Morgunblaðið - 10.10.2005, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 10.10.2005, Qupperneq 37
Fréttir í tölvupósti MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 37 DAGBÓK MT-stofan, Síðumúla 37, býður upp á hóptíma í æfingasal stofunnar. Einstaklingsmiðuð þjálfun. Fáir í hverjum tíma. Sértæk styrktarþjálfun sem eykur stöðugleika liða í mjóbaki og/eða hálsi. Fyrir langvarandi vandamál í mjóbaki og/eða hálsi s.s: ❏ Fyrir viðkvæma ofhreyfanlega liði. ❏ Eftir tognanir. ❏ Eftir brjósklosaðgerðir. ❏ Eftir brjósklos- eða brjóskþófaröskun. ❏ Við slitgigt. 7 vikna þjálfun - Hádegis- og eftirmiðdagstímar. Æft tvisvar sinnum í viku - Skráning í vikunni. Leiðbeinandi: Oddný Sigsteinsdóttir, sjúkraþjálfari og sérfræðingur í greiningu og meðferð á hrygg. Upplýsingar og skráning á MT-stofunni í símum 568 3660 og 568 3748. Netfang: mtstofan@mmedia.is Bakþjálfun Hálsþjálfun Þjálfun stöðugleika mjóbaks og/eða háls Lavinthal. Norður ♠K6 ♥D10865 ♦1042 ♣DG10 Vestur Austur ♠Á109732 ♠G854 ♥-- ♥2 ♦987 ♦K65 ♣8652 ♣Á9743 Suður ♠D ♥ÁKG9743 ♦ÁDG3 ♣K Árið 1934 skrifaði bridskennarinn Hy Lavinthal (1894–1972) áhrifamikla grein í franska tímaritið Le Monde Du Bridge, þar sem hann kynnti til sögunnar varnarreglu, sem allar götur síðan hefur verið við hann kennd – Lavinthal-hliðarkallið. Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 hjarta 1 spaði 2 hjörtu 2 spaðar 6 hjörtu ! Pass Pass Pass Nokkrum árum áður hafði kunningi Lavinthals, Easley Blackwood, skrifað aðra fræga grein í The Bridge World um ásaspurninguna fjögur grönd, en suður hafði greinilega ekki tileinkað sér þau vísindi. Vestur tekur á spaðaásinn í byrjun og verður svo að skipta yfir í lauf í öðrum slag. En því skyldi hann spila laufi frekar en tígli? Spilarar nútímans kunna svarið við því: Austur fylgir lit með fjarkanum – lægsta spilinu – sem er hliðarkall í lægri litnum, eða laufi. Með tígulásinn hefði austur sett spaðagosann – hæsta spilið. Regla Lavinthals er þessi: Þeg- ar augljóslega er fráleitt að kalla í út- spilslitnum (eða gefa talningu), sýnir makker áhuga á litunum til hliðar – hátt spil fyrir hærri lit, lágt fyrir lægri. Einfalt nú til dags, en svo var ekki í bernsku bridsins. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is Loftslagsbatinn FYRIR nokkrum þúsundum ára var hlýindaskeiðið mikla á norðurhveli. Enginn hafís, engir jöklar, birkið myndaði svera trjáboli (í mýrum nú), stærri skelfiskur en nú, risa þorskur við Suðurland (heimildir ýmsar m.a. Guðmundur Kjartansson). Greinilega hefur lífríki heimskautasvæðanna lif- að þetta af. Þjóðarleiðtogar, vísindamenn, Landvernd, Vinstri grænir og fram- leiðendur náttúrulífsmynda rembast eins og rjúpan við staurinn að hafa af okkur loftslagsbatann. Með engum árangri. Epla-, tómata- og vínberjaupp- skera á Íslandi. Cannabis Salvia sömuleiðis. Hver er sökudólgurinn? Tayata Inti, faðir sól, blessuð sólin. Það hefur nefnilega líka hlýnað á Mars! Bjarni Valdimarsson, Njálsgötu 102. Enn um bílastæði við Leifsstöð Í VELVAKANDA 1. október sl. skrifar Hulda um bílastæðisvanda- mál við Leifsstöð. Ég vil taka undir það sem Hulda skrifar. Ég hef lent í miklum vandræðum þarna, kom ný- lega frá útlöndum seint að kvöldi í roki og rigningu, og mátti þá standa berskjaldaður úti við tækið til að borga. Eins og Hulda lenti ég í vand- ræðum með að borga með kortinu mínu, tækið vildi ekki samþykkja það, og var það ekki fyrr en ég renndi 4 kortinu inn að tækið samþykkti það. Átti ég í mestu vandræðum með að sjá til því þarna var engin lýsing og ekkert skjól og var ég orðinn holdvot- ur þegar ég loksins gat borgað. Skora ég einnig á þá sem sjá um þessi mál að athuga þetta greiðslu- fyrirkomulag, eða a.m.k. hafa þarna skýli fyrir veðri og vindum og gott væri að hafa einhvern á staðnum sem gæti liðsinnt fólki í vandræðum. S.Ó. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Morgunblaðið/Ásdís Landsþing Landssamtakanna Þroska-hjálpar verður haldið á Grand hótelidagana 13. til 15. október. HalldórGunnarsson er formaður Lands- samtakanna: „Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar er hápunkturinn í starfi samtak- anna. Þingin eru haldin á tveggja ára fresti og á þeim er farið yfir stöðu mála: hvað hefur áunnist og hver eru brýnustu verkefnin framundan. Setn- ingin er á fimmtudagskvöld og öllum opin. Föstu- deginum er varið í almenn aðalfundarstörf fyrir kjörna fulltrúa samtakanna. Á laugardag er ráð- stefna sem opin er öllum og aðgangur ókeypis en yfirskrift Landsþingsins og efni ráðstefnunnar að þessu sinni er „Aðskilnaður eða aðlögun – hvert stefnir skólinn?““ Yfirskrift Landsþingsins endurspeglar hverju sinni mat samtakanna á hvar mest þörf er á markvissri umræðu og átaki. „Skólinn er mik- ilvægur í lífi barna og ungmenna, hvort sem þau eru fötluð eða ekki, og skiptir alla fjölskylduna máli,“ segir Halldór. „Við viljum með ráðstefn- unni stíga fyrsta skrefið að því að hefja samræðu milli skólakerfisins og landssamtakanna um það hvernig megi bæta úr málum svo að hinn almenni grunnskóli verði í rauninni sjálfsagður og eft- irsóknarverður valkostur foreldra barna með fötl- un.“ Í tengslum við þetta verða á ráðstefnunni kynntar niðurstöður rannsóknar sem KHÍ vann um stöðu fatlaðra nemenda í skólakerfinu, allt frá leikskóla og upp í framhaldsskóla. „Við vonum að sú rannsókn varpi ljósi á hvar brýnast er að hefj- ast handa,“ segir Halldór. Á málþinginu verða m.a. fulltrúar fræðslu- yfirvalda, frá ríki og borg, einnig kennarar, for- eldrar og nemendur. „Þannig leyfum við röddum sem flestra sem málið varðar að koma fram.“ Landssamtökin Þroskahjálp voru stofnuð 1976 en að stofnun landssamtakanna stóðu foreldra- félög og fagfélög tengd fólki með þroskahömlun. Síðar bættist við Átak, félag fólks með þroska- hömlun. Samtökin hafa unnið að margs konar bót- um í úrræðum þroskahamlaðra og aðstandenda þeirra, s.s. setningu Laga um aðstoð við þroska- hefta 1979 og sem síðar þróuðust í Lög um mál- efni fatlaðra. „Þessi lög fólu í sér það markmið að skapa fötluðum skilyrði til að lifa eðlilegu lífi í stað stofnanavistar.“ Stefna Þroskahjálpar byggist á 11 atriðum sem hvert um sig hefur skírskotun í al- þjóðlegum mannréttindasáttmálum. „Við lítum fyrst og fremst á stefnu okkar og baráttu sem mannréttindabaráttu. Við leggjum áherslu á að þau réttindi, sem við berjumst fyrir fyrir okkar fólk, eru ekkert umfram það sem aðrir þjóðfélags- þegnar njóta nú þegar,“ segir Halldór að lokum. Nánari uppplýsingar á www.throskahjalp.is. Þing | Landsþing Landssamtakanna Þroskahjálpar 13. til 15. október Aðskilnaður eða aðlögun?  Halldór Gunnarsson fæddist í Hveragerði 1950. Hann varð stúd- ent frá ML 1970 og lauk prófi í félagsráðgjöf frá HÍ 1987. Halldór hefur starfað að málefnum fatlaðra og fjölskyldna þeirra um árabil. Hann situr í Stjórnarnefnd málefna fatlaðra og er formaður svæðisráðs málefna fatlaðra í Reykjavík. Halldór er vara- formaður Mannréttindaskrifstofu Íslands. Hann hefur m.a. fengist við tónlist og texta- gerð og starfar nú hjá Argusi – markaðsstofu. Halldór er kvæntur Jarþrúði Þórhallsdóttur. PALLBORÐ helgað kvikmyndum Alfred Hitchcocks verður haldið í Norræna húsinu kl. 18.00 í kvöld í tengslum við sýningu á kvikmynd- inni „Leigjandinn“ (1927) eftir Hitchcock í Háskólabíói við lifandi tónlist Sinfóníuhljómsveitar Íslands á miðvikudaginn. Fyrirlesarar eru eftirtaldir: Ás- grímur Sverrisson kvikmyndagerð- armaður verður með erindi um kvik- myndir Hitchcocks; Bjarni Randver Sigurvinsson, guðfræðingur og einn af stofnendum rannsóknarhópsins Deus Ex Cinema fjallar um kvik- mynd Hitchcocks Svima (Vertigo, 1958) og áhrif hennar á aðrar mynd- ir; Frank Strobel, hljómsveitarstjóri og tónskáld fjallar um kvikmynda- tónlist og tónlistina við Leigjandann og aðrar myndir Hitchcocks; Oddný Sen, kvikmyndafræðingur og rithöf- undur fjallar um trúarleg tákn í kvikmyndum Hitchcocks og áhrif mynda hans á frönsku nýbylgjuna; Sigríður Pétursdóttir, kvikmynda- fræðingur og þáttastjórnandi hjá RÚV fjallar um konurnar í myndum Hitchcocks. Aðgangur er ókeypis. Pallborð helgað Alfred Hitchcock Alfred Hitchcock leikstjóri. Stjarnljóð er heiti ljóðabókar eftir Helga frá Hlíð. Helgi er einkum þekktur fyrir snjallar tækifærisvísur en sýnir í þessari ljóðabók á sér aðra hlið sem færri kannast við. Helgi Sigurður Jónasson er fæddur 1932 og ólst upp til fullorðinsára á bæn- um Hlíð á Langa- nesi. Helgi starfaði um 40 ára skeið í lögreglunni í Reykjavík en lét af störf- um þar 1995. Hann er nú búsettur í Hveragerði. Stjarnljóð er 46 blaðsíður, með 35 ljóðum. Útgefandi er Hólar. Ljóð Í frostinu er heiti fyrstu skáldsögu Jóns Atla Jónassonar en hann hefur getið sér gott orð sem leikritahöfundur. Jón Atli hlaut Grímuna, íslensku leiklist- arverðlaunin, árið 2004 og hefur skrif- að smásögur og kvikmyndahandrit. Í frostinu er frum- útgefin í kilju og er það tilraun af hálfu útgefandans, JPV, til að bjóða lesendum „það ferskasta í nýjum íslenskum skáldskap á hag- stæðara verði en áður hefur þekkst“, segir í tilkynningu frá JPV. Um efni skáldsögunnar Í frostinu segir útgefandinn eftirfarandi: „Drífa lifir í klóm tilbreytingarlauss lífs og þvælist milli skylduverka og skemmt- ana án tilgangs og stefnu að því er virð- ist. En öll yfirborðssýn breytist þegar við erum skyndilega stödd í háskalegri hversdagsveröld þar sem ekkert er sem sýnist, þar sem óttinn magnast í hverju skrefi og okkur grunar ekki hvar leiðin endar; ef hún endar þá nokkurn tíma.“ Leiðbeinandi verð er 1.790 kr. Skáldsaga Tryggvi V. Líndal hefur sent frá sér 9. ljóðabók sína, Söguljóð og saga. Í til- kynningu frá útgefanda segir: „Í þess- ari ljóðabók leggur höfundur aukna áherslu á lengri ljóð sem segja sögu; svo sem um gríska goðsögu, um dauða frægra skálda í borgarastríðum, eða í vísnabálki sín- um Ódysseifskviðu, en fjallar einnig um stemmningu á kaffihúsum og fl. Hann klykkir út með raunsæislegri smásögu um reynslu barnakennara í dreifbýli.“ Bókin er 59 bls. prentuð af Guten- berg. Útgefandi er Valtýr. Ljóð

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.