Tíminn - 11.01.1970, Blaðsíða 1

Tíminn - 11.01.1970, Blaðsíða 1
 / $ \ \ SAMVINNUBANKINN N \ -7VTINN BANKI X *<****«.i & SAMYINNUBANKINN Mynd þessi var tekin á mánudaginn, þegar Edward Kennedy, öldungadeildarþingmáðtir kom .■ til dómshússins í Edgartown í Massachusetls, þar sem réttarrannsókn fer nú fram um atvik slyssins, sem olli dauða Mary Jo Kopechne í júlí í sumar. Það eina, sem Kennedy sagði við fréttamenn við þetta tækifæri, var að hann vonaði, að þetta yrði sem fyrst yfirstaðið, svo liann gæti snúið sér að störfum sínum í öldunga- deildinni aftur. Réttarrannsókninni lýkur sennilega í dag, en fréttamenn og almenningur fengu ekki aðgang að dómshúsinu og er því lítið sem ekkert vitað, hvað komið hefur fram í málinu. (mynd UPI) Heroin-smygS til USA stöðvað innan 3ja ára EJ—Reykjavík, Iaugardag. Viðræður milli ráðamanna í Frakklandi, Tyrklandi, Mexikó og Bandaríkjunum hafa gefið vonir um, að hægt verði að stöðva all- an ólöglegan innflutning á eitur- lyfinu Heróin til Bandaríkjanna innan þriggja ára, að því er heim- ild f Hvíta Húsinu í Washington hefur tjáð fréttamönnum. Viðræður þessar hafa farið fram meðal mjög háttsettra embættis- manna, og komust á fyrir frum- kvæði Richard Nixons, forseta Bandaríkjanna, í febrúar í fyrra, en forsetinn taldi að eiturlyfja- neyzla og glæpastarfsemi í fram- haldi af henni væri eitt af mestu vandamálum bandaríska þjóðfé- lagsins. Háttsettum ráðamönnum í Frakk landi, Tyrklandi og Mexikó var tjáð, að það væri stefnuatriði Bandaríkjanna í utanríkismálum að stöðva ólöglega ræktun opíum- jurtarinnar og ólöglega fram- leiðslu heróínr alls staðar í heim- inum. Sagði heimildin í Hvíta húsinu, að þessi leið hafi verið farin vegna þess, að tilraunir manna í rúma hálfa öld hafi sýnt tilgangsleysi þess, að reyna að koma i veg fyrir ólöglegan innflutning eiturlyfja til Bandaríkjanna á meðan eitur- lyfin væru framleidd erlendis í stórum stíl. Um það bil 80% af því heróín- magni, sem flutt er inn í Banda- ríkin, kemur frá opíum-ræktar- mönnum í Tyrklandi, en frá Tyrk- landi er ópíumið flutt til ólög- legra verksmiðja í Frakklandi — aðallega í námunda við Marseilles — þar sem því er breytt í heróín. 15% heróínsins kemur frá Mexí- kó til Bandaríkjanna, en afgangur- inn, 5% kemur frá ýmsum Asíu- ríkjum. Bandarískir ráfðamenm eru mjög ánægðir með þær undirtektir, sem frúmkvæði Nixons hefur fengið í Frakklandi, Tyrklandi og Mexi- kó. Framhald S bls. 14. Bókaútlán aukast allt að 50% í höfuðborginni FB—Reykjavík, laugardag. Lestur bóka virðist sízt fara minnkandi með þjóðinni, ef miðað er við útlán bókasafna. Hjá bóka safninu á Seltjamarnesi hafa út- lánin t. d. aukizt um nær 49% á ánnu, sem var að líða. Aukningin i Reykjavík er um 30%, í Hafnar- firði um 20%, en endanlegar töl- ur fengust ekki í Kópavogi. Þar sagði bókavörður þó, að hann gæti fullyrt, að aukningin á árinu væri töluvert mikil. Ekki var búið að reikna út a'lit varðandi bðkaeign og útlán safns ins hér í Reykjavik, en þar sagði yfirbókavörður, að á árinu hefðu verið lánuð út 540.000 bindi, og aukningin í bindum væri 137.000. Bóikaeignin í fyrra var 130.000 bindi, en ekki er búið að telja, hvað mikið bættist við á árinu 1969. Það mun vera nokkuð mikið enda hafa ekki margar bækur horfið úr safninu vegna skemmda á þessum sama tíma, og verður því aukingin meiri en ella. Hver bók safnsáns fer út milli 4 og 5 sinnum á ári að meðaltali, og séu reiknuð bókaútlán á hvern íbúa i Reykjavík þá er sú tala 6—7 bæk ur á mann á árinu, eða þar um bil. Hjá bókasafni Seltjarnarness voru á síðastliðnu ári lánuð út 12.896 bindi. Aukning á útlánum frá fyrra ári varð 48,65%. Að með a’-tali voru lánuð út 6,4 bindi á hvern íbúa. Bókaeign safnsins er í'ramhald á bla- 14. Sæfara saknað með 6 manns SJ—Reykjavík, laugardag Saknað er 100 lesta báts, Sæfarans BA-143 frá Tálkna- firði, sem fór á sjó á föstudags iuorgun. Siðiít heyrðist í bátri um kl. 2,30 i nót* og var hann þá með bilaðan radar. Hafði hann þá nýlokið við að draga línuna og var staddur á 66,6°n og 25 °v. Sex manna áhöfn er á Sæfara og skipstjóri er Hreiðar Árnason. Um þrjú- leytið í dag voru margir bátar og skip farin að leita Sæfara- ans þ.á.m. 7 brezkir togarar og eftirlitsskipið Orsing og einnig flugvél frá varnarliðinu á Keflavíkurflugvelli, en ekkert hafði enn héyrzt eða sézt til bátsins. Þá var bjart á Tálkna- firði en bylur úti fyrir og 8-9 vindstig. Einn bátanna í leit- inni, Tálknfirðingur, staddur 7 mflur út af Kópnum, skipstjór- inn á honum sagði veðrið vont á þessum stóðum og ráðlagði engum litlum bát að fara að Framhal- i bls. 14. Sif fór í sjúkraflug til Grænl. FB-Reykjavik, laugardag. f dag fór TF Sif, flugvél Landhelgisgæzlunnar, f sjúkra flug til Daneborgar á Græn- landi að sækja danskan mann, sem er í sleðaeftirlitinu. Sjúkraflug þetta hefur átt sér nokkurn aðdraganda, þar sem beðið var um það fyrir tveim til þremur dögum síðan, að því er Sveinn Sæmundsson blaðafulltrúi Flugfélags fs- lands tjáði blaðinu. Síðan hef- ur verið vitlaust veður þarna fyri. norðan, en flugvél Flug- félagsins hefur beðið síðan, til- búin a® leggja af stað um leið og veðrið batnaði. Ákveðið hafði verið að senda Dakotafluigivél, se*n lemda átti í Meistaravík, eða hafa hann sem varavöll. Þegar svo birti upp í morgun í Daneborg, var orðið ófært til Meistaravfkur. Var þá tekið það ráð, að fá lánaða TF Sif, hjá Landhelgisgæzl- unni. Lagði vélin af stað M. 9.55 í morgun, og var gert ráð fyrir, að hún lenti fyrir norðan kl. 14.10 og átti að vera aftur hér í Reykjavík ld. 5 I dag, iaugardag. Flugstjórinn f þess um leiðangri er Ingiimar Svein- bjömsson flugstjóri hjá Fkig- fédaginu, sem er eins og fleiri flugfélagsmenn öllum hnútum bunnragur á þessum slóðum úr skíðafluginu, sagði Sveinn. Framhald á bls. 14 (

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.