Morgunblaðið - 10.10.2005, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 17
DAGLEGT LÍF | HEILSA
Umbo›s- og sölua›ili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
Birkiaska
www.ginseng.is
ÞEGAR Jóhann Björgvinsson meiddist í baki og hálsi fyrir
sjö árum fór hann að leita að æfingum sem gætu hjálpað hon-
um að ná heilsu á ný.
Jóhann starfar sem dansari og danshöfundur og er að
vinna hjá Íslenska dansflokknum.
„Ég endaði leitina þegar ég rakst á pilates-æfingakerfið og
fór strax eftir einn eða tvo mánuði að finna mun á heilsunni,
eða um leið og magavöðvarnir, bakið og rassvöðvarnir fóru að
styrkjast.“ Jóhann ákvað í framhaldinu að læra að kenna
pilates og fór í þeim tilgangi til Atlanta í Bandaríkjunum þar
sem hann lærði hjá The Authentic Pilates Studio og hlaut
m.a. þjálfun hjá Romana Kryzanowska, sem er eini eftirlif-
andi kennarinn sem var þjálfaður af Joseph Hubertus Pilates
sem þróaði pilates-tæknina í upphafi tuttugustu aldarinnar.
„Pilates byggist á að styrkja stoðkerfi líkamans og allar
æfingar eru gerðar undir algjörri stjórn og tengingu hugar
og líkama. Unnið er að því að bæta líkamsstöðu og lengja
vöðva líkamans og það opnar fyrir flæði í líkamanum. Blóð og
vökvar hafa þá auðveldari aðgang að því að heila líkamann á
eigin spýtur.“
Allir geta stundað pilates sem skiptist í byrjendastig, mið-
stig og framhaldsstig. Æfingarnar ná dýpri styrkingu og allt
veltur þetta á því hversu iðið og duglegt fólk er að iðka pilates.
Nýlega gaf Jóhann út DVD-disk með byrjendaæfingum í
pilates.
„Mig langaði til að gefa fleirum tækifæri til að uppgötva
þessa tækni. Á landinu starfa nú þrír faglærðir kennarar og
það eru líka margir sem stunda pilates hjá þessum kennurum
sem vilja einnig stunda æfingar heima.“
Jóhann segir að DVD-diskurinn sé ætlaður algjörum byrj-
endum því þar sé farið í undirbúningspilates og byrj-
endakerfi, en diskurinn henti einnig lengra komnum. Hann
fæst hjá Pennanum, í Eymundsson, á femin.is og í Hag-
kaupum.
HREYFING | Gaf út DVD-disk með pilates-æfingum
Pilates-æfingarnar
björguðu mér
Morgunblaðið/Sverrir
Jóhann segir alla geta stundað pilates.
VIÐ LÍTUM á svefn sem eitt-
hvað sjálfsagt eða þar til hann
fer úrskeiðis. Að geta ekki sofn-
að eða erfiðleikar við að halda
sér sofandi eru eitt af algeng-
ustu svefnvandamálunum segir
á netmiðli BBC.
Flestir fullorðnir þurfa um
sjö til átta tíma svefn á hverri
nóttu. Magnið sem við þurfum
af svefni minnkar með aldr-
inum. Það eru margar ástæður
fyrir svefnvandræðum og til
mörg góð ráð við þeim eins og:
Það mikilvægasta er að hafa
gott skipulag á svefninum, það
undirbýr hugann fyrir svefninn.
Fara að sofa og vakna á
sama tíma alla daga, hvort sem
þú ert þreyttur eða ekki.
Vera viss um að umhverfið sé
rétt fyrir svefninn. Svefn-
herbergið ætti að vera við rétt
hitastig og ekki of hávaðasamt.
Ekki vera með sjónvarp í svefn-
herberginu.
Hreyfðu þig á hverjum degi,
fáðu þér göngutúr eða skrepptu
í sund.
Forðastu örvandi efni, eins
og kaffi og te, áður en þú ferð í
rúmið. Prófaðu mjólkurdrykki
frekar.
Forðastu of mikla áfeng-
isdrykkju. Hún eykur hættuna
á ónáttúrulegum svefni því þó
þú sofnir auðveldlega þá vaknar
þú örugglega upp um nóttina.
Ekki borða né drekka mikið
seint á kvöldin, borðaðu kvöld-
mat fyrri part kvöldsins.
Prófaðu slökunaræfingar áð-
ur en þú ferð að sofa, eins og
jóga eða hlustaðu einfaldlega á
róandi tónlist.
Ef þú getur ekki sofnað þá
skaltu ekki liggja í rúminu og
hafa áhyggjur af því. Farðu
frekar fram úr og gerðu eitt-
hvað slakandi eins og að lesa
eða horfa á sjónvarpið.
Sumar meðferðir og stund-
um lyf geta hjálpað til með
svefnleysi. Ef svefnleysi er
langvarandi á fólk að leita til
læknis.
Mjólkur-
drykkir og ró
SVEFN
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn
SEM betur fer ná fjölmargir þeirra
sem greinast með krabbamein full-
um bata og snúa aftur til síns fyrra
lífs eftir læknismeðferð. Úti á vinnu-
markaðinum er því fjöldi fólks sem
hefur gengið í gegnum krabba-
meinsmeðferð. En hvernig ætli það
sé að snúa aftur til vinnu eftir slíka
reynslu? Hvernig er stuðningurinn á
vinnustaðnum og eiga fyrrum
krabbameinssjúklingar kannski erf-
itt uppdráttar á vinnumarkaðinum?
Getur verið munur á stöðu karla og
kvenna að þessu leyti? Til að fá svör
við þessum spurningum og mörgum
öðrum, stendur nú yfir norræn rann-
sókn á líðan fólks í vinnu eftir að
hafa greinst með krabbamein. Þetta
er samstarfsverkefni Rannsókna-
stofu í vinnuvernd og Krabbamein-
smiðstöðvar LSH.
Stuðningur í vinnunni
Hólmfríður Kolbrún Gunn-
arsdóttir er ein þeirra sem vinna að
þessari rannsókn hér á landi og hún
segir markmið hennar vera að kom-
ast að því hvort þeir sem greinst hafi
með krabbamein eigi á einhvern
hátt erfitt uppdráttar á vinnumark-
aðinum og ef svo er, að bæta þá þær
kringumstæður. „Í spurningalist-
anum sem við sendum út er meðal
annars spurt um þann stuðning sem
fólk hefur fengið þegar það kemur
aftur til starfa eftir krabbameins-
meðferð, hvernig vinnuveitendur
hafa tekið á þessu sem og samstarfs-
menn. Hefur viðmót vinnufélaga t.d.
breyst, hefur viðkomandi sagt frá
veikindum sínum eða haldið þeim
leyndum. Okkur finnst líka svolítið
forvitnilegt að vita hvort mismunur
sé hjá kynjunum að þessu leyti. Við
viljum vekja athygli vinnuveitenda
og samstarfsfólks á því hversu mik-
ilvægt það er að styðja fólk sem
verður fyrir þessari miklu reynslu.“
Áríðandi að fólk svari
„Við höfum enga ástæðu til að
gera ráð fyrir öðru en að vel sé tekið
á móti fólki í vinnunni sem greinst
hefur með krabbamein, en við erum
ekki síður að kanna hvernig áhrif
þetta hefur á sjúklingana sjálfa. Ger-
ir þetta fólk kannski minna af því að
leita eftir frama í starfi, hefur það
skipt um vinnustað, hefur starfssvið-
inu verið breytt, treystir fólk sér síð-
ur í vinnunni og fleira í þeim dúr.
Við erum líka að vekja fólk til um-
hugsunar um alls konar aðra alvar-
lega sjúkdóma sem hafa áhrif á
vinnuferil fólks.“
Spurningalistinn var sendur út til
fólks í sumar og Hólmfríður segir
skipta miklu máli fyrir niðurstöð-
urnar að fólk sendi svörin inn.
Rannsóknin er styrkt af Sam-
tökum norrænna krabbameins-
félaga, Minningarsjóði Ingibjargar
Guðjónsdóttur Johnson, Verzl-
unarmannafélaginu og Vísindasjóði
Félags íslenskra hjúkrunarfræð-
inga.
Lífið í vinnunni
eftir krabbamein
RANNSÓKN
Áríðandi er að þeir sem fengið hafa spurningalista gefi sér tíma til að setjast
niður og svara. Það skiptir máli fyrir niðurstöðurnar að sem flestir svari.