Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 25

Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 25 ð og kyldur t það síð- ingum fyrir nú í nóv- ða inn- mhliða m þeir á umboðs- ngar vísa í umlyfja- da og réttar í rá. Þar minni rir lyfja- taka við hliða er mun d inn- r þær ráningu þetta er n ódýrara nnflytj- liða inn- a en um- ramleið- umboðs- mlyfja- da mega búa við, er s sölu- n (í krón- ru flutt ssum a ekkert um lyfjum ví sitja nn frum- ækja uppi yf sem gan vegin uk þess stnaðinn m lyfjum r flytja einungis ðirnar sem bera inn- tra lyfja birgða- gt að mlyfjafyr- yfi hjá að hafa í huga að u.þ.b. tveggja mánaða birgð- ir lyfja eru á hverjum tíma í landinu enda skylda frumlyfjafyrirtækja að eiga jafnan nægar birgðir lyfja. Verðmæti þessara birgða nemur að jafnaði 1,4 milljörðum króna og það gefur auga leið að slík fjárbinding er mjög kostnaðarsöm. Þá er ótalinn sá kostnaður sem hlýst af fyrningu lyfja, einkum lyfja sem lítil hreyfing er á, en geta engu að síður verið mjög mikilvæg þegar á þarf að halda. Viðskiptaumhverfið og tekjumöguleikar Viðskiptaumhverfi umboðsmanna frumlyfjaframleiðenda hefur verið að breytast mikið á undanförnum ár- um. Lyfjaverð hefur verið lækkað og uppgangur samhliða innflytjenda hefur aukist á sama tíma og kröfur á frumlyfjaframleiðendur og umboðs- menn þeirra hafa aukist. Nú starfa t.d. fjórum sinnum fleiri starfsmenn í skráningardeildum umboðs- fyrirtækja frumlyfjafyrirtækja en fyrir 10 áum. Aukinn kostnaður er við nýskráningar lyfja og viðhald markaðsleyfis t.d. hafa gjöld sem Lyfjastofnun tekur fyrir móttöku umsókna um ný sérlyf hækkað um 78% frá árinu 2001 og árgjöld fyrir hvern styrkleika/lyfjaform skráðra lyfja hækkað um 31% á sama tíma. Við þetta bætist að önnur gjaldtaka Lyfjastofnunar t.d. vegna teg- undabreytinga er orðin íþyngjandi kostnaðarliður í rekstri. Það segir sig sjálft að starfsfólk lyfjafyrirtækj- anna er vel menntað, sérhæft og þar af leiðandi dýrt starfsfólk, þannig að kostnaður við lyfja-innflutning er mjög hár miðað við annan innflutn- ing. Þó álagningarprósenta lyfja sé ekki lengur bundin í lög eða reglu- gerðir miðast útreikningar og mán- aðarlegar uppfærslur lyfjaverðskrár (sem starfsmenn lyfjagreiðslu- nefndar sjá um að uppfæra miðað við gengissveiflur mánaðarlega) við þau viðmið sem voru í eldri reglugerð. Þau viðmið eru því enn notuð af um- boðsmönnum lyfjafyrirtækja. Þar er gert ráð fyrir 15% álagningu á lyf sem kosta innan við 1000 krónur, 13% álagningu á lyf sem kosta á bilinu 1001 – 3000 krónur og 10% á lyf sem kosta yfir 3000 krónur. Mið- að við aðra heildsöluálagningu er þessi prósenta því í lægra lagi, eink- um í ljósi þess hversu viðamikil starfsemi og kostnaðarsöm vinna tengist lyfjainnflutningi og viðhaldi markaðsleyfa. Það gerist í æ ríkara mæli að innflytjendur ná ekki einu sinni þessum álagningarprósentum, þetta á sérstaklega við um lyf sem LSH hefur boðið út og veittir eru af- slættir af skráðum verðum. Einnig gengur umboðsmönnum sífellt verr að ná samningum við erlendu fyr- irtækin um innkaupsverð sem trygg- ir þeim þessa álagningu, eftir því sem ríkari kröfur eru gerðar til lægra lyfjaverðs á íslenskum mark- aði eins og áður hefur verið lýst. Hermilyfjaframleiðendur Samheitalyfjaframleiðendur eða hermilyfjaframleiðendur eru lyfja- framleiðendur sem framleiða eldri lyf sem ekki eru lengur varin með einkaleyfi. Þeir ættu að geta selt lyf á mun lægra verði en frumlyfja- framleiðendur, þar sem þeir þurfa ekki að standa undir samskonar þró- unar- og rannsóknarkostnaði auk þess sem þeir geta líkt og samhliða innflytjendur vísað í skráningargögn frumlyfjaframleiðandans. Þessir að- ilar hafa ekki náð sömu stöðu á ís- lenskum markaði og t.d. í nágranna- löndunum enda byggja slíkir framleiðendur afkomu sína á magn- sölu á lágu verði. Þrátt fyrir smæð íslenska markaðarins er gerð krafa um sömu þjónustu og krafist er á stærri mörkuðum, t.d. er gerð krafa um íslenska fylgiseðla og pakkn- ingar. Því sjá þessi fyrirtæki í minna mæli hag sinn í að koma inn á ís- lenskan markað, nema þá með allra söluhæstu lyfin og skrá þá lyfjaverð- ið hærra hér enn annars staðar. Hermilyfjaframleiðendur fá að skrá lyf sín hér á mun hærra verði en þeir gera á öðrum mörkuðum, með vit- und og vilja lyfjayfirvalda í viðleitni þeirra til að auka samkeppni. Þetta skýtur náttúrulega skökku við þar sem frumlyfjaframleiðendur eru þvingaðir í meðalverð í viðmið- unarlöndunum, en hermilyfin fá mun frjálsara spil þó staðreynd málsins sé sú að báðir aðilar eru í raun að keppa á sama örmarkaðinum. Afskráningar Í umhverfi sem þessu er full ástæða til að hafa áhyggjur af af- skráningum lyfja. Við það að lyf sé tekið út úr lyfjaskrá falla niður skyldur fyrirtækjanna gagnvart markaðinum, kostnaður vegna skráninga fellur niður og álagning verður frjáls. Geti umboðsmaður út- vegað lyfið gerir hann það, en þá verður læknir sem ávísa vill lyfinu að sækja um undanþágu til lyfja- yfirvalda fyrir hvern sjúkling sem þarf á lyfinu að halda. Eins og áður segir, er stór hluti lyfja sem skráð eru á íslenskum markaði sem stend- ur ekki undir kostnaði við viðhald skráninga. Þegar við bætist að verð eru keyrð niður og utanaðkomandi aðilar hafa lítt takmarkaðar heim- ildir til að flytja inn söluhæstu lyf fyrirtækjanna, þarf ekki mikla yf- irlegu til að átta sig á því að mark- aðurinn er í vanda. Lyfjafyrirtæki og umboðsmenn þeirra eru vandir að virðingu sinni og taka hlutverk sitt og ábyrgð í samfélaginu mjög alvarlega, en það segir sig sjálft að ekki er hægt að reka þessi fyrirtæki fremur en önn- ur með tapi. Neikvæð umræða Það sem við þetta bætist er svo að með reglulegu millibili kemur upp neikvæð umræða í samfélaginu sem beinist að lyfjafyrirtækjum og um- boðsmönnum þeirra. Mjög erfitt reynist að verjast slíkri umræðu þar sem lyfjaumhverfið er mjög flókið, það ofið inn í ramma laga og reglu- gerða og auðvelt að misskilja það. Umboðsmenn mega ekki markaðs- setja og kynna lyfseðilsskyld lyf fyr- ir sjúklingum og því reynist fyr- irtækjunum oft erfitt að fjalla um einstök lyf í opinberri umræðu. Auk þessa er ekki laust við að fyrirtækin veigri sér við því að dragast inn í op- inbera umræðu þar sem viðmælend- urnir eru oftar en ekki lyfjayfirvöld, Landlæknisembættið og aðrir aðilar sem fyrirtækin eiga mikið undir að gott samstarf haldist við. Lyfjaskortur Nú að undanförnu hefur verið mikið talað um lyfjaskort og ætla ég ekki að gera lítið úr þeim vanda. Það er skelfilegt til þess að hugsa að nauðsynleg lyf séu ófáanleg í landinu af hvaða ástæðu sem er. Ég get auð- vitað ekki svarað fyrir hönd annarra en þeirra fyrirtækja sem Aust- urbakki hf. hefur umboð fyrir. Hjá okkur hefur skortur á gigtarlyfinu Methotrexate (töflur) sem við höfum umboð fyrir valdið mörgum sem þurfa að nota þetta lyf verulegum erfiðleikum. Það mál er langt og flókið, en ég fullyrði að við höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til að útvega lyfið frá þeim framleið- anda sem við höfum umboð fyrir og ekkert dregið af okkur í því. Saga þessa máls er sú að í allsherjar end- urskoðun erlenda lyfjafyrirtækisins á skráðum framleiðslustöðlum allra lyfja fyrirtækisins og eiginlegu framleiðsluferli kom upp ósamræmi er varðaði nokkur lyf. Í lyfjafram- leiðslu eru staðlar um allt og ef eitt- hvað breytist t.d. litur á tappa, end- urnýjun einhverra tækja, töfluþykkt eða hvað annað sem er, verður að breyta því í skráðum gögnum. Það ósamræmi sem upp kom var ekki talið hafa áhrif á öryggi lyfjanna en lyfjayfirvöldum víðsvegar um Evr- ópu tilkynnt um ósamræmið og gerð grein fyrir því að fyrirtækið myndi leggja áherslu á að uppfæra skráð gögn og fá breytingarnar sam- þykktar hjá lyfjayfirvöldum. Mis- munandi var hvernig lyfjayfirvöld brugðust við þessum tíðindum. Sum- staðar var ákveðið að aðhafast ekk- ert, en annarstaðar var ákveðið að þær birgðir sem til væru í verk- smiðjum fyrirtækisins væru kyrr- settar þar og ekki seldar til viðkom- andi landa fyrr en fullkomið samræmi væri á milli framleiðslufer- ilsins og skráðra gagna. Í engu til- felli var talin ástæða til innköllunar af markaði enda ekki ástæða til að óttast um öryggi lyfjanna. Í þessu máli ákváðu íslensk lyfja- yfirvöld að fylgja þeim sænsku. Sænsk lyfjayfirvöld mátu hvert lyf fyrir sig út frá því hvort lækn- isfræðileg þörf væri fyrir lyfið á sænska markaðinum. Ef sú þörf reyndist vera fyrir hendi samþykktu þau lyfin inn á markaðinn (og þar með samþykktu íslensk yfirvöld þau lyf inn á íslenskan markað), ef þörfin var ekki fyrir hendi var ákveðið að bíða með sölu lyfjanna þangað til samræmi væri komið á skráningar. Í Svíþjóð eru mörg samheitalyf Methotrexate frá öðrum framleið- endum skráð og því ekki talin lækn- isfræðileg nauðsyn þar í landi á því að heimila, við þessar aðstæður, sölu á Methotrexate frá þessum framleið- anda. Það sama á ekki við á Íslandi þar sem þetta tiltekna Methotrexate er það eina sem fáanlegt hefur verið hér. Þess vegna kom upp þessi óbærilega staða, sem við hörmum, hvað þetta lyf varðar hér á landi. Síð- an þetta mál kom upp hefur starfs- fólk Austurbakka hf. verið í miklum og góðum samskiptum við íslensk lyfjayfirvöld, um öflun gagna m.a. um efnagreiningar á lotum, gildingu aðferða og nákvæm sundurliðun á umfangi og efni misræmisins. Föstu- daginn 7. október sl. samþykkti svo Lyfjastofnun, á grundvelli fram- lagðra gagna, fyrir sitt leyti innflutn- ing Methotrexate taflna frá þeim framleiðanda sem umræðir. Með þessari heimild fer í gang af fullum krafti vinna allra aðila sem málið varðar við að fá lyfið til landsins. Þannig er það langt í frá áhugaleysi umboðsmanns sem valdið hefur þessum vandræðum enda lykil áhrifaþættir málsins í annarra hönd- um og því erfitt að sitja undir ásök- unum um slíkt. Þegar vandamál koma upp er varðar framleiðslu lyfja er það litið mjög alvarlegum augum og getur tekið töluverðan tíma að afla allra nauðsynlegra gagna og fara yfir þau. Það að taka upp sektarkerfi við lyfjaskorti leysir ekki nokkurn vanda, því miður getur verið ómögu- legt fyrir umboðsmenn að koma í veg fyrir lyfjaskort og slík viðurlög yrðu eflaust enn frekar til þess að ýta undir afskráningu lyfja. Aðilar á þessum markaði verða jafnframt að tileinka sér annað sam- talsform en ásakanir og upphlaup í fjölmiðlum sem oft er ómögulegt að svara. Það er ósk mín að viðmæl- endur frumlyfjafyrirtækja og um- boðsmanna þeirra, ekki síst opinber- ir aðilar, sýni stöðu okkar skilning. Frumlyfjafyrirtæki eru mikilvægur þáttur í heilbrigðisþjónustunni, enda stuðla þau að nýjungum og fram- förum í lyfjameðferð og þar með læknavísindum sem við viljum ekki vera án. Frumlyfjafyrirtækin og fulltrúar þeirra taka starf sitt alvar- lega og gera sitt besta til að þjóna okkar íslenska markaði innan þess ramma sem okkur er settur. Ef þjónustan er ekki eins og menn vilja hafa hana fullyrði ég að það skortir ekki vilja af okkar hálfu, kannski þarf þá að skoða þann ramma sem okkur er settur, víkka hann og veita frumlyfjafyrirtækjum aukið svigrúm bæði til tjáningar og ekki síst hvað varðar tekjumöguleika sem og gjald- töku opinberra aðila. Jafnframt mætti tryggja að allir aðilar, frum- lyfjafyrirtæki, samhliða innflytj- endur og hermilyfjafyrirtæki, sætu við sama borð hvað varðar kostnað við skráningar, viðhald þeirra, verð- ákvarðanir og viðmið þeirra, slíkar breytingar myndu án efa bæta nú þegar góða þjónustu frumlyfjafyr- irtækja. andi Höfundur er framkvæmdastjóri Austurbakka hf. sem er umboðsaðili lyfja frá m.a. Wyeth, Baxter og Lundbeck. Morgunblaðið/Kristján g formaður sam- greiðir atkvæði í ni. ð 99% greiddra at- ihluti Siglfirðinga og na innar í firðinum. sveitarfélaga um helgina – fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna gagnrýna kosningarnar Árni Þór Sigurðsson, borgarfulltrúiVinstri grænna innan Reykjavík-urlistans, segir á heimasíðu sinni í gær að úrslitin úr kosningum um samein- ingu sveitarfélaga hafi orðið eins og til var sáð. Sameiningartillögurnar hafi beð- ið afhroð og hið sama megi segja um þá aðferðafræði sem var viðhöfð og stjórn- völd beri einkum ábyrgð á. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylking- arinnar, segir á sinni vefsíðu að bæði kjörsókn og úrslitin geti vart túlkast öðruvísi en afgerandi höfnun á stefnu stjórnvalda. „Miklu skiptir að ekki hefur verið gengið með sanngjörnum hætti frá tekju- skiptingu á milli ríkis og sveitarfélaga. Almenningur hefur horft upp á ríkið koma illa fram við sveitarfélögin síðast- liðinn áratug. Enda gengu margir sveit- arstjórnarmenn mjög tregir til þessara kosninga vegna reynslunnar og þess að grunnurinn er ekki til staðar; réttlát tekjuskipting,“ segir Björgvin. Árni Þór segir mikilvægt að efla sveit- arstjórnarstigið í landinu en til að ná því þurfi fyrst og fremst að færa sveit- arfélögunum fleiri verkefni, styrkja hið lýðræðislega stjórnkerfi þeirra og um- fram allt tryggja þeim viðunandi og nægilega tekjustofna til að þau geti sinnt verkefnum sínum með sóma og veitt íbú- unum öfluga og góða þjónustu. Samein- ing sveitarfélaga skili engu af þessu í raun og veru. „Þessu til viðbótar kom svo skýrt fram í vetur að stjórnvöld voru ekki reiðubúin til að tryggja sveitarfélögunum viðunandi tekjustofna. Í viðræðum ríkis og sveitar- félaga um tekjustofna sveitarfélaga, sem ég tók þátt í að hluta fyrir hönd sveitarfé- laganna, kom sífellt fram að ríkið reyndi að komast eins ódýrt frá öllum samn- ingum, sveitarfélögin þurftu eilíflega að leggja fram ítarlegar og rökstuddar greinargerðir máli sínu til stuðnings og þó náðust ekki betri samningar en raun bar vitni. Tekjustofnasamningur ríkis og sveitarfélaga frá því fyrr á þessu ári var samþykktur í miklum ágreiningi sveitar- félagamegin og var eiginlega þvingaður í gegn af ríkisstjórnarflokkunum. Þetta vissu íbúar sem í gær tóku afstöðu til sameiningartillagnanna og höfðu enga ástæðu til að trúa því og treysta að sveit- arfélögin yrðu raunverulega efld. Þess vegna fór sem fór, það var uppskorið eins og til var sáð,“ segir Árni Þór. Björgvin segir ennfremur að harkaleg viðbrögð félagsmálaráðherra við óánægju Svarfdælinga með sameiningu við Dalvík hafi verið óheppileg. Viðbrögðin hafi virk- að neikvætt á almenning og viðhorf til kosninganna hafi almennt orðið neikvæð- ari. Björgvin G. Sigurðsson Árni Þór Sigurðsson Sameining- artillögur biðu afhroðÁtak sem þetta, sem lýtur að sam-einingu sveitarfélaga á landsvísu,þar sem verið er að gera einhver prógrömm yfir allt landið og gera það með sambærilegum hætti og fyrir tólf árum, dugar ekki. Aðferðin sem hefur gefist best er að þetta eigi sér upptök hjá fólkinu á viðkomandi svæði,“ segir Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri um niðurstöðu sam- einingarkosninganna en sameining sveitar- félaga við Eyjafjörð var felld. „Það er verið að reyna að keyra mið- stýrt prógram yfir alla íbúa landsins. Þetta er í annað skipti á tólf árum sem þetta er reynt og í bæði skiptin hefur ár- angurinn af því ekki orðið nema sá að að- eins ein tillaga er samþykkt í fyrstu um- ferð. Ég held að þeim tíma og fyrirhöfn sem í þetta hefur farið sé einfaldlega betur varið í annað,“ segir Kristján Þór. Hann tekur þó fram að ánægjulegt sé að sjá hversu afgerandi niðurstaða sé í flestum sveitarfélögum, öðrum en á Ak- ureyri, þar sem kosningaþátttakan hafi verið mjög slök. „Það undirstrikast í þessari kosningu um allt land að meginlínurnar eru oftast þær að íbúar smærri sveitarfélögin taka öflugri þátt í kosningu um sameiningu en stærri sveitarfélögin sitja meira eftir,“ segir Kristján Þór Júlíusson. Upptökin komi frá fólkinu Kristján Þór Júlíusson Íbúar Mjóafjarðarhrepps samþykktusameiningu við Austurbyggð, Fá-skrúðsfjarðarhrepp og Fjarðabyggð í kosningunum á laugardaginn en Mjóafjarð- arhreppur var minnsta sveitarfélagið sem tók þátt í kosningunum. Í hreppnum eru 42 íbúar og voru 32 þeirra á kjörskrá en alls greiddu nítján íbúar at- kvæði með sameiningu og sex gegn henni. Sigfús Vilhjálmsson, hreppstjóri í Mjóafjarð- arhreppi, segir að margt hafi bent til þess að sveitarfélagið hefði orðið að sameinast stærra sveitarfélagi á grundvelli ákvæðis í lögum um sveitarfélög, þar sem kveðið er á um að sveitarfélög með 50 íbúa eða færri megi sameina nærliggjandi sveitarfélögum. „Þannig að okkur fannst mikið vit- urlegra, fyrst það var kosið um þetta, að segja bara já við þessu. Svo fannst unga fólkinu þetta spennandi, sá fram á meiri þjónustu. Við höfum varla getað veitt neina þjónustu,“ segir Sigfús og bætir við að fólk hafi þó ekki upplifað þetta sem eina mögu- leikann í stöðunni, heldur hafi fólk almennt verið sátt við að sameinast hinum sveitar- félögunum. Hann segist ekki hafa áhyggjur af að Mjóafjarðarhreppur verði „gleyptur“ af stóru sveitarfélögunum. „Ég get ekki ímyndað mér annað en að þeir sjái sóma sinn í því í svona stóru sameinuðu sveitarfé- lagi að gera vel við okkur.“ Sjáum fram á meiri þjónustu Sigfús Vilhjálmsson Eyjafirði

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.