Morgunblaðið - 10.10.2005, Page 22
22 MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ
UMRÆÐAN
SELTJARNARNES er þekkt
fyrir barnvænt samfélag, ósnortna
náttúru og rok – þó Seltirningar
vilji nú lítið kannast við hið síðast-
nefnda. Það er einmitt þetta sem
laðaði okkur fjölskyld-
una að Seltjarnarnesi
þegar við fluttum frá
útlöndum fyrir þremur
árum. Seltjarnarnesið
hefur staðið undir
væntingum okkar að
flestu leyti og börnum
okkar fjórum hefur
farnast afar vel hér.
Möguleikarnir eru
margir til íþrótta- og
tónlistariðkunar og
skólarnir góðir. Auk
þess geta skólabörnin
auðveldlega komið sér
sjálf á milli og því þarf ekki að
keyra á milli staða með börn í leigu-
bílaleik. Það er ljóst að hér eru
börnin í fyrirrúmi og fjölskyldum
líður vel hér á Nesinu.
Það voru því mikil vonbrigði í
fyrra þegar bæjarstjórnin ákvað
einhliða að sameina grunnskólana
án nokkurs samráðs við skóla né
foreldra. Margir foreldrar trúðu
varla að satt væri því þetta var í al-
gjörri andstöðu við hið barnvæna
samfélag sem við erum svo stolt af
hér á Nesinu. Rök fyrir sameiningu
voru ósannfærandi og ekki var tillit
tekið til mótmæla foreldra og skóla
í þessu máli.
Okkur foreldrum til mikillar
ánægju tilkynnti bæjarstjórinn
stuttu eftir sameiningu skólanna að
haldið yrði skólaþing á Seltjarn-
arnesi. Þar yrði lögð áhersla á að fá
fram sjónarmið for-
eldra og skóla um
stefnu og framtíð
skólastarfs á Seltjarn-
arnesi. Það er því ljóst
að bæjarstjórnin hefur
ákveðið að breyta um
stefnu og vill nú auka
samráð við íbúa Sel-
tjarnarness. Þessi
stefnubreyting er mik-
ið gleðiefni enda er
það margsannað hve
mikilvægt það er að
leita álits íbúa við upp-
byggingu góðs sam-
félags. Þannig nást fram mismun-
andi sjónarmið, stuðningur,
upplýsingar og ekki síst hugmyndir
sem geta gert góðar áætlanir enn
betri. Útkoman verður betri
ákvarðanir, betra samfélag og
ánægðari íbúar.
Nú hefur verið ákveðið að halda
skólaþing í Valhúsaskóla miðviku-
daginn 12. október kl. 17:15–21. Þar
gefst öllum íbúum og starfsmönnum
skólanna og íþróttastarfsins kostur
á að taka virkan þátt í stefnumótun
fyrir leikskóla, grunnskóla, tónlist-
arskóla og íþróttastarf á Seltjarn-
arnesi. Skólaþingið ber yfirskriftina
„Íbúalýðræði og borgaravitund –
lifandi þátttaka – leið til aukinna
lífsgæða“. Nánari dagskrá er að
finna á vefsíðu bæjarins, www.sel-
tjarnarnes.is.
Nú er því komið að okkur for-
eldrum að segja hvað okkur finnst
um skólamál á Seltjarnarnesi.
Hvernig skóla viljum við? Hvernig
viljum við sjá þróun leikskólanna,
grunnskólans, tónlistarskólans og
íþróttastarfsins? Möguleikarnir eru
óþrjótandi og nú höfum við tæki-
færi til að láta í ljós sjónarmið okk-
ar í þessum málum, sem skipta
börnin okkar svo miklu máli. Við
höfum alla möguleika og burði til að
þróa skólastarfið áfram og byggja
upp framúrskarandi skólastarf.
Foreldrar á Seltjarnarnesi – fjöl-
mennum öll á skólaþingið og tökum
þátt í að móta framtíð barnanna
okkar!
Seltirningar – hvernig
skóla viljum við?
Birna Helgadóttir skrifar um
skólaþing á Seltjarnarnesi ’Nú er því komið aðokkur foreldrum að
segja hvað okkur finnst
um skólamál á Seltjarn-
arnesi.‘
Birna Helgadóttir
Höfundur er líffræðingur og móðir
fjögurra barna á Seltjarnarnesi.
HÉR Á landi þykir það sjálfsagt
mál að öll börn í grunnskóla fari út
í frímínútur og er ætlast til þess að
þar fái þau þá hreyfingu sem þeim
er nauðsynleg. Þetta
er af hinu góða og ég
vona að þessi siður
muni haldast um
ókomna tíð. Offita er
vaxandi vandamál
meðal barna og ung-
linga á Íslandi og
nálgumst við hratt
Ameríku hvað það
varðar og því er brýnt
að spyrna við fótum.
Hvetjandi leik-
skólalóðir
Á leikskólum fara
börnin út á hverjum
degi og leika sér við
öruggar aðstæður,
þar er nóg við að vera
og mikið af hvetjandi
leiktækjum. Þar er
passað upp á að allir
séu með og skipst á leiktækjum svo
að allir sem vilja komist að. Sums
staðar er það jafnvel svo að börnin
eru sjaldnast öll úti í einu svo þau
hafi sem mest pláss og sem mest
við að vera.
Þegar börnin koma síðan í
grunnskóla er hlutunum öðruvísi
varið. Í flestum grunnskólum fara
allir nemendur út á sama tíma og
allt í einu eru yngstu börnin, sem
eru nýhætt á leikskólanum, úti á
skólalóðinni ásamt jafnvel mörg
hundruð öðrum börnum. Til eft-
irlits eru kannski nokkrir full-
orðnir, en það er misjafnt eftir
skólum hversu margir það eru,
enda skólalóðirnar misjafnar og yf-
irsýn yfir leiksvæðið misgott. Ef
einhver leiktæki eru, er allt eins
víst að þau séu upptekin og ekki
komast yngstu börnin á boltavell-
ina nema þá í fylgd fullorðinna, því-
lík er ásóknin í þá. Það er auðvelt
að sjá fyrir sér að mörg barnanna
standi einfaldlega afskipt einhvers
staðar og láti lítið fara fyrir sér í
skarkalanum og bíði þess að frí-
mínúturnar líði svo
þau geti komist inn í
öruggt skjól. Mik-
ilvægt er að allir nem-
endur fái hreyfingu í
frímínútunum, þau
hreyfa sig lítið í skóla-
starfinu nema í leik-
fimi einu sinni til tvisv-
ar í viku sem er alls
ekki nóg.
Betri skólalóðir
Skólalóðirnar við
marga af grunnskólum
borgarinnar eru okkur
til skammar. Það hefur
verið byggt við marga
skóla, en skólalóðirnar
hafa algerlega setið á
hakanum. Börnin okk-
ar leika sér utandyra í
frímínútum við oft á
tíðum ömurlegar aðstæður. Skóla-
lóðirnar þurfa að vera öruggar og
hvetjandi svo börnin geti leikið sér
í hinum ýmsu hreyfileikjum. Það er
ótrúlegt að hér skuli, árið 2005, enn
vera skólalóðir þar sem eru nánast
engin leiktæki, götótt mörk og bil-
aðar körfur. Það er engin nauðsyn
að leika við börnin en það getur
verið nauðsynlegt að kenna þeim
leiki sem henta vel á skólalóðunum
og við eigum að passa uppá það að
allir séu með. Ég held að með því
að huga betur að hreyfingu grunn-
skólabarna í skólunum getum við
komið í veg fyrir heilsufarsleg
vandamál margra þeirra seinna
meir á lífleiðinni.
„Heilbrigð sál í
hraustum líkama“
Jórunn Frímannsdóttir
fjallar um hreyfingu barna
Jórunn Frímannsdóttir
’Skólalóðirnarþurfa að vera
öruggar og
hvetjandi…‘
Höfundur er varaborgarfulltrúi
og hjúkrunarfræðingur.
TÓNLISTARFÓLK er tilfinn-
ingaríkar manneskjur,
það liggur í augum
uppi. Þess vegna er
það fljótt að rjúka
upp og verða reitt og
ekkert við því að
segja. Ég var í hópi
þeirra sem kom sam-
tökum um byggingu
tónlistarhúss af stað
fyrir tæpum ald-
arfjórðungi og veitti
þeim samtökum for-
stöðu í tæp tíu ár. All-
an þann tíma var ver-
ið að deila um
salarstærð, óperu og
staðsetningu.
Nú þegar þessi frá-
bæra tillaga hefur séð
dagsins ljós og menn
eru meira að segja
farnir að vona að hún
verði að veruleika er
enn verið að agnúast.
Nú vantar bráðnauð-
synlega lítinn sal fyrir
þá sem ekki trekkja
og svo náttúrlega eru
mál óperunnar óleyst.
Ekki ætla ég að blanda mér í
deilur um salarstærð en ég vil leyfa
mér að láta það álit í ljós að tónlist-
arhús af þessari stærðargráðu og af
þessum listræna metnaði mun stór-
auka aðsókn að tónleikum þegar
það verður tekið til starfa.
Fróðlegt væri svo sem að bera
saman heildaraðsókn að tónleikum
síðasta ár og t.d. 1983 þegar við
stofnuðum SBTH. Ætli framboð
tónleika hafi ekki a.m.k. þrefaldast
og aðsókn aukist enn meir á aðeins
tuttugu ára bili. Það má ekki
gleyma því að tónlistarhús er ekki
byggt til nokkurra ára
eða áratuga. Það mun
standa um næstu aldir
og bera menningarstigi
okkar í byrjun tutt-
ugustu og fyrstu aldar
vitni.
Óperan er ekki sam-
býliskona eins né
neins. Það olli mér
ómældum erfiðleikum
hve fast ákveðnir vinir
mínir sóttu það að
troða óperunni inn í
fyrirhugað tónlistarhús
hér á árum áður þegar
ég var að basla við að
koma þessu saman. Nú
þegar hillir undir að
Tónlistarhús verði að
raunveruleika byggjum
við auðvitað Óperuhús
í Kópavogi eins og að
drekka vatn. Við erum
á fáum árum orðin svo
rík þjóð að það sem
fyrir tveimur áratugum
þótti óhugsandi þ.e. að
unnt yrði að byggja tvö
hús, eitt yfir óperu og annað fyrir
annars konar tónlistarflutning, er
nú orðið smámál.
Ég vil leyfa mér að óska okkur
öllum innilega til hamingju með
framkomnar og samþykktar til-
lögur um Tónlistarhús. Það er þjóð-
inni til sóma.
Nýtt tónlistarhús –
sjónarmið
Ármann Örn Ármannsson
fjallar um byggingu tón-
listarhúss
Ármann Örn
Ármannsson
’…tónlistarhúsaf þessari stærð-
argráðu og af
þessum listræna
metnaði mun
stórauka aðsókn
að tónleikum…‘
Höfundur er viðskiptafræðingur og
var formaður SBTH frá 1983–1991.
EINS og komið hefur fram í fjöl-
miðlum er Slippstöðin orðin gjald-
þrota. Slippstöðin hefur verið einn
stærsti vinnuveitandi á Akureyri
síðan frá stofnun fyrirtækisins.
Komið hefur fram að um 120 manns
missa atvinnu sína og Hafnarsjóður
Akureyrar missir leigutekjur að
upphæð sem milljónum skiptir.
Fyrir utan birgja og
aðra verktaka sem
hljóta að verða einnig
fyrir stórkostlegum
skaða. Slippstöðin hef-
ur verið í augum fólks
stórfyrirtæki sem
óhætt var að stóla á.
Fyrir 120 manns sem
eiga inni laun upp á 20
milljónir hlýtur það að
skjóta skökku við þeg-
ar aðstæður fyrirtæk-
isins eru skoðaðar. 120
manns eiga að sætta
sig við að fá launin úr
ábyrgðarsjóði launa sem borgar
bara föstu launin, enga yfirvinnu.
Allt frá stofnun Slippstöðvarinnar
1953 til 1967 var hagnaður af
rekstri hennar undir fram-
kvæmdastjórn þáverandi eigenda.
Eigendur voru starfsmenn stöðv-
arinnar og ÚA og fleiri. Gengisfell-
ingar og aðrar stjórnvaldsaðgerðir
léku fyrirtækið illa þegar fyrirtækið
tók að sér nýsmíði Heklu og Esj-
unnar. Um 1970 taka síðan nýir
stjórnendur við rekstrinum og ríkið
kemur inn ásamt Akureyrar-
kaupstað að rekstrinum. Síðan hef-
ur stöðin verið meira og minna að
tapa og græða. Öll nýsmíði hefur
ekki gengið þrautalaust fyrir sig
þar þar sem samkeppnisaðstaða
fyrirtækisins hefur verið slæm bor-
ið saman við niðurgreiddan skipa-
iðnað erlendis frá. Og undanfarin ár
eftir miklar endurskipulagningar á
rekstri hefur fyrirtækið verið í eigu
núverandi forráðamanna. Það er at-
hyglisvert við núverandi stöðu að
fyrirtækið er gjörsamlega orðið
eignalaust. Allar byggingar á lóð
Slippstöðvarinnar eru í eigu Stál-
taks úr Reykjavík. Stáltak er eign-
arhaldsfélag í eigu Stálsmiðjunnar í
Reykjavík. Skipalyftubúnaður
Slippstöðvarinnar er í eigu Hafn-
arsjóðs Akureyrarkaupstaðar. Sem
sagt á 30 árum hefur stjórnendum
Slippstöðvarinnar tekist að gera
fyrirtækið eignalaust með öllu. Það
leigir af eigendum sínum Stáltaki
eignirnar á lóðinni. Það er ekki
skrýtið að viðskiptabanki fyrirtæk-
isins stöðvi rekstur fyrirtækisins.
Það er alveg deginum ljósara að
Slippstöðin hefur verið fyrirmynd
fyrir íslenskan skipaiðnað og þá
verkkunnáttu sem þörf
er á að hafa hér í land-
inu á meðan útgerð er
stunduð.
Spjall iðnaðarráð-
herra og formanns
iðnaðarnefndar
Valgerður Sverr-
isdóttir iðnaðarráð-
herra var gestur Kast-
ljóssins hér um
daginn. Þar var hún
spurð um gjaldþrot
Slippstöðvarinnar
meðal annars. Ekki
stóð á svari hennar frekar en fyrri
daginn. Slippstöðin verður end-
urreist. Og ekki batnaði það þegar
Birkir Jónsson, nýstirnið úr Siglu-
firði og formaður iðnaðarnefndar,
tjáði sig við Rúv á Akureyri. Fyr-
irtækið verður endurreist. Nú lang-
ar mig að spyrja ofangreinda
stjórnmálamenn hvernig þeir sjái
þetta gerast? Nýir rekstraraðilar
yrðu nefnilega að semja um leigu á
allri aðstöðu við núverandi eigendur
sem er ekki þrotabú Slippstöðv-
arinnar. Er ætlun Valgerðar og
Birkis að láta ríkissjóð koma að
málinu? Birkir lætur þess getið að
hækka t.d. endurgreiðslu aðflutn-
ingsgjalda.
Ég held að svona pólítísk um-
ræða og innantóm loforð gangi ekki
lengur. Slippstöðin er einkafyr-
irtæki í eigu einkaaðila en ekki rík-
istryggt atvinnubótafyrirtæki. Það
er eðli viðskipta að græða eða tapa.
Það er ekki eðlilegt að mínu mati að
fulltrúar Alþingis taki sig upp og
gerist boðberar ríkisforsjónar á
sama tíma og ríkissjóður er nýbúin
að selja eitthvert stærsta gróðafyr-
irtæki sitt Símann. Það var einnig
athyglisvert í spjalli Valgerðar að
heyra að sökum þess að svo mikil
útgerð væri stunduð á svæðinu væri
nauðsynlegt að hafa Slippstöðinna.
Það væri nú í lagi fyrir ráðherrann
að kynna sér að útgerðaraðilar á
svæðinu þ.e. þeir stærstu láta ekki
mála skip öðruvísi en um tilboð sé
um að ræða. Oftast hafa þeir látið
skip sín sigla utan þar sem þeir
hafa fengið mun lægra verð en hér
á landi og um leið ódýrari olíu sök-
um samráðs okkar olíufélaga. Tím-
arnir eru breyttir og þeir sem til
þekkja í útgerð vita að ef þeir sjá
skip frá útgerðum á Akureyri í
Slippstöðinni vita þeir um leið að
arðsemi er ekki mikil af því verk-
efni. Öldin var önnur í gamla daga
þegar ÚA var einn af eigendum og
forráðamenn ÚA lögðu metnað sinn
í að láta skip sín líta vel út. Enda í
raun eigandi að styrkja sitt fyr-
irtæki þar sem ÚA var Bæjar-
útgerð Akureyrarkaupstaður. Það
er ljóst að það hefur ekki gefið góða
raun fyrir ríkissjóð að koma að
rekstri iðnaðar í landinu. Við höfum
mörg dæmi þar sem opinbert fé
okkar landsmanna hefur verið mis-
notað. Mér finnst þess vegna skjóta
skökku við þegar fulltrúar Fram-
sóknarflokksins ætla sér með
ábyrgðarlausu spjalli að blekkja
kjósendur sína með jafnómerkileg-
um hætti og raun ber vitni. Það er
oft betra að hugsa fyrst, kynna sér
málin og komast svo að niðurstöðu.
Það er almannaheill. Akureyringar
eiga það skilið að fulltrúar á Alþingi
séu raunsæir og hafi hag kjördæmis
síns að leiðarljósi til lengri tíma lit-
ið.
Áhugavert væri nú að vita hvers
vegna iðnaðarráðherra greip ekki
inn í málefni Slippstöðvarinnar fyrr
en eftir gjaldþrot. Gleymdist Slipp-
stöðin?
Slippstöðin á Akureyri
Haukur Þorvaldsson fjallar
um Slippstöðina á Akureyri ’Áhugavert væri nú aðvita hvers vegna iðn-
aðarráðherra greip ekki
inn í málefni Slippstöðv-
arinnar fyrr en eftir
gjaldþrot.‘
Haukur Þorvaldsson
Höfundur er sölumaður og áhuga-
maður um minnkandi ríkisafskipti.