteríu sem kallast Helicobacter pylori og eru þá notuð sýklalyf. Áður en læknir ávísar sýklalyfinu þarf að rannsaka hvort viðkom- andi er með þessa bakteríu. Það er gert með önd- unarprófi eða sýni frá hægðum eða blóði. Ef einkennin koma aftur má reyna aðra meðferð með prótonpumpuhemli og nota lyfið þá eingöngu þegar ein- kennin krefjast þess. Ef það dugar ekki má reyna svo- kallaða H2 blokkera sem gagnast sumum. Stundum þarf að leita til sérfræðings og jafnvel í magaspeglun ef við- komandi hefur eitthvert eftirtalinna einkenna: Lang- vinna blæðingu í meltingarvegi, stöðugt óráðgert þyngd- artap, járnskortsblóðleysi eða fyrirferð í efri hluta kviðarhols. Vert er að geta þess að fyrir stuttu hlutu tveir Ástr- alar Barry J. Marshall og J. Robin Warren, nóbels- verðlaun í læknisfræði fyrir að uppgötva að bakterían Helicobacter pylori sé helsti orsakavaldur maga- og skeifugarnarsára. Áður höfðu menn talið að engin bakt- ería þrifist í sýrum magans. Bent er á að frekari upplýsingar má finna á heimasíðu Landlæknisembættisins: www.landlaeknir.is undir klín- ískum leiðbeiningum.  HOLLRÁÐ UM HEILSUNA | Landlæknisembættið Get ég losn- að við brjóst- sviðann? Morgunblaðið/Golli Stundum þarf að leita til læknis vegna meltingarónota. Anna Björg Aradóttir hjúkrunarfræðingur, Landlæknisembættinu.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.