Tíminn - 11.01.1970, Blaðsíða 5

Tíminn - 11.01.1970, Blaðsíða 5
SUNNUDAGUR 11. janúar 1970. 5 TIMINN |M eö rnmmiæ ka ffiny íjjú'kr.astofa er staður, þar sem vinir sjúklinga hittast til að tala saman. Þegar maður biður ungrar stúlku, á maður aldrei að segja henni, að maður sé ekki nógu góður handa henni, hún kemst fljótlega að því sjálf. Barnin höfðu fengið það verk efni að skrifa tvær setningar, og áttu fimm sagnir að vera í hvorri. Þacnig skrifaði Björn: Mamir.a eldar, saumar, strauj- ar, þvær og bónar. Pabbi borð- ar, drekkur, spilar, reykir og sefur. — Hans, ég las í blaðinu í dag, að kona tali að meðaltali 12 þúsund orð á dag. — Já, Emma, ég hef alltaf sagt, að þú eit mikld meira, e.n meðalkvenmaður. Langþreytt húsmóðir var í heimsókn hjá lækninum: — Já, það veit sá, sem ailt veit, að ég hef oft verið að hiugsa um að fá taugaáfall vegna ofþreytu, en þá hef ég alltaf þurft að fara að sjóða mat handa einhverjum og ekki mátt vera að því í það skiptið. Hljómsveitarstjórinn stöðvaði skyndilega liljómsveitina á æf- ingu, þegar hann sá, að einn fiðluleikarinn gretti sig. — Hvað er þetta, spurði hljómsveitarstjórinn. — Líkar yður ekki Brahms? — Það er ekki það, ég þoli bara alls ekki tónlist yfirleitt. — Ja, Andrés, veistu, að hafið er eins og lítið barn, það hlær og öskrar til skiptis. Já, og svo er það líka alltaf blautt. -V ’-í rw'* WF./ KW 1 SfUb ... . & ló) kíÉ9 ■ -V * i\i , Ebl Nei, liann er ekki farinn að tala, en hann kann að gelta. — Ertu viss um það, Eva, að pabbi þinn sé ekKert á móti því, að þú giftist mér? — Já, hann lætur allt eftir mér, það er sama, hvað það er vitlaust. Ég lék Hamlet og allir klöpp- uðu, eins og óðir væru. — Það hljóta þeir að hafa verið, fyrst þeir Möppuðu. — Maðurinn, sem kvæntist fyrri konunni minni, hringdi í mig í gær og hundskammaði mig fyrir, að hún getur efcki búið til mat. Það er svipað með ástina og mislingana. Flestir verða að þola hvort tveggja, einhvern- tíma á æfinni. DENNI DÆMALAUSI Settu vindilinn þinn i þetta hr. Propp, mamma segir að þú vitir ekki til hvcrs öskubakki cr! Friður ríkir hér og nú, látið það spyrjast út í heim — hljóð- ' aði boðskapur friðardúfunnar John Lennon, og orðtak hans: „Give Peace a Chance", þegar hann koan við í Thy, smábæ á Nórður-Jótlandi. Lennon kom þarna með konu sinni, Yoko Ono, til þess að heimsækja dótt ur'hennar af fyrra hjónabandi, en hún dvelur í Danmörku; hjá föður sínum, „og verður - þar fyrsta kastið“, sagði John, „Yfirleitt kærum við okkur ekki um mannfjölda umhverf- is oss. Við komum eingöngu til Danmerkur að heimsækja dóttur Yokos, Kyoko. og við höfum átt nokkra dásamlega daga saman. Við erurn þakklát fyrir að fólk hefir látið okkur í friði, og þess vegna var það að’ við boðuíðum ti! biaðaman.na fundar", sagði Jobn Lennon á fundi með noKki um dönsk- um blaðamönnum. „ég veit að á það hefir ver'ð m’nnzt, að við myndum ætla að Kaupa hér jörð. í sérhverju landi »em við komum til, heldur fólk þetta sama. Ég á jörð á Englandi og írlandi. Ég óska ekki eftir fleiri. En við vonumst til að geta komið til Danmerkur oft- lega að heimsækja hina dásam- legu dóttur Yoko.“ Oko og John sögðu að dásam- legt hefði verið að koma til Danmerkur og fá að rangla um í „hinni þöglu hvítu auðn“, og áttu þar við snævi þakta jörð- ina, og blaðamannafundinn héldu þau í friðarandrúmslofti: Cengu umhverfis jólatré og sungu á meðan spurningarnar dundu á John, og úr hátalara glumdi sífellt orðtakið „Give Peace a Chance" (Veitið frið- inum tækifæri). Leikstjórinn Abel Gance er gantaireyndur kvikmyndamaður, en -ferill hans. er næsturn jafn- langur Og' s^á'.kvikmyndanna.. Nýjasift. ?tórviir|ci .hans ef kvikmynd- er < fjallar um Napóleon,. og segja kunnugir að héf sé um mikið meistara- stykki að ræða, en tafca og gerð myndarinnar stendur raunar enn yfir, þótt henni sé að mestu lokið. Gance hcfir lagt mikla vinnu í „Napóleon" og kvikmyndað víða, en mest þó i Frakkla-ndi. Leikarar eru franskir. Napoleon íeikur Al- bert Dieudonne + í frétt frá Oviedo á Spáni segir, að 10 ára gamall heyrn- arlaus spænskur drengur hafi verið látinn eyða miklu af ævi sinni innan um hænsni, en það stafaði af því að foreldrar. hans unnu langan vinnudag á ckr- unum. Drengurinn, sem í fréttunum er aðeins kallaður Rafael, mun varla hafa kynnzt öðrurn lif- andi verum en fiðuríénaði,. en hann er fæddur í landbúnaðar þorpi einu á Norðvestur-Spáni. Rafael hefur nú verið fluttur á hæli fyrir heýrnarlausa, en læknarnir þar hafa sagt, að han,n hreyfi handleggina eins og hænsni vængi sína, og í hvert sinn sem hann fái sér vatnssopa, halli hann höfðinu aftur á, og hano á það einnig til að standa tímunum saman á öðrum fæti. Læknarnir segjast vera með drenginn í sérstakri umsjá og vonast til að innan tíðar hætti hann þessu og fari að haga sér eðlilega. ★ Margir eru tefcnir að líta Vanesisu Redgrave hornauga, og öfundarmenn á hún fjöl- marga. Mönnum finnst hún hafi allt það af veraldlegum gæðum sem hægt er að hugsa sér — og það er vist of mikið. En hvað á hún þá? Jú, hún er fræg, henni bjóðast beztu hlutverkin. Hún er á viss um stað í pólitík og viðurkennd f.vrir það. Hún býr með ítalska leikaranum Franco Nero, sem hún hitti fyrir tveimur árum þegar hún var að léíka' i „Camelot“, og nú hafa • þau eignazt ba-rn saman — og Vanessu dettur ekki í hug að giftast honum, það er einkum þetta síðasta sem öfundarmenn hennar benda á og hneykslast mjög. Sjálf segir Vanessa: „Ég held við giftum okkur aldrei. Það væri víst heildur ekki sér- tega eftirsóknarvert að búa með mér sem1 eiginkonu. Auk þess veittist mér svo erfitt að losna úr hjónabandinu með Tony Richaxdson, að ég fer varla að leggja neitt á mig til að komast í hjónaband á ný . . Að lokum: „Astin varir ekki að eilífu, hún er ekkert sem maður 'getur sjálfur ráðgert ;eða stjórnað . . .“ ★ „Mér var sagt að það væri hérna frú ein í buxum", sagði vantrúaður þmgmaður í Banda ríkjaþingi um daginn, „svo ég varð að skreþpa hingað og sjá með eigin augum“. Og vissu- lega var það rétt, þarna rétt hjá stóð republikana þingmað- urinn Charlotte T. Reid. Ekkja og fjögurra barna móðir sem nú er fimimtíu og sex ára að aldri. Þessi kona. sem enn held ur sínum „línum" réttum, var eitt sinn Söngkona, kom þá að- allega fram í útvarpi, en nú hefur hún gerzt fyrsta konan sem kemur á þing, íklædd bux- um. reyndar í mjög fallegum buxum, svörtum, sportlegum síðbuxum, sem starfsfólk henn ar við þingdeildina hafði gefið henni í jólagjöf, og hún mætti á þingfund í þeim síðasta dag- inn fyrir jólafrí. Reid þing- kona segir sjálf, að hún hafi nú setið fjögur ár á þingi, og hafi aldrei rotið verulegrar athygli frá öðrum þingmönn- um fyrir störf sín, en nú varð athyglin allt í einu of mikiil „sjáið til“ sagði hún, „ég hefi alltaf reynt að vinna mitt starf en aldrei fyrr hef ég vakið aðra eins athygli og nú.“

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.