Morgunblaðið - 10.10.2005, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 41
MENNING
Rannís tekur þátt í evrópska verkefninu Researchers
in Europe 2005 til að kynna mikilvægi vísinda og
rannsókna fyrir samfélagið. Rannsóknamiðstöð Íslands • Laugavegi 13 • 101 Reykjavík • www.rannis.is
Eirný Þöll Þórólfsdóttir sameindalíffræðingur, 32
„Það var aldrei nein spurning eftir að ég kynntist erfðafræðinni í menntaskóla. Ég ætlaði að leggja
hana fyrir mig. Hún er full af óleystum ráðgátum — og ég hef alltaf elskað að grúska í þess konar
efni. Það er því óendanlega spennandi að hafa tækifæri til að taka þátt í rannsóknum á þessu sviði,“
segir Eirný Þöll Þórólfsdóttir, yfirmaður LindGen á Íslandi, sem er í eigu bandarísku rannsókna-
stofnunarinnar Cold Spring Harbor Laboratories.
Eirný valdi sér líffræði við Háskóla Íslands og lauk MS-prófi þaðan. Hún segir að það sé mikill kostur
hve víðtæk líffræðin sé og því auðvelt að finna sér farveg innan hennar. „Ég hafði t.d. lítinn áhuga
á grasa- eða dýrafræði... sem aðrir sökkva sér í. Ég sá ekkert annað en erfðafræðina.“ Eirný stýrir
nú sérhæfðum rannsóknum í erfðarannsóknum þar sem notaðar eru örflögur við meingenaleit og
upplýsingaöflun um erfðamengi mannsins.
„Fimm ára gömul dóttir mín og eiginmaðurinn eiga hins vegar hug minn allan þegar vinnunni sleppir
— og við notum hvert tækifæri til að ferðast innanlands og fara í gönguferðir. Þórsmörk er uppáhalds-
staðurinn — þar er magnað að vera!“
Sjá nánar á vefnum www.visindi2005.is
[ráðgátur og ferðalög]
Vísindi – minn vettvangur
P
R
[
p
je
e
rr
]
LJÓSMYNDIR kvikmyndagerðar-
mannsins Abbas Kiarostamis eru
sjálfstæð verk, ekki kyrrmyndir úr
kvikmyndum heldur afrakstur
ferðalaga hans um óbyggðir Íraks,
sveitalandaslag sem oftar en ekki
minnir á Ísland. Sjálfur segist hann
sækja í sveitina til þess að verða
eitt með náttúrunni, slaka á og
njóta fegurðar, tilfinning sem við
könnumst vel við hér. En þegar
hann er kominn einn út í buskann
leiðist honum að geta ekki deilt
upplifunum sínum með öðrum og
það er ein af ástæðum þess að hann
tekur ljósmyndir, þarna má eflaust
finna snertiflöt við kvikmyndagerð-
armanninn, sögumanninn.
Kiarostami sýnir tvær mynd-
raðir í Húsi Orkuveitunnar, 52
myndir sem hann kallar Vegi og
sýna einmitt það, hins vegar mynd-
röðina Án titils en myndefni henn-
ar er aðallega tré, oftast í snjó. Það
er augljóst að Kiarostami er ekki
að leitast við að vera nýjungagjarn
í ljósmyndum sínum heldur er
hann að fylgja eftir sinni persónu-
legu upplifun á náttúrunni og af-
markar hana að einhverju leyti í
samræmi við fagurfræðilegar upp-
lifanir og táknræn viðfangsefni,
vegi og tré. Vegirnir í Íran koma
okkur Íslendingum ekki spánskt
fyrir sjónir, við þekkjum vel þá
aumu slóða sem liggja yfir óbyggð-
ir, tvö hjólför, verksummerki um
mannaferðir sem kveikja í ímynd-
unaraflinu og vekja upp spurningar
– hvert liggur vegurinn og hvaðan
kemur hann? Aðaláhersla mynd-
anna er þó drama ljóss og skugga,
grafískt letur svarts og hvíts,
myndbygging og sjónarhorn, upp-
lifun áhorfandans er að miklu leyti
af fagurfræðilegum toga, í anda
ljósmynda konstrúktívistanna upp
úr 1920 þegar abstrakt þættir um-
hverfisins léku stórt hlutverk í ljós-
myndum af landslagi og bygg-
ingum.
Myndröðin Án titils sam-
anstendur af mun stærri ljós-
myndum, sem myndu eflaust njóta
sín betur í öðrum húsakynnum en
þeim er boðið upp á hér. Það er þó
eitthvað skemmtilega súrrealískt
við að ganga þrjár hæðir niður í
kjallara og feta sig framhjá billj-
ardborðum þar til sjálfvirkir ljós-
nemar kveikja ljós og lýsa upp
myndir í hálfrökkrinu. Eins er for-
vitnileg sú hugsanlega stéttaskipt-
ing sem virðist ríkja hjá Orkuveit-
unni og birtist í tveimur ólíkum
kaffiteríum, þeirri efri með útsýnið
yfir tilbúna fossinn, en inn af henni
má sjá seríuna Vegi, og svo þá
neðri og snöggtum ófínni þar sem
nokkrar stærri myndanna eru á
vegg. Loftgluggarnir þarna eru
hreint fantastískir og skapa þá til-
finningu að maður sé djúpt neð-
anjarðar, ekki síður vekja billjard-
borðin spurningar. Ég vona að
Kiarostami hafi haft húmor fyrir
þessu, en af því að dæma sem ég
hef lesið um kvikmyndir hans get
ég ímyndað mér það. Í þessu um-
hverfi eru sem sagt myndir af
trjám í snjó og stundum af dýrum,
innilokuðum í búri eða að brjóta
sér leið út. Tré eru ótrúleg fyr-
irbæri, lifandi verur með karakter
hvert og eitt og Kiraostami hefur
augljóslega sterka tilfinningu fyrir
þessu. Grafískir möguleikar trjá-
greina og skugga þeirra í snjó eru
ótal margir og hann grípur þá listi-
lega. Sem ljósmyndir eru mynd-
irnar engin nýjung enda hafa þess-
ir eiginleikar sem ég nefndi verið
myndefni ljósmyndara allt frá um
1840 og birst í ótal myndum síðan,
það er persónulegt ferðalag lista-
mannsins sem áhorfandinn skynjar
hér. Samspil raunveruleika og birt-
ingarmáta hans á ljósmynd kemur
skemmtilega fram á myndinni af
trénu og skugga krónu þess, krón-
an sést ekki sjálf heldur verður til í
ímyndunarafli áhorfandans. Þetta
minnir á ljósmynd eftir Robert
Petchow frá 1926 sem heitir
Hversu margir loftbelgir? en það
er loftmynd sem sýnir einn loftbelg
og tvo skugga. Minnir mig líka á
ljósmyndir Finns Arnar myndlist-
armanns af skýjum og skuggum
þar sem skuggarnir samsvara ekki
endilega skýjunum. Hér birtist
leikur listamannsins að raunveru-
leikanum og eftirmynd hans, þættir
sem skipta listamanninn miklu máli
í verkum hans. Einhvers staðar í
hugarmyndinni af trjákrónunni
sem ekki sést mætir listamaðurinn
svo áhorfandanum, í listinni að
segja hið ósegjanlega.
Utan rammans
MYNDLIST
Hús Orkuveitu Reykjavíkur
Til 28. október. Opið mánudaga til föstu-
daga kl. 8.30–16
Ljósmyndir
Vegir og Án titils, Abbas Kiarostami
Morgunblaðið/Árni Sæberg
„Samspil raunveruleika og birtingarmáta Kiarostamis á ljósmynd kemur
skemmtilega fram á myndinni af trénu og skugga krónu þess, krónan sést
ekki sjálf heldur verður til í ímyndunarafli áhorfandans.“
Ragna Sigurðardóttir
Í GALLERÍI Sævars Karls er að
ljúka sýningu á myndum Kristínar
Rögnu Gunnarsdóttur við ljóð Þór-
arins Eldjárns VÖLUSPÁ „þar sem
atburðir hins forna kvæðis eru rakt-
ir í máli og myndum fyrir börn á öll-
um aldri“. Myndirnar eru stækkuð
prent af síðum bókarinnar Völuspá
eftir þau Kristínu og Þórarin sem
var að koma út hjá Máli og menn-
ingu. Ljóðið er samstiga upp-
runalega kvæðinu í formi og efni en
hefur verið endurort á „skilj-
anlegra“ máli og orð sem bera stuðla
og höfuðstafi hafa verið feitletruð,
líklega til að börnin fái meiri tilfinn-
ingu fyrir bragarhætti og hrynjand-
inni í ljóðinu. Myndskreytingarnar
eru faglega gerðar, líflegar og litrík-
ar og gera meira en að fylgja sögu-
þræðinum vel eftir því þær ná að
vekja upp ímyndunaraflið og glæða
ljóðin ævintýraljóma. Kristín hefur
notað klippimyndatækni og skeytir
saman útklipptum formum úr lit-
uðum og máluðum pappír, prent-
uðum, skrifuðum og jafnvel krump-
uðum pappír sem gefur myndunum
ærslafullt og frjálslegt yfirbragð.
Með því tengir hún saman svið bók-
mennta og myndlistar um leið og
efnismeðferðin og aðferðin skír-
skotar til þess hvernig texti hefur lif-
að í margvíslegu formi gegnum
mörg tímaskeið. Myndirnar á sýn-
ingunni eru, eins og áður sagði,
stækkuð prent úr bókinni en það
hefði verið mun áhugaverðara á sýn-
ingu að sjá frumgerðina. Í verki eins
og þessu, þar sem gamall kveð-
skapur er endurkveðinn, hljóta höf-
undar að túlka söguna sem sögð er
og má hér sjá ákveðnar útfærslur
mynda eða texta sem endurspegla
það vel. Völvan sjálf eða höfundur
hins upprunalega kvæðis er sýnd
sem kvenpersóna sem er skilningur
flestra í dag og næsta augljóst en um
það var deilt þegar Helga Kress
kom með þá skoðun sína á áttunda
áratugnum. Gullveig og Heiður eru
hér í texta sagðar sama persóna sem
virðist rökrétt þótt um það megi
deila samkvæmt „frumtextanum“.
Hún er síðan (sem Heiður) í lok ljóða
sögð hafa verið eftirlæti illra kvenna
sem stingur enn meira í augun en
ella vegna hins feitletraða orðs sem
virkar hér meira sem áhersla á orðið
en undirstrikun á höfuðstaf. Þetta
leiðir hugann að því hve tvíbent það
getur verið að nota myndrænan
áhersluauka í texta. Valgerður H.
Bjarnadóttir hefur (í masters-
ritgerð) sett spurningarmerki við
þýðingu þessarar línu í Völuspá og
fært rök fyrir að meining hennar
ætti að vera önnur en hér er túlkuð.
Að fella niður kaflana sem eru upp-
talningar á nöfnum dverga er líka
svolítið skrítið því þar hefði mátt
túlka skemmtilegt myndrænt efni og
draga betur fram í hugum barna
ákveðna tengingu Völuspár við
Hringadróttinssögu sem er þeim lík-
lega flestum kunnari.
Í heildina er verkið bæði glæsilegt
og vandað og hver mynd nær að
standa fyrir sínu sem sjálfstæð
heild.
Morgunblaðið/Ásdís
„Í heildina er verkið bæði glæsilegt og vandað og hver mynd nær að standa
fyrir sínu sem sjálfstæð heild,“ segir Þóra Þórisdóttir meðal annars.
Æsir og Vanir
MYNDLIST
Gallerí Sævars Karls
Sýningin stendur til 11. okt.
Kristín Ragna Gunnarsdóttir og
Þórarinn Eldjárn
Völuspá
Þóra Þórisdóttir