Morgunblaðið - 10.10.2005, Qupperneq 60

Morgunblaðið - 10.10.2005, Qupperneq 60
60 F MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 2005 MORGUNBLAÐIÐ FYRIRTÆKIÐ Hólmsteinn Pjet- ursson ehf., sem um árabil hefur sér- hæft síg í húsaviðgerðum, hefur haf- ið framkvæmdir við stórt fjölbýlishús við Kleppsveg, en sam- kvæmt áætlun mun verkinu ljúka í ágústlok 2007. Að sögn Hólmsteins Pjeturssonar, múrarameistara, sem rekur fyrirtækið ásamt bróður sín- um Lýði, er hér um að ræða stærsta verkefni sem fyrirtækið hefur ráðist í og líklega eitt stærsta viðgerðar- verkefni sem ráðist hefur verið í í Reykjavík frá upphafi. „Við þurfum að byrja á að leysa upp alla málningu að utan. Síðan þarf að gera við allar steypu- skemmdir og skipta um alla glugga í húsinu, múra síðan að nýju hjá gluggunum og setja því næst nýja múrkápu utan á allt húsið. Loks þarf að mála allt húsið, en við eigum að skila verkinu 31. ágúst 2007,“ sagði Hómsteinn og bætti því við að Línu- hönnun hf. hefði annast útboð og hefði eftirlit og umstjón með verkinu fyrir hönd verkkaupa. „Ég held að þetta sé stærsta útboð í húsaviðgerð- um sem þeir hafa annast og sýnir það hversu viðamikið verkefni hér er á ferðinni. Við höfum tekið mörg stór verkefni að okkur í gegnum tíðina, en ekkert í líkingu við þetta,“ sagði Hólmsteinn, sem starfað hefur við múrverk allan sinn starfsaldur. „Ég byrjaði sem strákur hjá föður mínum, Pjetri Kr. Árnasyni múrara- meistara, og síðan lærði ég sjálfur iðnina, eins og við gerðum fimm bræðurnir. Við útiviðgerðir hef ég unnið samfellt frá árinu 1984, er ég stofnaði fyrirtæki ásamt öðrum, en árið 1987 stofnaði ég eigið fyrirtæki og Lýður bróðir minn kom svo inn í þetta árið 2000. Við höfum lengst af verið í utanhúsviðgerðum, en á seinni árum höfum við einnig tekið að okkur inniviðgerðir af ýmsu tagi,“ sagði Hólmsteinn og bætti því við að mikið hefði verið að gera í húsavið- gerðum á undanförnum árum og raunar alla tíð frá því hann byrjaði. „Ég hef aldrei þurft að kvarta undan því að hafa ekki haft nóg að gera. Það er frekar á hinn veginn.“ Hólmsteinn sagði að yfirleitt hefði verið auðvelt að fá góða starfsmenn í vinnu og flestir hefðu þeir verið 43 eitt sumarið. „Þá vorum við meðal annars með fjórar blokkir við Háa- leitisbraut og slóðin teygði sig alla leið norður í land, að Húnavalla- skóla. Það er fyrst núna í sumar sem hefur verið dálítið erfitt að manna í verkin, því það er svo mikil þensla í þjóðfélaginu að það vantar alls stað- ar menn. En þetta hefur bjargast og ég hef ekki yfir neinu að kvarta,“ sagði Hólmsteinn Pjetursson múr- arameistari. Hólmsteinn Pjetursson ehf. gerir við stórt fjölbýlishús við Kleppsveg Eitt stærsta viðgerðarverkefni í borginni Morgunblaðið/Árni Sæberg Bræðurnir Lýður og Hólmsteinn Pjeturssynir hjá fjölbýlishúsinu við Kleppsveg.Háþrýstiþvotti með heitu vatni beitt til að ná málningu af fjölbýlishúsi í Árbæ. Unnið að viðgerð á fjölbýlishúsi í Ljósheimum í fyrrasumar. Unnið við fínhúðun á fjölbýlishúsi í Árbæ sumarið 2004. svg@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.