Morgunblaðið - 10.10.2005, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 31
MINNINGAR
arkerfi um landið. Fyrstu störf Vil-
hjálms, eins og hann hefur sjálfur
skýrt frá, voru því skiljanlega fólgin í
því að koma fjármálum félagsins í
viðunandi horf og eins og með alla
framkvæmdastjórn hans og öll störf
er hann innti af hendi á langri starfs-
ævi tókst það fljótt og vel með sam-
komulagi við stjórnendur viðskipta-
banka félagsins. Ekki dróst heldur á
langinn að koma bækistöðvum fé-
lagsins í góð horf; fljótlega gerði
hann samning um leigu á nýju og
glæsilegu húsnæði við Klapparstíg
fyrir skrifstofur félagsins og innan
tveggja ára hafði birgðastöð félags-
ins, verkstæði og mötuneyti verið
flutt úr Öskjuhlíðinni að Gelgjutanga
hér í borg, þegar keyptar höfðu verið
þar ágætar skemmur af Húsafelli, og
síðar athafnasvæði Keilis, og viðbót-
arbyggingar höfðu verið reistar á
svæðinu fyrir dreifingarskrifstofu og
vörugeymslur. Bílaflota félagsins
endurnýjaði hann fljótlega á eins
hagkvæman hátt og unnt var eftir
viðvarandi tímabil innflutningshafta
en frjáls innflutningur þessara tækja
var um þessar mundir að taka gildi.
Olíufélagið hf. óx og dafnaði í
traustum höndum Vilhjálms. Fjár-
hagur félagsins styrktist smám sam-
an en jafnt og þétt undir styrkri
stjórn hans og félagið, ávallt alís-
lenskt olíufélag, varð brátt leiðandi á
sínu sviði. Árið 1975 voru skrifstofur
félagsins fluttar í hið nýja og mynd-
arlega hús félagsins við Suðurlands-
braut, sem Vilhjálmur lét teikna og
byggja, og eru þær þar enn þann dag
í dag. Forsjálni og framsýni ein-
kenndu allar hans framkvæmdir.
Athafna- og gæfumaðurinn, Vil-
hjálmur Jónsson, verður nú kvaddur
hinstu kveðju í dag eftir 86 ára far-
sæla ævi og mikilvægt ævistarf. Það
var lærdómsríkt og eftirminnilegt að
fá að hafa starfað um langa hríð hjá
þessum heiðarlega og dugmikla at-
vinnurekanda og forstjóra og það
veldur sannri gleði er maður aldinn
að árum rifjar upp kærar endurminn-
ingar frá mörgum liðnum árum undir
stjórn slíks afbragðsmanns sem Vil-
hjálmur var. Hann vildi ekki aðeins
hag fyrirtækisins og viðskiptavina
þess vel á öllum sviðum, heldur var
honum einnig og ekki síður annt um
hag og velferð starfsfólksins sem
hann reyndist í hvívetna einstaklega
vel; bera t.d. sumarbúðir starfs-
mannafélags Olíufélagsins, sem nutu
styrkjar hans og stuðnings alla tíð,
ásamt mörgu öðru, ágætt vitni um
hlýtt hugarfar hans og velvilja til
starfsfólksins.
Við ferðalok þakka ég Vilhjálmi
fyrir allt og allt og um leið og ég kveð
hann votta ég börnum hans og öðrum
ástvinum dýpstu samúð og bið Guð að
blessa minningu góðs drengs sem nú
er genginn og er sárt saknað af vin-
um og samferðafólki. Framundan
bíða hans ný störf og háleit verkefni í
landi ljóss og friðar en hann var
viðbúinn hinni hinstu ferð og vel und-
ir hana búinn.
Árni Kr. Þorsteinsson.
Vorið 1939 birtust nokkrir ný-
sveinar víðs vegar að af landinu í
Menntaskólanum á Akureyri til þess
að þreyta þar gagnfræðapróf utan-
skóla. Allir voru þeir vasklegir menn
og atorkumiklir, enda flestir þeirra
nokkuð hertir í baráttu lífsins og
nokkru eldri en við hin, sem fyrir vor-
um í 3. bekk, svo að þeir hlutu að
vekja athygli okkar og virðingu við
fyrstu sýn. Einn þessara pilta var
skagfirskur Siglfirðingur, glaðlegur
og vingjarnlegur, djarflegur og dugn-
aðarlegur, tápmikill og traustlegur
og féll strax inn í hópinn. Sá hét Vil-
hjálmur Jónsson.
Þetta var í skemmstu máli upphaf
vináttu okkar, sem staðið hefir
óhögguð síðan. Hann var bekkjar-
bróðir minn í MA í þrjá vetur (að vísu
var hann í stærðfræðideild, en ég í
máladeild), og samstúdentar urðum
við í nákvæmlega miðri heimsstyrj-
öldinni síðari vorið 1942. Um haustið
lá leið beggja í Háskóla Íslands (þó
ekki í sömu deild frekar en fyrri dag-
inn), og þar lukum við einnig námi
sama árið (1947) og héldum þá út á
þjóðlífsakurinn, hvor á sínu lands-
horni. Segja má, að við yrðum aldrei
mjög samrýndir eða nánir félagar, en
allt um það var okkur mjög hlýtt
hvorum til annars og glöddumst inni-
lega, í hvert skipti, sem við hittumst.
Vilhjálmur var í hópi þeirra bekkj-
arsystkina, sem völdust til forystu í
hvert sinn, er blásið var til samfunda
til þess að minnast einhverra tíma-
móta, ráða þurfti fram úr einhverjum
vanda eða taka einhverjar ákvarðanir
fyrir hönd bekkjarheildarinnar.
Hann þótti einfaldlega sjálfsagður til
að sinna slíku, því að honum var alltaf
treyst manna best til að finna bestu
lausn hvers vanda, enda í senn ötull,
hygginn og ráðsnjallur. Þegar hóp-
urinn hittist á stúdentsafmælum, var
Vilhjálmur allra manna glaðastur og
léttastur í lund, og þegar einhver úr
hópnum féll frá, var hann að sama
skapi einlægur og hjartahlýr á
kveðjustund. Fyrir kom, að ég rakst
óvænt á Vilhjálm á förnum vegi. Þá
ljómaði allt andlit hans upp af gleði
og góðvild, og léttfleygri stund var
varið til að rifja upp skemmtileg atvik
úr fortíðinni, eftir að farið hafði verið
hratt yfir stuttar skýrslur um líðan
og lífshlaup. Síðan var kvaðst aftur,
hvor bað hinum bestu virkta og farn-
aðar og hélt leiðar sinnar.
Og nú er enn komið að gatnamót-
um, leiðir skiljast í bili. Ég kveð góð-
an vin og drenglundaðan mann með
hlýrri þökk og farsældaróskum. Við
Ellen biðjum honum blessunar á nýj-
um slóðum og sendum fólki hans öllu
einlægar samúðarkveðjur.
Sverrir Pálsson.
Á vordögum árið 1959 var Vil-
hjálmur Jónsson ráðinn forstjóri
Olíufélagsins og þá var starfsemi
Starfsmannafélags Olíufélagsins
ekki margbrotin, en félagið hafði þá
starfað í nokkur ár. Hinn nýráðni for-
stjóri Olíufélagsins sýndi málefnum
Starfsmannafélagsins strax í upphafi
mikinn áhuga og sá einstakt tækifæri
til að stuðla að góðum starfsanda á
vinnustað. Vilhjálmur studdi sem for-
stjóri alla starfsemi Starfsmanna-
félagsins með ráðum og dáð, enda fór
svo að þegar hann lét af störfum var
Starfsmannafélag Olíufélagsins afar
öflugt og að teknu tilliti til starfs-
mannafjölda trúlega það öflugasta á
landinu.
Skömmu eftir að Vilhjálmur hóf
störf hjá Olíufélaginu keypti Starfs-
mannafélagið land í Mýrarskógum
við Laugarvatn. Á næstu árum risu
þar sumarhús starfsmanna og hefur
starfsfólkið í gegnum árin átt þar
miklar ánægjustundir. Árið 1969
höfðu verið byggð fjögur hús á land-
inu og í dag er svæðið gróðursæll un-
aðsreitur. Framtak þetta þótti þá svo
mikið nýmæli, að sumarbústaðirnir
voru kallaðir „sumarbúðir“ manna á
meðal.
Uppbygging þessara sumarbúða
var nýjung og því sögulega merk,
vegna samstarfs Olíufélagsins og
starfsmanna, þar sem Olíufélagið að-
stoðaði fjárhagslega með lánafyrir-
greiðslu, en á móti lögðu starfsmenn
á sig ómælda sjálfboðavinnu við
þessa uppbyggingu. Starfsandinn var
aldeilis frábær.
Vilhjálmur Jónsson taldi alltaf
starf Starfsmannafélagsins afar mik-
ilvægt liðsanda starfsmanna. Sem
dæmi um samheldni starfsmanna og
stuðning forstjórans, þá gerðist það
einn veturinn á þremur mánuðum að
starfsmenn smíðuðu þrjá fjörutíu og
fimm fermetra sumarbústaði á kvöld-
in og um helgar undir umsjón smiða
félagsins á verkstæði þess. Þarna
komu saman bensínafgreiðslumenn,
smiðir, vélvirkjar, skrifstofumenn og
flugafgreiðslumenn, sem kynntust
utan hefðbundins vinnutíma í svita og
striti, og úr varð, sem þá var næsta
óþekkt, sterk liðsheild starfsmanna
og ákaflega merkilegur bragur á fyr-
irtæki.
Þó sumarbústaðirnir hafi verið
nefndir hér sem dæmi náði leiftrandi
áhugi Vilhjálms á starfi Starfs-
mannafélags Olíufélagsins til alls fé-
lagsstarfsins og gilti einu hvað um
var að ræða.
Vilhjálmur stjórnaði Olíufélaginu
með festu og engri meðalmennsku.
Hann gat verið snöggur og fljótur til
svara, ef því var að skipta. Hann var
fljótur að átta sig á hlutunum og
óhemjutalnaglöggur og snöggur til
ákvarðana, orð Vilhjálms stóðu og
þétt handtak hans var innisiglið. Vil-
hjálmur var oft mjög skemmtilegur í
svörum, stutt var í kímnina og fólk
sem starfaði með honum man enn
margar fleygar setningar.
Vilhjálmur var raungóður hús-
bóndi á umbrotatímum í lífi starfs-
manna, þess minnast margir í hljóði
með þakklæti.
Fallinn er nú frá einstakur heið-
ursmaður, sannarlega þrautseigur og
viljasterkur, fulltrúi þeirrar kyn-
slóðar sem mestan þátt hefur átt í að
undirbyggja það þjóðfélag sem við
búum í.
Vilhjálmur Jónsson var dreng-
skaparmaður og naut virðingar alls
staðar og hlaut þau ummæli bæði frá
samherjum sem mótherjum í hinum
ýmsu málum.
Starfsmannafélag Olíufélagsins
þakkar hinum látna heiðursmanni
velvilja og samferð á liðnum árum.
Starfsmenn Olíufélagsins munu um
ókomin ár njóta brautryðjendahug-
sjóna Vilhjálms.
Starfsmannafélag Olíufélagsins og
starfsmenn þess votta fjölskyldu Vil-
hjálms Jónssonar innilega samúð.
Fyrir hönd Starfsmannafélagsins
Jóhann P. Jónsson,
Magnús Ásgeirsson.
Það eru rétt tæp 50 ár síðan sá sem
þessar línur ritar fór á fyrsta fund
sinn með þáverandi lögmanni Sam-
vinnutrygginga með sitt fyrsta alvar-
lega uppgjör bifreiðatjóns til að ræða
væntanlegar niðurstöður þess við
lögmanninn og mikil var í fyrstu
undrun tjónauppgjörsmannsins, þeg-
ar í ljós kom að lögmaður trygging-
arfélagsins reyndist í upphafi fundar
vera flytjandi og túlkandi raka tjón-
þolans, en ekki raka tryggingar-
félagsins.
Niðurstaðan í fundarlok var eftir
nokkuð skörp skoðanaskipti okkar í
millum sanngjörn og vel rökstudd
ákvörðun, sem ég man vel að tjónþoli
sætti sig alveg við, þótt honum hafi
vafalaust fundist að sinn hlutur hefði
mátt vera meiri.
Þessi litli fundur var upphaf kunn-
ingsskapar og síðar góðrar vináttu
okkar Vilhjálms Jónssonar meðan
báðir lifðu, en fundurinn lýsti á marg-
an hátt mjög vel vinnubrögðum og
vandvirkni Vilhjálms í störfum sín-
um. Þar þurfti alltaf að sjá allar hliðar
málsins, rökin með og ekkert síður á
móti til að öðlast þá heildarsýn, er
leiddi til grundaðrar, sanngjarnrar
og ef kostur var endanlegrar niður-
stöðu þess máls sem til umfjöllunar
var hverju sinni.
Hann Vilhjálmur var rökfastur og
sanngjarn, en einnig bæði einarður
og ef þörf var á harðskeyttur mála-
fylgjumaður, en ætíð mannlegur og
raungóður, sérstaklega þeim sem
honum þóttu standa höllum fæti.
Ýmsir mistóku sig á því að halda að
þessi grannvaxni og oft fátalaði mað-
ur væri næsta meðfærilegur og ekki
viðnámsmikill, en fóru þar verulega
villir vegar, því að þar fór maður með
„stálfjöður í baki“ og mikinn vilja-
styrk.
Ég átti þess kost að eiga samstarf
við Vilhjálm Jónsson á hinu fé-
lagslega sviði, bæði meðan við enn
áttum pólitíska samleið, sem og innan
Reglu frímúrara til fjölda ára.
Hann var alls staðar eftirsóttur til
starfa, öflugur framkvæmdamaður,
en jafnframt varfærinn og fyrir-
hyggjusamur, mannasættir, þegar
honum þótti þess við þurfa, maður yf-
irgripsmikillar þekkingar á sviðum
hins venjulega mannlífs og margvís-
legra viðskipta auk sérþekkingar
sinnar um lögfræðileg efni. Það var
enginn einsamall eða fáliðaður, sem
átti Vilhjálm Jónsson að samverka-
manni eða fylgismanni, þess sá víða
stað og mun enda lengi í minnum
haft.
Vilhjálmur Jónsson vann nær allan
starfsævi sína á vegum félaga sam-
vinnumanna. Honum trúði hreyfing-
in fyrir forsjá í sumum sinna erfið-
ustu mála og síðar varð Olíufélagið
hf. undir hans stjórn eitt stærsta og
umsvifamesta fyrirtæki landsins og
meðan hans naut við alveg vandræða-
laust.
Ég vissi vel að þegar svo bar við í
seinni tíma þrengingum ýmissa fé-
laga samvinnuhreyfingarinnar að
fyrir komu þau atvik að honum þótti
ekki nægileg aðgát eða yfirvegun við-
höfð gagnvart langreyndum starfs-
mönnum, að hann tók til sinna ráða
og leysti þau mál. Það var honum líkt
og drengilega gert.
Samvinnuhreyfingin sýndi Vil-
hjálmi Jónssyni mikinn trúnað við
margs konar stjórnun stofnana og
fyrirtækja og Framsóknarflokkurinn
treysti honum fyrir forsjár- og trún-
aðarstörfum í fjölda ára og innan Frí-
múrarareglunnar á Íslandi voru hon-
um falin öll þau trúnaðarstörf, sem
hann taldi sig hafa tíma til að sinna,
en allt þetta leysti hann með þeim
ágætum að til þess var og er oft tekið
og tilvitnað.
Vilhjálmur Jónsson barst ekki
mikið á né flutti langar ræður á
mannfundum, en þegar hann tók til
máls hafði hann skoðun, átti tillögur
og/eða ábendingar og það var alltaf á
hann hlustað, þótt auðvitað eins og
verða vill kunnu menn ekki alltaf að
nýta sér gagnlegar tillögur.
Ég veit að mörgum, sem lítt
þekktu Vilhjálm fannst hann fálátur
og ekki of aðgengilegur. Raunin var
nú samt sú, að þar sem hann var, eins
og ég þekkti hann, var hann glaðvær,
launfyndinn og hlýlegur maður, að-
gætinn, e.t.v. nokkuð dulur, en ráða-
góður og ráðhollur.
Vilhjálmur þekkti íslenskt mannlíf
vel, hann var uppvaxinn í íslenskri
sveit og hafði starfað við sjávarútveg
til að afla sér námskostnaðar á sínum
ungu árum og hann þekkti atvinnu-
vegi landsins út í hörgul. Það þarf því
engan að undra að svo gerhugull
maður væri víða aufúsugestur til
ráðslags og stjórnunar.
Ég þykist vita að aðrir muni gera
lögfræðistörfum Vilhjálms og öðrum
áhugamálum hans skil, sem og fjöl-
skylduhögum, en það er á þessum
tímamótum gott að minnast sam-
skipta við Vilhjálm og konu hans,
Katrínu S. Egilsdóttur, á vegum
þeirra stofnana og félagasamtaka,
sem við áttum samleið um, enda voru
þau hjón samhent um þægilegt við-
mót, laust við mannamun, en ríkt af
fágun og kurteisi.
Vilhjálmur missti konu sína árið
2001 og varð síðan fyrir því áfalli á
heilsu sína er nú hefur leitt hann til
dauða, en hvoru tveggju áföllin bar
hann af hugarró og skapfestu, sem
honum var svo lagin.
Ég veit að ég mæli fyrir munn fjöl-
margra bræðra hans og félaga innan
Reglu okkar, þegar ég þakka honum
samveruna og samstarfið og alla hans
framgöngu á þeim vegum.
Fjölskyldu Vilhjálms flyt ég ein-
lægar samúðarkveðjur og sjálfum
honum þakka ég áratuga samskipti
og vináttu og óska honum guðsbless-
unar á þeim vegum sem við báðir
trúðum að hann eigi nú leið um.
Einar Birnir.
Þegar undirritaður hafði lesið frétt
og tilkynningu um lát Vilhjálms Jóns-
sonar hvarflaði hugur minn strax
mörg ár aftur í tímann og ég minnist
hans sem góðs húsbónda og sam-
starfsmanns.
Fyrrverandi starfsmenn og eftir-
launaþegar Olíufélagsins hf. hafa í
nokkur ár komið saman og minnst
gamalla og góðra daga. Fyrir hönd
þeirra kem ég á framfæri besta þakk-
læti fyrir það sem Vilhjálmur var
okkur. Vil ég sérstaklega minnast á
eftirfarandi.
Þegar Starfsmannafélag Olíufé-
lagsins hf., 1963, keypti land undir
sumarbúðir og hóf stuttu síðar bygg-
ingu sumarhúsa var það Vilhjálmur
sem kom því til leiðar að við fengum
ríflegan styrk til framkvæmda. Og
alla sína forstjóratíð studdi hann og
fyrirtækið mjög vel við allt það sem
starfsmannafélagið tók sér fyrir
hendur.
Þá vil ég minnast á og þakka sér-
staklega fyrir eftirlaunasjóð, sem Vil-
hjálmur gekkst fyrir að stofnaður
var, til að drýgja eftirlaun þeirra sem
unnið höfðu í tíu ár eða lengur hjá Ol-
íufélaginu hf. Já, það er margs að
minnast og þakka fyrir.
Fyrir hönd okkar fyrrverandi
starfsmanna og maka okkar kem ég á
framfæri bestu þökkum um leið og
við heiðrum minningu Vilhjálms
Jónssonar og færum ættingjum hans
öllum innilegar samúðarkveðjur.
Teitur Jensson.
Elsku afi, þegar ég horfi um öxl
vakna margar minningar um orku-
mikinn og staðfastan mann sem bar
hag og velferð fjölskyldunnar fyrir
brjósti. Minningar um mann sem
kenndi mér að nota fluguveiðistöng í
einni af mörgum veiðiferðum sem
hann tók mig með í. Strák sem stalst
til að leggja sig með afa án þess að
hann vissi af því. Ég undir sófanum,
afi í sófanum. Mann sem ég horfði á
með aðdáunaraugum er hann klæddi
sig í skrúðann á fimmtudögum áður
en hann fór á frímúrarafund. Mann
sem hvatti okkur bræður áfram í
námi. Minningar um afa og ömmu
dansandi suður-ameríska dansa á
skemmtistað í Barcelona. Minningar
um mann sem ég gat síðar á ævinni
rökrætt við um hagfræði og stjórn-
mál og þegið ráð um rekstur fyrir-
tækja. Manns sem ég gat alltaf leitað
til.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum
þín veröld er björt á ný.
(Þórunn Sig.)
Elsku afi, þakka þér fyrir allt sem
við áttum saman.
Arnar Sch. Thorsteinsson.
Þær voru fjórar vin-
konurnar, Haddý,
Unna Dóra, Ninna og
mamma (Gugga), sem
héldu hópinn árum
saman. Allar eru nú látnar, nú síðast
Haddý sem skrifaði þó minningar-
grein fyrir skömmu um Ninnu sem
lést fyrir stuttu.
Haddý var heimagangur á heimili
foreldra minna þegar þau hófu bú-
skap sinn í Stórholti 27 og bernskuár
mín eru samofin henni og öllum vin-
konunum. Þá var oft glatt á hjalla og
vinskapurinn var þeim alltaf dýr-
mætur hvort sem þær hittust í
saumaklúbbnum eða annars staðar.
Á unglingsárum mínum flutti fjöl-
skyldan út á land og tengslin rofn-
HALLDÓRA
ELÍASDÓTTIR
✝ Halldóra Elías-dóttir fæddist á
Ísafirði 6. júní 1927.
Hún andaðist á
Landspítalanum í
Fossvogi 30. sept-
ember síðastliðinn
og var útför hennar
gerð frá Háteigs-
kirkju 7. október.
uðu. Ég hefði getað
verið duglegri að
rækta sambandið eftir
að ég flutti suður, en
því miður er það svo
að það fórst fyrir að
mestu leyti þótt við
fréttum alltaf af hvor
annarri.
Það er samt svo
undarlegt þetta líf að
nokkrum dögum áður
en Haddý fór á sjúkra-
hús fékk ég sterkt
hugboð um að hafa
samband við hana. Við
áttum langt og gott samtal og höfð-
um ákveðið að hittast þegar hún
kæmi aftur heim. Það verður ekki.
Fyrir mig var það líka undarleg til-
viljun að Haddý skyldi kveðja þetta
líf á afmælisdegi móður minnar sem
hefði orðið 80 ára þann dag.
Ég kveð elskulega konu sem
ávallt sýndi mér mikla hlýju og vin-
konurnar allar með virðingu og
þökk.
Aðstandendum sendi ég einlægar
samúðarkveðjur.
Hildigunnur Lóa Högnadóttir.